Anna Ingólfsdóttir fjallar um samning menntamálaráđuneytisins viđ Háskóla Íslands: Er ţetta leiđin sem viđ viljum fara?

Anna Ingólfsdóttir fjallar um samning menntamálaráđuneytisins viđ Háskóla Íslands: "Ég held ađ allir sem á einhvern hátt hafa kynnst rannsóknavinnu séu sammála um ađ rannsóknir ţrífist á samkeppni og ađ án hennar sé ekki mikils árangurs ađ vćnta."
 
FIMMTUDAGINN 11. janúar var undirritađur tímamótasamningur menntamálaráđuneytisins viđ Háskóla Íslands um fjárveitingar fram til ársins 2011. Ţessi samningur felur í sér stóraukin framlög til Háskóla Íslands, bćđi til kennslu og rannsókna. Ég held ađ allir geti veriđ sammála um ađ ţessi samningur brjóti blađ í sögu menntunar og vísinda í landinu og ađ ţetta sé velkomin viđurkenning stjórnvalda á ţörfinni fyrir auknar fjárveitingar til ţessara málaflokka. Flestir eru líka sammála um nauđsyn aukins framlags til kennslu viđ Háskóla Íslands til ađ hćgt sé ađ bjóđa upp á ókeypis gćđamenntun fyrir alla. Öđru máli gegnir hins vegar um rannsóknaţátt stofnunarinnar. Ég held ađ allir sem á einhvern hátt hafa kynnst rannsóknavinnu séu sammála um ađ rannsóknir ţrífist á samkeppni og ađ án hennar sé ekki mikils árangurs ađ vćnta. Ţađ er ađ sjálfsögđu rétt sem ýmsir halda fram ađ viđ séum of fá til ađ dreifa kröftum okkar allt of mikiđ. Ég tel ţó ađ enginn vafi geti leikiđ á ţví ađ sú samkeppni, sem ađrir háskólar í landinu óneitanlega hafa veitt Háskóla Íslands á einstaka sviđum, hafi orđiđ honum til góđs, hafi leitt til aukinnar sjálfsgagnrýni og bćttrar frammistöđu. Ţađ verđur líka ađ teljast nokkuđ augljóst ađ viđ erum allt of fá til ađ sjá ekki öllum, sem sýna góđan árangur í rannsóknum, fyrir eins góđum ađbúnađi og kostur er á, óháđ ţví hvort ţeir sitja innan veggja HÍ, HR, HA eđa annars stađar í ţjóđfélaginu. Ţađ hlýtur ţví ađ vera ljóst ađ fjárveitingar til rannsókna gegnum samkeppnissjóđi, sem byggjast á jafningjamati, eru miklu líklegri til ađ tryggja ađ kraftar sem flestra nýtist sem best á ţessum vettvangi en beinar fjárveitingar til Háskóla Íslands. Jafningjamatiđ hefur auđvitađ sína galla eins og öll matskerfi. Ţetta er samt ţađ kerfi sem hinn alţjóđlegi vísindaheimur hefur orđiđ sammála um ađ nota og er ţađ langbesta sem völ er á. Fjárveitingar í gegnum samkeppnissjóđi stuđla einnig ađ ţví ađ viđhalda eđlilegri samkeppni eftir ţví sem hćgt er í okkar fámenna landi.

Í grein, sem birtist í Morgunblađinu ţriđjudaginn 16. janúar síđastliđinn segir Einar Stefánsson, prófessor viđ Háskóla Íslands og yfirlćknir viđ Landspítala – háskólasjúkrahús, um áđur nefndan samning: ,,Ţví fer fjarri ađ útkoman sé örugg. Háskóli Íslands er lítill háskóli og miklu minni en ţeir skólar, sem eru á lista 100 bestu háskóla í heimi. Flestir ţeirra búa ađ langri hefđ, miklum metnađi og góđri ađstöđu. Viđ erum ađ keppa viđ stóru strákana og ţar dugar engin ,,elsku mamma"." Ţetta er reyndar ekki alveg rétt hjá Einari ef litiđ er til fjölda stúdenta. Hins vegar er ţađ ljóst ađ afburđavísindamenn viđ ţessar stofnanir eru miklu fleiri en viđ HÍ og ţví samkeppnin hörđ. Samkvćmt ţessu ţurfum viđ ţví öđru fremur ađ lađa til okkar afburđavísindamenn erlendis frá en jafnframt ađ sjá til ţess ađ allir bestu vísindamenn landsins fái sem best tćkifćri til ađ njóta sín. Ég skora ţví á stjórnvöld ađ sjá til ţess ađ stórefla samkeppnissjóđina og jafnvel hugleiđa ađ veita, ţó ekki sé nema hluta af ţví fé, sem nú er eyrnamerkt Háskóla Íslands, í ţessa sjóđi og stuđla ţannig ađ sem bestri nýtingu ţess bćđi innan Háskóla Íslands og utan.

Hafliđi P. Gíslason, prófessor viđ Háskóla Íslands, skrifar í Morgunblađiđ fimmtudaginn 18. janúar: ,,Í ályktunum vísinda- og tćkniráđs er ávallt fjallađ um hin ýmsu málefni háskólastigsins í samhengi viđ annađ rannsóknastarf í landinu. Í desember 2005 fagnađi ráđiđ sterkri stöđu Háskóla Íslands ţar sem ţungamiđja háskólarannsókna í landinu vćri samkvćmt öllum tiltćkum úttektum. Ráđiđ styđur ţá sýn forsvarsmanna skólans ađ međ öflugri rannsóknastarfsemi skipi hann sér í hóp međ bestu erlendu háskólum og efli jafnframt tengsl sín viđ íslenskt atvinnulíf og ţjóđfélag." Einhverra hluta vegna hefur Hafliđi valiđ ađ vitna í ályktun ráđsins frá 2005 en forđast ađ nefna nýjustu stefnu vísinda- og tćkniráđs Íslands. Ţar er hvergi minnst á ađ styrkja HÍ sérstaklega en alltaf talađ um ađ styrkja háskólastigiđ og vísindin í landinu í heild sinni međ sérstakri áherslu á styrkingu samkeppnissjóđanna. Í stefnu ráđsins fyrir tímabiliđ 2006 til 2009 segir međal annars: ,,Vísinda- og tćkniráđ leggur höfuđáherslu á ađ:...efla opinbera samkeppnissjóđi og sameina ţá innan skyldra sviđa."

Ţađ verđur auđvitađ ađ teljast eđlilegt ađ Háskóli Íslands reyni ađ skipa sér í flokk bestu háskóla í heimi í sínum sterkustu greinum. Hins vegar eru til mikilvćg rannsóknasviđ ţar sem rannsóknahópar utan Háskóla Íslands hafa sýnt áberandi betri árangur en viđkomandi deild eđa sviđ innan HÍ. Má ţar t.d. nefna fög eins og tölvunarfrćđi og stćrđfrćđi. Hvernig á ađ hlúa sem best ađ ţessari starfsemi? Ein leiđ vćri ađ Háskóli Íslands hreinlega keypti alla virka vísindamenn landsins og ryddi ţannig allri samkeppni úr vegi. Rausnarlegar fjárveitingar ríkisins til HÍ gera ţetta ađ raunhćfum möguleika. Ég spyr ţví: "Er ţetta leiđin sem viđ viljum fara til ađ efla vísindin í landinu?"

Höfundur er prófessor í tölvunarfrćđi viđ Háskólann í Reykjavík.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband