Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2010

Háskólarannsóknir á tímum kreppu (5) Stađa raun- og heilbrigđisvísinda

 

Eiríkur Steingrímsson & Magnús Karl Magnússon.

Höfundar eru prófessorar viđ lćknadeild Háskóla Íslands.

Háskólarannsóknir á tímum kreppu

(5) Stađa raun- og heilbrigđisvísinda

Rannsóknatengd nýsköpun er sú gerđ nýsköpunar sem leiđir til mests virđisauka. Oftast á sú nýsköpun uppruna í grunnrannsóknum á sviđi verkfrćđi og raun- og heilbrigđisvísinda. Stađa ţessara vísinda á Íslandi hefur hins vegar versnađ ađ mun í kjölfar kreppunnar. Vísindarannsóknir á sviđi raun- og heilbrigđisvísinda eru öflugustu rannsóknir sem stundađar eru á Íslandi. Ţetta hefur komiđ fram í öllum úttektum sem gerđar hafa veriđ á stöđu vísindarannsókna á Íslandi, nú síđast í skýrslu Rannís um ritrýndar birtingar og áhrif ţeirra. Ţrátt fyrir ţetta er stađa ţessara frćđasviđa veik í alţjóđlegum samanburđi enda samkeppnissjóđir á Íslandi veikir. Helsti samkeppnissjóđurinn sem styrkir vísindarannsóknir er Rannsóknasjóđur. Áriđ 2009 hafđi hann samtals 314 milljónir til úthlutunar í ný verkefni. Međalupphćđ styrkja var 6.1 milljón. Ţessi upphćđ dugar vart fyrir launum og rekstrarkostnađi eins rannsóknarnema í eitt ár. Rannsóknastofa međ einum nemenda er hins vegar örrannsóknastofa og langt frá sambćrilegum rannsóknastofum í nágrannalöndunum ţar sem stofur međ 5-10 nemendum eru algengar. Sá árangur sem hefur náđst í vísindarannsóknum á sviđi raun- og heilbrigđisvísinda er einkum ţví ađ ţakka ađ erlendir samstarfsađilar einstakra vísindamanna greiđa oft brúsann. Ţađ er hins vegar ekki hćgt ađ reiđa sig á slíkt til langframa og raunar má leiđa líkur ađ ţví ađ niđurskurđur á innlendu rannsóknarfé veiki samkeppnisstöđu íslenskra vísindamanna á erlendum vettvangi. Árangurshlutfall íslenskra vísindamanna í erlendum samkeppnissjóđum, s.s. 7. Rammaáćtlun, hefur veriđ gott en minni árangur heima fyrir leiđir einungis til veikari samkeppnisstöđu erlendis. Ţetta er vert ađ hafa í huga, ekki síst í ljósi ţess ađ eitt af ţremur meginstefjum í stefnu Vísinda- og tćkniráđs 2010-2012 er einmitt ađ auka alţjóđlega samvinnu.

Íslenska međalstyrkinn má bera saman viđ sambćrilega styrki á vesturlöndum. Einfaldast er ađ bera hann saman viđ međalstyrk í Bandaríkjunum ţar sem styrkjakerfiđ er samrćmt og gagnsćtt en ţar er ţađ National Institutes of Health (NIH) sem einkum styrkir rannsóknir á sviđi heilbrigđisvísinda. Flestir ef ekki allir bandarískir vísindamenn á sviđi heilbrigđis- og lífvísinda reiđa sig á styrki frá NIH en ţeir eru mikilvćgasta fjármögnunin. Međal-upphćđ verkefnastyrkja frá NIH var 416 ţúsund dollarar/ár (50 milljónir ísl. kr.) áriđ 2009. Ţetta er 9 sinnum hćrri upphćđ en međal-verkefnisstyrkur frá Rannsóknasjóđi. Frá Evrópu má nefna nćrtćkt dćmi, en samstarfsađili annars okkar hlaut nýveriđ styrk ađ upphćđ 20 milljónir sćnskra króna (330 milljónir ísl. kr.) til fimm ára frá Strategiska Fonderna. Augljóst er ađ erfitt er ađ keppa viđ vísindamenn í nágrannalöndunum međ hiđ íslenska styrkjakerfi ađ vopni.

Áhugaleysi stjórnvalda á rannsóknum á sviđi verkfrćđi, raun- og heilbrigđisvísinda kemur fram á ýmsan hátt. Í fyrsta lagi má nefna áhugaleysi gagnvart Rannsóknasjóđi og takmarkađan áhuga á ađ breyta pólitískum vísindasjóđum (t.d. AVS sjóđnum) í alvöru vísindasjóđ. Í öđru lagi má nefna ađ ţrátt fyrir endurteknar tilraunir hefur enn ekki tekist ađ fá niđurfelldan virđisaukaskatt af rannsóknavörum. Í ţriđja lagi hefur mennta- og menningarmálaráđherra nýlega skipađ Gćđaráđ háskóla sem ćtlađ er ađ tryggja gćđi háskólastarfsemi á Íslandi og bćta kennslu og rannsóknir á markvissan hátt. Ţetta skref er fagnađarefni. Ţađ er hinsvegar athyglisvert ađ enginn ţeirra erlendu sérfrćđinga sem skipađir hafa veriđ í ráđiđ hafa menntun eđa reynslu á sviđi tilraunavísinda (verkfrćđi, raun- eđa heilbrigđisvísinda). Ţađ virđist ţví ćtlun yfirvalda ađ láta meta ţessi vísindi, sem allir mćlikvarđar segja ađ séu ţau sterkustu á Íslandi, af einstaklingum sem ekki ţekkja til ţessara vísinda. Áhugaleysi stjórnvalda gagnvart málaflokknum er áhyggjuefni. Ţađ er mikilvćgt fyrir framtíđ Íslands ađ efla rannsóknatengda nýsköpun. Fáir hefđu spáđ ţví fyrir 20 árum ađ áhugaverđustu fyrirtćki Íslands áriđ 2010 störfuđu á sviđi stođtćkja, erfđafrćđi, tölvuleikja eđa lyfjaframleiđslu. Ef sambćrileg óvćnt nýsköpun á ađ geta orđiđ til í framtíđinni, er mikilvćgt ađ stórefla samkeppnissjóđi, sérstaklega á sviđi raun- og heilbrigđisvísinda.

Í ţessum greinarflokki höfum viđ lagt áherslu á samfélagslegt hlutverk vísinda og nýsköpunar. Vísindi geta skapađ eina af stođum nýs samfélags. Til ţess ađ ţetta verđi ađ veruleika verđum viđ ađ endurskođa fjármögnun og gćđamat vísindarannsókna á Íslandi. Viđ leggjum til ađ á aldarafmćli Háskóla Íslands hefjist slík endurskođun. Í ţeim tilgangi mćtti skipa ráđgjafarráđ alţjóđlegra vísindamanna og annarra sérfrćđinga á sviđi nýsköpunar. Ráđgjöf slíks hóps gćti hjálpađ okkur ađ brjótast úr viđjum stofnanafjárveitinga og um leiđ leyst úr lćđingi nýjan kraft innan háskólasamfélagsins. Á sama tíma ţurfa stjórnvöld ađ gera sér grein fyrir ađ raunveruleg verđmćtasköpun byggir á ţekkingu og ađ slík fjárfesting er langtímafjárfesting sem leggur grunn ađ öflugu, frjóu og upplýstu samfélagi sem skapar eftirsóknarvert umhverfi fyrir komandi kynslóđir.

 

Birtist í Fréttablađinu haustiđ 2010.

Sett inn fyrir hönd höfunda.


Háskólarannsóknir á tímum kreppu (4) Doktorsnám á Íslandi

 Eiríkur Steingrímsson & Magnús Karl Magnússon.

Höfundar eru prófessorar viđ lćknadeild Háskóla Íslands.

Háskólarannsóknir á tímum kreppu

(4) Doktorsnám á Íslandi

Í fyrri greinum okkar höfum fjallađ um hlutverk háskóla, fjármögnun vísindaverkefna og gćđamat. Viđ rannsóknarháskóla er doktorsnám grundvallareining rannsóknarstarfs háskóla. Langveigamesti ţáttur slíks náms er vísindaverkefni doktorsnemans en í ţví felst sjálfstćtt rannsóknarverkefni unniđ undir handleiđslu háskólakennara. Slík vísindaverkefni eru víđast burđareining rannsóknarstarfs skólans. Doktorsneminn er ţannig ađ mestu ađ vinna ađ sínu vísindaverkefni og ţiggur fyrir ţađ laun eđa styrk. Kostnađur viđ slíkt nám nemur 4-8 milljónum á ári vegna launa og rekstrarkostnađar og heildarkostnađur fyrir fjögurra ára doktorsnám er ţví um 16-32 milljónir. Viđ ţetta bćtist síđan kostnađur viđ uppbyggingu rannsóknarinnviđa (t.d. tćki og gagnagrunnar), launakostnađur kennara og ađstođarfólks og ýmis konar samrekstur.

Víđast hvar erlendis eru rannsóknarverkefni doktorsnema fjármögnuđ gegnum samkeppnissjóđi ţar sem jafningamati er beitt og eru slíkir styrkir forsenda fyrir doktorsnáminu og um leiđ tryggja ţeir gćđi vísindaverkefnanna og doktorsnámsins. Ţrátt fyrir mjög metnađarfull markmiđ um fjölgun doktorsnema á síđustu árum hefur ekki átt sér stađ samhliđa áćtlun um fjármögnun ţessa námsstigs. Viđ Háskóla Íslands hefur fjöldi skráđra doktorsnema fariđ úr 36 áriđ 1999 í 190 áriđ 2006 og voru ţeir í júní á ţessu ári 487. Ljóst er ađ rekstrarfjármagn til vísindaverkefna stendur engan veginn undir ţessum fjölda doktorsnema. Okkur er ţví fyrirmunađ ađ skilja hvađan fjármagniđ kemur sem drífur áfram ţessa sprengingu í fjölda doktorsnema.

Stađan í dag er sú ađ samkeppnissjóđirnir rýrna ár frá ári. Eimskipasjóđur Háskóla Íslands sem veitt hefur myndarlega styrki til doktorsverkefna er ađ engu orđinn, styrkjum úr doktorsnemasjóđi HÍ fćkkar og samkeppnissjóđir í umsjón Rannís, einu sjóđirnir sem hafa ţá faglegu ađferđafrćđi ađ tryggja raunveruleg gćđi vísndaverkefna dragast saman ár frá ári ţrátt fyrir ađ sókn í ţá aukist verulega. Ţetta er ađ gerast á sama tíma og viđ erum ađ leggja verulega aukna áherslu á ţetta stig háskólastarfseminnar. Međ öđrum orđum, viđ sitjum nú uppi međ metnađarfull áform um uppbyggingu doktorsnáms, hundruđi doktorsnema í námi en samkeppnissjóđir sem eiga ađ tryggja gćđi og styđja ţessa uppbyggingu eru komnir ađ fótum fram.

Ţađ vantar talsmenn fyrir eflingu samkeppnissjóđanna. Ţví miđur hafa yfirmenn háskólastofnana veriđ svo uppteknir viđ tryggja grunnfjárveitingar til ađ halda háskólunum gangandi ađ ţeir hafa ekki veitt yfirvöldum nógu skýr skilabođ um ađ forsenda vísindastarfsemi ţessara stofnana byggir á ţví ađ fé sé veitt beint til vísindaverkefna á forsendum gćđa. Viđ teljum ađ doktorsnám viđ háskóla á Íslandi sé nú í uppnámi. Ţađ sem verst er, er ađ sennilega munu ţeir hópar sem mest hafa reitt sig á fjármagn úr samkeppnissjóđum ţ.e. sterkustu vísindahópar háskólanna verđa verst úti.

Viđ teljum mikilvćgt ađ ráđamenn vakni úr dvala og átti sig á ţví ađ enginn háskóli nćr raunverulegum árangri án ţess ađ styđja viđ bestu vísindamenn skólanna. Slíkan stuđning á ađ tryggja međ ţví ađ veita raunverulegu fjármagni til vísindastarfsemi og um leiđ tryggja ađ fjármunirnir fari til ţeirra vísindaverkefna sem best eru ađ gćđum. Um allan heim er slíkt gert međ fjárveitingum í gegnum samkeppnissjóđi ţar sem sjálfstćtt og óháđ mat er lagt á hvert vísindaverkefni. Viđ höfum slíkt kerfi hér á landi innan sjóđa sem úthluta styrkjum á grundvelli stefnu Vísinda- og tćkniráđs. Ţeir sjóđir eru fjársveltir en međ margföldun á fjármunum til ţeirra má tryggja raunverulegan grundvöll fyrir doktorsnám, ţekkingarsköpun innan háskóla og fyrirsjáanlega nýsköpun íslensku samfélagi til heilla.

 

Birtist í Fréttablađinu haustiđ 2010.

Sett inn fyrir hönd höfunda.


Háskólarannsóknir á tímum kreppu (3) Gćđi rannsókna

Eiríkur Steingrímsson & Magnús Karl Magnússon.

Höfundar eru prófessorar viđ lćknadeild Háskóla Íslands.

Háskólarannsóknir á tímum kreppu

(3) Gćđi rannsókna

Í fyrri greinum okkar rćddum viđ um mikilvćgi vísindarannsókna fyrir efnahagslífiđ og ţá stađreynd ađ innan viđ 15% af framlagi ríkisins fer í gegnum samkeppnissjóđina. Í hinum vestrćna heimi er ţetta hlutfall víđast mun hćrra og er um 30-40% á hinum norđurlöndunum. Í Bandaríkjunum koma um 85% af rannsóknafé háskóla úr samkeppnissjóđum. Ţađ er ţví ljóst ađ Ísland sker sig verulega úr hvađ ţetta varđar.

Samkeppnissjóđirnir tryggja gćđaeftirlit međ rannsóknunum. Rannsóknaverkefni og virkni vísindamanna sem sćkja um styrki eru metin reglulega og ţegar dregur úr virkni eđa hugmyndaauđgi, fá viđkomandi vísindamenn ekki styrki lengur. Hér á landi nćr ţetta eftirlit ađeins til ţess hluta af framlagi ríksins sem fer gegnum samkeppnissjóđi. Sumir íslensku samkeppnissjóđanna, t.d. Rannsóknasjóđur, notast nú viđ erlenda matsađila ţannig ađ flestar, ef ekki allar, umsóknir fara í mat erlendra, óháđra vísindamanna. Ţannig fćst óháđ mat á gćđum íslenskra vísindaverkefna og vísindamanna. Sjóđurinn og ţjóđin ćttu ţví ađ vera nokkuđ viss um ađ ţessu fé er vel variđ. Ađrir sjóđir notast viđ innlenda matsađila og ćttu, í ljósi jákvćđrar reynslu Rannís, ađ breyta ţeirri stefnu sinni og taka upp erlent mat. Sumir hinna sjóđanna eru reyndar fremur pólitískir sjóđir og eiga lítiđ skylt viđ alvöru vísindasjóđi. Sem dćmi um slíkan sjóđ er AVS (Aukiđ verđmćti sjávarfangs) en nýskipađur stjórnarformađur hans er ţingmađur og náinn samstarfsmađur landbúnađar- og sjávarútvegsráđherra. Mikill munur er einnig á árangurshlutfalli íslenskra vísindasjóđa. Sem dćmi má nefna ađ í Rannsóknasjóđi er ţetta hlutfall ađ nálgast 10% en er 50% í AVS. Ţetta ţýđir ađ ţađ er mun meiri samkeppni um fé úr Rannsóknasjóđi en AVS.

Hvađ međ gćđaeftirlit međ hinum 85-90 prósentunum af framlagi ríkisins til rannsókna? Stađreyndin er sú ađ međ ţeim er lítiđ sem ekkert ytra eftirlit og ekkert er spurt um gćđi eđa árangur. Ţessu ţarf ađ breyta. Víđast erlendis er strangt gćđaeftirlit međ öllu fé sem veitt er til rannsókna til ađ hámarka nýtingu almannafjár. Viđ erum ekki ađ tala um hefđbundiđ bókhaldseftirlit heldur eftirlit međ gćđum rannsóknanna. Í Bandaríkjunum og víđa í Evrópu er ţetta oftast gert á ţann hátt ađ á 5 ára fresti ţarf hver rannsóknastofa ađ útskýra fyrir sérstakri úttektarnefnd vísindamanna hvađ stofan hefur gert á tímabilinu og hvađ hún hyggst gera nćstu 5 árin. Rannsóknastofan undirbýr vandlega skýrslu sem nefndin fćr til yfirlestrar, nefndin mćtir síđan á rannsóknastofuna ţar sem verkefnin eru útskýrđ međ fyrirlestrum, fariđ er yfir árangurinn og hann metinn og skođađ hvort framtíđaráćtlanirnar séu raunhćfar. Ađ lokum kemst úttektarnefndin ađ niđurstöđu sem settar eru fram í viđamikilli skýrslu. Í úttektarnefndinni eru yfirleitt leiđandi vísindamenn á viđkomandi sviđi sem ekki hafa starfađ međ viđkomandi rannsóknastofu en ţannig er tryggt ađ úttektin sé fagleg og óháđ. Viđ höfum kynnst svona úttektum í störfum okkar erlendis. Ţessi ađferđ virkar afar vel. Hún er fagleg og leiđir til gagnrýninnar umrćđu. Rannsóknastofum er hrósađ fyrir ţađ sem vel er gert en ţćr gagnrýndar fyrir ţađ sem miđur hefur fariđ. Niđurstöđur slíkra úttekta eru síđan notađar viđ ákvarđanatöku og stefnumótun.

Hér á landi er ekkert slíkt gćđaeftirlit međ ţeim fjölda stofnana sem stunda vísindarannsóknir. Hiđ opinbera, og ţar međ skattgreiđendur, vita ţví ekki hvort ţessu fé er vel variđ. Vísinda- og tćkniráđ hefur ţó nýlega tekiđ máliđ til umfjöllunar og segir í núverandi stefnu ráđsins „Sjálfstćđ greiningarvinna á afrakstri rannsókna, ţróunar og nýsköpunar verđi styrkt hér á landi og unnin af óháđum ađilum“. Mennta- og menningarmálaráđuneytiđ hefur nýlega sett á fót Gćđaráđ háskóla sem ćtlađ er ađ skođa gćđamál innan háskóla, ţ.á.m. tengsl kennslu og rannsókna. Ráđiđ er skipađ sex erlendum ađilum og ćtti ţví ađ geta veriđ faglegt og óháđ. Ţađ vekur furđu ađ Gćđaráđiđ er einungis skipađ einstaklingum úr hug-, félags- og menntavísindageiranum. Í ţví eru engir međ reynslu af raunvísindum eđa heilbrigđis- og lífvísindum, ţeim greinum vísindanna sem sterkust eru á Íslandi. Ţađ er áhyggjuefni enda mikill munur á vinnubrögđum í raun- heilbrigđis- og lífvísindum annars vegar og félags, -hug- og menntavísindum hins vegar. Gćđaráđiđ er ţví ólíklegt til ađ geta lagt mat á gćđi rannsókna í raun- heilbrigđis- og lífvísindum. Ţessu ţarf ađ breyta til ađ slíkt úttekt verđi trúverđug.

Viđ leggjum ţví til ađ i) hafiđ verđi gćđaeftirlit međ öllu rannsóknafé á Íslandi; ii) viđ ţetta eftirlit verđi notast viđ ţćr ađferđir sem gefist hafa best annars stađar (sbr hér ađ ofan); iii) niđurstöđur slíkra úttekta verđi notađar viđ ákvarđanatökur; iv) í gćđanefndina verđi skipađir ađilar úr raun- heilbrigđis- og lífvísindageirunum.

 

Birtist í Fréttablađinu haustiđ 2010.

Sett inn fyrir hönd höfunda.

 


Háskólarannsóknir á tímum kreppu (2) Fjármögnun vísindarannsókna

Eiríkur Steingrímsson & Magnús Karl Magnússon.

Höfundar eru prófessorar viđ lćknadeild Háskóla Íslands.

Háskólarannsóknir á tímum kreppu

(2) Fjármögnun vísindarannsókna

 

Ţađ er almennt viđurkennt ađ öflug rannsóknastarfsemi leiđir til verđmćtrar nýsköpunar. Í úttekt sinni á tengslum grunnrannsókna og atvinnulífsins komst Committee for Economic Development, bandarísk samtök leiđtoga í viđskiptum og menntun, ađ ţeirri niđurstöđu ađ 25% af hagvexti Bandaríkjanna eftir seinna stríđ megi rekja beint til grunnrannsókna. Í efnahagsţrengingum sínum fyrir 2 áratugum ákváđu Finnar ađ stórauka áherslu sína á grunnrannsóknir og völdu ţá leiđ ađ nota samkeppnissjóđi til ađ ná markmiđum sínum um aukna nýsköpun. Ţeir útbjuggu ţví samkeppnissjóđi um alla rannsóknatengda starfsemi háskóla og stofnana og stórjuku framlög til sjóđanna. Afleiđingarnar hafa ekki látiđ á sér standa en Finnar eru nú međal fremstu ţjóđa Evrópu á ţessu sviđi skv. úttekt European Innovation Scoreboard.

 

Í efnahagsţrengingum á Íslandi hefur veriđ rćtt um mikilvćgi ţess ađ efla nýsköpunar og hefur Vísinda- og tćkniráđs sett sér skýra og framsćkna stefnu. Henni hefur ţó ekki veriđ fylgt eftir svo neinu nemi. Nýlega voru ţó samţykkt lög um skattaívilnun vegna kostnađar viđ rannsóknir og ţróunarstarf. En framlög til ţeirra sjóđa sem helst styrkja rannsóknir og nýsköpun, Rannsóknasjóđs og Tćkniţróunarsjóđs, hafa hins vegar stađiđ í stađ í krónum taliđ sem ţýđir ađ ţau hafa í raun minnkađ verulega ađ verđgildi. Ţar sem íslenskir vísindamenn hafa alltaf stađiđ illa ađ vígi hvađ fjármögnun varđar (enda upphćđir styrkja mun lćgri hér en í flestum löndum Evrópu og Bandaríkjanna) er ljóst ađ stađa ţeirra hefur versnađ ađ mun. Eitt lítiđ mál sem sýnir tómlćti stjórnvalda gagnvart rannsóknatengdri starfsemi er ađ hér er innheimtur virđisaukaskattur af allri rannsóknatengdri starfsemi háskóla og stofnana. Undanfarinn áratug hafa veriđ gerđar ítrekađar en árangurslausar tilraunir til ađ fá skattinn felldan niđur. Slíkur skattur er hvergi lagđur á rannsóknastarfsemi í hinum vestrćna heimi. Annađ og alvarlegra mál er ađ samkeppnissjóđirnir eru einungis um 14% af framlagi hins opinbera til vísindastarfsemi og hafa veriđ um langt skeiđ. Á Norđurlöndunum eru samkeppnissjóđirnir hins vegar 30-40%. Samkeppnissjóđirnir eru besta leiđin til ađ styrkja vísindastarfsemi enda veita ţeir fjármagni milliliđalaust til vísindaverkefna og tryggja um leiđ ađhald međ gćđum verkefna. Slíkt eftirlit er ekki nema ađ litlu leyti viđ lýđi međ ţeim fjármunum sem veittir eru beint til stofnana. Ef nýta á betur fé til vísindarannsókna er mikilvćgt ađ gera ţađ á ţann hátt ađ ţađ skili auknum gćđum. Ef samkeppnissjóđirnir eru efldir aukast gćđi rannsóknanna ţannig ađ meira fćst fyrir féđ. Viđ fjárlagagerđ eru fáir talsmenn samkeppnissjóđa en ţeim mun fleiri og ađgangsharđari talsmenn ţeirra stofnana sem ţiggja sitt rannsóknafé beint af fjárlögum. Ţví er mikil hćtta á ţví ađ samkeppnissjóđirnir verđi útundan og verđi jafnvel skornir niđur viđ nćstu fjárlagagerđ. Ţau vísindaverkefni sem hafa fariđ í jafningjamat og ţar veriđ metin best, eru nú í mestri hćttu á ađ vera ekki styrkt áfram, á međan stofnanir sem stunda rannsóknir án gćđaeftirlits fá áfram fjármagn eftirlitslaust.

 

Annađ alvarlegt vandamál í fjármögnun rannsókna á Íslandi er krafan um mótframlag. Ţetta felst í ţví ađ stofnunin sem vísindamađurinn starfar viđ ţarf ađ leggja til ákveđiđ mótframlag á móti styrkjum sem koma inn. Afkastamiklir vísindamenn verđa ţví byrđi á sinni stofnun. Sem dćmi má nefna ađ nýlega var prófessor sagt upp viđ Háskólann í Reykjavík. Ástćđan sem gefin var upp var sparnađur. Prófessorinn var međ öndvegisstyrk frá Rannsóknarsjóđi sem kallađi á mótframlög frá HR sem sennilega hafa veriđ skólanum of dýr og ţví betra ađ segja honum upp en einhverjum starfsmanni sem ekki var međ slíkan styrk. Í flestum nágrannalöndum tíđkast hiđ andstćđa, ţ.e. styrkveitandinn veitir međlag til stofnunarinnar sem tryggir ađ vísindarannsóknin getur fariđ fram. Ţannig verđur ţađ eftirsóknarvert fyrir stofnanirnar ađ hafa afkastamikla vísindamenn á sínum snćrum ţví umsvif stofnunarinnar aukast í beinu sambandi viđ styrkjaöflun.

 

Ađ okkar mati er ţví mikilvćgt ađ: i) efla samkeppnissjóđina og tryggja ađ meira rannsóknafé verđi veitt í gegnum ţá; ii) hefja gćđaeftirlit međ öllum rannsóknastofnunum og háskólum á Íslandi til ađ tryggja ađ hiđ opinbera greiđi einungis fyrir bestu rannsóknir hverju sinni; iii) greiđa međlag til stofnunar međ hverjum styrk til ađ tryggja ađ rannsóknin geti fariđ fram; iv) leggja niđur innheimtu VSK af rannsóknastarfsemi.

Birtist í Fréttablađinu haustiđ 2010.

Sett inn fyrir hönd höfunda.

 


Háskólarannsóknir á tímum kreppu (1) Hlutverk háskóla

Eiríkur Steingrímsson & Magnús Karl Magnússon.

Höfundar eru prófessorar viđ lćknadeild Háskóla Íslands.

Háskólarannsóknir á tímum kreppu

(1)Hlutverk háskóla

Íslenskt samfélag stendur á tímamótum. Viđ teljum ađ ţessi tímamót kalli á umrćđu um hlutverk íslenskra háskóla. Í ţessum greinarflokki munum viđ beina sjónum okkar ađ rannsóknarhlutverki háskóla.

 

Háskólar eru fyrst og fremst mennta- og rannsóknastofnanir. Hlutverk ţeirra er ađ stunda rannsóknir og mennta fólk og ţjálfa til sérhćfđra starfa. Menntunin er tvennskonar. Annars vegar grunn- eđa starfsmenntun og hins vegar rannsóknarmenntun, doktorsnám, en ţađ felur í sér ţjálfun í ađ takast á viđ viđfangsefni sem enginn hefur glímt viđ áđur. Doktorsnámiđ felst í rannsóknastörfum og fer fram undir handleiđslu kennara sem hafa reynslu af rannsóknavinnu. Kennararnir ađstođa nemana viđ ađ móta og setja fram tilgátur sem síđan eru prófađar međ rökleiđslu, tilraunum eđa greiningu á gögnum. Markmiđ rannsóknastarfa er ađ leita svara viđ hinu óţekkta og ţjálfa ungt fólk í ađ beita ţekkingu sinni.

Öflugt vísindastarf er háskólum og vísindastofnunum afar mikilvćgt. Međ ţví fćst einkum ţrennt: i) Kennarar stofnunarinnar verđa betur tengdir viđ ţađ nýjasta í frćđunum og geta ţví betur miđlađ nýjustu ţekkingu til nemenda sinna; ii) Stofnunin nýtur trausts í samfélaginu enda vitađ ađ ţar eru vísindamenn sem ţekkja til tiltekinna málaflokka og geta talađ um ţá af hlutleysi og ţekkingu; iii) Međ öflugu vísindastarfi skapast möguleikar á rannsóknatengdri nýsköpun en ţađ er sú nýsköpun sem gefur mestan arđ. Úr grunnrannsóknum verđur til ný ţekking sem er forsenda nýsköpunar sem getur leitt af sér viđskiptahugmyndir og atvinnutćkifćri. Um ţetta eru ótal dćmi, stór og smá. Slík ţekkingarsköpun ásamt menntun ungs fólks er ţví hiđ óumdeilda og verđmćta samfélagslega hlutverk háskóla.

 

Um allan heim eru gćđi háskóla metin út frá rannsóknavirkni ţeirra. Á ţessu eru fáar undantekningar. Hér á landi hafa nýlega veriđ sett lög sem skilgreina hlutverk háskóla víđar en víđast er gert. Í lögunum segir: “Hann [háskólinn] miđlar frćđslu til almennings og veitir ţjóđfélaginu ţjónustu í krafti ţekkingar sinnar.” Ţann 26. júní s.l. birtist í Morgunblađinu grein eftir Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráđherra sem hún nefndi „Hlutverk og ábyrgđ háskóla“. Ţar leggur hún til ađ háskólar beini sjónum sínum í auknum mćli ađ samfélagslegu hlutverki sínu, frekar en ađ einblína á ađ efla gćđi kennslu og rannsókna.

Viđ erum ósammála ráđherra um ţetta. Ađ andvaraleysi og skortur á samrćđu háskólafólks viđ samfélagiđ hafi átt veigamikinn ţátt í hruninu er ađ okkar mati heldur ekki rétt ályktun. Miklu nćr vćri ađ spyrja hvort háskólasamfélagiđ hafi ekki veriđ of veikt til ađ bregđast viđ umhverfinu. Geta háskóla til ađ sinna samfélagslegu hlutverki sínu er í beinu sambandi viđ rannsóknavirkni ţeirra. Ţađ er lítiđ mark takandi á háskóla sem ekki tekur rannsóknahlutverk sitt alvarlega. Slíkur háskóli getur ekki haft ţau áhrif á samfélag sitt sem allar ţjóđir leitast eftir: hlutlausa, faglega umfjöllun, rannsóknatengda nýsköpun og almenna eflingu ţekkingar. Allir geta veriđ sammála um ţađ ađ sú ţekking sem verđur til í háskólum ţarf ađ nýtast eins og kostur er viđ ađ bćta samfélagiđ. En ţađ er ekki og á ekki ađ vera á ábyrgđ háskólanna einna ađ ţađ gerist. Vísindamenn eru ekki ráđnir til háskóla til ađ frćđa almenning eđa ţjóna samfélaginu á annan hátt en ađ sinna sínu grunnhlutverki, ţ.e. mennta háskólanema og stunda vísindi. Ţeir eru ţó ávallt reiđubúnir til ađ upplýsa og frćđa ţegar eftir ţví er leitađ eins og sjá má daglega í fjölmiđlum landsins. Ađ leggja aukna áherslu á önnur hlutverk háskólamanna ţegar ljóst er ađ rannsóknarinnviđir eru veikir og litlu fjármagni er veitt til kennslu mun ađ öllu óbreyttu rýra starf háskóla.

 

Nú eiga Íslendingar sjö háskólastofnanir. Engin ţeirra kemst á blađ yfir fimm hundruđ fremstu háskólastofnanir heims, hvađ ţá hćrra. Fjöldi háskóla á Norđurlöndunum eru á lista yfir bestu menntastofnanir heims og ţví ekkert sem útilokar ađ Ísland nái árangri hvađ ţetta varđar. Til ađ svo megi verđa ţarf ađ efla háskólana, einkum hvađ rannsóknir og gćđamat varđar. Ţetta kallar á endurskipulagningu og uppstokkun.

 

Birtist í Fréttablađinu haustiđ 2010.

Sett inn fyrir hönd höfunda.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband