Háskólarannsóknir á tímum kreppu (2) Fjármögnun vísindarannsókna

Eiríkur Steingrímsson & Magnús Karl Magnússon.

Höfundar eru prófessorar viđ lćknadeild Háskóla Íslands.

Háskólarannsóknir á tímum kreppu

(2) Fjármögnun vísindarannsókna

 

Ţađ er almennt viđurkennt ađ öflug rannsóknastarfsemi leiđir til verđmćtrar nýsköpunar. Í úttekt sinni á tengslum grunnrannsókna og atvinnulífsins komst Committee for Economic Development, bandarísk samtök leiđtoga í viđskiptum og menntun, ađ ţeirri niđurstöđu ađ 25% af hagvexti Bandaríkjanna eftir seinna stríđ megi rekja beint til grunnrannsókna. Í efnahagsţrengingum sínum fyrir 2 áratugum ákváđu Finnar ađ stórauka áherslu sína á grunnrannsóknir og völdu ţá leiđ ađ nota samkeppnissjóđi til ađ ná markmiđum sínum um aukna nýsköpun. Ţeir útbjuggu ţví samkeppnissjóđi um alla rannsóknatengda starfsemi háskóla og stofnana og stórjuku framlög til sjóđanna. Afleiđingarnar hafa ekki látiđ á sér standa en Finnar eru nú međal fremstu ţjóđa Evrópu á ţessu sviđi skv. úttekt European Innovation Scoreboard.

 

Í efnahagsţrengingum á Íslandi hefur veriđ rćtt um mikilvćgi ţess ađ efla nýsköpunar og hefur Vísinda- og tćkniráđs sett sér skýra og framsćkna stefnu. Henni hefur ţó ekki veriđ fylgt eftir svo neinu nemi. Nýlega voru ţó samţykkt lög um skattaívilnun vegna kostnađar viđ rannsóknir og ţróunarstarf. En framlög til ţeirra sjóđa sem helst styrkja rannsóknir og nýsköpun, Rannsóknasjóđs og Tćkniţróunarsjóđs, hafa hins vegar stađiđ í stađ í krónum taliđ sem ţýđir ađ ţau hafa í raun minnkađ verulega ađ verđgildi. Ţar sem íslenskir vísindamenn hafa alltaf stađiđ illa ađ vígi hvađ fjármögnun varđar (enda upphćđir styrkja mun lćgri hér en í flestum löndum Evrópu og Bandaríkjanna) er ljóst ađ stađa ţeirra hefur versnađ ađ mun. Eitt lítiđ mál sem sýnir tómlćti stjórnvalda gagnvart rannsóknatengdri starfsemi er ađ hér er innheimtur virđisaukaskattur af allri rannsóknatengdri starfsemi háskóla og stofnana. Undanfarinn áratug hafa veriđ gerđar ítrekađar en árangurslausar tilraunir til ađ fá skattinn felldan niđur. Slíkur skattur er hvergi lagđur á rannsóknastarfsemi í hinum vestrćna heimi. Annađ og alvarlegra mál er ađ samkeppnissjóđirnir eru einungis um 14% af framlagi hins opinbera til vísindastarfsemi og hafa veriđ um langt skeiđ. Á Norđurlöndunum eru samkeppnissjóđirnir hins vegar 30-40%. Samkeppnissjóđirnir eru besta leiđin til ađ styrkja vísindastarfsemi enda veita ţeir fjármagni milliliđalaust til vísindaverkefna og tryggja um leiđ ađhald međ gćđum verkefna. Slíkt eftirlit er ekki nema ađ litlu leyti viđ lýđi međ ţeim fjármunum sem veittir eru beint til stofnana. Ef nýta á betur fé til vísindarannsókna er mikilvćgt ađ gera ţađ á ţann hátt ađ ţađ skili auknum gćđum. Ef samkeppnissjóđirnir eru efldir aukast gćđi rannsóknanna ţannig ađ meira fćst fyrir féđ. Viđ fjárlagagerđ eru fáir talsmenn samkeppnissjóđa en ţeim mun fleiri og ađgangsharđari talsmenn ţeirra stofnana sem ţiggja sitt rannsóknafé beint af fjárlögum. Ţví er mikil hćtta á ţví ađ samkeppnissjóđirnir verđi útundan og verđi jafnvel skornir niđur viđ nćstu fjárlagagerđ. Ţau vísindaverkefni sem hafa fariđ í jafningjamat og ţar veriđ metin best, eru nú í mestri hćttu á ađ vera ekki styrkt áfram, á međan stofnanir sem stunda rannsóknir án gćđaeftirlits fá áfram fjármagn eftirlitslaust.

 

Annađ alvarlegt vandamál í fjármögnun rannsókna á Íslandi er krafan um mótframlag. Ţetta felst í ţví ađ stofnunin sem vísindamađurinn starfar viđ ţarf ađ leggja til ákveđiđ mótframlag á móti styrkjum sem koma inn. Afkastamiklir vísindamenn verđa ţví byrđi á sinni stofnun. Sem dćmi má nefna ađ nýlega var prófessor sagt upp viđ Háskólann í Reykjavík. Ástćđan sem gefin var upp var sparnađur. Prófessorinn var međ öndvegisstyrk frá Rannsóknarsjóđi sem kallađi á mótframlög frá HR sem sennilega hafa veriđ skólanum of dýr og ţví betra ađ segja honum upp en einhverjum starfsmanni sem ekki var međ slíkan styrk. Í flestum nágrannalöndum tíđkast hiđ andstćđa, ţ.e. styrkveitandinn veitir međlag til stofnunarinnar sem tryggir ađ vísindarannsóknin getur fariđ fram. Ţannig verđur ţađ eftirsóknarvert fyrir stofnanirnar ađ hafa afkastamikla vísindamenn á sínum snćrum ţví umsvif stofnunarinnar aukast í beinu sambandi viđ styrkjaöflun.

 

Ađ okkar mati er ţví mikilvćgt ađ: i) efla samkeppnissjóđina og tryggja ađ meira rannsóknafé verđi veitt í gegnum ţá; ii) hefja gćđaeftirlit međ öllum rannsóknastofnunum og háskólum á Íslandi til ađ tryggja ađ hiđ opinbera greiđi einungis fyrir bestu rannsóknir hverju sinni; iii) greiđa međlag til stofnunar međ hverjum styrk til ađ tryggja ađ rannsóknin geti fariđ fram; iv) leggja niđur innheimtu VSK af rannsóknastarfsemi.

Birtist í Fréttablađinu haustiđ 2010.

Sett inn fyrir hönd höfunda.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband