Fćrsluflokkur: Bloggar

Bćtist í hópinn

Ég sendi póst um víđann völl til ađ sjá hvort ađ fleirri hefđu áhuga á ađ taka ţátt í ţessari bloggsíđu. Viđ ţađ bćttust í hópinn tveir, Indriđi Indriđason og Arnar Pálsson. Komi ţeir fagnandi. 

Pétur Henry Petersen 


Samnorrćn Samvinna - möguleikar og tćkifćri

NordForsk – Styrkir til norrćns vísindasamstarfs
Opinn hádegisfundur í Háskóla Íslands

RANNÍS og Háskóli Íslands bođa til hádegisfundar í dag, ţriđjudaginn 20.
febrúar kl. 12:15 í Hátíđasal Háskólans í Ađalbyggingu. Liisa
Hakamies-Blomqvist, forstöđumađur NordForsk kynnir starfsemi
stofnunarinnar og ţau margvíslegu tćkifćri til rannsóknastyrkja sem
bjóđast í norrćnu vísindasamstarfi. Hún og ţrír ráđgjafar frá NordForsk,
Susanna Sepponen, Kristin Oxley og Maria Nilsson, munu svara fyrirspurnum
og tćkifćri gefst til ađ hitta ţćr ađ loknum fundi til frekara skrafs.

Eftir erindiđ verđur bođiđ upp á hádegishressingu.

NordForsk er sjálfstćđ norrćn stofnun sem styrkir rannsóknastarf og
vísindamenntun á Norđurlöndum og heyrir undir Norrćnu ráđherranefndina.

NordForsk styrkir međal annars netsamstarf, námskeiđahald, starfsmanna-
og nemendaskipti og veitir undirbúningsstyrki. NordForsk rekur einnig
norrćnar áćtlanir um öndvegissetur og rannsóknaskóla á ýmsum sviđum.

Nánari upplýsingar um NordForsk má finna á www.nordforsk.org.

Fjármögnun vísinda

Athyglisverđar upplýsingar um fjármögnun á rannsóknastarfsemi háskóla í Bandaríkjunum er ađ finna á vefsíđunni http://www.nsf.gov/statistics/nsf06323/tables.htm.  Ţarna kemur m.a. í ljós ađ af ţeim 43 milljörđum dollara sem háskólar ţar í landi verja til rannsóknastarfsemi koma rúmlega 30 milljarđar frá ríkinu og frá fylkjunum.  Nánar tiltekiđ 27,4 milljarđar frá ríki og um 3 milljarđar frá fylkjunum.  Ađeins 2 milljarđar koma frá fyrirtćkjum en afgangurinn reynist koma frá minni styrktarsjóđum og skólunum sjálfum (institutional funds).  Í Bandaríkjunum eru ţví samkeppnissjóđir ríkisins (NIH, NSF og fleiri slíkir sjóđir) megin-drifkraftur vísindastarfsemi háskólanna. 

Anna Ingólfsdóttir fjallar um samning menntamálaráđuneytisins viđ Háskóla Íslands: Er ţetta leiđin sem viđ viljum fara?

Anna Ingólfsdóttir fjallar um samning menntamálaráđuneytisins viđ Háskóla Íslands: "Ég held ađ allir sem á einhvern hátt hafa kynnst rannsóknavinnu séu sammála um ađ rannsóknir ţrífist á samkeppni og ađ án hennar sé ekki mikils árangurs ađ vćnta."
 
FIMMTUDAGINN 11. janúar var undirritađur tímamótasamningur menntamálaráđuneytisins viđ Háskóla Íslands um fjárveitingar fram til ársins 2011. Ţessi samningur felur í sér stóraukin framlög til Háskóla Íslands, bćđi til kennslu og rannsókna. Ég held ađ allir geti veriđ sammála um ađ ţessi samningur brjóti blađ í sögu menntunar og vísinda í landinu og ađ ţetta sé velkomin viđurkenning stjórnvalda á ţörfinni fyrir auknar fjárveitingar til ţessara málaflokka. Flestir eru líka sammála um nauđsyn aukins framlags til kennslu viđ Háskóla Íslands til ađ hćgt sé ađ bjóđa upp á ókeypis gćđamenntun fyrir alla. Öđru máli gegnir hins vegar um rannsóknaţátt stofnunarinnar. Ég held ađ allir sem á einhvern hátt hafa kynnst rannsóknavinnu séu sammála um ađ rannsóknir ţrífist á samkeppni og ađ án hennar sé ekki mikils árangurs ađ vćnta. Ţađ er ađ sjálfsögđu rétt sem ýmsir halda fram ađ viđ séum of fá til ađ dreifa kröftum okkar allt of mikiđ. Ég tel ţó ađ enginn vafi geti leikiđ á ţví ađ sú samkeppni, sem ađrir háskólar í landinu óneitanlega hafa veitt Háskóla Íslands á einstaka sviđum, hafi orđiđ honum til góđs, hafi leitt til aukinnar sjálfsgagnrýni og bćttrar frammistöđu. Ţađ verđur líka ađ teljast nokkuđ augljóst ađ viđ erum allt of fá til ađ sjá ekki öllum, sem sýna góđan árangur í rannsóknum, fyrir eins góđum ađbúnađi og kostur er á, óháđ ţví hvort ţeir sitja innan veggja HÍ, HR, HA eđa annars stađar í ţjóđfélaginu. Ţađ hlýtur ţví ađ vera ljóst ađ fjárveitingar til rannsókna gegnum samkeppnissjóđi, sem byggjast á jafningjamati, eru miklu líklegri til ađ tryggja ađ kraftar sem flestra nýtist sem best á ţessum vettvangi en beinar fjárveitingar til Háskóla Íslands. Jafningjamatiđ hefur auđvitađ sína galla eins og öll matskerfi. Ţetta er samt ţađ kerfi sem hinn alţjóđlegi vísindaheimur hefur orđiđ sammála um ađ nota og er ţađ langbesta sem völ er á. Fjárveitingar í gegnum samkeppnissjóđi stuđla einnig ađ ţví ađ viđhalda eđlilegri samkeppni eftir ţví sem hćgt er í okkar fámenna landi.

Í grein, sem birtist í Morgunblađinu ţriđjudaginn 16. janúar síđastliđinn segir Einar Stefánsson, prófessor viđ Háskóla Íslands og yfirlćknir viđ Landspítala – háskólasjúkrahús, um áđur nefndan samning: ,,Ţví fer fjarri ađ útkoman sé örugg. Háskóli Íslands er lítill háskóli og miklu minni en ţeir skólar, sem eru á lista 100 bestu háskóla í heimi. Flestir ţeirra búa ađ langri hefđ, miklum metnađi og góđri ađstöđu. Viđ erum ađ keppa viđ stóru strákana og ţar dugar engin ,,elsku mamma"." Ţetta er reyndar ekki alveg rétt hjá Einari ef litiđ er til fjölda stúdenta. Hins vegar er ţađ ljóst ađ afburđavísindamenn viđ ţessar stofnanir eru miklu fleiri en viđ HÍ og ţví samkeppnin hörđ. Samkvćmt ţessu ţurfum viđ ţví öđru fremur ađ lađa til okkar afburđavísindamenn erlendis frá en jafnframt ađ sjá til ţess ađ allir bestu vísindamenn landsins fái sem best tćkifćri til ađ njóta sín. Ég skora ţví á stjórnvöld ađ sjá til ţess ađ stórefla samkeppnissjóđina og jafnvel hugleiđa ađ veita, ţó ekki sé nema hluta af ţví fé, sem nú er eyrnamerkt Háskóla Íslands, í ţessa sjóđi og stuđla ţannig ađ sem bestri nýtingu ţess bćđi innan Háskóla Íslands og utan.

Hafliđi P. Gíslason, prófessor viđ Háskóla Íslands, skrifar í Morgunblađiđ fimmtudaginn 18. janúar: ,,Í ályktunum vísinda- og tćkniráđs er ávallt fjallađ um hin ýmsu málefni háskólastigsins í samhengi viđ annađ rannsóknastarf í landinu. Í desember 2005 fagnađi ráđiđ sterkri stöđu Háskóla Íslands ţar sem ţungamiđja háskólarannsókna í landinu vćri samkvćmt öllum tiltćkum úttektum. Ráđiđ styđur ţá sýn forsvarsmanna skólans ađ međ öflugri rannsóknastarfsemi skipi hann sér í hóp međ bestu erlendu háskólum og efli jafnframt tengsl sín viđ íslenskt atvinnulíf og ţjóđfélag." Einhverra hluta vegna hefur Hafliđi valiđ ađ vitna í ályktun ráđsins frá 2005 en forđast ađ nefna nýjustu stefnu vísinda- og tćkniráđs Íslands. Ţar er hvergi minnst á ađ styrkja HÍ sérstaklega en alltaf talađ um ađ styrkja háskólastigiđ og vísindin í landinu í heild sinni međ sérstakri áherslu á styrkingu samkeppnissjóđanna. Í stefnu ráđsins fyrir tímabiliđ 2006 til 2009 segir međal annars: ,,Vísinda- og tćkniráđ leggur höfuđáherslu á ađ:...efla opinbera samkeppnissjóđi og sameina ţá innan skyldra sviđa."

Ţađ verđur auđvitađ ađ teljast eđlilegt ađ Háskóli Íslands reyni ađ skipa sér í flokk bestu háskóla í heimi í sínum sterkustu greinum. Hins vegar eru til mikilvćg rannsóknasviđ ţar sem rannsóknahópar utan Háskóla Íslands hafa sýnt áberandi betri árangur en viđkomandi deild eđa sviđ innan HÍ. Má ţar t.d. nefna fög eins og tölvunarfrćđi og stćrđfrćđi. Hvernig á ađ hlúa sem best ađ ţessari starfsemi? Ein leiđ vćri ađ Háskóli Íslands hreinlega keypti alla virka vísindamenn landsins og ryddi ţannig allri samkeppni úr vegi. Rausnarlegar fjárveitingar ríkisins til HÍ gera ţetta ađ raunhćfum möguleika. Ég spyr ţví: "Er ţetta leiđin sem viđ viljum fara til ađ efla vísindin í landinu?"

Höfundur er prófessor í tölvunarfrćđi viđ Háskólann í Reykjavík.

 


New Head of the Computer, Information Science & Engineering Directorate at NSF

A quote from http://nsf.gov/news/news_summ.jsp?cntn_id=108322

"The National Science Foundation (NSF) has chosen Jeannette Wing, president's professor and head of the Computer Science Department in Carnegie Mellon University's School of Computer Science (SCS), as assistant director for Computer & Information Science and Engineering (CISE) at NSF. She will begin her new position on July 1, 2007.

In the post, Wing will guide and manage funding for the federal agency that supports research in computer and information science and engineering. With a budget of over $527 million, CISE provides 86 percent of all federally funded research in computer science. In addition to research support, the CISE directorate contributes to the education and training of future generations of computer scientists and engineers."

The emphasis is mine. I let you draw your own conclusions.

Thanks to Björn ţór Jónsson for the pointer. 


Sigrún Ađalbjarnardóttir: Stórhugur - framfarasókn Háskóla Íslands í ţágu ţjóđar



Sigrún Ađalbjarnardóttir prófessor í uppeldis- og menntunarfrćđi viđ félagsvísindadeild Háskóla Íslands skrifar í Morgunblađiđ fimmtudaginn 8. febrúar 2007 um nýgerđan samning milli menntamálaráđuneytis og Háskóla Íslands um kennslu og rannsóknir.

Stórhugur í menntamálum kemur fram í tímamótasamningi ríkisvaldsins og Háskóla Íslands um kennslu og rannsóknir. Međ undirritun samningsins nýveriđ birtist sameiginleg sýn stjórnvalda og Háskóla Íslands á mikilvćgi metnađarfullrar háskólamenntunar fyrir lýđ og land. Stađfestingin er áríđandi fyrir ţessa málsađila og um leiđ ţjóđina alla. Háskóli Íslands er ţjóđskóli sem býđur fram fjölbreytt nám og er opinn öllum sem náđ hafa tilteknum lágmarksskilyrđum um inngöngu. Hann er leiđandi afl framfara til sjávar og sveita í samtíđ og framtíđ.

Ljóst ţykir ađ 21. öldin verđur öld ţekkingar- og ţjónustusamfélagsins. Viđ verđum sem ţjóđ ađ búa okkur undir slíkt samfélag og vera virk í mótun ţess. Viđ verđum á tímum hnattvćđingar ţar sem heimurinn skreppur ć meir saman ađ standa okkur í aukinni samkeppni milli ţjóđa á sviđi menntunar, rannsókna og nýsköpunar til ađ skapa hér gott atvinnu- og menningarlíf. Viđ verđum ađ stuđla ađ framúrskarandi uppeldi og menntun ćskunnar í foreldrahúsum og á hverju skólastigi til ađ styrkja einstaklinginn og samfélagiđ. Viđ verđum ađ hlúa ađ ţeim krafti og möguleikum sem býr í hverjum og einum og um leiđ ţjóđinni allri og skapa ţessum krafti farveg. Viđ verđum ađ varđveita menningararfinn og lýđrćđishefđina. Og viđ verđum ađ skapa réttlátara samfélag heima og heiman á innlendum jafnt sem erlendum vettvangi. Leiđtogahlutverk smáţjóđa međ hátt menntunarstig verđur ć ljósara og brýnna í ţví efni.

Ótvírćđur stuđningur ríkisvaldsins viđ ţađ starf sem fram fer viđ Háskóla Íslands og sókn hans fram í kennslu, rannsóknum og nýsköpun gefur byr í seglin. Áhersla er međal annars lögđ á öflugar rannsóknir og rannsóknatengt framhaldsnám.

Eins og ýmsir hafa haft á orđi í rćđu og riti var stundin í hátíđarsal Háskóla Íslands tilfinningaţrungin ţann 11. janúar sl. ţegar ţćr Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráđherra og Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands undirrituđu samninginn. Vafalaust kom margt til og má ţar nefna:

Međ undirritun samningsins kemur fram opinber viđurkenning á mikilvćgi starfsemi Háskóla Íslands fyrir ţjóđina. Ţar kemur fram traust og virđing fyrir starfi skólans og möguleikum hans til ađ ná háleitum markmiđum um ađ vera í framvarđasveit háskóla á alţjóđavettvangi.

Ađ frumkvćđi rektors síđastliđiđ ár tóku kennarar og annađ starfsfólk skólans ásamt mörgum stúdentum virkan ţátt í ađ móta stefnu hans í kennslu, rannsóknum og stjórnun til nćstu fimm ára eđa fram ađ aldarafmćli skólans áriđ 2011. Samfélag skólans upplifir sig ţví sem gerendur í ţessu stefnumótunar- og samningsferli; ţađ á hér sinn hlut. Leiđarspurningin var hvernig Háskólinn gćti sem best ţjónađ íslensku samfélagi í framtíđinni. Óhćtt er ađ fullyrđa ađ einstaklega vel tókst til. Rektor á lof skiliđ fyrir ţetta frumkvćđi og sömuleiđis ţeir sem stýrđu starfinu á markvissan hátt. Stefna skólans var grundvöllur samningsins ásamt stefnu stjórnvalda í vísinda- og tćknimálum. Ströng skilyrđi eru sett í samningum um árangur, en međ ţví ađ virkja fólk skólans í stefnumörkuninni er líklegra ađ takist ađ framfylgja henni.

Kennarar skólans, sem hafa lagt metnađ sinn og alúđ viđ ađ láta slćma fjárhagsstöđu og ţröngan kost árum saman koma sem minnst niđur á gćđum kennslu og rannsókna, fengu stađfestingu á ađ til mikils var unniđ. Í rćđu sinni gerđi menntamálaráđherra ađ sérstöku umtalsefni niđurstöđur úttekta (Ríkisendurskođunar og OECD) á eftirtektarverđum árangri skólans sem háskólastofnunar og ţá ekki síst í ljósi ţess takmarkađa fjármagns sem veitt hefur veriđ til starfseminnar. Mikilvćgt var ađ fá fram skilning yfirmanns menntamála landsins á ţessari stöđu. Kennarar, stúdentar og annađ starfsfólk skólans fylltist von.

Áhrifaríkt var og skemmtilegt ađ hlýđa á stórhuga forystukonur – menntamálaráđherra og rektor – samhuga í framtíđarsýn sinni á hlutverk Háskóla Íslands í íslensku samfélagi sem og á alţjóđavettvangi.

Íslendingar hafa löngum gert sér grein fyrir mikilvćgi menntunar í sókn til framfara á sviđi vísinda og menningar- og atvinnulífs. Ekki er annađ ađ sjá en ađ fólkiđ í landinu sé sammála um hve mikilvćgt er ađ eiga háskóla eins og Háskóla Íslands; alhliđa háskóla í ţeim skilningi ađ ţar veitist fólki tćkifćri til mennta á ýmsum sviđum félagsvísinda, hugvísinda, raunvísinda og heilbrigđisvísinda. Einnig virđist ţverpólitísk sátt um leiđandi hlutverk hans og ađ stefna beri hátt. Um leiđ er dýrmćtt og brýnt ađ skólinn haldi áfram ađ vera ţjóđskóli, skóli sem fólk getur sótt án tillits til ţess hver félags- og efnahagsleg stađa ţess er.

Leiđarljósiđ er ávallt ađ efla farsćld og velsćld einstaklingins, samfélagsins og samfélag ţjóđanna. Tćkiđ til ţess er góđ menntun. Međ orđum Nelson Mandela: "Menntun er mikilvćgasta verkfćriđ sem viđ getum notađ til ađ breyta heiminum".

Fjölmiđlar og háskólar

Ég hefi tekiđ eftir ţví, og er ađ velta fyrir ţví fyrir mér hvort ađ sé rétt, ađ Mbl er međ miklu minna af fréttum er tengjast háskólum. Fréttablađiđ stendur sig miklu betur t.d. eru ţar fréttir í dag um hćkkun á skólagjöldum hjá HR og ađ fólki hafi veriđ vísađ frá skólunum. Er ţetta vegna ţess forna hlutverks Mbl ađ verja kerfiđ eins og ţađ er ;) eđa vegna ţess ađ fréttir úr blađinu um ţessi mál ná ekki inn á vefmiđilinn?

Til Hamingju!

Viđ hćfi ađ óska Hólaskóla sem nú hetir ţví örlítiđ óţjála nafni Hólaskóli-Háskólinn á Hólum (HHH?) til hamingju međ ţennan merka áfanga!
mbl.is Háskólaráđ og rektor skipađ ađ Hólum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

NSF Budget for 2008

The Computing Research Association blog has a post on the National Science Foundation's slice from the 2008 financial year budget (FY08). This should be of interest to readers of this blog. 

The short story is as follows.

  • The NSF received a 6.8% increase over the FY07 request.
  • Research and Related Activities: 7.7%.
  • Computer and Information Science and Engineering (CISE): 9.0%.
  • Computing and Communication Foundation (CCF): 21.4%.

The budget has to be approved by the congress. 

 

 


On Ranking Improvement, Redux: Putting Things Into Perspective

 

Vladimiro Sassone, a friend of Anna Ingólfsdóttir's and mine, is the director of the PhD school at the University of Southampton (UK), which is a top school in, amongst others, science and engineering. That university has 317 PhD students, which is substantially more than the full time members of staff at Reykjavík University.  That university achieved outstanding recognition in the 2001 Research Assessment Exercise (RAE), where 24 out of 34 subject areas were awarded 5 and 5* ratings – the highest awards possible. Southampton is one of the top 10 UK research universities, and is ranked 141 in the world in the World University rankings published in the Times Higher Education Supplement in October 2006. This puts the aim of any Icelandic university to be a university in the top 100 into perspective, and further highlights the futility of ranking improvement as an aim. 

 An interesting piece of information. Britain has more new entrants than any other country, with 29 universities in the top 200, up from 23 last year.  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband