Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
29.5.2007 | 08:06
Two Interesting Developments in the World of Scientific Publishing
The first development I'd like to report on is that Elsevier has a new journal by the name of Computer Science Review. The aim of this journal is to publish research surveys and expository overviews in computer science and related fields. The reviews are aimed at a general computer science audience.
I was not aware of this new Elsevier journal, and my feeling is that its aim overlaps somewhat with that of the columns in the Bulletin of the EATCS. As one of the column editors, so far I have been extremely impressed by the willingness of the members of the concurrency theory community to contribute to the Bulletin. However, when I read at http://www.elsevier.com/wps/find/journaldescription.cws_home/710138/description#description that
"Submissions are free of charge and recognizing the work involved in preparing a review article, Elsevier will pay authors for their contributions to Computer Science Review. This amount will be Euro 400 per accepted article for the authors; provided the article meets minimum length requirements (at least 20 typeset pages, preferably more). Book reviewers will be paid for comprehensive book review contributions - EUR 15 per typeset page, to a maximum of EUR 100." (The emphasis is mine.)
I cannot help but being worried about the future of the columns. Paying authors for their contributions to a journal is a remarkable development, and can even be seen as unfair competition :-) Sure, we are not talking about large sums of money, but I am not aware myself of any other journal in computer science that pays its contributors. Do you know of any journal that does so?
I wonder whether this move by Elsevier heralds a new era in which commercial publishers will reward authors, editors and referees financially. I am not sure that this would be a positive development myself.
As Moshe Vardi often says, our currency is reputation, not money. Call me an idealist, but I'd like to keep things this way.
Comments on the issue of payment for journal papers, review articles and book reviews are most welcome. I'd really love to hear what you think about this new development.
Here is the second bit of trivia related to publication issues. The latest issue of the Elsevier Journal "Topology" has appeared without any mention of an editorial board. (The page that normally lists the editors is blank.) I looked at the home page for the journal, and there is no mention of editors there either. The guide for authors states
"For information regarding current submissions please contact topology@elsevier.com."
As you might know already, the entire editorial board of Topology resigned last year. (The resignation letter is available at here. ) The board has founded a new journal, Journal of Topology, published by the London Mathematical Society and Oxford University Press. The price of the journal will be roughly one third of the price of the Elsevier journal.
This is an example of what scientists can do when they team up with a not-for-profit publishing organization.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2007 | 22:51
Kroto's Article Redux
Recently a post on this blog pointed to a very interesting article by the Nobel prize winner, and "heroes in science" contributor, Harry Kroto. I had already read the article by Harry Kroto, and I think that it contains a very powerful warning signal for the educational and political establishment in all of the Western world. Let's not kid ourselves into believing that the situation in Iceland is any better than the one in the UK. Judging by the figures that were published in Morgunblaðid a while ago the popularity of science is low here too.
I have to correct the writer of that post on one point. Kroto worked for 37 years at the University of Sussex, my British alma mater, not the University of Reading. (Harry Kroto was still at Sussex when I was working there.) The University of Reading was mentioned in Harry Kroto's article because it recently closed its physics department.
I asked my former PhD supervisor, who unlike Harry Kroto is still a professor at Sussex, what he thought of Harry Kroto's article. Here is the gist of his reply.
- The situation is even worse than Kroto describes. At high school fewer and fewer people are taking any kind of A-level science, and even in the earlier GCSE level courses the kind of science being taught is being watered down (called "21st century science").
- At A-levels pupils are allowed an arbitrary choice between a large number of subjects, and of course they opt for the allegedly easier ones.
- Kroto blames the VCs for a lot of the problems associated with science in universities, but in many cases their hands are tied. Universities are now simply businesses. If you go into the red you fold. So why spend money on building up science departments when you can easily attract hundreds of students in psychology and sociology?
Universities can certainly learn something from the business world, but please let's not get carried away. Let's keep in mind that a university is a different kettle of fish from, and serves a very different purpose than, a money machine.
One of the biggest battles we have in front of us is to convince the general public and the younger generations that their future is in science and that, as Kroto cogently writes, the inquiring mindset is the most important, intrinsically human quality we possess. Let's fight!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2007 | 22:24
Second ICE-TCS Annual Report
Magnus M. Halldórsson, Anna Ingólfsdóttir and I have been co-directing ICE-TCS, a small (but hopefully rather active) research centre in theoretical computer science, here in Reykjavík for two years. Our second annual report is now available, in case anybody is interested. Comments, criticisms and suggestions on our activities are welcome.
ICE-TCS operates on a shoestring budget, since there is no specific funding source in Iceland to support centres like ours. We hope that reading the report will inspire the new government and the local funding agencies that investing in centres of excellence does bring fruits after all. (Fat chance :-))
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 11:54
Úr stjórnarsáttmálanum
Menntakerfi í fremstu röð
Ríkisstjórnin setur sér það markmið að allt menntakerfi þjóðarinnar, frá leikskóla til
háskóla, verði í fremstu röð í heiminum. Framfarir og hagvöxtur komandi ára verða knúin
áfram af menntun, vísindum og rannsóknum. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir
áframhaldandi fjárfestingu í rannsóknum og menntakerfi þjóðarinnar. Áhersla verður
lögð á gæði, sveigjanleika og fjölbreytni í námsframboði þannig að allir geti fundið nám
við sitt hæfi. Fjölgað verður námsleiðum og áhersla aukin á valfrelsi nemenda og
einstaklingsmiðað nám, meðal annars til að draga úr brottfalli nemenda á
framhaldsskólaaldri. Efla skal list- og verkmenntun á öllum skólastigum og auka námsog
starfsráðgjöf. Lögð verður áhersla á að skapa ný tækifæri til náms fyrir þá sem hafa
eingöngu lokið grunnskólaprófi og efla fullorðinsfræðslu innan skólakerfis og á
vinnumarkaði. Stefnt skal að auknu faglegu og rekstrarlegu sjálfstæði skóla og minni
miðstýringu. Unnið verði að lengingu og aukinni fjölbreytni í kennaranámi. Lög um
Lánasjóð íslenskra námsmanna verði endurskoðuð með það að markmiði að bæta kjör
námsmanna enn frekar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 10:24
Dapurt ástand raunvísinda í Bretlandi?
Þess má geta að Kroto vann í 37 ár við University of Reading, í fínni deild sem státaði meðal annars af tveimur öðrum Nóbelsverðlaunahöfum. Engu að síður lagði stjórn skólans til lokun á deildinni, sem var reyndar afstýrt eftir mikla baráttu. Nýverið þáði Kroto stöðu í Bandaríkjunum.
Samantekt Arnar Pálsson
10.5.2007 | 08:21
Tækifærið er núna
Vísir, 09. maí. 2007
Katrín Jakobsdóttir skrifar.
Góð menntun er undirstaða fjölbreyttrar atvinnu og öflugs samfélags. Íslendingar eiga enn mörg verkefni óunnin í menntun landsmanna. Þar skiptir miklu að hugmyndir okkar Vinstri-grænna um fjölbreytni og menntun verði hafðar að leiðarljósi. En hvaða tækifæri eru framundan í íslenskum menntamálum?
Mörg mikilvæg verkefni eru framundan á leikskólastigi. Það er brýnt að mennta fleiri leikskólakennara og tryggja bætt kjör allra þeirra sem starfa í leikskólunum, óháð menntun. Þá teljum við forgangsverkefni að koma á gjaldfrjálsum leikskóla og tryggja þannig jöfn tækifæri allra barna til að ganga í leikskóla.
Í leikskólum landsins er unnið gott og fjölbreytt starf þar sem hver leikskóli leitast við að rækta sína sérstöðu. Grunnskólar landsins geta svo sannarlega nýtt sér aukið faglegt frelsi en hingað til hefur starf þeirra verið nokkuð fastbundið. Þess vegna viljum við Vinstri-græn leggja niður samræmd próf í núverandi mynd. Í staðinn væri hægt að taka upp stöðluð próf að hætti Finna sem ekki hafa jafn stýrandi áhrif á skólastarfið. Miklu skiptir ennfremur að meta skólastarf út frá breiðum grunni, ekki aðeins út frá árangri í kjarnafögum heldur einnig út frá félagslegu umhverfi, framboði á listnámi, árangri í verklegum greinum og fleiru.
Í framhaldsskólum landsins er veittur mikilvægur grunnur fyrir lífið og frekara nám. Mikilvægt er að íslenskir framhaldsskólar haldi áfram að veita nemendum sínum breiða menntun þannig að þeir fái innihaldsríka kennslu í móðurmáli sínu, raungreinum og nokkrum tungumálum. Þá er lykilatriði að hver framhaldsskóli fái að varðveita eða móta sér sérstöðu í námsframboði. Af þeim sökum höfnum við Vinstri-græn öllum hugmyndum um að skerða nám til stúdentsprófs. Það má ekki gengisfella þá menntun sem hefur verið veitt á þessu stigi.
Hins vegar er vitaskuld einnig mikilvægt að nemendur eigi fleiri kosta völ en hefðbundið bóknám að loknu grunnskólanámi. Það er lykilatriði að efla verknám, sem því miður var skorið niður á síðasta ári í fjárlögum. Til þess þarf bæði hugarfarsbreytingu og pólitískan vilja enda er verknám dýrara en hefðbundið bóknám. Þá höfum við tekið undir þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um að breikka innihald stúdentsprófs þannig að fólk geti tekið stúdentspróf hvort sem er af verknámsbraut, listnámsbraut eða bóknámsbraut. Það merkir ekki að allir skólar þurfi að sinna öllum verkefnum en fjölbreyttari valkostir gætu leitt til þess að fleiri lykju stúdentsprófi og færri hyrfu frá námi. Það er þekkt staðreynd að hér á landi hverfur um þriðjungur frá námi í framhaldsskóla, sem er fullkomlega óviðunandi hlutfall.
Það er lykilatriði að allir eigi rétt á háskólanámi, ófatlaðir sem og þeir sem glíma við fötlun. Fjölmennt hefur staðið sig vel sem símenntunarmiðstöð fyrir fatlað fólk sem er yfir tvítugu en þar er enn aðeins boðið upp á stök námskeið, ekki fullt nám. Við Vinstri-græn höfum lagt áherslu á að breikka háskólastigið og lagt til að tekið verði upp verknám á háskólastigi. Þetta mun verða til þess að efla verknám á öllum skólastigum og auka rannsóknir og þróun í verklegum greinum.
Enn fremur skiptir miklu að móta heildstæða stefnu um hefðbundið akademískt háskólanám. Þar hefur nemendum fjölgað mjög í ákveðnum fögum en önnur fög, s.s. tilteknar greinar hugvísinda, raunvísinda og félagsvísinda, hafa setið eftir. Á þessum sviðum er rannsóknavirkni mikil og því slæmt ef þau verða hornreka innan háskólasamfélagsins. Miklu skiptir að endurskoða þær reglur sem hið opinbera fylgir við úthlutun fjármuna til háskólanna enda ljóst að greinar eru þar taldar misverðmætar og það hefur stýrt nokkuð framboði á námsfögum.
Að lokum skiptir miklu að rannsóknarfjármagn til háskóla verði tryggt. Nýr samningur við Háskóla Íslands er ánægjuefni og ljóst að við Vinstri-græn viljum að Háskóli Íslands eflist og marki sér sérstöðu í alþjóðlegu samhengi. Hins vegar skiptir miklu að skoða stöðu allra skóla á háskólastigi út frá rannsóknum og nýsköpun. Samhliða því þarf að efla samkeppnissjóðina og auka hlutfallslegan þátt þeirra í rannsóknafjármagni. Úthlutunarreglur þeirra þarf að skoða með það að leiðarljósi að vísindamenn séu ekki um of bundnir stofnunum. Við viljum að sjálfstæðir vísindamenn verði mikilvægur hópur í íslensku vísindalífi.
Við eigum tækifæri til að hleypa að nýrri hugsun í menntamálum hinn 12. maí næstkomandi. Tækifæri til að hugsa menntun Íslendinga út frá grunnhugmyndinni um fjölbreytni og jöfnuð á öllum skólastigum. Nýtum þetta tækifæri og sköpum nýja tíma í íslenskri menntun.
Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna.
Fjölbreyttari valkostir gætu leitt til þess að fleiri lykju stúdentsprófi og færri hyrfu frá námi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 16:52
Af háskólamálum - ritstjórnarpistill í Fréttablaði
"Augljóst var hins vegar að á þessu sviði gat það ekki verið eina markmiðið að reka meirihlutann af tíu minnstu háskólum heims. Metnaðarfull stefnumótun rektors Háskóla Íslands um að koma skólanum í fremstu röð háskóla og rannsóknarstofnana var því rökrétt framhaldsskref. "
Þorsteinn Pálsson
http://www.visir.is/article/20070508/SKODANIR04/105080104
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Readers of this blog might be interested in knowing that Rannis is collecting (transcripts of) the presentations from the event here. Enjoy.
Contributors to this blog will appreciate any comment you might have on the contents of the presentations.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 10:37
Falleinkunn í menntamálum
Katrín Júlíusdóttir,Ágúst Ólafur Ágústsson
Samfylkingarfólk veit að hægt er að gera mikið betur í menntamálum hér á landi. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, virðist hins vegar vera á öðru máli í grein sinni í Fréttablaðinu 3. maí sl. Þar lýsir hann því hvernig allt sé í fínu standi í menntamálum á Íslandi og segir okkur vera þar í fremstu röð. Sigurður Kári skammast heilmikið út í undirrituð fyrir að styðjast í gagnrýni okkar við gögn frá OECD, sem þó sérhæfir sig í að bera saman tölfræði á milli landa.
Styðjumst við nýjustu skýrslu OECD
Frammistaða íslenskra stjórnvalda er að sjálfsögðu mæld í samanburði við önnur lönd. Vörn Sjálfstæðisflokksins virðist hins vegar felast í að vilja bera saman framlög mismunandi ára milli landa. Það gengur auðvitað ekki að bera saman framlögin til framhaldsskóla eins og þau voru á Íslandi árið 2007 við framlög til framhaldsskóla í Svíþjóð árið 2004.
Það er lenska hjá Sjálfstæðisflokknum að véfengja ætíð óhagstæðan samanburð, hvort sem hann kemur frá OECD, Landssambandi eldri borgara, ASÍ eða öðrum aðilum.
Erum víst í 21. sæti
Í töflu B2.1c á bls. 207 í skýrslu OECD um opinber útgjöld til háskólastigsins sést að Ísland er að verja 1,2% af landsframleiðslu en meðaltalið í OECD er 1,4%. Danir, Norðmenn og Finnar verja 1,8% og Svíar 1,5%. Ísland er í 21. sæti af 30 þjóðum.Í sömu töflu má sjá hverju önnur ríki verja til framhaldsskóla en samkvæmt upplýsingaþjónustu Alþingis varði Ísland 1,3% til þeirra. Sá samanburður sýnir að Ísland er í 16. sæti af 30 OECD-þjóðum. Sigurður Kári reynir ekki að hrekja þennan samanburð í grein sinni og minnist ekki á hann.
68% á aldursbilinu 25-34 ára hafa lokið framhaldsskólanámi en á hinum Norðurlöndunum er þetta 86-96% skv. töflu A1 2a á bls. 38. Meðaltalið í OECD er 77% og í ESB 78%. Við erum hér í 23. sæti af 30 þjóðum.
31% á aldrinum 25-34 ára hafa lokið háskólanámi hér en á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall 35-42% skv. töflu A1.3a. á bls. 39. Hér er Ísland í 17. sæti af 30 þjóðum. Sigurður Kári rengir ekki þessa tölu.
Sigurði Kára tekst því ekki að hrekja samanburðinn. Honum er bara illa við samanburðinn sjálfan. Heimild sem hann vitnar sjálfur til í greininni styður mál okkar enn frekar. Samkvæmt tölfræðiskýrslu norrænu Hagstofunnar (Nordic Statistical Yearbook 2006) sést að hlutfall fólks á aldrinum 15-74 sem hafði lokið námi á háskólastigi árið 2005 var 18,9% á Íslandi en 24,7% í Noregi, 23,3% í Svíþjóð, 22,2% í Danmörku og 26,5% í Finnlandi.
Niðurskurður tilframhaldsskólanna árið 2007
Sigurður Kári heldur því fram að á þessu kjörtímabili hafi fjárframlögin aukist svo mikið að samanburðurinn sé úreldur. Lítum því aðeins betur á hvað hefur gerst í þróun útgjalda til framhaldsskólanna frá árinu 2004.Á vef Hagstofunnar kemur fram að 2004-2005 hafi framlög til framhaldsskóla lækkað um 123,7 milljónir og hlutur framhaldsskólans í landsframleiðslunni lækkað úr 1,41% í 1,33%. Á sama tíma fjölgaði skráðum nemendum á framhaldsskólastigi um 873.
Þá nemur niðurskurður til framhaldsskóla 2007, 650 milljónir króna. Það virtist koma stjórnvöldum á óvart að þeir einstaklingar sem fæddust í stórum árgöngum 1989 og 1990 skiluðu sér í menntaskóla. Fjármagn hefur ekki fylgt þessari óvæntu" nemendafjölgun.
Loks hefur reiknilíkaninu sem nota á til að reikna út raunkostnað á hvern nemanda í framhaldsskóla verið breytt þannig að nú er það notað til að dreifa niðurskurðinum.
Sigurður Kári getur því ekki haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið sig saman í andlitinu á kjörtímabilinu nema síður sé.
Jafnaðarmenn hafa sýntvilja sinn í verki
En í samanburði á heildarútgjöldum til menntamála komum við þó ágætlega út í skýrslu OECD. Sú staða er hins vegar tilkomin vegna þess að við erum nálægt toppi þegar kemur að útgjöldum til leik- og grunnskóla.Þau skólastig eru hins vegar rekin af sveitarfélögum en ekki ríkisvaldinu. Ríkisvaldið rekur framhalds- og háskólana þar sem við fáum hina alræmdu falleinkunn. En það hafa verið jafnaðarmenn í Reykjavík, Hafnarfirði og víðar sem hafa rekið flesta grunnskóla og leikskóla landsins undanfarinn áratug.
Það er fjárfesting sveitarfélaga í grunnskólum og leikskólum sem togar Ísland upp þegar litið er til heildarútgjalda til menntamála. Framlög ríkisvaldsins til framhalds- og háskólanna toga okkur hins vegar niður.
Ísland er jafnframt hið eina af Norðurlöndunum sem ekki styrkir sína námsmenn heldur lánar þeim eingöngu. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að stjórna menntamálaráðuneytinu í 16 ár. Árangurinn er falleinkun í menntamálum. Við þessi orð stöndum við. Varnarleikur Sjálfstæðisflokksins er tilraun til sjónarspils, eins og ofangreindar staðreyndir sýna glögglega.
Höfundar eru alþingismenn Samfylkingarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 11:50
Centres of Excellence vs. Rannsóknastofnanir
After my talk at the Rannis workshop on Ísland sem alþjóðlegur vinnumarkaður vísindanna - Staða Íslands í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl í rannsóknum, tækni og nýsköpun, one of the participants came to talk to me. I apologize for not remembering his name, but he introduced himself to me as an "old timer" who has worked at Rannis for many years in the past.
His tenet was that Iceland already funds "Centres of Excellence" in research, namely the so-called Rannsóknastofnanir, but that these have been chosen not via peer-reviewed evaluation, but in light of national interest. He also claimed, and I have no reason not to believe in what he said, that Iceland is leading in research in the areas covered by the Rannsóknastofnanir. He also said, however, that despite having a lot of publications and citations, the work of these Rannsóknastofnanir is relatively unknown abroad.
I have two comments. First, it might be OK for politicians to decide that certain institutions should have guaranteed funding because they cover areas of research of national interest. However, please do not call those "Centres of Excellence" and subject them to periodic evaluation by peers.
Second, if the work of these Rannsóknastofnanir is so good scientifically, why is it not more known in the international research community? (I am relying on what he said here.)
Discuss.
Bloggar | Breytt 8.5.2007 kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Stjórnmálamenn með vit á menntamálum og vísindum
Áhugafólk um menntamál og vísindi
Greinar og skýrslur
Fyrirtæki og félagasamtök
Rannsóknarstofnanir
Vísindi, fræði og tækni
Stofnanir og Skólar
Aðstandendur
- Heiða María Sigurðardóttir
- Indriði H. Indriðason
- Arnar Pálsson
- Inga Dóra Sigfúsdóttir
- Anna Ingólfsdóttir
- Guðrún Valdimarsdóttir
- Þórarinn Guðjónsson
- Luca Aceto
- Einar Steingrímsson
- Eiríkur Steingrímsson
- Magnús Karl Magnússon
- Pétur Henry Petersen
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar