Færsluflokkur: Bloggar
RANNSÓKNIR Í HÁSKÓLASTARFI: GRUNDVÖLLUR ÞRÓUNAR
Sé það eitthvert eitt atriði sem einkennir góða háskóla, - er það öflugt og gott rannsóknarstarf. Sköpun þekkingar og miðlun hennar eru samofin og nátengd fyrirbæri. Þar sem þekkingarsköpunin er virk er starfið í heild betra. Þetta er samhljóma niðurstaða allra úttekta á gæðum háskóla hvar sem er í heiminum. Fjöldi birtra vísindagreina á alþjóðlegum vettvangi, - fjöldi tilvitnana, hlutfall stundakennara við skólann, hlutfall doktorsmenntaðra kennara, hlutfall nemenda á kennara. Þetta eru mælikvarðarnir sem notaðir eru til að segja til um gæði starfsins. Þeir eru alþjóðlegir, - þeir eru opinberir. Þeim verður beitt til að meta gæði okkar starf, - hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er tómt mál fyrir íslenska háskóla, að tala um að ætla sér hlutverk sem alþjóðlegir skólar, ef við stöndum okkur ekki samkvæmt þessum mælikvörðum. Vissulega er mikilvægt að skilgreina markmiðin sem stefnt er að. Ólík markmið kalla á mismunandi mælikvarða. En sé það eitt af meginmarkmiðum tiltekins skóla eða deildar innan skóla að þar skuli starfa vísindamenn sem leggi metnað sinn í að standa framarlega í samanburði við aðra, er augljóst að beita þarf alþjóðlegum mælikvörðum til þess að meta hvernig tekist hefur.
...
Allt erindið má lesa hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 11:09
Magnús Karl Magnússon's Presentation at the Workshop
The slides for Magnús Karl Magnússon's talk at the workshop on science funding held on 29 March are now available here. Enjoy!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 15:44
Setningarræða forsætisráðherra á ráðstefnu um samkeppni í vísindum í Háskólanum í Reykjavík 29. mars 2007
Í síðustu viku var haldið málþing á vegum þess hóps sem að þessari bloggsíðu stendur, um fjármögnun vísinda.
Hér má sjá setningarræðu forsætisráðherra, Geir Haarde
Góðir ráðstefnugestir,
Samkeppni í vísindum forsenda framþróunar?, er titill þessarar ráðstefnu í spurnarformi. Þetta er tímabær spurning sem ætti að vera reglubundið á vörum hvers vísindamanns. En spurningin á ekki einungis erindi til vísindamanna heldur þurfa stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar í þjóðfélaginu öllu að móta afstöðu til hennar.
Flestir eru sammála því að samkeppni er forsenda þess að góð vísindi séu stunduð. Góð vísindi eru svo ein mikilvæg forsenda framþróunar. Þetta er stysta svar mitt við spurningunni. Í þessu ljósi hafa stjórnvöld á því kjörtímabili sem er að ljúka fylgt þeirri stefnu að efla samkeppnissjóðina sem styðja rannsóknir og tækniþróun og hefur ráðstöfunarfé þeirra verið tvöfaldað. Það er ástæða til þess að fara nokkrum orðum um hvað samkeppnin í raun stendur. Einnig verðum við að velta fyrir okkur hvort samkeppni eigi að vera um allt fé sem varið er til rannsókna af hálfu þjóðarinnar og stjórnvöld ráðstafa.
Samkeppni í vísindum stendur annarsvegar um frelsið til að velja sér viðfangsefni til rannsókna og hins vegar um gæði þeirra aðferða sem beitt er, hæfni vísindamannsins og líkindi til að rannsóknir skili árangri er réttlæti þá fjármuni sem til þeirra er varið. Sem stjórnmálamaður - en um leið formaður Vísinda- og tækniráðs í því unga kerfi sem markar stefnu í vísindum og tækni - geri ég mér grein fyrir að málið kann að horfa nokkuð mismunandi við vísindamanninum annars vegar og stjórnmálamanninum og forsvarsmanni fyrirtækis hins vegar. Þessi sjónarmið mætast reyndar í störfum Vísinda- og tækniráðs.
Í heimi vísindanna er það algjört grundvallaratriði að vísindamenn hafi fullt og óheft frelsi til þess að velja sér viðfangsefni og kenningar til þess að fjalla um og að eingöngu jafningjar í heimi vísinda eða tækni meti hvaða kröfur þarf að uppfylla til þess að tilgáta teljist sönnuð. Þessu frelsi má ekki undir neinum kringumstæðum hnika.
Hins vegar er stjórnmálamanninum mikilvægt að vita að því fé sem varið er til rannsókna sé vel varið og skili þjóðfélaginu ávinningi sem réttlæti þá fjármuni sem til rannsókna er varið. Í ýmsum efnum blasa viðfangsefni rannsókna beint við, bæði frá sjónarhóli þjóðfélagsins eða fyrirtækis sem er að leggja grunn að framtíð sinni í harðri samkeppni. Við köllum það gjarnan hagnýtar rannsóknir og þróunarstarf. Ég nefni sem dæmi að við gætum ekki stundað sjálfbærar fiskveiðar, unnið samkeppnishæfa vöru úr aflanum né hefðum við virkjað fallvötn og jarðhita ef ekki hefði notið rannsókna með vel skilgreind hagnýt markmið. Sama má segja um rannsóknir á leiðum til að fást við búfjársjúkdóma eða gera íslensk mannvirki úr innlendum hráefnum. Auðvelt var á síðustu öld að réttlæta fjármuni til slíkra verkefna og setja á laggirnar stofnanir til að stunda rannsóknar á þessum sviðum. Sem betur fer áttum við líka ágæta vísindamenn sem unnu ötullega að þessum verkefnum, leystu mörg þeirra og sýndu fram á mátt vísindanna og stóðu sig margir vel á mælikvarða alþjóðlegra vísinda eins og tilvitnanir í ritverk þeirra sýna.
Það fer ekki framhjá ykkur sem hér eruð að við höfum verið að leggja verulega aukið fé til háskólanna að undanförnu. Við gerum okkur líka grein fyrir því að eflingu háskólamenntunar þarf að fylgja aukið fé til rannsókna sem ekki verður allt bundið beinni samkeppni um verkefni heldur þurfa innviðir að styrkjast með beinum grunnfjárveitingum. Við höfum smám saman verið að auka grunnfjárveitingar til rannsókna í nýju háskólunum eftir því sem þeim hefur vaxið fiskur um hrygg. Í þessum anda var nýlega einnig tekin ákvörðun um að efla Háskóla Íslands sem flaggskip í þessum efnum og gera honum kleift að hasla sér völl sem alþjóðlega sýnileg stofnun á sviði vísinda og fræða.
Þótt framlög til háskólanna hafi þannig verið aukin stórum skrefum þá hef ég jafnframt áhuga á að skapa svigrúm til að auka enn frekar framlög til opinberra samkeppnissjóða á komandi árum. Auk þess höfum við skuldbundið okkur til að leggja fram aukin framlög til 7. rammaáætlunar Evrópusambandsins sem jafnast á við það sem nú fer í Rannsóknasjóð. Ég tel að samkeppnissjóðir á sviði rannsókna og nýsköpunar séu mikilvæg forsenda nýrra strauma í rannsóknum og nýrra rannsóknahópa í þjóðfélaginu. Frumkvæði, færni og aðstaða einstaklinga til rannsókna- og þróunarstarfa í háskólum, stofnunum og fyrirtækjum eru forsendur árangurs í vísindum og tækni. Samkeppni þeirra um opinbert rannsóknafé er mikilvægur drifkraftur í vandaðri meðferð í rannsóknastarfsemi.
Samkeppnisstaða og velsæld þjóða mun ráðast fyrst og fremst af getu þeirra til að líta fram á veg, koma auga á tækifæri og nýta þekkingu með skipulegum hætti. Í því sambandi tel ég miklu skipta að okkur takist að efla og auka samstarf háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja um hverskyns rannsóknir og nýsköpun. Rannsóknir sem unnar eru í samstarfi geta skapað samvirkni og samlegðaráhrif og skila þannig meiri árangri fyrir sömu fjármuni. Við höfum hér á landi dæmi um kröftug og framsækin hátæknifyrirtæki sem hafa sprottið úr jarðvegi rannsókna og nýsköpunar og náð lofsverðum árangri í sókn á erlenda markaði þegar heimamarkaður hefur ekki nægt til að viðhalda áframhaldandi vexti og uppbyggingu.
Ég er þess fullviss að stóriðjutækifæri okkar Íslendinga munu í framtíðinni felast í útflutningi á hátækniþekkingu í þeim greinum þar sem við höfum forskot á aðrar þjóðir. Þannig er uppsöfnuð þekking og kunnátta á endurnýjanlegri orkuvinnslu óvíða meiri í heiminum en hjá íslenskum orkufyrirtækjum. Þessi fyrirtæki horfa nú í æ ríkari mæli til annarra landa og huga að útflutningi á þekkingu á þessu sviði þegar að heimamarkaðurinn er að mettast og augljósum virkjunarkostum fer fækkandi.
Á fundi Vísinda- og tækniráðs í desember síðastliðnum var vísindanefnd og tækninefnd falið að vinna að skilgreiningu á þeim rannsóknasviðum sem okkur ber að leggja sérstaka rækt við á næstu árum. Í síðasta mánuði var leitað til grasrótarinnar og efnt til hugmyndaráðstefnu af þessu tilefni. Boðið var breiðum hópi vísindamanna til að sækja hugmyndir að áherslum til framtíðar, enda mikilvægt að vísindasamfélagið sé sem mest samhuga um þau rannsóknasvið sem að leggja ber sérstaka rækt við á næstu árum. Mikilvægt er að áherslurnar feli í sér verkefni sem gera kröfur sem ögra færni vísindanna og samtímis séu á ferðinni tækifæri sem atvinnulífið leggur áherslu á að nýta.
Við þurfum að geta átt í samstarfi við grannþjóðir okkar og skýrt áherslur okkar og tekið saman höndum við þær þar sem það á við. Norrænt samstarf mun líklega þróast mjög í þessa átt á næstu árum og Evrópusamstarfið á sviði rannsókna er þegar í þessum farvegi að verulegu leyti með tilstuðlan rammaáætlunarinnar. Þar þurfum við að geta tjáð áherslur okkar.
Góðir ráðstefnugestir
Menntun á háskólastigi, í návígi við vísindarannsóknir, er einhver besta fjárfesting sem við getum ráðist í til framtíðar. Við verðum þó að gæta þess að vísindastarf er þolinmótt starf og að því þarf að hlúa. Sjaldan er fyrirsjáanlegt hvaða uppgötvanir verða beinlínis í askana látnar. Samt er ljóst að vísindarannsóknir eru einhver öflugasti drifkrafturinn í hátæknisamfélagi nútímans, og sá þáttur þess sem mun skila miklu af hagvexti framtíðarinnar, auk þess að bæta hin óefnislegu lífskjör til muna. Þess vegna er það hlutverk stjórnvalda að búa vísindarannsóknum góð vaxtarskilyrði með einföldum leikreglum og hvetja vísindamenn til dáða.
Vísinda- og tækniráð leggur ríka áherslu á að byggja öflugar brýr milli vísindanna og atvinnulífsins og milli vísindanna og stjórnvalda sem þurfa í vaxandi mæli að byggja ákvarðanir sínar á vísindalegri þekkingu, þannig að Ísland verði áfram í fremstu röð meðal þjóða í lífskjörum og góðu mannlífi. Samkeppnissjóðirnir gegna lykilhlutverki í þessu efni. Samkeppni og samstarf eru tvær hliðar á sama máli og fela ekki í sér mótsögn. Sameiginleg sýn á grundvallaratriðin er hér lykilatriði en samkeppni hugmyndanna á grundvelli gæða og skapandi, ábyrgrar hugsunar styður vísindin sjálf til frekari dáða.
Ég óska ykkur svo árangursríkrar ráðstefnu og frjórrar umræðu um þessar mikilsverðu spurningu ráðstefnunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 12:04
Is It Cost Effective to Hire Researchers?
One of the opinions that I hear over and over again from several people working in Icelandic universities (not least at my institution) is that hiring academic members of staff who teach full time is economically more viable than hiring academics who are research active. The reasoning goes that people who teach full time generate money because they teach students, and each student brings in money from the government. On the other hand, researchers devote some of their time to activities other than teaching, and research is not seen as generating income.
I hope that some of the proponents of this point of view attended Mogens Nielsen's presentation at the workshop on science funding that was held on Thursday, 29 March, at Reykjavík University. Indeed, one of the arguments Mogens put forward very clearly was precisely that income from teaching is today only less than 20% of a modern Faculty of Science. (As the dean of the Faculty of Science at Aarhus University puts it, teaching income is only the VAT for the whole budget.) The rest comes from research funding, and increasingly so. No university can hope to increase its budget by increasing the funding arising from teaching; there are hard limits to how many students one can teach while being paid to do so. On the other hand, hiring active researchers will increase the possibility that Icelandic universities have to partake of the research funding that is available out there in the big, wide world.
Basically everybody who took part in the meeting expressed the viewpoint that Iceland should strengthen its doctoral programmes. How on earth can one create a suitable environment for a good doctoral programme in institutions where most academics are full-time teachers? How can we prepare young researchers if we never did creative research ourselves? Can people who do not know how to cycle teach others to ride a bike?
I leave readers of this blog to mull over the figures and those questions. I trust that there will be several postings on this blog related to musings inspired by that excellent workshop. Spread the news!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 13:34
Superpostdocs Reach for the Stars
Stolið úr Cell, höfundur Andreas von Bubnoff
Lawrence Bragg won the Nobel Prize at age 25, Jim Watson at 34, and David Baltimore at 37. Yet today, few scientists even obtain an independent research position by their mid-30s. So says Barry Dickson, scientific director of the Institute of Molecular Pathology (IMP) in Vienna, Austria. Shortly after becoming director last year, Dickson launched the IMP Fellows Programme to give young researchers with a PhD completed within the last 12 months the support to do independent research. The 4-year program, Dickson explains, was created to halt the trend of the postdoctoral fellowship becoming a period of scientific employment rather than a time of creative and independent research.
Peggy Stolt-Bergner, the first and so far only IMP Fellow, was 29 when she became a fellow last summer, after a brief stint as a postdoc. Now she has lab space for 3 or 4 people, a salary of about 57,000 per year, funding for one master's student or a part time technician to help with research, and about 30,000 per year for research supplies. You are completely independent, says Stolt-Bergner, a structural biologist who studies ways to stabilize membrane proteins to make them more amenable for crystallization. It is both empowering and a bit intimidating to know that success or failure lie only on your shoulders.
Across the Atlantic at Princeton University in Princeton, NJ, Lewis-Sigler Fellow Maitreya Dunham has a very similar experience. I am responsible for everything, and at some point that gets a little overwhelming, she says. The 29-year-old commands an annual salary of about $70,000 and can spend $200,000 a year for her research. She has six benches with two full-time technicians, five undergraduate students, and one professor on sabbatical working in her group. It's kind of like a professorship in training, I get to pick up project management skills, says Dunham, who came to Princeton as one of the first Lewis-Sigler Fellows in the summer of 2003. That was right after completing her PhD in genetics with David Botstein at Stanford, where she worked on experimental evolution in yeast, work she continues at Princeton.
The IMP and Lewis-Sigler Fellowships are two recent additions to a growing number of such fellowship programs. Sometimes called the superpostdoc, these special fellowships give young researchers an early opportunity to do independent research right after their PhD (Table 1). Most are in the US where their numbers keep growing. Just last year, the Broad Fellows Program in Brain Circuitry at CalTech in California and the Janelia Fellows Program at HHMI's Janelia Farm in Virginia opened their doors to new fellows.
Some see the programs as a way to recruit the most talented young researchers before anyone else can recruit them. They are also a way to give young researchers an opportunity to do risky projects while they are at their most creative. Given that the sweet spot for discovery is typically hit between 30 and 50, it is distressing that so many young scientists are not on their own until halfway through this period, says Steven McKnight, who chairs the department of biochemistry at the UT Southwestern Medical Center in Dallas, Texas.
Thirty years ago, McKnight was a fellow at one of the first places in the US that offered superpostdocs: The department of embryology at the Carnegie Institution in Baltimore, Maryland. As one of the first staff associates, McKnight says I was given the luxury of doing my own, independent research no more than four years after I initially started graduate school.
Another well-established fellows program is that at the Whitehead Institute in Cambridge, Massachusetts. It was started in 1984 by David Baltimore, the founding director of the institute. Lewis-Sigler Fellow Dunham says she knew that she wanted to be a fellow ever since she worked as an undergraduate at MIT just down the hall from the Whitehead fellows. They were having such a great time and so much freedom, she says.
In Europe, programs like that at the IMP still seem to be the exception, but that's starting to change. Until recently, young researchers like Gregory Jefferis in the UK had to be creative to find ways to do independent research early in their careers. Jefferis, a neuroscientist in the Department of Zoology at the University of Cambridge, won a research fellowship from the University of Cambridge's St. John's College. But the fellowship does not provide much to cover research expenses, and so Jefferis applied for an Advanced Training Fellowship from the Wellcome Trust. That fellowship, however, requires at least two years postdoctoral experience. So Jefferis had to convince the Trust that, after his longer American PhD and a year in his thesis advisor's lab, he was experienced enough to get the Training Fellowship. At a time when research is very expensive, he says, old style fellowship programs like those offered by Cambridge University are no longer suitable because they don't pay much for supplies.
But recently, the Wellcome Trust started to close that gap. For the first time last year, the Trust called for applications for a new scheme called the Sir Henry Wellcome Postdoctoral Fellowship, says Emma Hudson, a science program officer at the Wellcome Trust in London. Similar to the IMP program, applicants can have no more than one year of postdoctoral research experience. The 4-year fellowships comprise £250,000 for basic salary and research expenses.
Similar changes are taking place in Germany. Last year, the Max Planck Society for the first time awarded the Otto Hahn prize for the four best PhD dissertations that had been completed at a Max Planck Institute (MPI). The awards come with an offer to provide the funds and space to lead a research group at an MPI in Germany. The four winners were selected from more than 500 dissertations that were completed in Max Planck Institutes that year. They are the guinea pigs, says Herbert Jäckle, Vice President of the Max Planck Gesellschaft. If successful, a similar program may become available for applicants who are not at MPIs, Jäckle adds.
The Otto Hahn prize is a response to the trend that the best doctoral candidates often go to the US and end up being offered group leader positions there. The Americans say, they are so good, let's give them a group leader position, Jäckle says. We were stupid not to do the same.
In principle, it already has been possible to apply for so-called junior group leader positions at MPIs without having done a postdoc, Jäckle says. Still, he points out that the Otto Hahn prize fills a gap because it is hard even for excellent candidates to have as good a publication record and to compete successfully with those applicants who have completed postdoctoral research. Despite such recent changes, only a handful of about 60 European group leader funding schemes for young life scientists don't require a postdoc, says Sabine Rehberger-Schneider, who runs the EMBO Life Sciences Mobility Portal, which has a database of funding opportunities (http://mobility.embo.org).
But a superpostdoc is not necessarily the best option for everyone, says Rehberger-Schneider. For one thing, it may be much harder to survive and be competitive when working on your own, she notes. Current Whitehead Fellow Andreas Hochwagen agrees. It's like a jump in the cold water, Hochwagen says. You are on your own. They give you enough rope to do anything you want, says Joe DeRisi, who was a UCSF Fellow from 19992000 and now is an associate professor and HHMI investigator at UCSF. But you can also hang yourself with that rope.
Rehberger-Schneider points out that a superpostdoc may not get training in the soft skills necessary to lead a group, which is where the group leader as a role model comes in. Allan Spradling, director of the Carnegie Institution's department of embryology, agrees. The level of interaction you have as a postdoc [with your mentor] teaches you a tremendous amount about those indefinable stylistic aspects of science, says Spradling, who did a traditional postdoc himself. Like, what do you do when the next obvious experiment isn't there anymore?
My advice to even people who want to be independent is to immediately get a mentor, says Trey Ideker, who was a Whitehead Fellow from 20012003 and is now an associate professor at UCSD. Otherwise, you are kind of left hanging. That's exactly what the IMP program advises its fellows to do. They have to nominate one or more faculty members as their official mentors for frequent discussions, and a mentoring committee meets at least once a year to monitor progress.
Doing independent research can be tough, but once fellows have finished a successful fellowship, their job prospects are excellent, as they have already shown that they can lead their own research group. Former fellows include researchers who went on to stellar careers, such as Carnegie alumnus and recent Nobel Laureate Andrew Fire and former Whitehead Fellow Eric Lander, one of the leaders of the Human Genome Sequencing Project and founding director of the Broad Institute in Cambridge, Massachusetts.
As a result, institutes around the country take note when someone becomes a Whitehead Fellow, says David Page, director of the Whitehead Institute, who became the first Whitehead Fellow in 1984. This can lead to invitations for informal visits and potential job offers. Indeed, some places that run fellows programs hire their own fellows as faculty. It's like early action for college, says Ideker. It's a way to get the very best and brightest before they even go on the job market.
Ideker says that just a year into his Whitehead Fellowship he got a job offer to stay at MIT (he declined because he wanted to go back to the West coast, where he had done his PhD). Meanwhile, Nevan Krogan has just been hired as UCSF faculty in January this year after only one year as a UCSF Fellow. This is a program where the university can check you out, Krogan says. At the same time, the fellow can check out the university. IMP Fellows are evaluated for a group leader position before the end of their third year. You are basically on a 4-year job interview, IMP director Dickson says of the program. The situation is similar at the Broad Fellows program at CalTech, which just hired its first two fellows last year. If the fellows do good work, we'd shoot ourselves in the foot if we didn't consider hiring them, says neuroscientist Christof Koch, who directs the program.
But not all universities or institutes with a fellows program intend to hire their fellows. Carnegie's Spradling says the real original reason for the staff associate program was not to test people and then promote them to a faculty position if they do well. That only happened once in the 30-year history of the program, with Andrew Fire, he says. Rather, Spradling points out, the program exists to give the opportunity to do something novel at a very creative time and have as much as five years before you have to accomplish that. The Carnegie program, he says, allows fellows to do research outside of the mainstream that they normally would not get funding for. Carnegie Fellows often take on entirely new approaches to a problem or do pioneering work. For example, current fellow Alex Schreiber says his is the only group that studies the molecular developmental biology of flatfish metamorphosis. The whole point of this position is you don't do mainstream work, Spradling says. Similarly, CalTech's Broad Fellow Sotiris Masmanidis says the fellowship allowed him to take a leap from nanotechnology into neuroscience. The 26-year-old now uses his experience to build nanosized sensors to measure brain activity. He can spend about $100,000 a year for equipment and staff and gets an annual salary of about $70,000.
Because of their good track record and excellent job prospects, the competition to get one of the fellow spots can be tough at programs where anyone can apply. At Janelia Farm, which has hired its first five fellows and intends to expand the number to 20, more than 1300 people have currently started an online application, and about 100 have completed it, says Kevin Moses, associate director for science and training at Janelia. The idea was that the fellow would be someone who is a very outstanding grad student and has ideas for their own group, Moses says. But previous publications in top journals are not the most important thing, Moses adds. We emphasize future potential, he says. Similarly, to be selected for the Bauer Fellows program at the FAS Center for Systems Biology at Harvard, past performance as well as future research plans are important, says Michael Laub, a former Bauer Fellow and now an assistant professor at MIT.
For other programs like those at UCSF and the Whitehead, candidates have to be nominated. Again, it is not really how many papers one has published that makes a candidate stand out, says current Whitehead Fellow Hochwagen, but the creative potential. Of course, you need a few papers to show that you can get results, says Hochwagen, who was nominated by his former mentor, MIT's Angelika Amon, herself a former Whitehead Fellow. A first author paper in Cell that came out of Hochwagen's PhD certainly helped, he says. Still, they need to get the feeling that you can start and finish a project, he adds. During his PhD, Hochwagen initiated a number of projects and brought them to completion by publishing papers. We are not fixated on the number of publications or where they are published, says Whitehead Institute director Page. We are looking for special promise of creative contributions. In addition, applicants for some fellows programs need to have interests that fit the goals of the program. For example, for the CalTech Broad Fellowships, applicants need to be interested in brain circuitry research. And candidates for the Lewis-Sigler Fellowships at Princeton must have an interest in teaching, Dunham says.
Although more places are starting their own fellows programs, it seems unlikely that they will become a common step on the way to a faculty position, in part because they are expensive, Carnegie's Spradling says. One HHMI Janelia Fellow costs $23 million for the entire 5-year fellowship, points out Moses. Some programs are financed by endowments or gifts, and as more former fellows have moved on to successful careers, their number is likely to grow further. McKnight says he has invested money from a company he founded about 15 years ago called Tularik Inc. to fund a fellows program at the department of biochemistry at UT Southwestern Medical Center in Dallas, Texas. The fellowship pays about $100,000 a year to support promising postdocs, paying for their salary, the salary of one technician, and experimental supplies. The 3-year program is about 5 years old and has already produced two successful alumni, Jared Rutter, now assistant professor at the University of Utah, and Benjamin Tu, now assistant professor at the UT Southwestern Medical Center.
A generation ago young biologists had their first independent job by the age of 30, now it is more like 40, McKnight says. This is our teeny blip of [an] attempt to reverse what I see as a terribly bad trend.
cut and paste ritstjóra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2007 | 21:15
Bókvitið og askarnir
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ekki væri rétt að sækja um það formlega til Íslenskrar málnefndar að máltækinu "Bókvitið verður ekki í askana látið" verði breytt þannig að orðið "ekki" verði tekið út. Þetta máltæki er náttúrulega argasta fjarstæða.
Á sama tíma og það er alveg ljóst að bókvitið verður í askana látið, er ekki alltaf eins ljóst hvernig það fer í askana. Ef við hefðum skipað nefnd fyrir 20 árum sem hefði fengið það hlutverk að troða bókvitinu í askana er ólíklegt að henni hefði dottið í hug rafrænar vogir, stoðtæki, lyfjaframleiðsla, bankastarfsemi, nú eða kafbátur. Líklegast er að hugmyndaflug hennar hefði verið eitthvað takmarkaðra.
Ég hlustaði um daginn á Finna nokkurn útlista fjálglega fyrirbæri sem vísinda- og tækniráð þar í landi hefur sett á laggirnar og heitir FinnSight2015. Þetta er framtíðarsýn ráðsins og á að hjálpa því við að setja kúrsinn til framtíðar. Óskaplega var þetta nú þunnur og lítt spennandi þrettandi (sjá http://www.finnsight2015.fi/). Og nú vill vísinda- og tækniráð setja svona kúrs fyrir Ísland. Það er svosem í góðu lagi.
Ég held það væri samt nær fyrir ráðið að einbeita sér að samkeppnissjóðunum, efla þá til muna, og kannski ekki síður að hætta kröfunni um mótframlag umsækjenda. Það væri mun nær að greiða viðbótarframlag með hverjum styrk til að gera styrkina eftirsóknarverða fyrir stofnanir og fyrirtæki. Eins og kerfið er í dag eru styrkþegar byrði á sinni stofnun en ekki eftirsóknarverðir starfskraftar.
Bloggar | Breytt 19.3.2007 kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2007 | 20:21
aftur um fjármögnun vísinda
Í færslu sinni 22. febrúar sagði Arnar Pálsson að það væri mikilvægt að auka fjárframlög til stofnana og háskóla til að efla vísindastarfsemi þeirra og telur að erlendis sé sú aðferð helst notuð. Í Bandaríkjunum er það reyndar þannig að vísindastarfsemi háskóla er að mestu fjármögnuð af styrkjum en með hverjum styrk kemur viðbótarframlag sem stofnunin getur notað til sinnar eigin starfsemi. Háskólarnir gera samninga við styrktaraðila, t.d. National Institutes of Health, þar sem þær réttlæta viðbótarframlagið. Þetta geta verið háar fjárhæðir, allt að 80% viðbót við upphæð styrksins. Þannig að það borgar sig fyrir háskólana að vera með starfsmenn innanborðs sem geta aflað styrkja. Viðbótarframlagið er notað til að standa undir ýmissi innri starfsemi, ráða nýtt starfsfólk og fjármagna tækjakaup þeirra osfrv. Þannig standa styrkirnir undir starfseminni og til verður samkeppni um besta starfsfólkið sem aflað getur styrkja. Háskólar í Bandaríkjunum fá ýmis önnur framlög en það er athyglisvert að langstærstur hluti þess sem þeir nota til vísindastarfsemi kemur úr samkeppnissjóðum. Þetta má sjá í töflunum frá NSF sem ég vísaði til áður (sjá hér að neðan).
Á Íslandi er staðan þannig að samkeppnissjóðir fjármagna innan við 10% af vísindastarfsemi hins opinbera. Þetta þýðir að 90% fjármagnsins kemur beint af fjárlögum. Að mínu mati er ekkert sérstaklega mikilvægt að auka frekar þessi beinu framlög en mun vænlegra að efla samkeppnissjóðina OG láta viðbótarframlag til stofnunar fylgja hverjum styrk. Þetta er sá hvati sem þarf að efla vísindastarfsemina og skapa dýnamik í kerfinu.
Eiríkur Steingrímsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2007 | 16:00
Skref í rétta átt
Stefnt að tvöföldun framlaga til Tækniþróunarsjóðs til ársins 2012 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 08:45
Stærðfræðingur Trúlofast
Grein eftir Þorgerði Einarsdóttur, birtist í fréttablaðinu 28 Febrúar.
Almenn samstaða virðist um það hérlendis að mikilvægt sé að auka þekkingu í hefðbundnum raunvísindagreinum og glæða áhuga barna á námi og starfi í raunvísindum og tæknigreinum. Þessi áhersla stafar ekki af sérstöku dekri við raunvísindi og hún þarf ekki að fela í sér vanmat á hug- og félagsvísindum. Hún byggist á því að í flóknum samfélögum nútímans séu hugvit, upplýsingar og tækniþekking burðarásar framþróunar, og að vísindi og nýsköpun vegi þungt í samkeppnisstöðu þjóða. Hugtökum eins og nýja hagkerfið, þekkingarsamfélag og upplýsingasamfélag er hent á lofti, og margir telja breytingarnar svo víðtækar að þeim megi líkja við byltingu.
Viðfangsefnið er margslungið. Stærðfræðikunnátta grunnskólanemenda virðist vera slakari en kunnátta í öðrum greinum, eins og fram hefur komið niðurstöðum samræmdra prófa um árabil og nýlegri PISA-könnun - þótt Ísland komi ekki illa út í alþjóðlegum samanburði. Það er þekkt að vandamál stærðfræðikennarar í grunnskólum hafa almennt litla menntun í stærðfræði og litla kennslufræði í faginu. Þrátt fyrir að stærðfræði sé ein stærsta kennslugrein grunnskólans útskrifast fá kennaraefni af stærðfræðikjörsviði KHÍ.
Vandamálið hefur líka kynjavídd. Hérlendis standa stelpur sig betur en strákar í stærðfræði í grunnskóla eins og PISA-könnunin staðfesti. Helst munar þar um lakari stöðu drengja á landsbyggðinni og sýnir það að ávallt eru fleiri en ein áhrifabreyta að verki. En þrátt fyrir betri árangur virðast stelpur velja sig frá stærðfræði þegar skyldunámskeiðum lýkur. Anna Kristjánsdóttir prófessor hefur bent á að stelpur sem ná afburðaárangri í stærðfræði á yngri árum taka sjaldnar en strákar þátt í stærðfræðikeppnum og heltast úr lestinni þegar á líður. Að mati vísindasagnfræðingsins Londu Schiebinger er brottfallið svo mikið að það þarf 2000 grunnskólastelpur til þess að búa til einn kvendoktor í raunvísindum, en sambærileg tala hjá strákum er 400. Í þessu samhengi eru síðustu breytingar á námskrá framhaldsskólans mikið áhyggjuefni en þar var skylduáföngum í stærðfræði fækkað verulega á félags- og málabrautum þar sem stelpurnar eru fjölmennastar.
Ástæðurnar fyrir raungreinafælni stelpna og stráka eru margar og flóknar. Margar þeirra voru ræddar af starfshópi menntamálaráðherra um aðgerðir til að fjölga nemendum í raunvísindum, sem lauk störfum í fyrra. Ýmsar ágætar tillögur komu þar fram, t.d. um aukna menntun og þjálfun, vísindaþekkingu og vísindalæsi, fjölbreytni í náms- og kennsluaðferðum og um Tilraunahús. En það vekur athygli að lítið er gert úr þætti sem nefndur er ímynd vísindanna/vísindamanna". Vísindin eru einmitt eitt þeirra sviða sem hvíla í afar sterkum staðalmyndum. Erlendar rannsóknir sýna að börn hafa miklar ranghugmyndir um störf vísindamanna og þau lýsa dæmigerðum vísindamanni nánast alltaf eins: Hann er fullorðinn hvítur karl í tilraunasloppi, utan við sig, nördalegur og úr tengslum við veruleikann. Hann hugsar örugglega ekki mikið um börnin sín eða fjölskylduna, og vísast hefur hann aldrei þvegið sokkana sína sjálfur eða skipt um á rúminu sínu.
Staðalmyndir eru gríðarlega áhrifamiklar sálfræðilegar hindranir. Þær búa til hugmyndir sem ekki eru til staðar og eiga ríkan þátt í félagsmótun barna. Könnun sem Kristján Ketill Stefánsson gerði í kennslufræði raungreina nýverið sýnir að þessar staðalmyndir lifa góðu lífi hérlendis. Þessa úrelta staðalmynd byggist á fullkomlega óraunhæfum mannskilningi. Það er t.d. allsendis óvíst að vísindamaðurinn hér að framan sé frjór í hugsun því skapandi einstaklingar þurfa tíma til að geta notið samskipta, lista, tómstunda eða félagsstarfa. Vísindastörf geta ekki verið sólarhringsvinna, það ógnar heilsu manna og velferð, fyrir utan að reynslan sýnir að góðar hugmyndir kvikna þegar fólk er í afslöppun.
Samt er þessi staðalmynd endursköpuð og ítrekuð í sífellu, jafnvel af þeim sem síst skyldi. Í myndasamkeppni Rannís og Morgunblaðsins Vísindamaðurinn minn" meðal 9-11 ára barna í tilefni Vísindavöku í október 2006 voru verðlaunamyndirnar allar í þessum dúr, en þær má sjá á heimasíðu Háskóla Íslands. Eflaust hefur myndasamkeppnin átt að auka áhuga barna á vísindum, en spurningin er hvort hún hefur kannski gert hið gagnstæða. Það þarf ekki mikinn hugsuð - eða vísindamann - til að sjá hvernig skera mætti á endurtekninguna. Það hefði verið hægt að hafa keppnina um konur og karlar í vísindum" eða brjóta niður þetta hátíðlega orð vísindamaður" og vísa í hversdagslega hluti, t.d. eðlisfræðingur skiptir á bleyju" eða stærðfræðingur trúlofast". Þannig mætti hugsanlega gera vísindamanninn" að þeirri heilu og heilsteyptu manneskju sem við viljum öll vera - og er vonandi meira aðlaðandi í hugum ungra krakka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2007 | 11:56
Sameiginleg hlutverk og baráttumál vísindafólks
Tíðrætt er um birtingar ritrýndra greina sem besta mælikvarða á framleiðni vísindafólks, en í raun hlýtur framlag þeirra að vera fjölþættara. Sumir einstaklingar eru afburða leiðbeinendur, stjórnendur, fræðifólk eða rannsakendur. Hæfileikar vísindamanna eru því fjölbreytilegir og skyldur þeirra einnig. Í smærri samfélögum eins og á Íslandi er samt mikilvægt að einstaklingar geti látið til sín taka á fleiri en einu sviði, t.d. rannsóknir á fiskistofnum og veiðistjórnun eða fræðslu um sníkjudýrum í sandkössum. Í fljótu bragði gæti þessi krafa um fjölhæfni fræðimanna virkað sem fjötur um fót, en annað sjónarhorn er að fjölbreytt viðfangsefni í rannsóknum, fræðslu og jafnvel samfélagslegri umræðu um vísindi sé til gagns. Víðari skilningur fólks á aðferðafræði vísinda, forsendum tilrauna og túlkun þeirra getur einungis verið rannsóknum til framdráttar.
Í þessu ljósi er hægt að skilgreina nokkur veigamestu baráttumál vísindafólks.
1) Góð grunn kennsla á lægri menntastigum. Þekking á grundvallar lögmálum veraldarinnar og aðferðafræði vísinda er mikilvæg. Einnig er mikilvægt að rækta gagnrýna hugsun og lestur, rökvísi auk almennrar framsetningar. Geta til að setja fram hugsanir og niðurstöður á blað, slæðu eða í framsögu nýtist bæði fræðifólki framtíðarinnar og samfélaginu í heild.
2) Stuðningur við kennslu á Háskólastigi. Mikilvægt er að búa vel að kennslu, hvað varðar aðstöðu, endurmenntun, laun kennara og leiðbeinanda. Einnig er mikilvægt að styðja við nemendur, sérstaklega að hvetja þá til framfara og efla metnað þeirra fyrir menntun sinni og velferð samfélagsins.
3) Stuðningur við rannsóknir á stofnunum og í Háskólum. Allar betri rannsóknarstofnanir erlendis hafa sterka fjárhagslega stöðu sem notuð er til að hlúa að rannsóknum og opna nýjar brautir. Hér um ræðir fjármagn fyrir aðstöðu, tækjakost, aðstoðarfólk, og einnig umtalsvert rannsóknar fé. Til dæmis eru ný stöðugildi búin til í vísindagreinum þar sem mikill vöxtur er í og sem viðkomandi stofnun hefur lagt áherslu á. Einnig er nýráðið vísindafólk stutt með sjóð til tækjakaupa og oft launum fyrir aðstoðarfólk um nokkura ára skeið.
4) Auknir fjármunir í samkeppnissjóði. Flestar grunnrannsóknir krefjast fjármuna, sem afla verður með umsóknum í sjóði, innlenda sem erlenda. Hérlendis hefur of litið hlutfall rannsóknarpeninga og þjóðartekna verið varið í slíka sjóði, og löngu tímabært að bæta úr. Tvennskonar sjóðir eru mikilvægastir. Sjóðir sem fjármagna ákveðin verkefni í grunnvísindum og sem tengjast hagnýtingu þeirra. Slíkir styrkir eru veittir vísindafólki sem hefur byggt upp sjálfstæð rannsóknarverkefni og einnig er hægt að veita fjármunum til samstarfsverkefna. Annarsvegar eru svokallaðir einstaklings styrkir, sem væru veittir til nemenda í framhaldsnámi eða einstaklinga sem lokið hafa framhaldsprófi (e. post-doc). Slíkir styrkir hvetja einstaklinga til að standa sig og vinna að framsæknum verkefnum.
Þessir fjórir þættir vega að mínu mati þyngst fyrir Íslenskt vísindafólk. Vissulega eru nokkur atriði umdeild, eins og hvernig er skynsamlegast að deila fjármagni til þessara fjögura þátta. Nýr samningur menntamálaráðherra og Háskóla Íslands (sem er háður samþykki alþingis) er eitt dæmi um slíkt, þar sem rök hafa verið færð fyrir því að beina fjármunum í samkeppnissjóði frekar en eina stofnun. En reynslan erlendis frá (liður 3) sýnir að uppbygging rannsóknarumhverfis gefur einnig góðan árangur, sérstaklega þar sem stofnanir ná að verðlauna vísindafólk og deildir sem stunda framsæknar rannsóknir og fá styrki úr samkeppnissjóðum. Vel væri athugandi að láta hluta af upphæð styrkja renna í sérstaka sjóði, sem notaðir væru til að styðja við rannsóknir í viðkomandi stofnun (innan háskóla gæti einingin líka verið deild eða skor). Óháð útfærslunni held ég að slík samþætting stuðnings frá rannsóknarstofnun og samkeppnissjóðum sé nauðsynleg til að rannsóknir á Íslandi nái fullum blóma. Spurningin er einungis um útfærslu, því mannauðurinn er nægur.
Með kveðju Arnar Pálsson
Bloggar | Breytt 5.3.2007 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Stjórnmálamenn með vit á menntamálum og vísindum
Áhugafólk um menntamál og vísindi
Greinar og skýrslur
Fyrirtæki og félagasamtök
Rannsóknarstofnanir
Vísindi, fræði og tækni
Stofnanir og Skólar
Aðstandendur
- Heiða María Sigurðardóttir
- Indriði H. Indriðason
- Arnar Pálsson
- Inga Dóra Sigfúsdóttir
- Anna Ingólfsdóttir
- Guðrún Valdimarsdóttir
- Þórarinn Guðjónsson
- Luca Aceto
- Einar Steingrímsson
- Eiríkur Steingrímsson
- Magnús Karl Magnússon
- Pétur Henry Petersen
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar