Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Athyglisvert blogg um rannsóknartengt nám

 

http://bjorn.blog.is/blog/bjorn/entry/191792/

 


Umhugsunarefni

Af síðu Rannís:

16.4.2007

Rannís gefur út skýrslu um íslenska doktora

Rannís gefur nú út samantekt á tölfræði um íslenska doktora innanlands og erlendis. Skýrslan byggir á upplýsingum sem Rannís safnar í samstarfi við Kvennasögusafn Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn.

Það er markvert í skýrslunni að um leið og doktorum frá íslenskum háskólum fjölgar virðist doktorum frá erlendum skólum heldur fækka. Þá sækja konur mjög í sig veðrið og fjölgar ört meðal nýútskrifaðra doktora. Hins vegar fækkar körlum svo heildarfjöldi doktora hefur ekki aukist mjög mikið á síðustu árum.

 --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Má ekki skilja þetta sem svo að einmitt það að hafa framhaldsnám á Íslandi, komi í veg fyrir að fólk haldi utan, sem svo mun á endanum minnka gæði rannsókna og fræða á Íslandi. Það er því ekki sem að doktorsnám hérlendis sé viðbót heldur tekur það frá. Mín skoðunn er að framhaldsnám á PhD stigi eigi ekki að vera of fjölmennt til að einmitt gera betur við þá nemendur sem eru valdir, fá betri nemendur, meiri samkeppni um nemendur og ekki ýta undir heimalinga, heldur senda sem flest erlendis til að fá inn ferska strauma.

Svo hrein pólitískt rangt, þýðir straumur kvenna að námið borgar sig ekki lengur fjárhagslega (miðað við erfiði)? Það er þekkt tilhneiging karla að sækja ekki í láglaunstörf ..... 

 Pétur H. Petersen


The university of the future

Editorial

Nature 446, 949 (26 April 2007) | doi:10.1038/446949a; Published online 25 April 2007

The American research university is a remarkable institution, long a source of admiration and wonder. The idyllic, wooded campuses, the diversity and energy of the student populations, and, most of all, the sheer volume of public and private resources available to run them, have made them the envy of the world.

Seen from the inside, however, everything is not quite so rosy. Setting aside the habitual complexity of medical schools, which have separate healthcare and finance issues, the structure of these institutions is straightforward and consistent. The bedrock of each university is a system of discipline-specific departments. The strength of these departments determines the success and prestige of the institution as a whole.

This structure raises a few obvious questions. One is the relevance of the department-based structure to the way scientific research is done. Many argue that in a host of areas — ranging from computational biology and materials science to pharmacology and climate science — much of the most important research is now interdisciplinary in nature. And there is a sense that, notwithstanding years of efforts to adapt to this change by encouraging interdisciplinary collaboration, the department-based structure of the university is essentially at odds with such collaboration.

There is a sense that the department based structure of universities is essentially at odds with collaboration.

A second set of issues surrounds the almost static nature of the departmental system. In a country where most things are highly fluid, the fields covered by departments, as well as the pecking order between them, have remained largely unchanged for many years. As people and money have flowed, particularly over the past twenty years, to the south and the southwest, the strongest US universities and departments remain embedded in the northeast and in California. League tables drawn up by the National Academy of Sciences and others show little movement in this pecking order, even over several decades.

Another, perhaps more contentious, issue concerns the relevance of the modern research university to the community it serves. The established model, whatever else its strengths and weaknesses, reflects the desire of the middle classes for undergraduate training that prepares their offspring for a stable career. But how does it serve a society in which people may have to retrain and recreate their careers throughout their adult lives?

These questions are being asked throughout American academia, but nowhere more searchingly than at Arizona State University (ASU), a huge public university that is expanding to meet the needs of the United States' fastest-growing major city (see page 968). Michael Crow, its president, is executing an ambitious plan to replace the traditional model with one in which both influence and research excellence are concentrated not in departments, but in large, broadly based interdisciplinary centres with clear commercial or societal goals.

Whatever its outcome, this experiment will not of itself uproot the traditional university system. Incremental change, notably the establishment of stronger multidisciplinary entities such as Bio-X at Stanford University in California, and several new centres at Harvard, may have a greater bearing on the overall development of the system.

But ASU's effort already tells us plenty about the likely direction of the research university in the up-and-coming regions of America. The university of the future will be inclusive of broad swaths of the population, actively engaged in issues that concern them, relatively open to commercial influence, and fundamentally interdisciplinary in its approach to both teaching and research.


"Smáræðis pistill um rannsóknir" eftir Ágúst Valfells

Smáræðis pistill um rannsóknir

Mönnum verður tíðrætt um eðli rannsókna, og skipta þeim þá iðulega í tvo flokka:  Frumrannsóknir og hagnýtar rannsóknir.  Við þessar skilgreiningar loða ákveðnir fordómar, og skiptir þá máli hver horfir á málið.  Kynnum til sögunnar tvo menn.  Þorsteinn er praktískur maður sem þykir nauðsynlegt að allt starf beri arð.  Hann lítur svo á að sá tími og fé sem varið er til rannsókna þurfi að skila sér aftur í formi einhverrar áþreifanlegrar afurðar sem hægt er að selja, hvort sem um er að ræða vöru eða þekkingu.  Svokallaðar frumrannsóknir eru í huga Þorsteins ekkert meira en gagnslítil andleg leikfimi sem engu skilar til þjóðfélagsins.  Sigurður er mikill andans jöfur og telur að einu rannsóknirnar sem einhverju máli skipti séu frumrannsóknir, sem eru þær rannsóknir sem hafa einhvers konar vísindalegt gildi.  Sigurði þykir lítt til rannsókna koma, sem beinast að hlutum eins og jarðskjálftahönnun bygginga eða vinnslu eldsneytis úr meltu.  Sigurði þykir nauðsynlegt að rannsóknir fari fram á merkustu sviðum vísindanna t.d heimsfræði eða sameindalíffræði.

... 

Allan pistilinn má lesa  hér.

 


Erindi Ingu Dóru Sigfúsdóttur á málþingi um fjármögnun vísinda 29. apríl

RANNSÓKNIR Í HÁSKÓLASTARFI: GRUNDVÖLLUR ÞRÓUNAR

Sé það eitthvert eitt atriði sem einkennir góða háskóla, - er það öflugt og gott rannsóknarstarf. Sköpun þekkingar og miðlun hennar eru samofin og nátengd fyrirbæri. Þar sem þekkingarsköpunin er virk er starfið í heild betra. Þetta er samhljóma niðurstaða allra úttekta á gæðum háskóla hvar sem er í heiminum. Fjöldi birtra vísindagreina á alþjóðlegum vettvangi, - fjöldi tilvitnana, hlutfall stundakennara við skólann, hlutfall doktorsmenntaðra kennara, hlutfall nemenda á kennara. Þetta eru mælikvarðarnir sem notaðir eru til að segja til um gæði starfsins. Þeir eru alþjóðlegir, - þeir eru opinberir. Þeim verður beitt til að meta gæði okkar starf, - hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er tómt mál fyrir íslenska háskóla, að tala um að ætla sér hlutverk sem alþjóðlegir skólar, ef við stöndum okkur ekki samkvæmt þessum mælikvörðum. Vissulega er mikilvægt að skilgreina markmiðin sem stefnt er að. Ólík markmið kalla á mismunandi mælikvarða. En sé það eitt af meginmarkmiðum tiltekins skóla eða deildar innan skóla að þar skuli starfa vísindamenn sem leggi metnað sinn í að standa framarlega í samanburði við aðra, er augljóst að beita þarf alþjóðlegum mælikvörðum til þess að meta hvernig tekist hefur.

... 

Allt erindið má lesa  hér.


Magnús Karl Magnússon's Presentation at the Workshop

The slides for Magnús Karl Magnússon's talk at the workshop on science funding held on 29 March are now available here. Enjoy!

  


Setningarræða forsætisráðherra á ráðstefnu um samkeppni í vísindum í Háskólanum í Reykjavík 29. mars 2007

Í síðustu viku var haldið málþing á vegum þess hóps sem að þessari bloggsíðu stendur, um fjármögnun vísinda. 

Hér má sjá setningarræðu forsætisráðherra, Geir Haarde

 

Góðir ráðstefnugestir,

„Samkeppni í vísindum – forsenda framþróunar?“, er titill þessarar ráðstefnu í spurnarformi. Þetta er tímabær spurning sem ætti að vera reglubundið á vörum hvers vísindamanns. En spurningin á ekki einungis erindi til vísindamanna heldur þurfa stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar í þjóðfélaginu öllu að móta afstöðu til hennar.

Flestir eru sammála því að samkeppni er forsenda þess að góð vísindi séu stunduð. Góð vísindi eru svo ein mikilvæg forsenda framþróunar. Þetta er stysta svar mitt við spurningunni. Í þessu ljósi hafa stjórnvöld á því kjörtímabili sem er að ljúka fylgt þeirri stefnu að efla samkeppnissjóðina sem styðja rannsóknir og tækniþróun og hefur ráðstöfunarfé þeirra verið tvöfaldað. Það er ástæða til þess að fara nokkrum orðum um hvað samkeppnin í raun stendur. Einnig verðum við að velta fyrir okkur hvort samkeppni eigi að vera um allt fé sem varið er til rannsókna af hálfu þjóðarinnar og stjórnvöld ráðstafa.

Samkeppni í vísindum stendur annarsvegar um frelsið til að velja sér viðfangsefni til rannsókna og hins vegar um gæði þeirra aðferða sem beitt er, hæfni vísindamannsins og líkindi til að rannsóknir skili árangri er réttlæti þá fjármuni sem til þeirra er varið. Sem stjórnmálamaður - en um leið formaður Vísinda- og tækniráðs í því unga kerfi sem markar stefnu í vísindum og tækni - geri ég mér grein fyrir að málið kann að horfa nokkuð mismunandi við vísindamanninum annars vegar og stjórnmálamanninum og forsvarsmanni fyrirtækis hins vegar. Þessi sjónarmið mætast reyndar í störfum Vísinda- og tækniráðs.

Í heimi vísindanna er það algjört grundvallaratriði að vísindamenn hafi fullt og óheft frelsi til þess að velja sér viðfangsefni og kenningar til þess að fjalla um og að eingöngu jafningjar í heimi vísinda eða tækni meti hvaða kröfur þarf að uppfylla til þess að tilgáta teljist sönnuð. Þessu frelsi má ekki undir neinum kringumstæðum hnika.

Hins vegar er stjórnmálamanninum mikilvægt að vita að því fé sem varið er til rannsókna sé vel varið og skili þjóðfélaginu ávinningi sem réttlæti þá fjármuni sem til rannsókna er varið. Í ýmsum efnum blasa viðfangsefni rannsókna beint við, bæði frá sjónarhóli þjóðfélagsins eða fyrirtækis sem er að leggja grunn að framtíð sinni í harðri samkeppni. Við köllum það gjarnan hagnýtar rannsóknir og þróunarstarf. Ég nefni sem dæmi að við gætum ekki stundað sjálfbærar fiskveiðar, unnið samkeppnishæfa vöru úr aflanum né hefðum við virkjað fallvötn og jarðhita ef ekki hefði notið rannsókna með vel skilgreind hagnýt markmið. Sama má segja um rannsóknir á leiðum til að fást við búfjársjúkdóma eða gera íslensk mannvirki úr innlendum hráefnum. Auðvelt var á síðustu öld að réttlæta fjármuni til slíkra verkefna og setja á laggirnar stofnanir til að stunda rannsóknar á þessum sviðum. Sem betur fer áttum við líka ágæta vísindamenn sem unnu ötullega að þessum verkefnum, leystu mörg þeirra og sýndu fram á mátt vísindanna og stóðu sig margir vel á mælikvarða alþjóðlegra vísinda eins og tilvitnanir í ritverk þeirra sýna.

Það fer ekki framhjá ykkur sem hér eruð að við höfum verið að leggja verulega aukið fé til háskólanna að undanförnu. Við gerum okkur líka grein fyrir því að eflingu háskólamenntunar þarf að fylgja aukið fé til rannsókna sem ekki verður allt bundið beinni samkeppni um verkefni heldur þurfa innviðir að styrkjast með beinum grunnfjárveitingum. Við höfum smám saman verið að auka grunnfjárveitingar til rannsókna í nýju háskólunum eftir því sem þeim hefur vaxið fiskur um hrygg. Í þessum anda var nýlega einnig tekin ákvörðun um að efla Háskóla Íslands sem flaggskip í þessum efnum og gera honum kleift að hasla sér völl sem alþjóðlega sýnileg stofnun á sviði vísinda og fræða.

Þótt framlög til háskólanna hafi þannig verið aukin stórum skrefum þá hef ég jafnframt áhuga á að skapa svigrúm til að auka enn frekar framlög til opinberra samkeppnissjóða á komandi árum. Auk þess höfum við skuldbundið okkur til að leggja fram aukin framlög til 7. rammaáætlunar Evrópusambandsins sem jafnast á við það sem nú fer í Rannsóknasjóð. Ég tel að samkeppnissjóðir á sviði rannsókna og nýsköpunar séu mikilvæg forsenda nýrra strauma í rannsóknum og nýrra rannsóknahópa í þjóðfélaginu. Frumkvæði, færni og aðstaða einstaklinga til rannsókna- og þróunarstarfa í háskólum, stofnunum og fyrirtækjum eru forsendur árangurs í vísindum og tækni. Samkeppni þeirra um opinbert rannsóknafé er mikilvægur drifkraftur í vandaðri meðferð í rannsóknastarfsemi.

Samkeppnisstaða og velsæld þjóða mun ráðast fyrst og fremst af getu þeirra til að líta fram á veg, koma auga á tækifæri og nýta þekkingu með skipulegum hætti. Í því sambandi tel ég miklu skipta að okkur takist að efla og auka samstarf háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja um hverskyns rannsóknir og nýsköpun. Rannsóknir sem unnar eru í samstarfi geta skapað samvirkni og samlegðaráhrif og skila þannig meiri árangri fyrir sömu fjármuni. Við höfum hér á landi dæmi um kröftug og framsækin hátæknifyrirtæki sem hafa sprottið úr jarðvegi rannsókna og nýsköpunar og náð lofsverðum árangri í sókn á erlenda markaði þegar heimamarkaður hefur ekki nægt til að viðhalda áframhaldandi vexti og uppbyggingu.

Ég er þess fullviss að stóriðjutækifæri okkar Íslendinga munu í framtíðinni felast í útflutningi á hátækniþekkingu í þeim greinum þar sem við höfum forskot á aðrar þjóðir. Þannig er uppsöfnuð þekking og kunnátta á endurnýjanlegri orkuvinnslu óvíða meiri í heiminum en hjá íslenskum orkufyrirtækjum. Þessi fyrirtæki horfa nú í æ ríkari mæli til annarra landa og huga að útflutningi á þekkingu á þessu sviði þegar að heimamarkaðurinn er að mettast og augljósum virkjunarkostum fer fækkandi.

Á fundi Vísinda- og tækniráðs í desember síðastliðnum var vísindanefnd og tækninefnd falið að vinna að skilgreiningu á þeim rannsóknasviðum sem okkur ber að leggja sérstaka rækt við á næstu árum. Í síðasta mánuði var leitað til grasrótarinnar og efnt til hugmyndaráðstefnu af þessu tilefni. Boðið var breiðum hópi vísindamanna til að sækja hugmyndir að áherslum til framtíðar, enda mikilvægt að vísindasamfélagið sé sem mest samhuga um þau rannsóknasvið sem að leggja ber sérstaka rækt við á næstu árum. Mikilvægt er að áherslurnar feli í sér verkefni sem gera kröfur sem ögra færni vísindanna og samtímis séu á ferðinni tækifæri sem atvinnulífið leggur áherslu á að nýta.

Við þurfum að geta átt í samstarfi við grannþjóðir okkar og skýrt áherslur okkar og tekið saman höndum við þær þar sem það á við. Norrænt samstarf mun líklega þróast mjög í þessa átt á næstu árum og Evrópusamstarfið á sviði rannsókna er þegar í þessum farvegi að verulegu leyti með tilstuðlan rammaáætlunarinnar. Þar þurfum við að geta tjáð áherslur okkar.

Góðir ráðstefnugestir

Menntun á háskólastigi, í návígi við vísindarannsóknir, er einhver besta fjárfesting sem við getum ráðist í til framtíðar. Við verðum þó að gæta þess að vísindastarf er þolinmótt starf og að því þarf að hlúa. Sjaldan er fyrirsjáanlegt hvaða uppgötvanir verða beinlínis í askana látnar. Samt er ljóst að vísindarannsóknir eru einhver öflugasti drifkrafturinn í hátæknisamfélagi nútímans, og sá þáttur þess sem mun skila miklu af hagvexti framtíðarinnar, auk þess að bæta hin óefnislegu lífskjör til muna.  Þess vegna er það hlutverk stjórnvalda að búa vísindarannsóknum góð vaxtarskilyrði með einföldum leikreglum og hvetja vísindamenn til dáða.

Vísinda- og tækniráð leggur ríka áherslu á að byggja öflugar brýr milli vísindanna og atvinnulífsins og milli vísindanna og stjórnvalda sem þurfa í vaxandi mæli að byggja ákvarðanir sínar á vísindalegri þekkingu, þannig að Ísland verði áfram í fremstu röð meðal þjóða í lífskjörum og góðu mannlífi. Samkeppnissjóðirnir gegna lykilhlutverki í þessu efni. Samkeppni og samstarf eru tvær hliðar á sama máli og fela ekki í sér mótsögn. Sameiginleg sýn á grundvallaratriðin er hér lykilatriði en samkeppni hugmyndanna á grundvelli gæða og skapandi, ábyrgrar hugsunar styður vísindin sjálf til frekari dáða.

Ég óska ykkur svo árangursríkrar ráðstefnu og frjórrar umræðu um þessar mikilsverðu spurningu ráðstefnunnar.

 

 

 


Is It Cost Effective to Hire Researchers?

 

One of the opinions that I hear over and over again from several people working in Icelandic universities  (not least at my institution) is that hiring academic members of staff who teach full time is economically more viable than hiring academics who are research active. The reasoning goes that people who teach full time generate money because they teach students, and each student brings in money from the government. On the other hand, researchers devote some of their time to activities other than teaching, and research is not seen as generating income.

I hope that some of the proponents of this point of view attended Mogens Nielsen's presentation at the workshop on science funding that was  held on Thursday, 29 March, at Reykjavík University.  Indeed, one of the arguments  Mogens put forward very clearly was precisely that income from teaching is today only less than 20% of a modern Faculty of Science. (As the dean of the Faculty of Science at Aarhus University puts it, teaching income is only the VAT for the whole budget.) The rest comes from research funding, and increasingly so. No university can hope to increase its budget by increasing the funding arising from teaching; there are hard limits to how many students one can teach while being paid to do so. On the other hand, hiring active researchers will increase the possibility that Icelandic universities have to partake of the research funding that is available out there in the big, wide world. 

Basically everybody who took part in the meeting expressed the viewpoint that Iceland should strengthen its doctoral programmes. How on earth can one create a suitable environment for a good doctoral programme in institutions where most academics are full-time teachers? How can we prepare young researchers if we never did creative research ourselves? Can people who do not know how to cycle teach others to ride a bike? 

I leave readers of this blog to mull over the figures and those questions. I trust that there will be several postings on this blog related to musings inspired by that excellent workshop. Spread the news!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband