Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
19.7.2009 | 10:15
Forystuleysið í háskóla- og vísindamálum
Eftirfarandi grein má finna á http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/netgrein.html?art_id=83681. Stytt útgáfa af henni birtist í pappírsútgáfu Mbl þann 18. júlí.
Einar Steingrímsson: Forystuleysið í háskóla- og vísindamálum
Til stendur að endurskipuleggja allt háskóla- og vísindastarf á Íslandi. Verði það gert á metnaðarfullan og skynsamlegan hátt mætti bæta þetta starf stórkostlega, þótt ekki komi í upphafi til meira fé en nú er í kerfinu. Vissulega hafa á síðustu árum komið fram efnilegir vaxtarsprotar í háskólastarfi hér. Því miður er ekki hægt að segja að háskóla- og vísindastjórnunarkerfið í landinu hafi markvisst hlúð að slíkum sprotum, né heldur markvisst byggt upp öflugar rannsóknir yfirleitt. Þvert á móti hefur kerfið einkennst af skilningsleysi á uppbyggingu góðs vísindastarfs. Sama gildir um forystu Háskóla Íslands og Háskólans í Rekjavík, sem hafa ekki unnið í samræmi við yfirlýsta stefnu skóla sinna um að koma þeim í fremstu röð á alþjóðavettvangi.
Ein helsta spurningin sem þarf að svara nú er hvort við viljum byggja upp miklu betra rannsóknastarf hér en við höfum. Sé svarið já þarf að rífa núverandi kerfi fjármögnunar rannsókna upp með rótum, og koma á fót nýju, þar sem öllu fé sem ríkið veitir í rannsóknir er veitt til rannsókna sem standast alþjóðlegan samanburð. Af slíkum rannsóknum er þegar töluvert hér á landi en þær búa við kröpp kjör og eru lagðar að jöfnu við rannsóknavinnu sem ekki stenst neinar kröfur.
Hér verða aðeins nefnd fá af mörgum dæmum sem lýsandi eru fyrir getuleysi núverandi stofnana á þessu sviði, getuleysi sem gerir það vonlítið að forysta þeirra geti verið í fararbroddi fyrir eflingu háskóla- og vísindastarfs í landinu. Fyrst er rétt að benda á athyglisverða staðreynd: Í æðstu akademísku forystu Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, sem telur u.þ.b. 15 sviðs- eða deildarforseta auk rektora og aðstoðarrektora, er ein manneskja með teljandi reynslu af þeim alþjóðavettvangi sem báðir skólarnir segjast ætla að komast framarlega á. Sú manneskja hefur starfað hér í hálft ár (við HÍ). (Hér er undanskilinn konrektor HR, sem ráðinn er tímabundið, er lítið á landinu, og hefur augljóslega ekki verið ráðinn til að taka á þeim djúpstæðu vandamálum sem skólinn á við að etja.)
Tölfræði af þessu tagi segir ekkert um einstaklingana sem um ræðir, því enginn verður sjálfkrafa góður forystumaður í háskóla af því að hafa reynslu úr góðum erlendum háskólum, og ekki er ómögulegt að vera góður leiðtogi þótt maður hafi alið allan sinn aldur á Íslandi eftir doktorspróf. Þegar þessari tölfræði er hins vegar beitt á alla forystu þeirra íslensku háskóla sem tala um að hasla sér völl á alþjóðavettvangi er ljóst að hér ríkir mikið skilningsleysi á nauðsyn reynslu af því starfi sem rætt er um að byggja upp.
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands setti sér fyrir þrem árum það markmið að komast í hóp hundrað bestu háskóla í heimi, mælt á þeim kvörðum sem mikil samstaða er um í alþjóðlega vísindasamfélaginu. Skólinn fékk samning við Menntamálaráðuneytið um að framlög til rannsókna hans ykjust jafnt og þétt svo að frá og með 2011 næmi aukningin þrem milljörðum á ári, miðað við 2006. Þetta fé hefði mátt nota til að ráða a.m.k. hundrað öfluga vísindamenn erlendis frá (íslenska og erlenda), og skapa þeim þá aðstöðu sem þarf til að þeir gætu blómstrað. Þetta, að stórfjölga öflugu vísindafólki við skólann, er eina leiðin til að ná þeim markmiðum sem sett voru. Staðreyndin er hins vegar sú að afar lítið hefur verið ráðið af öflugu fólki á þessu tímabili, og ekki er að sjá að áætlanir hafi verið gerðar um uppbyggingu af þessu tagi. (Aukning rannsóknaframlaganna hefur nú verið minnkuð vegna kreppunnar, en það breytir ekki því að hvorki voru gerðar metnaðarfullar áætlanir né byrjað að ráða fólk í stórum stíl á þeim þrem árum sem liðu fram að hruni.)
Þegar HÍ auglýsti eftir sviðsforsetum yfir fræðasvið sín fimm í fyrra fékk skólinn samtals aðeins 25 umsóknir. Enginn útlendingur sótti um, þrátt fyrir yfirlýsingar um að ráðnir skyldu öflugir leiðtogar sem leitt gætu skólann að því markmiði að komast framarlega á alþjóðavettvangi. Augljóst virðist að ekki hafi verið auglýst erlendis, hvað þá að reynt hafi verið að laða í þessi störf fólk með feril að baki sem gæfi til kynna að það hefði burði til að vinna umrætt verk.
Á síðustu fimm árum eða svo hefur Tölvunarfræðiskor HÍ hnignað gríðarlega á sviði rannsókna, af því að hún hefur hrakið frá sér tvo, og bægt frá sér öðrum tveim, af bestu vísindamönnum landsins, sem hafa að baki feril sem er margfalt öflugri en samanlagt framlag þeirra níu fastakennara sem eftir eru í skorinni, mælt á þeim kvörðum sem HÍ hefur sett sér. Á þetta horfðu núverandi og fyrrverandi rektor HÍ, og viðkomandi deildarforsetar, en aðhöfðust ekki. Nýlegar auglýsingar um stöður og sókn í þær benda til að ekki sé leitað út fyrir landsteinana til að laða til skólans bestu kennarana og vísindamennina sem völ er á.
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík hefur það yfirlýsta markmið að komast í fremstu röð alþjóðlegra rannsóknaháskóla. Skólinn hefur vissulega vaxið að styrk síðustu árin, en engu að síður hefur forysta hans verið ófær um að framfylgja þessari yfirlýstu stefnu. Af þeim tugum akademískra starfsmanna sem ráðnir hafa verið síðustu tvö árin eru hlutfallslega fáir sem ná því máli sem þarf til að byggja skóla af því tagi sem um er rætt, og varla hafa byggst upp nokkrir nýir öflugir rannsóknahópar, en þeir eru lykilatriði í slíkri uppbyggingu. (Rétt er að taka fram að sá sem þetta ritar hefur fengið tækifæri og stuðning til að byggja upp stóran rannsóknahóp í HR, en aðrir sem ekki síður hefði átt að styðja til slíks hafa ekki fengið nauðsynlegan stuðning.)
HR hefur líka hrakið frá sér gott fólk, t.d. í fjármálaverkfræði, þar sem öflugur erlendur vísindamaður, upphaflega ráðinn til að byggja upp rannsóknahóp og meistaranám á sviðinu, var gerður að undirmanni sviðsstjóra sem hafði ekki lokið doktorsprófi, og starfar ekki einu sinni á umræddu fræðasviði. Vegna skilningsleysis yfirmanna skólans sá þessi erlendi visindamaður sér ekki fært að sinna því hlutverki sem honum hafði verið falið og sagði hann sig því frá starfinu.
Síðast en ekki síst hefur forysta HR eytt mestöllum kröftum sínum síðustu tvö árin í hverja hugmyndina á fætur annarri sem miðaði að því að fegra ímynd skólans, í stað þess að byggja upp styrk innan hans. Þar er fyrst að nefna umfangsmikinn og óhóflega dýran samning við MIT, sem hefði þýtt að HR hefði getað ráðið tugum færri vísindamenn en ella, en fengið í staðinn gestakennara frá MIT og getað skreytt sig með þessu fræga nafni. Til allrar hamingju var horfið frá þessari fyrirætlan. Næst var, í augljósri andstöðu við ráðleggingar alþjóðlegrar ráðgjafanefndar skólans, reynt að gera "sjálfbærni" að aðalsmerki skólans, þótt nánast engar rannsóknir innan skólans falli undir þetta loðna hugtak, samtímis því sem reyndustu akademísku starfsmenn skólans eru algerlega sniðgengnir í uppbyggingarstarfi. Síðasta klisjan var að HR yrði miðstöð "viðskipta, tækni og hönnunar". Þetta voru aldrei meira en innantóm orð, og byggðist auk þess á þeirri hugmynd að HR sameinaðist Listaháskólanum, sem nokkuð augljóst var að ekki hefði áhuga á eða ávinning af slíkri sameiningu.
Vísinda- og tækniráð
Eftir fjölmiðlaumræðuna í síðustu viku er varla þörf á að ræða algert lánleysi VTR sem forystuafls í íslensku vísindastarfi. Ráðið olli trúnaðarbresti í vísindasamfélaginu (og braut líklega bæði stjórnsýslulög og lög um hlutverk sitt) með eftirminnilegum hætti í fyrra þegar það auglýsti svokallaða "markáætlun", sem snerist um ímynduð tækifæri til rannsókna, þar sem búið var að útiloka langflestar greinar sem einhver styrkur er í á Íslandi. Skipan nýs ráðs fyrir skemmstu olli því svo að upp úr sauð meðal margra vísindamanna sem eru orðnir langeygðir eftir framförum í stjórn vísindamála. Í nýja ráðinu er allt of mikið af fólki sem hefur litla eða enga reynslu af árangursríkri uppbyggingu á vísinda-, háskóla- eða nýsköpunarstarfi, auk fólks sem sat í síðasta ráði og ber því ábyrgð á hneykslinu í fyrra.
Menntamálaráðuneytið
Í Menntamálaráðuneytinu, sem stýrir væntanlegri endurskipulagningu háskóla- og vísindastarfs í landinu, er enginn starfsmaður með nokkra teljandi reynslu af háskólastarfi, hvað þá af slíku starfi á alþjóðlegum vettvangi. Ráðherra hefur hins vegar ráðið sér ráðgjafa sem virðist fara með forystu í endurskipulagningarmálunum. Sá ráðgjafi hefur ekki einu sinni lokið doktorsnámi, hvað þá að hann hafi reynslu af háskólastarfi sem geri honum kleift að vera í forystu í svo veigamiklu máli. Viðhorfið sem hér býr að baki er litlu skárra en hjá bankastrákunum fyrir fáum árum, sem þóttust geta byggt upp framúrskarandi bankastarf á alþjóðlegum vettvangi, þótt þeir hefðu enga reynslu af slíku starfi. Þetta er reyndar útbreitt viðhorf á Íslandi, ekki síst í stjórnsýslunni, sem mætti kalla fúskspillingu, því það gengur út á að ekki þurfi reynslu eða skilning á málum til að geta stýrt þeim; hægt sé að setja hvaða nýgræðing sem er í hvaða starf sem er.
Í byrjun júlí átti undirritaður fund með umræddum ráðgjafa og benti á að engin reynsla væri til staðar í ráðuneytinu í þessum málaflokki. Því var til svarað að ráðuneytið hefði á sínum snærum slíkt fólk, og voru í því sambandi nefndir tveir menn, sem annar er fyrrverandi og hinn núverandi háttsettur stjórnandi í Háskóla Íslands. Einnig var sagt að í júlí myndi mikið gerast í þessum málum innan ráðuneytisins, talað yrði við rektora HÍ og HR um endurskipulagninguna, og verið væri að setja á laggirnar vinnuhóp sem stýra myndi ferlinu.
Augljóslega er yfirvofandi sú hætta að stjórnendur núverandi stofnana semji sín á milli, með þegjandi samþykki ráðherra, um hvernig eigi að skipa málum. Hætt er við að það yrði gert með (hugsaða) hagsmuni viðkomandi stofnana og stjórnenda þeirra að leiðarljósi, en ekki byggt á vandlega ígrundaðri áætlun um hvers konar háskólastarf sé farsælast að byggja upp hér á landi, óháð hagsmunum núverandi stofnana og stjórnenda.
Lokaorð
Á Íslandi er hægt að byggja upp miklu betra háskólastarf en við eigum nú. Það er ekki auðvelt, en samt afar einfalt. Til þess þarf bara að ráða mikið af öflugu vísindafólki, og búa því umhverfi sem það þrífst í. Með því að nota það fé sem nú er eyrnamerkt í rannsóknir (þ.á.m. 40% af launum allra akademískra starfsmanna ríkisháskólanna) væri hægðarleikur að stórfjölga góðu vísindafólki í landinu á nokkrum árum, en það er eina raunhæfa leiðin til að efla vísindastarfið. Núverandi forysta háskóla- og vísindamála hefur sýnt að hún getur ekki byggt upp slíkt starf á skilvirkan hátt. Eina leiðin út úr þessum ógöngum er að ráðherra setji yfir endurskipulagningu háskóla- og vísindastarfsins verkefnisstjórn fólks sem hefur reynslu af slíku starfi (þ.á.m. af alþjóðavettvangi), og feril sem sýnir að það geti byggt upp öflugt starf, á alþjóðlega mælikvarða, bæði í kennslu og rannsóknum. Þetta fólk verður að standa utan stjórnendahóps núverandi háskóla og stofnana og nauðsynlegt er að sækja a.m.k. hluta þess til útlanda.
Vilji ráðherra hins vegar ekki að lagt verði kapp á að byggja upp slíkt háskólastarf hér, þar sem rannsóknir verða stórefldar, á hún að segja frá því með ótvíræðum hætti, en ekki láta þá niðurstöðu verða afleiðingu af baktjaldamakki fólks sem hefur sýnt að það er ófært um að marka skýra stefnu og fylgja henni.
Hver svo sem niðurstaðan verður er tími til kominn að hætta þeim blekkingaleik sem einkennt hefur umræðuna um háskóla- og vísindastarf á Íslandi. Við erum veikburða, við höfum ekki verið að vanda okkur, og við þurfum að taka okkur tak ef við ætlum okkur eitthvað á alþjóðavettvangi, fremur en að verða að athlægi fyrir innantómt skrum.
Höfundur er prófessor í stærðfræði við Háskólann í Reykjavík
Til stendur að endurskipuleggja allt háskóla- og vísindastarf á Íslandi. Verði það gert á metnaðarfullan og skynsamlegan hátt mætti bæta þetta starf stórkostlega, þótt ekki komi í upphafi til meira fé en nú er í kerfinu. Vissulega hafa á síðustu árum komið fram efnilegir vaxtarsprotar í háskólastarfi hér. Því miður er ekki hægt að segja að háskóla- og vísindastjórnunarkerfið í landinu hafi markvisst hlúð að slíkum sprotum, né heldur markvisst byggt upp öflugar rannsóknir yfirleitt. Þvert á móti hefur kerfið einkennst af skilningsleysi á uppbyggingu góðs vísindastarfs. Sama gildir um forystu Háskóla Íslands og Háskólans í Rekjavík, sem hafa ekki unnið í samræmi við yfirlýsta stefnu skóla sinna um að koma þeim í fremstu röð á alþjóðavettvangi.
Ein helsta spurningin sem þarf að svara nú er hvort við viljum byggja upp miklu betra rannsóknastarf hér en við höfum. Sé svarið já þarf að rífa núverandi kerfi fjármögnunar rannsókna upp með rótum, og koma á fót nýju, þar sem öllu fé sem ríkið veitir í rannsóknir er veitt til rannsókna sem standast alþjóðlegan samanburð. Af slíkum rannsóknum er þegar töluvert hér á landi en þær búa við kröpp kjör og eru lagðar að jöfnu við rannsóknavinnu sem ekki stenst neinar kröfur.
Hér verða aðeins nefnd fá af mörgum dæmum sem lýsandi eru fyrir getuleysi núverandi stofnana á þessu sviði, getuleysi sem gerir það vonlítið að forysta þeirra geti verið í fararbroddi fyrir eflingu háskóla- og vísindastarfs í landinu. Fyrst er rétt að benda á athyglisverða staðreynd: Í æðstu akademísku forystu Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, sem telur u.þ.b. 15 sviðs- eða deildarforseta auk rektora og aðstoðarrektora, er ein manneskja með teljandi reynslu af þeim alþjóðavettvangi sem báðir skólarnir segjast ætla að komast framarlega á. Sú manneskja hefur starfað hér í hálft ár (við HÍ). (Hér er undanskilinn konrektor HR, sem ráðinn er tímabundið, er lítið á landinu, og hefur augljóslega ekki verið ráðinn til að taka á þeim djúpstæðu vandamálum sem skólinn á við að etja.)
Tölfræði af þessu tagi segir ekkert um einstaklingana sem um ræðir, því enginn verður sjálfkrafa góður forystumaður í háskóla af því að hafa reynslu úr góðum erlendum háskólum, og ekki er ómögulegt að vera góður leiðtogi þótt maður hafi alið allan sinn aldur á Íslandi eftir doktorspróf. Þegar þessari tölfræði er hins vegar beitt á alla forystu þeirra íslensku háskóla sem tala um að hasla sér völl á alþjóðavettvangi er ljóst að hér ríkir mikið skilningsleysi á nauðsyn reynslu af því starfi sem rætt er um að byggja upp.
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands setti sér fyrir þrem árum það markmið að komast í hóp hundrað bestu háskóla í heimi, mælt á þeim kvörðum sem mikil samstaða er um í alþjóðlega vísindasamfélaginu. Skólinn fékk samning við Menntamálaráðuneytið um að framlög til rannsókna hans ykjust jafnt og þétt svo að frá og með 2011 næmi aukningin þrem milljörðum á ári, miðað við 2006. Þetta fé hefði mátt nota til að ráða a.m.k. hundrað öfluga vísindamenn erlendis frá (íslenska og erlenda), og skapa þeim þá aðstöðu sem þarf til að þeir gætu blómstrað. Þetta, að stórfjölga öflugu vísindafólki við skólann, er eina leiðin til að ná þeim markmiðum sem sett voru. Staðreyndin er hins vegar sú að afar lítið hefur verið ráðið af öflugu fólki á þessu tímabili, og ekki er að sjá að áætlanir hafi verið gerðar um uppbyggingu af þessu tagi. (Aukning rannsóknaframlaganna hefur nú verið minnkuð vegna kreppunnar, en það breytir ekki því að hvorki voru gerðar metnaðarfullar áætlanir né byrjað að ráða fólk í stórum stíl á þeim þrem árum sem liðu fram að hruni.)
Þegar HÍ auglýsti eftir sviðsforsetum yfir fræðasvið sín fimm í fyrra fékk skólinn samtals aðeins 25 umsóknir. Enginn útlendingur sótti um, þrátt fyrir yfirlýsingar um að ráðnir skyldu öflugir leiðtogar sem leitt gætu skólann að því markmiði að komast framarlega á alþjóðavettvangi. Augljóst virðist að ekki hafi verið auglýst erlendis, hvað þá að reynt hafi verið að laða í þessi störf fólk með feril að baki sem gæfi til kynna að það hefði burði til að vinna umrætt verk.
Á síðustu fimm árum eða svo hefur Tölvunarfræðiskor HÍ hnignað gríðarlega á sviði rannsókna, af því að hún hefur hrakið frá sér tvo, og bægt frá sér öðrum tveim, af bestu vísindamönnum landsins, sem hafa að baki feril sem er margfalt öflugri en samanlagt framlag þeirra níu fastakennara sem eftir eru í skorinni, mælt á þeim kvörðum sem HÍ hefur sett sér. Á þetta horfðu núverandi og fyrrverandi rektor HÍ, og viðkomandi deildarforsetar, en aðhöfðust ekki. Nýlegar auglýsingar um stöður og sókn í þær benda til að ekki sé leitað út fyrir landsteinana til að laða til skólans bestu kennarana og vísindamennina sem völ er á.
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík hefur það yfirlýsta markmið að komast í fremstu röð alþjóðlegra rannsóknaháskóla. Skólinn hefur vissulega vaxið að styrk síðustu árin, en engu að síður hefur forysta hans verið ófær um að framfylgja þessari yfirlýstu stefnu. Af þeim tugum akademískra starfsmanna sem ráðnir hafa verið síðustu tvö árin eru hlutfallslega fáir sem ná því máli sem þarf til að byggja skóla af því tagi sem um er rætt, og varla hafa byggst upp nokkrir nýir öflugir rannsóknahópar, en þeir eru lykilatriði í slíkri uppbyggingu. (Rétt er að taka fram að sá sem þetta ritar hefur fengið tækifæri og stuðning til að byggja upp stóran rannsóknahóp í HR, en aðrir sem ekki síður hefði átt að styðja til slíks hafa ekki fengið nauðsynlegan stuðning.)
HR hefur líka hrakið frá sér gott fólk, t.d. í fjármálaverkfræði, þar sem öflugur erlendur vísindamaður, upphaflega ráðinn til að byggja upp rannsóknahóp og meistaranám á sviðinu, var gerður að undirmanni sviðsstjóra sem hafði ekki lokið doktorsprófi, og starfar ekki einu sinni á umræddu fræðasviði. Vegna skilningsleysis yfirmanna skólans sá þessi erlendi visindamaður sér ekki fært að sinna því hlutverki sem honum hafði verið falið og sagði hann sig því frá starfinu.
Síðast en ekki síst hefur forysta HR eytt mestöllum kröftum sínum síðustu tvö árin í hverja hugmyndina á fætur annarri sem miðaði að því að fegra ímynd skólans, í stað þess að byggja upp styrk innan hans. Þar er fyrst að nefna umfangsmikinn og óhóflega dýran samning við MIT, sem hefði þýtt að HR hefði getað ráðið tugum færri vísindamenn en ella, en fengið í staðinn gestakennara frá MIT og getað skreytt sig með þessu fræga nafni. Til allrar hamingju var horfið frá þessari fyrirætlan. Næst var, í augljósri andstöðu við ráðleggingar alþjóðlegrar ráðgjafanefndar skólans, reynt að gera "sjálfbærni" að aðalsmerki skólans, þótt nánast engar rannsóknir innan skólans falli undir þetta loðna hugtak, samtímis því sem reyndustu akademísku starfsmenn skólans eru algerlega sniðgengnir í uppbyggingarstarfi. Síðasta klisjan var að HR yrði miðstöð "viðskipta, tækni og hönnunar". Þetta voru aldrei meira en innantóm orð, og byggðist auk þess á þeirri hugmynd að HR sameinaðist Listaháskólanum, sem nokkuð augljóst var að ekki hefði áhuga á eða ávinning af slíkri sameiningu.
Vísinda- og tækniráð
Eftir fjölmiðlaumræðuna í síðustu viku er varla þörf á að ræða algert lánleysi VTR sem forystuafls í íslensku vísindastarfi. Ráðið olli trúnaðarbresti í vísindasamfélaginu (og braut líklega bæði stjórnsýslulög og lög um hlutverk sitt) með eftirminnilegum hætti í fyrra þegar það auglýsti svokallaða "markáætlun", sem snerist um ímynduð tækifæri til rannsókna, þar sem búið var að útiloka langflestar greinar sem einhver styrkur er í á Íslandi. Skipan nýs ráðs fyrir skemmstu olli því svo að upp úr sauð meðal margra vísindamanna sem eru orðnir langeygðir eftir framförum í stjórn vísindamála. Í nýja ráðinu er allt of mikið af fólki sem hefur litla eða enga reynslu af árangursríkri uppbyggingu á vísinda-, háskóla- eða nýsköpunarstarfi, auk fólks sem sat í síðasta ráði og ber því ábyrgð á hneykslinu í fyrra.
Menntamálaráðuneytið
Í Menntamálaráðuneytinu, sem stýrir væntanlegri endurskipulagningu háskóla- og vísindastarfs í landinu, er enginn starfsmaður með nokkra teljandi reynslu af háskólastarfi, hvað þá af slíku starfi á alþjóðlegum vettvangi. Ráðherra hefur hins vegar ráðið sér ráðgjafa sem virðist fara með forystu í endurskipulagningarmálunum. Sá ráðgjafi hefur ekki einu sinni lokið doktorsnámi, hvað þá að hann hafi reynslu af háskólastarfi sem geri honum kleift að vera í forystu í svo veigamiklu máli. Viðhorfið sem hér býr að baki er litlu skárra en hjá bankastrákunum fyrir fáum árum, sem þóttust geta byggt upp framúrskarandi bankastarf á alþjóðlegum vettvangi, þótt þeir hefðu enga reynslu af slíku starfi. Þetta er reyndar útbreitt viðhorf á Íslandi, ekki síst í stjórnsýslunni, sem mætti kalla fúskspillingu, því það gengur út á að ekki þurfi reynslu eða skilning á málum til að geta stýrt þeim; hægt sé að setja hvaða nýgræðing sem er í hvaða starf sem er.
Í byrjun júlí átti undirritaður fund með umræddum ráðgjafa og benti á að engin reynsla væri til staðar í ráðuneytinu í þessum málaflokki. Því var til svarað að ráðuneytið hefði á sínum snærum slíkt fólk, og voru í því sambandi nefndir tveir menn, sem annar er fyrrverandi og hinn núverandi háttsettur stjórnandi í Háskóla Íslands. Einnig var sagt að í júlí myndi mikið gerast í þessum málum innan ráðuneytisins, talað yrði við rektora HÍ og HR um endurskipulagninguna, og verið væri að setja á laggirnar vinnuhóp sem stýra myndi ferlinu.
Augljóslega er yfirvofandi sú hætta að stjórnendur núverandi stofnana semji sín á milli, með þegjandi samþykki ráðherra, um hvernig eigi að skipa málum. Hætt er við að það yrði gert með (hugsaða) hagsmuni viðkomandi stofnana og stjórnenda þeirra að leiðarljósi, en ekki byggt á vandlega ígrundaðri áætlun um hvers konar háskólastarf sé farsælast að byggja upp hér á landi, óháð hagsmunum núverandi stofnana og stjórnenda.
Lokaorð
Á Íslandi er hægt að byggja upp miklu betra háskólastarf en við eigum nú. Það er ekki auðvelt, en samt afar einfalt. Til þess þarf bara að ráða mikið af öflugu vísindafólki, og búa því umhverfi sem það þrífst í. Með því að nota það fé sem nú er eyrnamerkt í rannsóknir (þ.á.m. 40% af launum allra akademískra starfsmanna ríkisháskólanna) væri hægðarleikur að stórfjölga góðu vísindafólki í landinu á nokkrum árum, en það er eina raunhæfa leiðin til að efla vísindastarfið. Núverandi forysta háskóla- og vísindamála hefur sýnt að hún getur ekki byggt upp slíkt starf á skilvirkan hátt. Eina leiðin út úr þessum ógöngum er að ráðherra setji yfir endurskipulagningu háskóla- og vísindastarfsins verkefnisstjórn fólks sem hefur reynslu af slíku starfi (þ.á.m. af alþjóðavettvangi), og feril sem sýnir að það geti byggt upp öflugt starf, á alþjóðlega mælikvarða, bæði í kennslu og rannsóknum. Þetta fólk verður að standa utan stjórnendahóps núverandi háskóla og stofnana og nauðsynlegt er að sækja a.m.k. hluta þess til útlanda.
Vilji ráðherra hins vegar ekki að lagt verði kapp á að byggja upp slíkt háskólastarf hér, þar sem rannsóknir verða stórefldar, á hún að segja frá því með ótvíræðum hætti, en ekki láta þá niðurstöðu verða afleiðingu af baktjaldamakki fólks sem hefur sýnt að það er ófært um að marka skýra stefnu og fylgja henni.
Hver svo sem niðurstaðan verður er tími til kominn að hætta þeim blekkingaleik sem einkennt hefur umræðuna um háskóla- og vísindastarf á Íslandi. Við erum veikburða, við höfum ekki verið að vanda okkur, og við þurfum að taka okkur tak ef við ætlum okkur eitthvað á alþjóðavettvangi, fremur en að verða að athlægi fyrir innantómt skrum.
Höfundur er prófessor í stærðfræði við Háskólann í Reykjavík
Tenglar
Stjórnmálamenn með vit á menntamálum og vísindum
Áhugafólk um menntamál og vísindi
Greinar og skýrslur
Fyrirtæki og félagasamtök
Rannsóknarstofnanir
Vísindi, fræði og tækni
Stofnanir og Skólar
Aðstandendur
- Heiða María Sigurðardóttir
- Indriði H. Indriðason
- Arnar Pálsson
- Inga Dóra Sigfúsdóttir
- Anna Ingólfsdóttir
- Guðrún Valdimarsdóttir
- Þórarinn Guðjónsson
- Luca Aceto
- Einar Steingrímsson
- Eiríkur Steingrímsson
- Magnús Karl Magnússon
- Pétur Henry Petersen
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar