Forystuleysiđ í háskóla- og vísindamálum

Eftirfarandi grein má finna á http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/netgrein.html?art_id=83681.  Stytt útgáfa af henni birtist í pappírsútgáfu Mbl ţann 18. júlí.

 
Einar Steingrímsson: Forystuleysiđ í háskóla- og vísindamálum

Til stendur ađ endurskipuleggja allt háskóla- og vísindastarf á Íslandi.  Verđi ţađ gert á metnađarfullan og skynsamlegan hátt mćtti bćta ţetta starf stórkostlega, ţótt ekki komi í upphafi til meira fé en nú er í kerfinu.  Vissulega hafa á síđustu árum komiđ fram efnilegir vaxtarsprotar í háskólastarfi hér.  Ţví miđur er ekki hćgt ađ segja ađ háskóla- og vísindastjórnunarkerfiđ í landinu hafi markvisst hlúđ ađ slíkum sprotum, né heldur markvisst byggt upp öflugar rannsóknir yfirleitt. Ţvert á móti hefur kerfiđ einkennst af skilningsleysi á uppbyggingu góđs vísindastarfs.  Sama gildir um forystu Háskóla Íslands og Háskólans í Rekjavík, sem hafa ekki unniđ í samrćmi viđ yfirlýsta stefnu skóla sinna um ađ koma ţeim í fremstu röđ á alţjóđavettvangi.

Ein helsta spurningin sem ţarf ađ svara nú er hvort viđ viljum byggja upp miklu betra rannsóknastarf hér en viđ höfum.  Sé svariđ já ţarf ađ rífa núverandi kerfi fjármögnunar rannsókna upp međ rótum, og koma á fót nýju, ţar sem öllu fé sem ríkiđ veitir í rannsóknir er veitt til rannsókna sem standast alţjóđlegan samanburđ.  Af slíkum rannsóknum er ţegar töluvert hér á landi en ţćr búa viđ kröpp kjör og eru lagđar ađ jöfnu viđ rannsóknavinnu sem ekki stenst neinar kröfur. 

Hér verđa ađeins nefnd fá af mörgum dćmum sem lýsandi eru fyrir getuleysi núverandi stofnana á ţessu sviđi, getuleysi sem gerir ţađ vonlítiđ ađ forysta ţeirra geti veriđ í fararbroddi fyrir eflingu háskóla- og vísindastarfs í landinu.  Fyrst er rétt ađ benda á athyglisverđa stađreynd: Í ćđstu akademísku forystu Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, sem telur u.ţ.b. 15 sviđs- eđa deildarforseta auk rektora og ađstođarrektora, er ein manneskja međ teljandi reynslu af ţeim alţjóđavettvangi sem báđir skólarnir segjast ćtla ađ komast framarlega á.  Sú manneskja hefur starfađ hér í hálft ár (viđ HÍ). (Hér er undanskilinn konrektor HR, sem ráđinn er tímabundiđ, er lítiđ á landinu, og hefur augljóslega ekki veriđ ráđinn til ađ taka á ţeim djúpstćđu vandamálum sem skólinn á viđ ađ etja.)

Tölfrćđi af ţessu tagi segir ekkert um einstaklingana sem um rćđir, ţví enginn verđur sjálfkrafa góđur forystumađur í háskóla af ţví ađ hafa reynslu úr góđum erlendum háskólum, og ekki er ómögulegt ađ vera góđur leiđtogi ţótt mađur hafi aliđ allan sinn aldur á Íslandi eftir doktorspróf.  Ţegar ţessari tölfrćđi er hins vegar beitt á alla forystu ţeirra íslensku háskóla sem tala um ađ hasla sér völl á alţjóđavettvangi er ljóst ađ hér ríkir mikiđ skilningsleysi á nauđsyn reynslu af ţví starfi sem rćtt er um ađ byggja upp.

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands setti sér fyrir ţrem árum ţađ markmiđ ađ komast í hóp hundrađ bestu háskóla í heimi, mćlt á ţeim kvörđum sem mikil samstađa er um í alţjóđlega vísindasamfélaginu. Skólinn fékk samning viđ Menntamálaráđuneytiđ um ađ framlög til rannsókna hans ykjust jafnt og ţétt svo ađ frá og međ 2011 nćmi aukningin ţrem milljörđum á ári, miđađ viđ 2006.  Ţetta fé hefđi mátt nota til ađ ráđa a.m.k. hundrađ öfluga vísindamenn erlendis frá (íslenska og erlenda), og skapa ţeim ţá ađstöđu sem ţarf til ađ ţeir gćtu blómstrađ.  Ţetta, ađ stórfjölga öflugu vísindafólki viđ skólann, er eina leiđin til ađ ná ţeim markmiđum sem sett voru.  Stađreyndin er hins vegar sú ađ afar lítiđ hefur veriđ ráđiđ af öflugu fólki á ţessu tímabili, og ekki er ađ sjá ađ áćtlanir hafi veriđ gerđar um uppbyggingu af ţessu tagi.  (Aukning rannsóknaframlaganna hefur nú veriđ minnkuđ vegna kreppunnar, en ţađ breytir ekki ţví ađ hvorki voru gerđar metnađarfullar áćtlanir né byrjađ ađ ráđa fólk í stórum stíl á ţeim ţrem árum sem liđu fram ađ hruni.)

 Ţegar HÍ auglýsti eftir sviđsforsetum yfir frćđasviđ sín fimm í fyrra fékk skólinn samtals ađeins 25 umsóknir.  Enginn útlendingur sótti um, ţrátt fyrir yfirlýsingar um ađ ráđnir skyldu öflugir leiđtogar sem leitt gćtu skólann ađ ţví markmiđi ađ komast framarlega á alţjóđavettvangi. Augljóst virđist ađ ekki hafi veriđ auglýst erlendis, hvađ ţá ađ reynt hafi veriđ ađ lađa í ţessi störf fólk međ feril ađ baki sem gćfi til kynna ađ ţađ hefđi burđi til ađ vinna umrćtt verk.

Á síđustu fimm árum eđa svo hefur Tölvunarfrćđiskor HÍ hnignađ gríđarlega á sviđi rannsókna, af ţví ađ hún hefur hrakiđ frá sér tvo, og bćgt frá sér öđrum tveim, af bestu vísindamönnum landsins, sem hafa ađ baki feril sem er margfalt öflugri en samanlagt framlag ţeirra níu fastakennara sem eftir eru í skorinni, mćlt á ţeim kvörđum sem HÍ hefur sett sér.  Á ţetta horfđu núverandi og fyrrverandi rektor HÍ, og viđkomandi deildarforsetar, en ađhöfđust ekki.  Nýlegar auglýsingar um stöđur og sókn í ţćr benda til ađ ekki sé leitađ út fyrir landsteinana til ađ lađa til skólans bestu kennarana og vísindamennina sem völ er á.

Háskólinn í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík hefur ţađ yfirlýsta markmiđ ađ komast í fremstu röđ alţjóđlegra rannsóknaháskóla.  Skólinn hefur vissulega vaxiđ ađ styrk síđustu árin, en engu ađ síđur hefur forysta hans veriđ ófćr um ađ framfylgja ţessari yfirlýstu stefnu.  Af ţeim tugum akademískra starfsmanna sem ráđnir hafa veriđ síđustu tvö árin eru hlutfallslega fáir sem ná ţví máli sem ţarf til ađ byggja skóla af ţví tagi sem um er rćtt, og varla hafa byggst upp nokkrir nýir öflugir rannsóknahópar, en ţeir eru lykilatriđi í slíkri uppbyggingu.  (Rétt er ađ taka fram ađ sá sem ţetta ritar hefur fengiđ tćkifćri og stuđning til ađ byggja upp stóran rannsóknahóp í HR, en ađrir sem ekki síđur hefđi átt ađ styđja til slíks hafa ekki fengiđ nauđsynlegan stuđning.)

HR hefur líka hrakiđ frá sér gott fólk,  t.d. í fjármálaverkfrćđi, ţar sem öflugur erlendur vísindamađur, upphaflega ráđinn til ađ byggja upp rannsóknahóp og meistaranám á sviđinu, var gerđur ađ undirmanni sviđsstjóra sem hafđi ekki lokiđ doktorsprófi, og starfar ekki einu sinni á umrćddu frćđasviđi.  Vegna skilningsleysis yfirmanna skólans sá ţessi erlendi visindamađur sér ekki fćrt ađ sinna ţví hlutverki sem honum hafđi veriđ faliđ og sagđi hann sig ţví frá starfinu.

Síđast en ekki síst hefur forysta HR eytt mestöllum kröftum sínum síđustu tvö árin í hverja hugmyndina á fćtur annarri sem miđađi ađ ţví ađ fegra ímynd skólans, í stađ ţess ađ byggja upp styrk innan hans. Ţar er fyrst ađ nefna umfangsmikinn og óhóflega dýran samning viđ MIT, sem hefđi ţýtt ađ HR hefđi getađ ráđiđ tugum fćrri vísindamenn en ella, en fengiđ í stađinn gestakennara frá MIT og getađ skreytt sig međ ţessu frćga nafni.  Til allrar hamingju var horfiđ frá ţessari fyrirćtlan.  Nćst var, í augljósri andstöđu viđ ráđleggingar alţjóđlegrar ráđgjafanefndar skólans, reynt ađ gera "sjálfbćrni" ađ ađalsmerki skólans, ţótt nánast engar rannsóknir innan skólans falli undir ţetta lođna hugtak, samtímis ţví sem reyndustu akademísku starfsmenn skólans eru algerlega sniđgengnir í uppbyggingarstarfi. Síđasta klisjan var ađ HR yrđi miđstöđ "viđskipta, tćkni og hönnunar". Ţetta voru aldrei meira en innantóm orđ, og byggđist auk ţess á ţeirri hugmynd ađ HR sameinađist Listaháskólanum, sem nokkuđ augljóst var ađ ekki hefđi áhuga á eđa ávinning af slíkri sameiningu.

Vísinda- og tćkniráđ


Eftir fjölmiđlaumrćđuna í síđustu viku er varla ţörf á ađ rćđa algert lánleysi VTR sem forystuafls í íslensku vísindastarfi.  Ráđiđ olli trúnađarbresti í vísindasamfélaginu (og braut líklega bćđi stjórnsýslulög og lög um hlutverk sitt) međ eftirminnilegum hćtti í fyrra ţegar ţađ auglýsti svokallađa "markáćtlun", sem snerist um ímynduđ tćkifćri til rannsókna, ţar sem búiđ var ađ útiloka langflestar greinar sem einhver styrkur er í á Íslandi.  Skipan nýs ráđs fyrir skemmstu olli ţví svo ađ upp úr sauđ međal margra vísindamanna sem eru orđnir langeygđir eftir framförum í stjórn vísindamála.  Í nýja ráđinu er allt of mikiđ af fólki sem hefur litla eđa enga reynslu af árangursríkri uppbyggingu á vísinda-, háskóla- eđa nýsköpunarstarfi, auk fólks sem sat í síđasta ráđi og ber ţví ábyrgđ á hneykslinu í fyrra.

Menntamálaráđuneytiđ

Í Menntamálaráđuneytinu, sem stýrir vćntanlegri endurskipulagningu háskóla- og vísindastarfs í landinu, er enginn starfsmađur međ nokkra teljandi reynslu af háskólastarfi, hvađ ţá af slíku starfi á alţjóđlegum vettvangi.  Ráđherra hefur hins vegar ráđiđ sér ráđgjafa sem virđist fara međ forystu í endurskipulagningarmálunum.  Sá ráđgjafi hefur ekki einu sinni lokiđ doktorsnámi, hvađ ţá ađ hann hafi reynslu af háskólastarfi sem geri honum kleift ađ vera í forystu í svo veigamiklu máli.  Viđhorfiđ sem hér býr ađ baki er litlu skárra en hjá bankastrákunum fyrir fáum árum, sem ţóttust geta byggt upp framúrskarandi bankastarf á alţjóđlegum vettvangi, ţótt ţeir hefđu enga reynslu af slíku starfi.  Ţetta er reyndar útbreitt  viđhorf á Íslandi, ekki síst í stjórnsýslunni, sem mćtti kalla fúskspillingu, ţví ţađ gengur út á ađ ekki ţurfi reynslu eđa skilning á málum til ađ geta stýrt ţeim; hćgt sé ađ setja hvađa nýgrćđing sem er í hvađa starf sem er.

Í byrjun júlí átti undirritađur fund međ umrćddum ráđgjafa og benti á ađ engin reynsla vćri til stađar í ráđuneytinu í ţessum málaflokki. Ţví var til svarađ ađ ráđuneytiđ hefđi á sínum snćrum slíkt fólk, og voru í ţví sambandi nefndir tveir menn, sem annar er fyrrverandi og hinn núverandi háttsettur stjórnandi í Háskóla Íslands.  Einnig var sagt ađ í júlí myndi mikiđ gerast í ţessum málum innan ráđuneytisins, talađ yrđi viđ rektora HÍ og HR um endurskipulagninguna, og veriđ vćri ađ setja á laggirnar vinnuhóp sem stýra myndi ferlinu.

Augljóslega er yfirvofandi sú hćtta ađ stjórnendur núverandi stofnana semji sín á milli, međ ţegjandi samţykki ráđherra, um hvernig eigi ađ skipa málum. Hćtt er viđ ađ ţađ yrđi gert međ (hugsađa) hagsmuni viđkomandi stofnana og stjórnenda ţeirra ađ leiđarljósi, en ekki byggt á vandlega ígrundađri áćtlun um hvers konar háskólastarf sé farsćlast ađ byggja upp hér á landi, óháđ hagsmunum núverandi stofnana og stjórnenda.

Lokaorđ

Á Íslandi er hćgt ađ byggja upp miklu betra háskólastarf en viđ eigum nú.  Ţađ er ekki auđvelt, en samt afar einfalt.  Til ţess ţarf bara ađ ráđa mikiđ af öflugu vísindafólki, og búa ţví umhverfi sem ţađ ţrífst í.  Međ ţví ađ nota ţađ fé sem nú er eyrnamerkt í rannsóknir (ţ.á.m. 40% af launum allra akademískra starfsmanna ríkisháskólanna) vćri hćgđarleikur ađ stórfjölga góđu vísindafólki í landinu á nokkrum árum, en ţađ er eina raunhćfa leiđin til ađ efla vísindastarfiđ. Núverandi forysta háskóla- og vísindamála hefur sýnt ađ hún getur ekki byggt upp slíkt starf á skilvirkan hátt.  Eina leiđin út úr ţessum ógöngum er ađ ráđherra setji yfir endurskipulagningu háskóla- og vísindastarfsins verkefnisstjórn fólks sem hefur reynslu af slíku starfi (ţ.á.m. af alţjóđavettvangi), og feril sem sýnir ađ ţađ geti byggt upp öflugt starf, á alţjóđlega mćlikvarđa, bćđi í kennslu og rannsóknum.  Ţetta fólk verđur ađ standa utan stjórnendahóps núverandi háskóla og stofnana og nauđsynlegt er ađ sćkja a.m.k. hluta ţess til útlanda.

Vilji ráđherra hins vegar ekki ađ lagt verđi kapp á ađ byggja upp slíkt háskólastarf hér, ţar sem rannsóknir verđa stórefldar, á hún ađ segja frá ţví međ ótvírćđum hćtti, en ekki láta ţá niđurstöđu verđa afleiđingu af baktjaldamakki fólks sem hefur sýnt ađ ţađ er ófćrt um ađ marka skýra stefnu og fylgja henni.

Hver svo sem niđurstađan verđur er tími til kominn ađ hćtta ţeim blekkingaleik sem einkennt hefur umrćđuna um háskóla- og vísindastarf á Íslandi.  Viđ erum veikburđa, viđ höfum ekki veriđ ađ vanda okkur, og viđ ţurfum ađ taka okkur tak ef viđ ćtlum okkur eitthvađ á alţjóđavettvangi, fremur en ađ verđa ađ athlćgi fyrir innantómt skrum.

Höfundur er prófessor í stćrđfrćđi viđ Háskólann í Reykjavík

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af ţremur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband