Forgangsröđun í ţágu vísinda og nýsköpunar

Greinin Forgangsröđun í ţágu vísinda og nýsköpunar eftir Guđrún Nordal birtist í Morgunblađinu 4. september. Hún er endurprentuđ hér međ leyfi höfundar.

Forgangsröđun í ţágu vísinda og nýsköpunar

Hvernig virkjum viđ ţann kraft sem býr í okkur sjálfum, í hug- og verkviti okkar? Hvernig föngum viđ mannauđinn, okkar dýrmćtustu auđlind? Hvernig tryggjum viđ ađ unga fólkiđ okkar fái notiđ sinna ólíku hćfileika og skili framlagi til samfélagsins? Íslenskt samfélag breytist hratt. Atvinnulífiđ áriđ 2014, og ţau tćkifćri til nýsköpunar sem nú blasa viđ ungu fólki, eru allt önnur en ţau voru fyrir ađeins tíu árum. Ţađ er ţví nauđsynlegt ađ viđ séum tilbúin til ađ horfa gagnrýnum augum á ţađ stođkerfi vísinda, menntunar og nýsköpunar sem byggst hefur upp á lýđveldistímanum. Hvernig ţjónar ţađ ţeim sem nú vaxa úr grasi?

Stefna stjórnvalda fyrir vísindi og nýsköpun er mörkuđ af Vísinda- og tćkniráđi til ţriggja ára í senn, og hún ţarf ađ svara síbreytilegum ţörfum samfélagsins. Í ráđinu sitja sextán fulltrúar hagsmunaađila, háskóla, rannsóknastofnana og atvinnulífs. Forsćtisráđherra er formađur ráđsins, en auk ţess eiga sex ađrir ráđherrar sćti í ráđinu. Stefnan endurspeglar ţví áherslur stjórnvalda á hverjum tíma jafnt sem hagsmunađila. Um hana á ţví ađ vera sátt.

En ekki er nóg ađ marka stefnu. Á fundi Vísinda- og tćkniráđs í maí síđastliđnum var í fyrsta sinn samţykkt ađgerđaáćtlun um stefnuna (sjá http://www.forsaetisraduneyti.is/vt/adgerdaaaetlun/) sem brýtur ađ ýmsu leyti blađ í málaflokknum og sýnir ađ stjórnvöld hafa ákveđiđ ađ forgangsrađa myndarlega í ţágu vísinda og nýsköpunar. Ţar var samţykkt áćtlun um stórauknar fjárveitingar ríkisins, 800 milljónir áriđ 2015 og 2 milljarđa áriđ 2016, í Rannsóknarsjóđ og Tćkniţróunarsjóđ, tvo mikilvćgustu samkeppnissjóđi vísinda og nýsköpunar í landinu. Sterkir samkeppnissjóđir sem byggja á erlendu jafningjamati og ströngum gćđakröfum eru besta leiđin til ađ tryggja sveigjanleika og ađ opinbert fé renni til verkefna sem standast alţjóđlega samkeppni. Í tengslum viđ auknar opinberar fjárveitingar voru einnig samţykktar mikilvćgar ađgerđir, m.a. um skattahvata, til ađ örva fjárfestingu atvinnulífsins í nýsköpun og vísindum, svo ađ ţćr geti aukist um allt ađ 5 milljarđa á sama tímabili.

Í áćtluninni er ađ finna margvíslegar ađgerđir sem snúa ađ háskólum og menntakerfinu almennt, rannsóknarstofnunum og atvinnulífi. Í fámenninu vantar okkur alltaf fólk međ ákveđna hćfni og ţví eru skilgreindar leiđir til ađ tryggja ađ íslenskur vinnumarkađur sé samkeppnishćfur og ađlađandi fyrir erlenda sérfrćđinga. Gjaldeyrishöftin eru vitaskuld stór og alvarleg hindrun á vegi nýsköpunar, en viđ ţurfum einnig ađ ryđja ýmsum öđrum hindrunum úr vegi. Í mörgum tilvikum reynist flókiđ ađ meta árangur af opinberum fjárfestingum í ţennan mikilvćga málaflokk, og ţví hefur veriđ ákveđiđ ađ leggja fé í heildstćtt upplýsingakerfi sem fylgist međ starfsemi ţeirra ótalmörgu eininga sem starfa um allt land. Öll ţessi verkefni krefjast samvinnu margra ađila, ekki ađeins stjórnvalda heldur háskóla, rannsóknastofnana og nýsköpunarfyrirtćkja. Ţau snúast ekki einungis um fjárveitingar, heldur um öguđ vinnubrögđ og vilja til breytinga.

Ţekkingarsköpun verđur ć flóknari í tćknivćddum heimi og ţví ţarf atvinnulífiđ á öflugum sérfrćđingum ađ halda sem geta stađiđ sig í hinni hörđu alţjóđlegu samkeppni. Sú ţekkingarsköpun sem verđur til í vísindastarfi birtist ekki ađeins í nýsköpun í nýjum fyrirtćkjum sem hafa burđi til ađ vaxa og verđa stólpar í atvinnulífinu, eins og dćmi eins og Össur, Marel, CCP og Decode sanna. Nýsköpun í landbúnađi, sjávarútvegi, ferđaţjónustu og orkuiđnađi sýnir ađ í hefđbundnum atvinnugreinum er einnig mikiđ svigrúm til verđmćtasköpunar. En nýsköpun birtist ekki ađeins í vöru. Menningarleg og samfélagsleg nýsköpun í opinbera geiranum, s.s. í menntakerfinu og heilbrigđis- og velferđarstofnunum, skilar okkur miklum ávinningi, bćtir ferla, eykur gćđi og hagrćđir.

Íslenskt samfélag er örsmátt, en ţó höfum viđ ótrúlega mörg tćkifćri til verđmćtasköpunar. Ţau ţurfum viđ ađ grípa saman og í samvinnu viđ öfluga alţjóđlega samstarfsađila. Ţau snúa ekki ađeins ađ efnhagslegum ábata heldur hvetja okkur til ađ leggja okkar ađ mörkum viđ lausn ţeirra áskorana sem mannkyniđ stendur frammi fyrir. Ég fagna ţví ađ stjórnvöld hafi međ samţykkt ađgerđaáćtlunar sýnt ríkan skilning á ţví grundvallarhlutverki sem menntun, vísindi og nýsköpun munu gegna á 21. öldinni – nú er ţađ okkar allra ađ fylgja henni fast eftir.

Guđrún Nordal

Formađur vísindanefndar Vísinda- og tćkniráđs

------------------

Ađgerđaráćtlun Vísinda og tćkniráđs 2014-2016.


Háskólarannsóknir á tímum kreppu (5) Stađa raun- og heilbrigđisvísinda

 

Eiríkur Steingrímsson & Magnús Karl Magnússon.

Höfundar eru prófessorar viđ lćknadeild Háskóla Íslands.

Háskólarannsóknir á tímum kreppu

(5) Stađa raun- og heilbrigđisvísinda

Rannsóknatengd nýsköpun er sú gerđ nýsköpunar sem leiđir til mests virđisauka. Oftast á sú nýsköpun uppruna í grunnrannsóknum á sviđi verkfrćđi og raun- og heilbrigđisvísinda. Stađa ţessara vísinda á Íslandi hefur hins vegar versnađ ađ mun í kjölfar kreppunnar. Vísindarannsóknir á sviđi raun- og heilbrigđisvísinda eru öflugustu rannsóknir sem stundađar eru á Íslandi. Ţetta hefur komiđ fram í öllum úttektum sem gerđar hafa veriđ á stöđu vísindarannsókna á Íslandi, nú síđast í skýrslu Rannís um ritrýndar birtingar og áhrif ţeirra. Ţrátt fyrir ţetta er stađa ţessara frćđasviđa veik í alţjóđlegum samanburđi enda samkeppnissjóđir á Íslandi veikir. Helsti samkeppnissjóđurinn sem styrkir vísindarannsóknir er Rannsóknasjóđur. Áriđ 2009 hafđi hann samtals 314 milljónir til úthlutunar í ný verkefni. Međalupphćđ styrkja var 6.1 milljón. Ţessi upphćđ dugar vart fyrir launum og rekstrarkostnađi eins rannsóknarnema í eitt ár. Rannsóknastofa međ einum nemenda er hins vegar örrannsóknastofa og langt frá sambćrilegum rannsóknastofum í nágrannalöndunum ţar sem stofur međ 5-10 nemendum eru algengar. Sá árangur sem hefur náđst í vísindarannsóknum á sviđi raun- og heilbrigđisvísinda er einkum ţví ađ ţakka ađ erlendir samstarfsađilar einstakra vísindamanna greiđa oft brúsann. Ţađ er hins vegar ekki hćgt ađ reiđa sig á slíkt til langframa og raunar má leiđa líkur ađ ţví ađ niđurskurđur á innlendu rannsóknarfé veiki samkeppnisstöđu íslenskra vísindamanna á erlendum vettvangi. Árangurshlutfall íslenskra vísindamanna í erlendum samkeppnissjóđum, s.s. 7. Rammaáćtlun, hefur veriđ gott en minni árangur heima fyrir leiđir einungis til veikari samkeppnisstöđu erlendis. Ţetta er vert ađ hafa í huga, ekki síst í ljósi ţess ađ eitt af ţremur meginstefjum í stefnu Vísinda- og tćkniráđs 2010-2012 er einmitt ađ auka alţjóđlega samvinnu.

Íslenska međalstyrkinn má bera saman viđ sambćrilega styrki á vesturlöndum. Einfaldast er ađ bera hann saman viđ međalstyrk í Bandaríkjunum ţar sem styrkjakerfiđ er samrćmt og gagnsćtt en ţar er ţađ National Institutes of Health (NIH) sem einkum styrkir rannsóknir á sviđi heilbrigđisvísinda. Flestir ef ekki allir bandarískir vísindamenn á sviđi heilbrigđis- og lífvísinda reiđa sig á styrki frá NIH en ţeir eru mikilvćgasta fjármögnunin. Međal-upphćđ verkefnastyrkja frá NIH var 416 ţúsund dollarar/ár (50 milljónir ísl. kr.) áriđ 2009. Ţetta er 9 sinnum hćrri upphćđ en međal-verkefnisstyrkur frá Rannsóknasjóđi. Frá Evrópu má nefna nćrtćkt dćmi, en samstarfsađili annars okkar hlaut nýveriđ styrk ađ upphćđ 20 milljónir sćnskra króna (330 milljónir ísl. kr.) til fimm ára frá Strategiska Fonderna. Augljóst er ađ erfitt er ađ keppa viđ vísindamenn í nágrannalöndunum međ hiđ íslenska styrkjakerfi ađ vopni.

Áhugaleysi stjórnvalda á rannsóknum á sviđi verkfrćđi, raun- og heilbrigđisvísinda kemur fram á ýmsan hátt. Í fyrsta lagi má nefna áhugaleysi gagnvart Rannsóknasjóđi og takmarkađan áhuga á ađ breyta pólitískum vísindasjóđum (t.d. AVS sjóđnum) í alvöru vísindasjóđ. Í öđru lagi má nefna ađ ţrátt fyrir endurteknar tilraunir hefur enn ekki tekist ađ fá niđurfelldan virđisaukaskatt af rannsóknavörum. Í ţriđja lagi hefur mennta- og menningarmálaráđherra nýlega skipađ Gćđaráđ háskóla sem ćtlađ er ađ tryggja gćđi háskólastarfsemi á Íslandi og bćta kennslu og rannsóknir á markvissan hátt. Ţetta skref er fagnađarefni. Ţađ er hinsvegar athyglisvert ađ enginn ţeirra erlendu sérfrćđinga sem skipađir hafa veriđ í ráđiđ hafa menntun eđa reynslu á sviđi tilraunavísinda (verkfrćđi, raun- eđa heilbrigđisvísinda). Ţađ virđist ţví ćtlun yfirvalda ađ láta meta ţessi vísindi, sem allir mćlikvarđar segja ađ séu ţau sterkustu á Íslandi, af einstaklingum sem ekki ţekkja til ţessara vísinda. Áhugaleysi stjórnvalda gagnvart málaflokknum er áhyggjuefni. Ţađ er mikilvćgt fyrir framtíđ Íslands ađ efla rannsóknatengda nýsköpun. Fáir hefđu spáđ ţví fyrir 20 árum ađ áhugaverđustu fyrirtćki Íslands áriđ 2010 störfuđu á sviđi stođtćkja, erfđafrćđi, tölvuleikja eđa lyfjaframleiđslu. Ef sambćrileg óvćnt nýsköpun á ađ geta orđiđ til í framtíđinni, er mikilvćgt ađ stórefla samkeppnissjóđi, sérstaklega á sviđi raun- og heilbrigđisvísinda.

Í ţessum greinarflokki höfum viđ lagt áherslu á samfélagslegt hlutverk vísinda og nýsköpunar. Vísindi geta skapađ eina af stođum nýs samfélags. Til ţess ađ ţetta verđi ađ veruleika verđum viđ ađ endurskođa fjármögnun og gćđamat vísindarannsókna á Íslandi. Viđ leggjum til ađ á aldarafmćli Háskóla Íslands hefjist slík endurskođun. Í ţeim tilgangi mćtti skipa ráđgjafarráđ alţjóđlegra vísindamanna og annarra sérfrćđinga á sviđi nýsköpunar. Ráđgjöf slíks hóps gćti hjálpađ okkur ađ brjótast úr viđjum stofnanafjárveitinga og um leiđ leyst úr lćđingi nýjan kraft innan háskólasamfélagsins. Á sama tíma ţurfa stjórnvöld ađ gera sér grein fyrir ađ raunveruleg verđmćtasköpun byggir á ţekkingu og ađ slík fjárfesting er langtímafjárfesting sem leggur grunn ađ öflugu, frjóu og upplýstu samfélagi sem skapar eftirsóknarvert umhverfi fyrir komandi kynslóđir.

 

Birtist í Fréttablađinu haustiđ 2010.

Sett inn fyrir hönd höfunda.


Háskólarannsóknir á tímum kreppu (4) Doktorsnám á Íslandi

 Eiríkur Steingrímsson & Magnús Karl Magnússon.

Höfundar eru prófessorar viđ lćknadeild Háskóla Íslands.

Háskólarannsóknir á tímum kreppu

(4) Doktorsnám á Íslandi

Í fyrri greinum okkar höfum fjallađ um hlutverk háskóla, fjármögnun vísindaverkefna og gćđamat. Viđ rannsóknarháskóla er doktorsnám grundvallareining rannsóknarstarfs háskóla. Langveigamesti ţáttur slíks náms er vísindaverkefni doktorsnemans en í ţví felst sjálfstćtt rannsóknarverkefni unniđ undir handleiđslu háskólakennara. Slík vísindaverkefni eru víđast burđareining rannsóknarstarfs skólans. Doktorsneminn er ţannig ađ mestu ađ vinna ađ sínu vísindaverkefni og ţiggur fyrir ţađ laun eđa styrk. Kostnađur viđ slíkt nám nemur 4-8 milljónum á ári vegna launa og rekstrarkostnađar og heildarkostnađur fyrir fjögurra ára doktorsnám er ţví um 16-32 milljónir. Viđ ţetta bćtist síđan kostnađur viđ uppbyggingu rannsóknarinnviđa (t.d. tćki og gagnagrunnar), launakostnađur kennara og ađstođarfólks og ýmis konar samrekstur.

Víđast hvar erlendis eru rannsóknarverkefni doktorsnema fjármögnuđ gegnum samkeppnissjóđi ţar sem jafningamati er beitt og eru slíkir styrkir forsenda fyrir doktorsnáminu og um leiđ tryggja ţeir gćđi vísindaverkefnanna og doktorsnámsins. Ţrátt fyrir mjög metnađarfull markmiđ um fjölgun doktorsnema á síđustu árum hefur ekki átt sér stađ samhliđa áćtlun um fjármögnun ţessa námsstigs. Viđ Háskóla Íslands hefur fjöldi skráđra doktorsnema fariđ úr 36 áriđ 1999 í 190 áriđ 2006 og voru ţeir í júní á ţessu ári 487. Ljóst er ađ rekstrarfjármagn til vísindaverkefna stendur engan veginn undir ţessum fjölda doktorsnema. Okkur er ţví fyrirmunađ ađ skilja hvađan fjármagniđ kemur sem drífur áfram ţessa sprengingu í fjölda doktorsnema.

Stađan í dag er sú ađ samkeppnissjóđirnir rýrna ár frá ári. Eimskipasjóđur Háskóla Íslands sem veitt hefur myndarlega styrki til doktorsverkefna er ađ engu orđinn, styrkjum úr doktorsnemasjóđi HÍ fćkkar og samkeppnissjóđir í umsjón Rannís, einu sjóđirnir sem hafa ţá faglegu ađferđafrćđi ađ tryggja raunveruleg gćđi vísndaverkefna dragast saman ár frá ári ţrátt fyrir ađ sókn í ţá aukist verulega. Ţetta er ađ gerast á sama tíma og viđ erum ađ leggja verulega aukna áherslu á ţetta stig háskólastarfseminnar. Međ öđrum orđum, viđ sitjum nú uppi međ metnađarfull áform um uppbyggingu doktorsnáms, hundruđi doktorsnema í námi en samkeppnissjóđir sem eiga ađ tryggja gćđi og styđja ţessa uppbyggingu eru komnir ađ fótum fram.

Ţađ vantar talsmenn fyrir eflingu samkeppnissjóđanna. Ţví miđur hafa yfirmenn háskólastofnana veriđ svo uppteknir viđ tryggja grunnfjárveitingar til ađ halda háskólunum gangandi ađ ţeir hafa ekki veitt yfirvöldum nógu skýr skilabođ um ađ forsenda vísindastarfsemi ţessara stofnana byggir á ţví ađ fé sé veitt beint til vísindaverkefna á forsendum gćđa. Viđ teljum ađ doktorsnám viđ háskóla á Íslandi sé nú í uppnámi. Ţađ sem verst er, er ađ sennilega munu ţeir hópar sem mest hafa reitt sig á fjármagn úr samkeppnissjóđum ţ.e. sterkustu vísindahópar háskólanna verđa verst úti.

Viđ teljum mikilvćgt ađ ráđamenn vakni úr dvala og átti sig á ţví ađ enginn háskóli nćr raunverulegum árangri án ţess ađ styđja viđ bestu vísindamenn skólanna. Slíkan stuđning á ađ tryggja međ ţví ađ veita raunverulegu fjármagni til vísindastarfsemi og um leiđ tryggja ađ fjármunirnir fari til ţeirra vísindaverkefna sem best eru ađ gćđum. Um allan heim er slíkt gert međ fjárveitingum í gegnum samkeppnissjóđi ţar sem sjálfstćtt og óháđ mat er lagt á hvert vísindaverkefni. Viđ höfum slíkt kerfi hér á landi innan sjóđa sem úthluta styrkjum á grundvelli stefnu Vísinda- og tćkniráđs. Ţeir sjóđir eru fjársveltir en međ margföldun á fjármunum til ţeirra má tryggja raunverulegan grundvöll fyrir doktorsnám, ţekkingarsköpun innan háskóla og fyrirsjáanlega nýsköpun íslensku samfélagi til heilla.

 

Birtist í Fréttablađinu haustiđ 2010.

Sett inn fyrir hönd höfunda.


Háskólarannsóknir á tímum kreppu (3) Gćđi rannsókna

Eiríkur Steingrímsson & Magnús Karl Magnússon.

Höfundar eru prófessorar viđ lćknadeild Háskóla Íslands.

Háskólarannsóknir á tímum kreppu

(3) Gćđi rannsókna

Í fyrri greinum okkar rćddum viđ um mikilvćgi vísindarannsókna fyrir efnahagslífiđ og ţá stađreynd ađ innan viđ 15% af framlagi ríkisins fer í gegnum samkeppnissjóđina. Í hinum vestrćna heimi er ţetta hlutfall víđast mun hćrra og er um 30-40% á hinum norđurlöndunum. Í Bandaríkjunum koma um 85% af rannsóknafé háskóla úr samkeppnissjóđum. Ţađ er ţví ljóst ađ Ísland sker sig verulega úr hvađ ţetta varđar.

Samkeppnissjóđirnir tryggja gćđaeftirlit međ rannsóknunum. Rannsóknaverkefni og virkni vísindamanna sem sćkja um styrki eru metin reglulega og ţegar dregur úr virkni eđa hugmyndaauđgi, fá viđkomandi vísindamenn ekki styrki lengur. Hér á landi nćr ţetta eftirlit ađeins til ţess hluta af framlagi ríksins sem fer gegnum samkeppnissjóđi. Sumir íslensku samkeppnissjóđanna, t.d. Rannsóknasjóđur, notast nú viđ erlenda matsađila ţannig ađ flestar, ef ekki allar, umsóknir fara í mat erlendra, óháđra vísindamanna. Ţannig fćst óháđ mat á gćđum íslenskra vísindaverkefna og vísindamanna. Sjóđurinn og ţjóđin ćttu ţví ađ vera nokkuđ viss um ađ ţessu fé er vel variđ. Ađrir sjóđir notast viđ innlenda matsađila og ćttu, í ljósi jákvćđrar reynslu Rannís, ađ breyta ţeirri stefnu sinni og taka upp erlent mat. Sumir hinna sjóđanna eru reyndar fremur pólitískir sjóđir og eiga lítiđ skylt viđ alvöru vísindasjóđi. Sem dćmi um slíkan sjóđ er AVS (Aukiđ verđmćti sjávarfangs) en nýskipađur stjórnarformađur hans er ţingmađur og náinn samstarfsmađur landbúnađar- og sjávarútvegsráđherra. Mikill munur er einnig á árangurshlutfalli íslenskra vísindasjóđa. Sem dćmi má nefna ađ í Rannsóknasjóđi er ţetta hlutfall ađ nálgast 10% en er 50% í AVS. Ţetta ţýđir ađ ţađ er mun meiri samkeppni um fé úr Rannsóknasjóđi en AVS.

Hvađ međ gćđaeftirlit međ hinum 85-90 prósentunum af framlagi ríkisins til rannsókna? Stađreyndin er sú ađ međ ţeim er lítiđ sem ekkert ytra eftirlit og ekkert er spurt um gćđi eđa árangur. Ţessu ţarf ađ breyta. Víđast erlendis er strangt gćđaeftirlit međ öllu fé sem veitt er til rannsókna til ađ hámarka nýtingu almannafjár. Viđ erum ekki ađ tala um hefđbundiđ bókhaldseftirlit heldur eftirlit međ gćđum rannsóknanna. Í Bandaríkjunum og víđa í Evrópu er ţetta oftast gert á ţann hátt ađ á 5 ára fresti ţarf hver rannsóknastofa ađ útskýra fyrir sérstakri úttektarnefnd vísindamanna hvađ stofan hefur gert á tímabilinu og hvađ hún hyggst gera nćstu 5 árin. Rannsóknastofan undirbýr vandlega skýrslu sem nefndin fćr til yfirlestrar, nefndin mćtir síđan á rannsóknastofuna ţar sem verkefnin eru útskýrđ međ fyrirlestrum, fariđ er yfir árangurinn og hann metinn og skođađ hvort framtíđaráćtlanirnar séu raunhćfar. Ađ lokum kemst úttektarnefndin ađ niđurstöđu sem settar eru fram í viđamikilli skýrslu. Í úttektarnefndinni eru yfirleitt leiđandi vísindamenn á viđkomandi sviđi sem ekki hafa starfađ međ viđkomandi rannsóknastofu en ţannig er tryggt ađ úttektin sé fagleg og óháđ. Viđ höfum kynnst svona úttektum í störfum okkar erlendis. Ţessi ađferđ virkar afar vel. Hún er fagleg og leiđir til gagnrýninnar umrćđu. Rannsóknastofum er hrósađ fyrir ţađ sem vel er gert en ţćr gagnrýndar fyrir ţađ sem miđur hefur fariđ. Niđurstöđur slíkra úttekta eru síđan notađar viđ ákvarđanatöku og stefnumótun.

Hér á landi er ekkert slíkt gćđaeftirlit međ ţeim fjölda stofnana sem stunda vísindarannsóknir. Hiđ opinbera, og ţar međ skattgreiđendur, vita ţví ekki hvort ţessu fé er vel variđ. Vísinda- og tćkniráđ hefur ţó nýlega tekiđ máliđ til umfjöllunar og segir í núverandi stefnu ráđsins „Sjálfstćđ greiningarvinna á afrakstri rannsókna, ţróunar og nýsköpunar verđi styrkt hér á landi og unnin af óháđum ađilum“. Mennta- og menningarmálaráđuneytiđ hefur nýlega sett á fót Gćđaráđ háskóla sem ćtlađ er ađ skođa gćđamál innan háskóla, ţ.á.m. tengsl kennslu og rannsókna. Ráđiđ er skipađ sex erlendum ađilum og ćtti ţví ađ geta veriđ faglegt og óháđ. Ţađ vekur furđu ađ Gćđaráđiđ er einungis skipađ einstaklingum úr hug-, félags- og menntavísindageiranum. Í ţví eru engir međ reynslu af raunvísindum eđa heilbrigđis- og lífvísindum, ţeim greinum vísindanna sem sterkust eru á Íslandi. Ţađ er áhyggjuefni enda mikill munur á vinnubrögđum í raun- heilbrigđis- og lífvísindum annars vegar og félags, -hug- og menntavísindum hins vegar. Gćđaráđiđ er ţví ólíklegt til ađ geta lagt mat á gćđi rannsókna í raun- heilbrigđis- og lífvísindum. Ţessu ţarf ađ breyta til ađ slíkt úttekt verđi trúverđug.

Viđ leggjum ţví til ađ i) hafiđ verđi gćđaeftirlit međ öllu rannsóknafé á Íslandi; ii) viđ ţetta eftirlit verđi notast viđ ţćr ađferđir sem gefist hafa best annars stađar (sbr hér ađ ofan); iii) niđurstöđur slíkra úttekta verđi notađar viđ ákvarđanatökur; iv) í gćđanefndina verđi skipađir ađilar úr raun- heilbrigđis- og lífvísindageirunum.

 

Birtist í Fréttablađinu haustiđ 2010.

Sett inn fyrir hönd höfunda.

 


Háskólarannsóknir á tímum kreppu (2) Fjármögnun vísindarannsókna

Eiríkur Steingrímsson & Magnús Karl Magnússon.

Höfundar eru prófessorar viđ lćknadeild Háskóla Íslands.

Háskólarannsóknir á tímum kreppu

(2) Fjármögnun vísindarannsókna

 

Ţađ er almennt viđurkennt ađ öflug rannsóknastarfsemi leiđir til verđmćtrar nýsköpunar. Í úttekt sinni á tengslum grunnrannsókna og atvinnulífsins komst Committee for Economic Development, bandarísk samtök leiđtoga í viđskiptum og menntun, ađ ţeirri niđurstöđu ađ 25% af hagvexti Bandaríkjanna eftir seinna stríđ megi rekja beint til grunnrannsókna. Í efnahagsţrengingum sínum fyrir 2 áratugum ákváđu Finnar ađ stórauka áherslu sína á grunnrannsóknir og völdu ţá leiđ ađ nota samkeppnissjóđi til ađ ná markmiđum sínum um aukna nýsköpun. Ţeir útbjuggu ţví samkeppnissjóđi um alla rannsóknatengda starfsemi háskóla og stofnana og stórjuku framlög til sjóđanna. Afleiđingarnar hafa ekki látiđ á sér standa en Finnar eru nú međal fremstu ţjóđa Evrópu á ţessu sviđi skv. úttekt European Innovation Scoreboard.

 

Í efnahagsţrengingum á Íslandi hefur veriđ rćtt um mikilvćgi ţess ađ efla nýsköpunar og hefur Vísinda- og tćkniráđs sett sér skýra og framsćkna stefnu. Henni hefur ţó ekki veriđ fylgt eftir svo neinu nemi. Nýlega voru ţó samţykkt lög um skattaívilnun vegna kostnađar viđ rannsóknir og ţróunarstarf. En framlög til ţeirra sjóđa sem helst styrkja rannsóknir og nýsköpun, Rannsóknasjóđs og Tćkniţróunarsjóđs, hafa hins vegar stađiđ í stađ í krónum taliđ sem ţýđir ađ ţau hafa í raun minnkađ verulega ađ verđgildi. Ţar sem íslenskir vísindamenn hafa alltaf stađiđ illa ađ vígi hvađ fjármögnun varđar (enda upphćđir styrkja mun lćgri hér en í flestum löndum Evrópu og Bandaríkjanna) er ljóst ađ stađa ţeirra hefur versnađ ađ mun. Eitt lítiđ mál sem sýnir tómlćti stjórnvalda gagnvart rannsóknatengdri starfsemi er ađ hér er innheimtur virđisaukaskattur af allri rannsóknatengdri starfsemi háskóla og stofnana. Undanfarinn áratug hafa veriđ gerđar ítrekađar en árangurslausar tilraunir til ađ fá skattinn felldan niđur. Slíkur skattur er hvergi lagđur á rannsóknastarfsemi í hinum vestrćna heimi. Annađ og alvarlegra mál er ađ samkeppnissjóđirnir eru einungis um 14% af framlagi hins opinbera til vísindastarfsemi og hafa veriđ um langt skeiđ. Á Norđurlöndunum eru samkeppnissjóđirnir hins vegar 30-40%. Samkeppnissjóđirnir eru besta leiđin til ađ styrkja vísindastarfsemi enda veita ţeir fjármagni milliliđalaust til vísindaverkefna og tryggja um leiđ ađhald međ gćđum verkefna. Slíkt eftirlit er ekki nema ađ litlu leyti viđ lýđi međ ţeim fjármunum sem veittir eru beint til stofnana. Ef nýta á betur fé til vísindarannsókna er mikilvćgt ađ gera ţađ á ţann hátt ađ ţađ skili auknum gćđum. Ef samkeppnissjóđirnir eru efldir aukast gćđi rannsóknanna ţannig ađ meira fćst fyrir féđ. Viđ fjárlagagerđ eru fáir talsmenn samkeppnissjóđa en ţeim mun fleiri og ađgangsharđari talsmenn ţeirra stofnana sem ţiggja sitt rannsóknafé beint af fjárlögum. Ţví er mikil hćtta á ţví ađ samkeppnissjóđirnir verđi útundan og verđi jafnvel skornir niđur viđ nćstu fjárlagagerđ. Ţau vísindaverkefni sem hafa fariđ í jafningjamat og ţar veriđ metin best, eru nú í mestri hćttu á ađ vera ekki styrkt áfram, á međan stofnanir sem stunda rannsóknir án gćđaeftirlits fá áfram fjármagn eftirlitslaust.

 

Annađ alvarlegt vandamál í fjármögnun rannsókna á Íslandi er krafan um mótframlag. Ţetta felst í ţví ađ stofnunin sem vísindamađurinn starfar viđ ţarf ađ leggja til ákveđiđ mótframlag á móti styrkjum sem koma inn. Afkastamiklir vísindamenn verđa ţví byrđi á sinni stofnun. Sem dćmi má nefna ađ nýlega var prófessor sagt upp viđ Háskólann í Reykjavík. Ástćđan sem gefin var upp var sparnađur. Prófessorinn var međ öndvegisstyrk frá Rannsóknarsjóđi sem kallađi á mótframlög frá HR sem sennilega hafa veriđ skólanum of dýr og ţví betra ađ segja honum upp en einhverjum starfsmanni sem ekki var međ slíkan styrk. Í flestum nágrannalöndum tíđkast hiđ andstćđa, ţ.e. styrkveitandinn veitir međlag til stofnunarinnar sem tryggir ađ vísindarannsóknin getur fariđ fram. Ţannig verđur ţađ eftirsóknarvert fyrir stofnanirnar ađ hafa afkastamikla vísindamenn á sínum snćrum ţví umsvif stofnunarinnar aukast í beinu sambandi viđ styrkjaöflun.

 

Ađ okkar mati er ţví mikilvćgt ađ: i) efla samkeppnissjóđina og tryggja ađ meira rannsóknafé verđi veitt í gegnum ţá; ii) hefja gćđaeftirlit međ öllum rannsóknastofnunum og háskólum á Íslandi til ađ tryggja ađ hiđ opinbera greiđi einungis fyrir bestu rannsóknir hverju sinni; iii) greiđa međlag til stofnunar međ hverjum styrk til ađ tryggja ađ rannsóknin geti fariđ fram; iv) leggja niđur innheimtu VSK af rannsóknastarfsemi.

Birtist í Fréttablađinu haustiđ 2010.

Sett inn fyrir hönd höfunda.

 


Háskólarannsóknir á tímum kreppu (1) Hlutverk háskóla

Eiríkur Steingrímsson & Magnús Karl Magnússon.

Höfundar eru prófessorar viđ lćknadeild Háskóla Íslands.

Háskólarannsóknir á tímum kreppu

(1)Hlutverk háskóla

Íslenskt samfélag stendur á tímamótum. Viđ teljum ađ ţessi tímamót kalli á umrćđu um hlutverk íslenskra háskóla. Í ţessum greinarflokki munum viđ beina sjónum okkar ađ rannsóknarhlutverki háskóla.

 

Háskólar eru fyrst og fremst mennta- og rannsóknastofnanir. Hlutverk ţeirra er ađ stunda rannsóknir og mennta fólk og ţjálfa til sérhćfđra starfa. Menntunin er tvennskonar. Annars vegar grunn- eđa starfsmenntun og hins vegar rannsóknarmenntun, doktorsnám, en ţađ felur í sér ţjálfun í ađ takast á viđ viđfangsefni sem enginn hefur glímt viđ áđur. Doktorsnámiđ felst í rannsóknastörfum og fer fram undir handleiđslu kennara sem hafa reynslu af rannsóknavinnu. Kennararnir ađstođa nemana viđ ađ móta og setja fram tilgátur sem síđan eru prófađar međ rökleiđslu, tilraunum eđa greiningu á gögnum. Markmiđ rannsóknastarfa er ađ leita svara viđ hinu óţekkta og ţjálfa ungt fólk í ađ beita ţekkingu sinni.

Öflugt vísindastarf er háskólum og vísindastofnunum afar mikilvćgt. Međ ţví fćst einkum ţrennt: i) Kennarar stofnunarinnar verđa betur tengdir viđ ţađ nýjasta í frćđunum og geta ţví betur miđlađ nýjustu ţekkingu til nemenda sinna; ii) Stofnunin nýtur trausts í samfélaginu enda vitađ ađ ţar eru vísindamenn sem ţekkja til tiltekinna málaflokka og geta talađ um ţá af hlutleysi og ţekkingu; iii) Međ öflugu vísindastarfi skapast möguleikar á rannsóknatengdri nýsköpun en ţađ er sú nýsköpun sem gefur mestan arđ. Úr grunnrannsóknum verđur til ný ţekking sem er forsenda nýsköpunar sem getur leitt af sér viđskiptahugmyndir og atvinnutćkifćri. Um ţetta eru ótal dćmi, stór og smá. Slík ţekkingarsköpun ásamt menntun ungs fólks er ţví hiđ óumdeilda og verđmćta samfélagslega hlutverk háskóla.

 

Um allan heim eru gćđi háskóla metin út frá rannsóknavirkni ţeirra. Á ţessu eru fáar undantekningar. Hér á landi hafa nýlega veriđ sett lög sem skilgreina hlutverk háskóla víđar en víđast er gert. Í lögunum segir: “Hann [háskólinn] miđlar frćđslu til almennings og veitir ţjóđfélaginu ţjónustu í krafti ţekkingar sinnar.” Ţann 26. júní s.l. birtist í Morgunblađinu grein eftir Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráđherra sem hún nefndi „Hlutverk og ábyrgđ háskóla“. Ţar leggur hún til ađ háskólar beini sjónum sínum í auknum mćli ađ samfélagslegu hlutverki sínu, frekar en ađ einblína á ađ efla gćđi kennslu og rannsókna.

Viđ erum ósammála ráđherra um ţetta. Ađ andvaraleysi og skortur á samrćđu háskólafólks viđ samfélagiđ hafi átt veigamikinn ţátt í hruninu er ađ okkar mati heldur ekki rétt ályktun. Miklu nćr vćri ađ spyrja hvort háskólasamfélagiđ hafi ekki veriđ of veikt til ađ bregđast viđ umhverfinu. Geta háskóla til ađ sinna samfélagslegu hlutverki sínu er í beinu sambandi viđ rannsóknavirkni ţeirra. Ţađ er lítiđ mark takandi á háskóla sem ekki tekur rannsóknahlutverk sitt alvarlega. Slíkur háskóli getur ekki haft ţau áhrif á samfélag sitt sem allar ţjóđir leitast eftir: hlutlausa, faglega umfjöllun, rannsóknatengda nýsköpun og almenna eflingu ţekkingar. Allir geta veriđ sammála um ţađ ađ sú ţekking sem verđur til í háskólum ţarf ađ nýtast eins og kostur er viđ ađ bćta samfélagiđ. En ţađ er ekki og á ekki ađ vera á ábyrgđ háskólanna einna ađ ţađ gerist. Vísindamenn eru ekki ráđnir til háskóla til ađ frćđa almenning eđa ţjóna samfélaginu á annan hátt en ađ sinna sínu grunnhlutverki, ţ.e. mennta háskólanema og stunda vísindi. Ţeir eru ţó ávallt reiđubúnir til ađ upplýsa og frćđa ţegar eftir ţví er leitađ eins og sjá má daglega í fjölmiđlum landsins. Ađ leggja aukna áherslu á önnur hlutverk háskólamanna ţegar ljóst er ađ rannsóknarinnviđir eru veikir og litlu fjármagni er veitt til kennslu mun ađ öllu óbreyttu rýra starf háskóla.

 

Nú eiga Íslendingar sjö háskólastofnanir. Engin ţeirra kemst á blađ yfir fimm hundruđ fremstu háskólastofnanir heims, hvađ ţá hćrra. Fjöldi háskóla á Norđurlöndunum eru á lista yfir bestu menntastofnanir heims og ţví ekkert sem útilokar ađ Ísland nái árangri hvađ ţetta varđar. Til ađ svo megi verđa ţarf ađ efla háskólana, einkum hvađ rannsóknir og gćđamat varđar. Ţetta kallar á endurskipulagningu og uppstokkun.

 

Birtist í Fréttablađinu haustiđ 2010.

Sett inn fyrir hönd höfunda.


Kerfi sem ýtir undir framleiđslu en ekki fagmennsku

Eiríkur Bergmann leggur mikilvćg lóđ á skálar umrćđu um háskólamenntun í landinu í Fréttablađi dagsins (21 október 2009). Grein hans inniheldur gullkorn og högl.

En jafnvel ţótt slíku sé haldiđ fram í hátíđarrćđum hygg ég ađ flestir sem hafa starfađ viđ háskólakennslu á Íslandi lengur en áratug viti mćtavel ađ námskröfur hafa stöđugt minnkađ eftir ţví sem kló samkeppninnar hefur gripiđ ţéttar.

Ţetta á jafnt viđ í öllum skólunum, ríkisskólum sem öđrum, enda tilkomiđ af kerfislćgri skekkju og varđ međal annars til međ ţví reikningslíkani sem skiptir opinberu fé á milli háskóla landsins.

Kerfiđ bókstaflega hvetur skólana til ađ kenna í risastórum hópum og fjöldaframleiđa prófskírteini burt séđ frá gćđum menntunarinnar.

Ég kenndi verklega tíma í liffrćđinni milli 1994 og 1998, og kom síđan aftur til starfa áriđ 2007 eftir nám erlendis. Mér fannst námiđ vera frekar áţekkt ađ upplagi, en samt fékk ég ađ kynnast betur hliđ kennara og stjórnenda, sem ţurfa ađ reka sínar faglegu einingar í kerfi ţví sem Eiríkur rćđir. Fyrir bókhald háskólaeininga er höfuđáherslan á fjölda nemenda, sem ljúka prófi, ekki endilega gćđi kennslunar.

Kennararnir eru vitanlega međvitađir um ţetta, og streitast viđ skipulags breytingum og niđurskurđi á verklegri kennslu og fleiru í ţeim dúr. 

Grein Eiríks er vitanlega hluti af ţeim slag sem nú stendur yfir milli núverandi Háskóla á Ísland. Viđ höfum áđur séđ barátturćđur Svövu Grönfeld og Kristínar Ingólfsdóttur.

Veruleikinn sem blasir viđ er ađ viđ ţurfum ađ spara og ţađ er best ef viđ komum okkur saman um hvernig ţađ verđur gert, frekar en ađ stjórnsýslan taki einhverjar fáránlegar ákvarđanir!

Ég sting upp á ţví ađ stjórnsýsla Háskólanna verđi einfölduđ, bođleiđir, bókhald og utanumhald einfaldađ. Ţađ sparar pening, og gefur starfsfólki meiri tíma til rannsókna og kennslu. 


Hvatningarverđlaun Vísinda- og tćkniráđs

I just stumbled upon this story about hvatningarverđlaun Vísinda- og tćkniráđs (science and technology council - hereafter VT council).  I'll make clear right away that my point is not to suggest Armann doesn't deserve the award - I'm in no position to make such a judgement as VT appears to be equally secretive about who is nominated as Rannis is about its applicant.  However, it does strike me as somewhat problematic that the Armann's sister is the Minister of Education - who has a seat on the VT (and also nominates one of its members).  Of course, the award winner is selected by a selection committee composed of former winners of the award so the story isn't that juicy.  However, I would think this would put the selection committee in a somewhat awkward position.  And I doubt this was a unique situation - the smallness of Iceland, as well as the research community, pretty much makes (potential) conflicts of interest unavoidable, which in turn enhances the importance of patronage that has long plagued Icelandic politics and society.  So, in a sense, I'm sorry to single out this case because I have no reason to believe that the decision was any more or less biased than in any other case (VT council or Rannis).  The problem is that I just don't have that much faith in the other cases either - I think there is a fundamental problem with respect to the transparency of the decision making process when it comes to funding (and awards) in research.  It is far from being the only thing wrong with government policy with respect to research and academics but it is one that could be fixed rather easily.
mbl.is Ármann Jakobsson hlýtur hvatningarverđlaun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Forystuleysiđ í háskóla- og vísindamálum

Eftirfarandi grein má finna á http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/netgrein.html?art_id=83681.  Stytt útgáfa af henni birtist í pappírsútgáfu Mbl ţann 18. júlí.

 
Einar Steingrímsson: Forystuleysiđ í háskóla- og vísindamálum

Til stendur ađ endurskipuleggja allt háskóla- og vísindastarf á Íslandi.  Verđi ţađ gert á metnađarfullan og skynsamlegan hátt mćtti bćta ţetta starf stórkostlega, ţótt ekki komi í upphafi til meira fé en nú er í kerfinu.  Vissulega hafa á síđustu árum komiđ fram efnilegir vaxtarsprotar í háskólastarfi hér.  Ţví miđur er ekki hćgt ađ segja ađ háskóla- og vísindastjórnunarkerfiđ í landinu hafi markvisst hlúđ ađ slíkum sprotum, né heldur markvisst byggt upp öflugar rannsóknir yfirleitt. Ţvert á móti hefur kerfiđ einkennst af skilningsleysi á uppbyggingu góđs vísindastarfs.  Sama gildir um forystu Háskóla Íslands og Háskólans í Rekjavík, sem hafa ekki unniđ í samrćmi viđ yfirlýsta stefnu skóla sinna um ađ koma ţeim í fremstu röđ á alţjóđavettvangi.

Ein helsta spurningin sem ţarf ađ svara nú er hvort viđ viljum byggja upp miklu betra rannsóknastarf hér en viđ höfum.  Sé svariđ já ţarf ađ rífa núverandi kerfi fjármögnunar rannsókna upp međ rótum, og koma á fót nýju, ţar sem öllu fé sem ríkiđ veitir í rannsóknir er veitt til rannsókna sem standast alţjóđlegan samanburđ.  Af slíkum rannsóknum er ţegar töluvert hér á landi en ţćr búa viđ kröpp kjör og eru lagđar ađ jöfnu viđ rannsóknavinnu sem ekki stenst neinar kröfur. 

Hér verđa ađeins nefnd fá af mörgum dćmum sem lýsandi eru fyrir getuleysi núverandi stofnana á ţessu sviđi, getuleysi sem gerir ţađ vonlítiđ ađ forysta ţeirra geti veriđ í fararbroddi fyrir eflingu háskóla- og vísindastarfs í landinu.  Fyrst er rétt ađ benda á athyglisverđa stađreynd: Í ćđstu akademísku forystu Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, sem telur u.ţ.b. 15 sviđs- eđa deildarforseta auk rektora og ađstođarrektora, er ein manneskja međ teljandi reynslu af ţeim alţjóđavettvangi sem báđir skólarnir segjast ćtla ađ komast framarlega á.  Sú manneskja hefur starfađ hér í hálft ár (viđ HÍ). (Hér er undanskilinn konrektor HR, sem ráđinn er tímabundiđ, er lítiđ á landinu, og hefur augljóslega ekki veriđ ráđinn til ađ taka á ţeim djúpstćđu vandamálum sem skólinn á viđ ađ etja.)

Tölfrćđi af ţessu tagi segir ekkert um einstaklingana sem um rćđir, ţví enginn verđur sjálfkrafa góđur forystumađur í háskóla af ţví ađ hafa reynslu úr góđum erlendum háskólum, og ekki er ómögulegt ađ vera góđur leiđtogi ţótt mađur hafi aliđ allan sinn aldur á Íslandi eftir doktorspróf.  Ţegar ţessari tölfrćđi er hins vegar beitt á alla forystu ţeirra íslensku háskóla sem tala um ađ hasla sér völl á alţjóđavettvangi er ljóst ađ hér ríkir mikiđ skilningsleysi á nauđsyn reynslu af ţví starfi sem rćtt er um ađ byggja upp.

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands setti sér fyrir ţrem árum ţađ markmiđ ađ komast í hóp hundrađ bestu háskóla í heimi, mćlt á ţeim kvörđum sem mikil samstađa er um í alţjóđlega vísindasamfélaginu. Skólinn fékk samning viđ Menntamálaráđuneytiđ um ađ framlög til rannsókna hans ykjust jafnt og ţétt svo ađ frá og međ 2011 nćmi aukningin ţrem milljörđum á ári, miđađ viđ 2006.  Ţetta fé hefđi mátt nota til ađ ráđa a.m.k. hundrađ öfluga vísindamenn erlendis frá (íslenska og erlenda), og skapa ţeim ţá ađstöđu sem ţarf til ađ ţeir gćtu blómstrađ.  Ţetta, ađ stórfjölga öflugu vísindafólki viđ skólann, er eina leiđin til ađ ná ţeim markmiđum sem sett voru.  Stađreyndin er hins vegar sú ađ afar lítiđ hefur veriđ ráđiđ af öflugu fólki á ţessu tímabili, og ekki er ađ sjá ađ áćtlanir hafi veriđ gerđar um uppbyggingu af ţessu tagi.  (Aukning rannsóknaframlaganna hefur nú veriđ minnkuđ vegna kreppunnar, en ţađ breytir ekki ţví ađ hvorki voru gerđar metnađarfullar áćtlanir né byrjađ ađ ráđa fólk í stórum stíl á ţeim ţrem árum sem liđu fram ađ hruni.)

 Ţegar HÍ auglýsti eftir sviđsforsetum yfir frćđasviđ sín fimm í fyrra fékk skólinn samtals ađeins 25 umsóknir.  Enginn útlendingur sótti um, ţrátt fyrir yfirlýsingar um ađ ráđnir skyldu öflugir leiđtogar sem leitt gćtu skólann ađ ţví markmiđi ađ komast framarlega á alţjóđavettvangi. Augljóst virđist ađ ekki hafi veriđ auglýst erlendis, hvađ ţá ađ reynt hafi veriđ ađ lađa í ţessi störf fólk međ feril ađ baki sem gćfi til kynna ađ ţađ hefđi burđi til ađ vinna umrćtt verk.

Á síđustu fimm árum eđa svo hefur Tölvunarfrćđiskor HÍ hnignađ gríđarlega á sviđi rannsókna, af ţví ađ hún hefur hrakiđ frá sér tvo, og bćgt frá sér öđrum tveim, af bestu vísindamönnum landsins, sem hafa ađ baki feril sem er margfalt öflugri en samanlagt framlag ţeirra níu fastakennara sem eftir eru í skorinni, mćlt á ţeim kvörđum sem HÍ hefur sett sér.  Á ţetta horfđu núverandi og fyrrverandi rektor HÍ, og viđkomandi deildarforsetar, en ađhöfđust ekki.  Nýlegar auglýsingar um stöđur og sókn í ţćr benda til ađ ekki sé leitađ út fyrir landsteinana til ađ lađa til skólans bestu kennarana og vísindamennina sem völ er á.

Háskólinn í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík hefur ţađ yfirlýsta markmiđ ađ komast í fremstu röđ alţjóđlegra rannsóknaháskóla.  Skólinn hefur vissulega vaxiđ ađ styrk síđustu árin, en engu ađ síđur hefur forysta hans veriđ ófćr um ađ framfylgja ţessari yfirlýstu stefnu.  Af ţeim tugum akademískra starfsmanna sem ráđnir hafa veriđ síđustu tvö árin eru hlutfallslega fáir sem ná ţví máli sem ţarf til ađ byggja skóla af ţví tagi sem um er rćtt, og varla hafa byggst upp nokkrir nýir öflugir rannsóknahópar, en ţeir eru lykilatriđi í slíkri uppbyggingu.  (Rétt er ađ taka fram ađ sá sem ţetta ritar hefur fengiđ tćkifćri og stuđning til ađ byggja upp stóran rannsóknahóp í HR, en ađrir sem ekki síđur hefđi átt ađ styđja til slíks hafa ekki fengiđ nauđsynlegan stuđning.)

HR hefur líka hrakiđ frá sér gott fólk,  t.d. í fjármálaverkfrćđi, ţar sem öflugur erlendur vísindamađur, upphaflega ráđinn til ađ byggja upp rannsóknahóp og meistaranám á sviđinu, var gerđur ađ undirmanni sviđsstjóra sem hafđi ekki lokiđ doktorsprófi, og starfar ekki einu sinni á umrćddu frćđasviđi.  Vegna skilningsleysis yfirmanna skólans sá ţessi erlendi visindamađur sér ekki fćrt ađ sinna ţví hlutverki sem honum hafđi veriđ faliđ og sagđi hann sig ţví frá starfinu.

Síđast en ekki síst hefur forysta HR eytt mestöllum kröftum sínum síđustu tvö árin í hverja hugmyndina á fćtur annarri sem miđađi ađ ţví ađ fegra ímynd skólans, í stađ ţess ađ byggja upp styrk innan hans. Ţar er fyrst ađ nefna umfangsmikinn og óhóflega dýran samning viđ MIT, sem hefđi ţýtt ađ HR hefđi getađ ráđiđ tugum fćrri vísindamenn en ella, en fengiđ í stađinn gestakennara frá MIT og getađ skreytt sig međ ţessu frćga nafni.  Til allrar hamingju var horfiđ frá ţessari fyrirćtlan.  Nćst var, í augljósri andstöđu viđ ráđleggingar alţjóđlegrar ráđgjafanefndar skólans, reynt ađ gera "sjálfbćrni" ađ ađalsmerki skólans, ţótt nánast engar rannsóknir innan skólans falli undir ţetta lođna hugtak, samtímis ţví sem reyndustu akademísku starfsmenn skólans eru algerlega sniđgengnir í uppbyggingarstarfi. Síđasta klisjan var ađ HR yrđi miđstöđ "viđskipta, tćkni og hönnunar". Ţetta voru aldrei meira en innantóm orđ, og byggđist auk ţess á ţeirri hugmynd ađ HR sameinađist Listaháskólanum, sem nokkuđ augljóst var ađ ekki hefđi áhuga á eđa ávinning af slíkri sameiningu.

Vísinda- og tćkniráđ


Eftir fjölmiđlaumrćđuna í síđustu viku er varla ţörf á ađ rćđa algert lánleysi VTR sem forystuafls í íslensku vísindastarfi.  Ráđiđ olli trúnađarbresti í vísindasamfélaginu (og braut líklega bćđi stjórnsýslulög og lög um hlutverk sitt) međ eftirminnilegum hćtti í fyrra ţegar ţađ auglýsti svokallađa "markáćtlun", sem snerist um ímynduđ tćkifćri til rannsókna, ţar sem búiđ var ađ útiloka langflestar greinar sem einhver styrkur er í á Íslandi.  Skipan nýs ráđs fyrir skemmstu olli ţví svo ađ upp úr sauđ međal margra vísindamanna sem eru orđnir langeygđir eftir framförum í stjórn vísindamála.  Í nýja ráđinu er allt of mikiđ af fólki sem hefur litla eđa enga reynslu af árangursríkri uppbyggingu á vísinda-, háskóla- eđa nýsköpunarstarfi, auk fólks sem sat í síđasta ráđi og ber ţví ábyrgđ á hneykslinu í fyrra.

Menntamálaráđuneytiđ

Í Menntamálaráđuneytinu, sem stýrir vćntanlegri endurskipulagningu háskóla- og vísindastarfs í landinu, er enginn starfsmađur međ nokkra teljandi reynslu af háskólastarfi, hvađ ţá af slíku starfi á alţjóđlegum vettvangi.  Ráđherra hefur hins vegar ráđiđ sér ráđgjafa sem virđist fara međ forystu í endurskipulagningarmálunum.  Sá ráđgjafi hefur ekki einu sinni lokiđ doktorsnámi, hvađ ţá ađ hann hafi reynslu af háskólastarfi sem geri honum kleift ađ vera í forystu í svo veigamiklu máli.  Viđhorfiđ sem hér býr ađ baki er litlu skárra en hjá bankastrákunum fyrir fáum árum, sem ţóttust geta byggt upp framúrskarandi bankastarf á alţjóđlegum vettvangi, ţótt ţeir hefđu enga reynslu af slíku starfi.  Ţetta er reyndar útbreitt  viđhorf á Íslandi, ekki síst í stjórnsýslunni, sem mćtti kalla fúskspillingu, ţví ţađ gengur út á ađ ekki ţurfi reynslu eđa skilning á málum til ađ geta stýrt ţeim; hćgt sé ađ setja hvađa nýgrćđing sem er í hvađa starf sem er.

Í byrjun júlí átti undirritađur fund međ umrćddum ráđgjafa og benti á ađ engin reynsla vćri til stađar í ráđuneytinu í ţessum málaflokki. Ţví var til svarađ ađ ráđuneytiđ hefđi á sínum snćrum slíkt fólk, og voru í ţví sambandi nefndir tveir menn, sem annar er fyrrverandi og hinn núverandi háttsettur stjórnandi í Háskóla Íslands.  Einnig var sagt ađ í júlí myndi mikiđ gerast í ţessum málum innan ráđuneytisins, talađ yrđi viđ rektora HÍ og HR um endurskipulagninguna, og veriđ vćri ađ setja á laggirnar vinnuhóp sem stýra myndi ferlinu.

Augljóslega er yfirvofandi sú hćtta ađ stjórnendur núverandi stofnana semji sín á milli, međ ţegjandi samţykki ráđherra, um hvernig eigi ađ skipa málum. Hćtt er viđ ađ ţađ yrđi gert međ (hugsađa) hagsmuni viđkomandi stofnana og stjórnenda ţeirra ađ leiđarljósi, en ekki byggt á vandlega ígrundađri áćtlun um hvers konar háskólastarf sé farsćlast ađ byggja upp hér á landi, óháđ hagsmunum núverandi stofnana og stjórnenda.

Lokaorđ

Á Íslandi er hćgt ađ byggja upp miklu betra háskólastarf en viđ eigum nú.  Ţađ er ekki auđvelt, en samt afar einfalt.  Til ţess ţarf bara ađ ráđa mikiđ af öflugu vísindafólki, og búa ţví umhverfi sem ţađ ţrífst í.  Međ ţví ađ nota ţađ fé sem nú er eyrnamerkt í rannsóknir (ţ.á.m. 40% af launum allra akademískra starfsmanna ríkisháskólanna) vćri hćgđarleikur ađ stórfjölga góđu vísindafólki í landinu á nokkrum árum, en ţađ er eina raunhćfa leiđin til ađ efla vísindastarfiđ. Núverandi forysta háskóla- og vísindamála hefur sýnt ađ hún getur ekki byggt upp slíkt starf á skilvirkan hátt.  Eina leiđin út úr ţessum ógöngum er ađ ráđherra setji yfir endurskipulagningu háskóla- og vísindastarfsins verkefnisstjórn fólks sem hefur reynslu af slíku starfi (ţ.á.m. af alţjóđavettvangi), og feril sem sýnir ađ ţađ geti byggt upp öflugt starf, á alţjóđlega mćlikvarđa, bćđi í kennslu og rannsóknum.  Ţetta fólk verđur ađ standa utan stjórnendahóps núverandi háskóla og stofnana og nauđsynlegt er ađ sćkja a.m.k. hluta ţess til útlanda.

Vilji ráđherra hins vegar ekki ađ lagt verđi kapp á ađ byggja upp slíkt háskólastarf hér, ţar sem rannsóknir verđa stórefldar, á hún ađ segja frá ţví međ ótvírćđum hćtti, en ekki láta ţá niđurstöđu verđa afleiđingu af baktjaldamakki fólks sem hefur sýnt ađ ţađ er ófćrt um ađ marka skýra stefnu og fylgja henni.

Hver svo sem niđurstađan verđur er tími til kominn ađ hćtta ţeim blekkingaleik sem einkennt hefur umrćđuna um háskóla- og vísindastarf á Íslandi.  Viđ erum veikburđa, viđ höfum ekki veriđ ađ vanda okkur, og viđ ţurfum ađ taka okkur tak ef viđ ćtlum okkur eitthvađ á alţjóđavettvangi, fremur en ađ verđa ađ athlćgi fyrir innantómt skrum.

Höfundur er prófessor í stćrđfrćđi viđ Háskólann í Reykjavík

 

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband