aftur um fjármögnun vísinda

Í fćrslu sinni 22. febrúar sagđi Arnar Pálsson ađ ţađ vćri mikilvćgt ađ auka fjárframlög til stofnana og háskóla til ađ efla vísindastarfsemi ţeirra og telur ađ erlendis sé sú ađferđ helst notuđ.  Í Bandaríkjunum er ţađ reyndar ţannig ađ vísindastarfsemi háskóla er ađ mestu fjármögnuđ af styrkjum en međ hverjum styrk kemur viđbótarframlag sem stofnunin getur notađ til sinnar eigin starfsemi.  Háskólarnir gera samninga viđ styrktarađila, t.d. National Institutes of Health, ţar sem ţćr réttlćta viđbótarframlagiđ.  Ţetta geta veriđ háar fjárhćđir, allt ađ 80% viđbót viđ upphćđ styrksins.  Ţannig ađ ţađ borgar sig fyrir háskólana ađ vera međ starfsmenn innanborđs sem geta aflađ styrkja.  Viđbótarframlagiđ er notađ til ađ standa undir ýmissi innri starfsemi, ráđa nýtt starfsfólk og fjármagna tćkjakaup ţeirra osfrv.  Ţannig standa styrkirnir undir starfseminni og til verđur samkeppni um besta starfsfólkiđ sem aflađ getur styrkja.  Háskólar í Bandaríkjunum fá ýmis önnur framlög en ţađ er athyglisvert ađ langstćrstur hluti ţess sem ţeir nota til vísindastarfsemi kemur úr samkeppnissjóđum.  Ţetta má sjá í töflunum frá NSF sem ég vísađi til áđur (sjá hér ađ neđan).

Á Íslandi er stađan ţannig ađ samkeppnissjóđir fjármagna innan viđ 10% af vísindastarfsemi hins opinbera.  Ţetta ţýđir ađ 90% fjármagnsins kemur beint af fjárlögum.  Ađ mínu mati er ekkert sérstaklega mikilvćgt ađ auka frekar ţessi beinu framlög en mun vćnlegra ađ efla samkeppnissjóđina OG láta viđbótarframlag til stofnunar fylgja hverjum styrk.  Ţetta er sá hvati sem ţarf ađ efla vísindastarfsemina og skapa dýnamik í kerfinu.

Eiríkur Steingrímsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband