Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Reykjavíkurakademían 10 ára

mynd
Clarence E. Glad

Fréttablaðið, 05. maí. 2007

Reykjavíkur Akademían er samfélag sjálfstætt starfandi fræðimanna stofnað árið 1997.

Strax eftir stofnun Akademíunnar var hafist handa við að stilla saman strengi fræðimanna sem unnið höfðu hver í sínu horni og leita að hentugu húsnæði.

Í nóvember 1998 fluttu 14 fræðimenn í nýtt fræðasetur í JL-húsinu við Hringbraut. Akademían hefur vaxið og dafnað síðan.

Félagar eru um 400 og af þeim hafa nú um 80 vinnuaðstöðu í húsakynnum stofnunarinnar. Þessir fræðimenn vinna að eigin verkefnum og afla styrkja í krafti verðleika sinna og verkefnanna. Einnig taka þeir þátt í samstarfsverkefnum með íslenskum og erlendum fræðimönnum.

Frá því að Akademían flutti í JL-húsið hafa um 280 manns haft þar aðstöðu. Flestir eru menntaðir á sviði hug- og félagsvísinda. Í hópnum hafa einnig verið kvikmyndagerðarmenn, blaðamenn og þjóðþekktir rithöfundar.

Akademónar eru bæði langskólagengnir einstaklingar og aðrir sem eru að byrja að hasla sér völl á sínu sviði. Þessi sambúð ólíkra fræðasviða og aldurshópa hafa sett mark sitt á Akademíuna.


Þverfaglegur vettvangur

Í ljósi framannefndrar fjölbreytni er ReykjavíkurAkademíunni best lýst sem þverfaglegum vettvangi ólíkra fræða. Ólíkt hefðbundnu háskólasamfélagi þar sem hverri deild er markaður bás, hvetur uppbygging Akademíunnar til samstarfs fræðasviða. Samræða ólíkra fræðimanna felur í sér nýsköpun í aðferðum og verkefnum. Nú þegar hafa nokkur þverfagleg alþjóðleg rannsóknarverkefni akademóna náð góðum árangri.
Auk þess að sinna rannsóknum tekur Akademían ásamt félögum hennar að sér verkefni fyrir ríki og sveitarfélög, stofnanir og einstaklinga. Akademían stendur einnig reglulega fyrir málþingum og vill stuðla að gagnrýninni samfélags- og menningarumræðu. Akademían á einnig gott samstarf við ýmis fræðasetur og háskólastofnanir.

Stefna Akademíunnar og útgáfustarfsemi

ReykjavíkurAkademían starfar óháð hagsmunaaðilum á sviði stjórnmála og viðskipta og aðhyllist ekki neina pólitíska hugmyndafræði. Til þeirra sem innan vébanda hennar starfa hverju sinni gerir hún kröfur um fræðileg vinnubrögð, fyllstu vandvirkni, nákvæmni og heiðarleika.
RA tekur þátt í útgáfu þriggja fræðilegra ritraða. Í samstarfi við Omdúrman er gefin út ritröðin Atvik, handhæg og ögrandi röð smárita um hræringar í menningarlífinu. Íslensk menning er röð veigamikilla fræðirita sem Akademían stendur að ásamt Hinu íslenska bókmenntafélagi. Félagar í Akademíunni standa að útgáfu ritraðarinnar Sýnisbækur íslenskrar alþýðumenningar í samvinnu við Háskólaútgáfuna. Árlega birtast fjölmörg fræðirit eftir akademóna, hér á landi og erlendis.

Starfsemi innan Akademíunnar

Í húsakynnum Akademíunnar er að finna bókasafn Dagsbrúnar, sem rekið er í samstarfi við Eflingu - stéttarfélag. Starfandi félög innan RA eru m.a.: Hagþenkir, Kviksaga, heimildamyndamiðstöð, Vefritin Kistan, Hugsandi og Glíman, Miðstöð einsögurannsókna, Leikminjasafn Íslands, Markmál, NN fjölmiðlaþjónusta, Penna sf., Lestrarsetur Rannveigar Lund, Hoffmannsgallerí, Náttúruverndarsamtök Íslands, Jafnréttisstofa, Rannsóknarstofnun um mannlegt atferli, Mirra, miðstöð innflytjendarannsókna og Varp, miðlunardeild RA. Þá hefur Viðskiptaháskólinn á Bifröst einnig aðstöðu í húsinu.
Nýverið hlaut rannsóknarhópur innan vébanda RA, Ísland og ímyndir norðursins, öndvegisstyrk Rannís. Á velheppnaðri alþjóðlegri ráðstefnu um efnið sagði annar aðalfyrirlesara ráðstefnunnar, Sherril Grace, prófessor við University of British Columbia og forseti Hugvísindadeildar The Royal Society of Canada: „Í Kanada eru stofnanir af sama tagi (og RA) til innan raunvísinda, læknisfræði og hagfræði - þar eru þær nefndar „hugveitur" - en ekki á sviði hugvísinda. Starfsemi ykkar er einstök og því er þeim mun meiri ástæða til að dást að hugrekki ykkar, frumkvæði og árangri."
Ég vil einnig leyfa mér að vitna í ummæli forseta Íslands, Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, er Bókasafn Dagsbrúnar flutti inn í húsakynni Akademíunnar: „ReykjavíkurAkademían hefur reynst brýn viðbót við mennta- og rannsóknarstofnanir okkar Íslendinga, frjór og vakandi vettvangur fræða og menningarstarfs, samfélag sem rúmar allar kynslóðir og öll sjónarmið eins og sannri akademíu sæmir ..." Akademónum er bæði ljúft og skylt að reyna að standa undir þeim væntingum sem ofangreind ummæli gera til þeirra.
ReykjavíkurAkademían nýtur stuðnings menntamálaráðuneytisins og er jafnframt með þjónustusamning við Reykjavíkurborg. Stefnt er að útgáfu heimildamyndar og bókar um sögu Akademíunnar á hausti komanda.
ReykjavíkurAkademían heldur upp á 10 ára afmæli sitt 7. maí. Í tilefni afmælisins verður opið hús í JL-húsinu að Hringbraut 121, kl. 10-14. Allir eru velkomnir að kynna sér starfsemina innanhúss og spjalla við akademóna.
Ég vil nota tækifærið á þessum tímamótum og þakka öllum þeim fjölmörgu velunnurum Akademíunnar sem stutt hafa hana og hvatt á umliðnum árum. Sá velvilji hefur verið okkur drjúgt veganesti.

Höfundur er trúarbragðafræðingur og formaður ReykjavíkurAkademíunnar.

Stórkostleg sókn í menntamálum

Fréttablaðið, 05. maí. 2007 05:30
 
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 


Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með þróun menntamála á Íslandi á undanförnum árum. Á örskömmum tíma hefur Ísland siglt fram úr nær öllum öðrum þjóðum þegar kemur að sókn ungmenna í menntun. Nú er svo komið að engin önnur þjóð ver hærra hlutfalli af þjóðartekjum sínum til menntamála en Íslendingar.


Við sjáum þessa þróun á öllum skólastigum frá leikskóla upp í háskóla.
Í leikskólum landsins á sér stað gífurlega öflugt starf og hvergi er líklega gróskan meiri í skólastarfi en einmitt þar. Ég hef á undanförnum árum heimsótt fjölmarga leikskóla um landið allt og ávallt dáðst að því fjölbreytta og skemmtilega starfi sem þar fer fram. Litlu Íslendingarnir sem eru að taka sín fyrstu skref í skólakerfinu takast þar á við fjölþætt verkefni undir styrkri leiðsögn þar sem fræðslu og leik er tvinnað saman og gleðin er aldrei langt undan.


Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga hefur reynst einstakt heillaskref og grunnskólinn blómstrar sem aldrei fyrr. Við sjáum það um land allt hve mikinn metnað sveitarfélög leggja í skólastarfið og hve ríkar kröfur foreldrar gera til þessarar þjónustu. Öflugt kennaralið hefur átt ríkan þátt í þessum mikla árangri og tel ég rétt að huga að enn frekari eflingu og lengingu kennaramenntunar á öllum skólastigum. Þar með væri lagður grunnur að áframhaldandi stórsókn í menntamálum.
Nú er svo komið að nær allir sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla. Þetta mun reynast þjóðinni happadrjúgt á næstu áratugum. Nemum stendur til boða fjölbreytt flóra framhaldsskóla hvort sem litið er til bóknáms eða verknáms. Sömuleiðis hefur verið brugðist við kröfunni um nám í heimabyggð með stofnun og undirbúningi nýrra framhaldsskóla og ríkri áherslu á dreifnám og fjarnám.
Mesta byltingin hefur hins vegar orðið á háskólastigi. Fjöldi háskólanema hefur tvöfaldast á síðastliðnum áratug og valkostir háskólanema hafa aldrei verið fleiri og fjölbreyttari. Ef þróunin á árunum 1995-2007 er skoðuð kemur eftirfarandi í ljós.


l Nemendum í námi til 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 104%.
l Nemendum í viðbótarnámi eftir 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 370%.
l Nemendum í námi til meistaragráðu hefur fjölgað um 1.037%.
l Nemendum í námi til doktorsgráðu hefur fjölgað um 1.837%.
Þetta hefur gerst án þess að þeim er sækja í háskólanám erlendis hafi fækkað. Þetta er hrein viðbót.


Við sjáum þetta endurspeglast í alþjóðlegum samanburði OECD-ríkjanna. Á Íslandi var brautskráningarhlutfall (fjöldi brautskráðra deilt með stærð fæðingarárgangs) á háskólastigi 50% árið 2004 en var 38,7% árið 2000. Þetta er hæsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 34,8%. Á undanförnum fimm árum höfum við einnig siglt fram úr Dönum, Norðmönnum og Svíum þegar kemur að hlutfalli þeirra sem stunda háskólanám.


Þetta hefði ekki getað gerst án þeirrar áherslu sem ríkisstjórnin hefur lagt á menntamál á kjörtímabilinu og endurspeglast í framlögum til menntamála. Framlög til háskóla og rannsókna hafa farið í um 10 milljörðum í tæpa 15 á ári og framlög til framhaldsskóla úr 10 milljörðum í um 16 milljarða á ári. Þetta eru gífurlegar fjárhæðir en jafnframt fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar fram í sækir.


Höfundur er menntamálaráðherra

Þáttaka frjáls og opin

Það er vert að minna á að hver sem er, sem hefur áhuga á að setja hér inn texta eða tengingar áskoðanir sínar eða annara um háskólamál,vísindi og fræði með víðum formerkjum, er það frjálst. Það eina sem þarf að gera er að opna blogg síðu á mbl.is sem er mjög einfalt og senda ritstjóra tilkynningu um það. Einnig er tekið á móti texta hjá ritstjórn, jafnvel undir dulnefni, ef að það er eitthvað krassandi.

Pétur H. Petersen 


Háskólar sem hluti af byggðastefnu

 

http://www.bb.is/Pages/82?NewsID=100091


Vísindi og fræði á Keflavíkurflugvelli.

Stórhuga framtíðarsýn eða skýjaborgir byggðar á sandi. Vonum hið fyrrnefnda en framtíðin mun leiða það í ljós eins og svo margt annað. Allaveganna, ekki mjög spennandi campus.

Pétur 


mbl.is Vísinda- og fræðamiðstöð byggð upp á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert blogg um háskólamál

http://vestfirdingurinn.blog.is/blog/vestfirdingurinn/entry/199092/

Ísland sem alþjóðlegur vinnumarkaður vísindanna

Today, I participated in the workshop "Ísland sem alþjóðlegur vinnumarkaður vísindanna" organized by Rannis. At the workshop I delivered a presentation entitled How Do you Like Iceland? A View from a Foreign Academic. In case anybody is interested, the slides for my talk are available here. Enjoy.

The latter part of this interesting workshop was attended by a few politicians. I am happy to report that all of them went on record as saying that the amount of funding available for science in Iceland should be increased substantially. Hopefully, these words will turn into deeds after the elections Smile

I hope that there will be suitable media coverage for this event, which also saw the signing of the European Charter of Researchers by the rectors of the Icelandic universities. Funnily enough, I had already been present at the signing of the same document by the rectors of the Italian universities in Camerino in July 2005. (Italy was the first country to sign the document.)  


Ekki öll tækni góð?

Sama á við í íslenskum skólum, t.d. háskólum þar sem að fartölvur gera að mati ritstjóra lítið gagn en eru truflandi, svo vægt sé til orða tekið. Bæði er það tímaeyðsla og truflun að nemendur séu að nota tölvurnar til annars, en líka mjög absúrd að hafa 10 eða fleirri manns sem að horfa á mann og skrifa svo á tölvuna allt sem maður segir. Hlýtur að mega leysa þetta á annan hátt t.d. með því að einungis einn glósi eða að allar tölvur séu bannaðar.

Er háskólasamfélagið á Íslandi á villigötum?

Birt í Viðskiptablaðinu (best varðveitta leyndarmáli íslenskra fjölmiðlunar) Apríl 2007.
Birt hér með leyfi höfundar: 
Börkur Gunnarsson
borkur@vb.is
 
Enginn hefur farið varhluta af því að sprenging hefur orðið í framboði
framhaldsnáms á háskólastigi á Íslandi á undanförnum árum. Fyrir tíu
árum var lítið framboð og íslenskir háskólamenn þurftu að halda utan til
að fá meistara- og doktorsgráður. Á þessu hafa orðið gígantískar
breytingar á undanförnum árum. Nokkrir nýir háskólar hafa risið upp og
Háskóli Íslands hefur stóraukið framboð sitt á meistara- og doktorsnámi.
Það er óhætt að ætla að þessar breytingar muni hafa mikil áhrif á
íslenskt samfélag og eru þær nú þegar farnar að hafa þónokkur áhrif. En
eru þau öll til góðs?



Árið 1991 útskrifuðust 11 manns úr Háskóla Íslands með meistaragráðu og
enginn með doktorsgráðu, af þessum 11 voru 10 úr heimspekideild og einn
úr verkfræði. 1995 þegar HÍ útskrifar fyrsta nemandann með doktorspróf
eftir eiginlegt doktorsnám (fram að því hafði ekki farið fram eiginlegt
doktorsnám í skólanum, heldur lögðu menn ritstörf sín fram til
doktorsvarnar) útskrifuðust 34 með meistaragráðu.
Tíu árum síðar, árið 2005, útskrifaði HÍ 239 manns með meistaragráðu og
14 með doktorspróf. Brautskráningar með meistaragráðu hjá HÍ
sjöfölduðust á tíu árum og fjórtánfölduðust með doktorsgráður. Aukningin
er gígantísk og þá er ekki meðtalinn sá fjöldi nema sem útskrifaðist með
sambærilegar gráður frá HR eða Háskólanum á Bifröst, sem ekki voru til
fyrir tíu árum síðan. Margir líta þessa þróun jákvæðum augum en aðrir
bera mikinn kvíða í brjósti vegna hennar og telja hana vera til mikils
skaða.

Fræg er saga sem Jón Baldvin Hannibalsson sagði frá því þegar hann var í
opinberri heimsókn í Lúxemborg snemma í utanríkisráðherratíð sinni.
Sessunautur hans í kvöldverðarboði þar var Gaston Thorn, leiðandi
stjórnmálamaður í Lúxemborg, en hann var meðal annars nokkrum sinnum
forsætisráðherra og seinna forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Jón Baldvin segir svo frá: "Ég vissi að Lúxemborg hafði verið í rústum
eftir seinni heimsstyrjöldina og var fátækur sveitarhreppur með eina
stálbræðslu og einhvern rollubúskap. En þeim hafði tekist að ná þeim
árangri að vera með hæstu þjóðartekjur á mann í ESB og eru í dag ríkasta
þjóð í heimi. Ég spurði hann hvernig fóruð þið að? Gaston einsog góðum
stjórnmálamanni sæmir byrjaði á því að segja að hann tæki allt kredit
fyrir þetta sjálfur. Mér tókst að stöðva hreyfingu sem var hér ansi
sterk og stefndi að því að stofna lúxemborgískan háskóla þarsem kennt
yrði á lúxemborgísku. Í staðinn stofnuðum við öflugan sjóð til að lána
og styrkja námsmenn sem leiddi til þess að nánast allir námsmennirnir
okkar fóru til annarra landa til náms. Ef þetta hefði ekki verið gert þá
værum við ennþá með stálbræðsluna og rollurnar. Við erum orðnir að
alþjóðlegri fjármálamiðstöð afþví að við tölum tungur nágrannaþjóðanna
og kunnum þeirra hugsunarhátt, lög og reglur."
Ljóst er að Íslendingar hafa sótt mikið í nám erlendis og margar OECD
skýrslur hafa gert þetta að umfjöllunarefni og nefnt það sem ástæðu
fyrir styrk íslenska hagkerfisins að það er borið uppi af fólki sem
hefur lært úti, kann tungumál annarra þjóða og þekkir hugsunarhátt
þeirra, auk þess að koma alltaf með nýjustu hugmyndirnar heim.
Í síðustu skýrslu OECD frá því í júní 2006 var sérstaklega fjallað um
hvernig hlutfall íslenskra námsmanna í útlöndum hefði hrunið. Sagt var
að Íslendingar hefðu "repatriated" menntakerfið eða haldið stúdentum
sínum heima í námi í stað þess að senda þá út. Bent er á í skýrslunni að
árið 1988 var 1/3 íslenskra háskólanema í námi við erlenda háskóla en í
dag væri þetta hlutfall dottið niður í 1/7. Engu að síður er hlutfall
íslenskra námsmanna erlendis hærra en gengur og gerist á meðal annarra
Evrópuþjóða, auk þess sem tölur frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN)
sem notast er við, eru ekki fullnægjandi, enda ýmsir íslenskir námsmenn
sem nema úti án aðstoðar LÍN.
Það er áhugavert í skýrslunni að í lok umfjöllunarinnar um
háskólamenntun á Íslandi koma skýrsluhöfundar með þrjú ráð sem þeir mæla
sterklega með. Eitt þeirra er: "Í stað þess að bjóða uppá fullt grunn-,
meistara- og doktorsnám í öllum greinum, ætti að hvetja til náms í
útlöndum, sérstaklega á meistara- og doktorsstigi háskólanámsins."
Það vakti athygli í þjóðfélaginu þegar Sigurjón Þorvaldur Árnason,
bankastjóri Landsbankans, sagði í Helgarblaðsviðtali Viðskiptablaðsins
að Háskóli Íslands væri á villigötum og mikilvægt væri að íslenskir
námsmenn færu í framhaldsnám til útlanda. Hans skoðun er sú að
háskólarnir á Íslandi eigi að einbeita sér að því að gera grunnnámið sem
best, en senda síðan sem flesta utan til meistaranáms.
Guðrún Backmann, kynningarfulltrúi Háskóla Íslands, vill meina að
gagnrýnin sé að hluta til byggð á misskilningi. "Það verður að athuga að
allir nemendur eiga kost á því að taka hluta námsins erlendis. Í
langflestum tilvikum er doktorsnámið sem hér er boðið upp á í nánu
samstarfi við erlenda háskóla. Doktorsnám er í eðli sínu alþjóðlegt. Þú
verður að birta greinar og útdrætti úr ritgerðinni í erlendum tímaritum
til að fá doktorspróf. Þannig að það er ekki eins og námsmenn sem taki
doktorsgráðu hjá okkur loki sig eitthvað af, það er ekki hægt."
Guðrún bendir einnig á að hún telji að þetta aukna framboð hafi
sérstaklega orðið konum til góðs og eldra fólki sem annars hefði ekki
haft kost á því að mennta sig í framhaldsnámi.
Sigmundur Guðbjarnarson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, telur
einnig að almennt sé þróunin góð. Hann bendir á að þótt íslenskir
námsmenn sem hafi lært erlendis hafi skilað sér í mjög miklum mæli heim,
þá sé það ekki algilt. Hættan á því að missa talent úr landinu sé alltaf
til staðar.
"Ég sjálfur fór í nám til Bandaríkjanna (BNA) og ætlaði aðeins að vera
þar í tvö ár, en þau urðu tíu. Það munaði aðeins hársbreidd að ég kæmi
aldrei aftur. Þar voru hærri laun og meiri stuðningur við það sem ég var
að gera þannig að valið var erfitt." Hann bendir á að Þýskaland og aðrar
evrópskar þjóðir lifi við það að Bandaríkin fleyti oft rjómann af
hæfileikafólki þeirra.
Finnur Oddsson, lektor í Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík,
viðurkennir að það sé áhyggjuefni að þótt fleiri fari utan í nám sé
hlutfall íslenskra háskólanema erlendis mun minna en var árið 1999. Auk
þess bendir hann á að árið 1999 hafi verið um 460 íslenskir háskólanemar
í námi í Bandaríkjunum en árið 2005 var sú tala komin niður í 294. "Við
hvetjum þá sem sækja um hjá HR að fara utan til náms, en ef því verður
ekki við komið verðum við að koma með sambærilegt nám til þeirra."
Finnur leggur áherslu á að HR bjóði upp á bestu kennara í heiminum í
mörgum fögum. Hjá þeim sé ekki leitað meðal íslenskra kennara ef
framboðið á þeim uppfyllir ekki ströngustu gæðakröfur. Til dæmis bendir
hann á að í MBA náminu þeirra hafi þeir þrjá kennara frá IESE -
Barcelona, sem kenna MBA nám þar og var valið af The Economist besta MBA
nám í heiminum í fyrra. Þá hafa þeir einn frá London Business School og
annan frá INSEAD í Frakklandi.
"En þótt námið verði sambærilegt og við höfum sömu mögnuðu kennarana þá
er það rétt að námsmennirnir fara alltaf á mis við þann lærdóm sem
fylgir því að brjóta sér leið inní annan menningarheim og skilja
hugsunarhátt þeirrar þjóðar," segir Finnur. "En við getum aftur á móti
fært aðra menningarheima inní íslenskan heim með því að koma með færustu
kennara í heimi hingað til lands og kenna hér. Þótt íslenskan sé
þjóðinni mikilvæg þá er einnig mikilvægt að nemendur útskrifist með góða
enskukunnáttu. Þessvegna er stór hluti MBA námsins hjá okkur í HR kennt
á ensku. Af námskeiðunum hjá okkur eru 2/3 hlutar efnisins kenndir af
prófessorum frá virtum erlendum háskólum fyrir utan það að nemendurnir
fara utan til samstarfs við nemendur háskóla beggja vegna Atlantsála.
Svipað er uppi á teningnum í öðru meistaranámi við HR".
Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, tekur heilshugar undir með
Sigurjóni, bankastjóra Landsbankans, með að við eigum að senda sem
flesta nema til annarra landa. "Enda er ekki á áætlun hjá okkur að bjóða
uppá doktorsnám".
Ágúst vill meina að grunnnám í háskóla jafnist í dag á við stúdentspróf
eða landspróf fyrr á tímum. Íslenskir háskólar eigi að einbeita sér að
því að gera það gott og síðan að meistaragráðum sem er annað stigið og
þar komi sérhæfingin. Fyrir þriðja stigið, doktorsprófið, eigi að senda
nemendurna út. "Við eigum að fara varlega í það að taka inn allt
doktorsnám til landsins, auðvitað eigum við að gera það í einhverjum
mæli, en fara varlega," segir Ágúst.
Hjá Háskólanum á Bifröst er boðið uppá grunnnám og nokkrar
meistaralínur. Meðal annars í "International Business" og "Banking and
Finance" sem er gert í nánu samstarfi við Copenhagen Business School
(CBS) í Kaupmannahöfn og er um blöndu af fjarnámi og staðnámi að ræða.
"Þetta eru afmarkaðar meistaralínur, við tökum ekki of marga nemendur
inn til að geta sinnt þeim almennilega," segir Ágúst, "og við sendum
mikið af nemendum okkar út, því vitum hvað það er mikilvægt að vera í
sterkum tengslum við erlenda háskóla".
Finnur Oddsson hjá HR bendir einnig á ótvíræða kosti við aukningu á
framboði á meistaranámi sem felast í því að það sé mikill fjöldi fólks
sem hafi ekki haft kost á því að fara utan til náms en geti nú náð
meistaragráðum hjá virtustu kennurum í heimi. Fjölskylduhagir,
vinnuaðstæður eða fjárhagur draga mjög úr líkum á því að fólk sækist í
nám erlendis. Fórnarkostnaður (töpuð laun) og annar beinn kostnaður
(ferðalög, uppihald, skólagjöld) við nám í útlöndum er umtalsverður,
líklega á bilinu 15-25 milljónir fyrir þann sem fer í tveggja ára nám
erlendis.

Hvað segir atvinnulífið?
"Jú ég hef heyrt þessi rök áður með að það sé svo kostnaðarsamt að fara
utan til meistaranáms vegna vinnutaps og þessháttar, en hvað á það að
þýða? Þýðir það að íslenskt meistaranám sé svo létt að það sé hægt að
vinna með því?" segir áhrifamikill maður í viðskiptalífinu. "Vissulega
er einhver kostnaðarauki við það að búa erlendis í ferðalögum og
þessháttar en það sem vinnst er svo ótrúlega mikils virði. Persónulega
held ég að það séu mjög fáir sem raunverulega geta ekki farið út til
náms, það ætti frekar að auka verulega lánsúthlutanir til þeirra frekar
en að bjóða þeim uppá nám hér í staðinn," bætir hann við.
Annar viðmælandi sagði: "Þeir sem hafa ekki lært úti þeir bara fatta
þetta ekki. Þeir skilja ekki hvað þetta er mikilvægt. Þetta er átak,
þetta er erfitt en menn herðast við þetta og það er gott, nánast
nauðsynlegt. Vandamálið við þetta mikla framboð á framhaldsnámi á
háskólastigi hér á landi er að fólk velur oftast auðveldu leiðina og ef
það stendur frammi fyrir því að rífa sig upp og fara til ókunnugs lands
til að fá meistaragráðuna eða bara fá hana hérna, þá velja langflestir
að taka gráðuna hérlendis."

Flestir sem talað er við í viðskiptalífinu eru sammála um að það skipti
verulegu máli að nema meistaranámið sitt erlendis og er meðal annars
vísað til Framtíðarskýrslu Viðskiptaráðsins þarsem fram kom að þegar
stjórnendur fyrirtækja á Íslandi voru skoðaðir þá virtist vera fylgni á
milli þess að ef þeir voru menntaðir erlendis að þá væri fyrirtækið
líklegt til að vera framsækið erlendis. "Menn hætta að bera of mikla
virðingu fyrir erlendum mörkuðum og sækja inná þá með sjálfsöryggi og
þekkingu," sagði einn viðmælandinn.
Guðmundur Kristjánsson hjá Rifi telur að efla þurfi lánasjóðinn til að
styðja við bakið á þeim sem fara utan til náms, það sé feikilega
mikilvægt íslensku hagkerfi. En hann vill ekki gera lítið úr því aukna
framboði á námi sem hér hefur orðið og telur það einnig feikilega
mikilvægt fyrir samfélagið.
"Menntun er máttur. Það má ekki gerast aftur að Háskóli Íslands fái að
einoka menntaframboðið hér á landi. Ég hef oft gagnrýnt það að
útskrifaðir kennarar geti bara valið um eitt stéttarfélag og vinna hjá
einum vinnuveitenda. Við megum aldrei láta neinn þjóðfélagshóp múra sig
inní. Þá missum við þessa víðsýnina. Þannig að ég get ekki annað en
verið ánægður með hið aukna framboð á námi sem nú er og þá miklu
samkeppni sem er komin í geirann, þótt það verði að hyggja að því að
íslenskir nemar fari áfram til náms í öðrum löndum."
Pálmi Haraldsson segir: "Einn stærsti fengur Íslands er að stór hluti
námsmanna hefur farið um víðan völl til að ná sér í þekkingu. Það kemur
til baka með mikið tengslanet og mikla þekkingu. Það segir sig sjálft að
ef Íslendingur fer í Harvard og kynnist 60 öðrum Harvard stúdentum, þá á
hann þessa vináttu um aldur og ævi, sem getur verið ómetanleg. Ég held
að þessi missir, þessi neikvæðu áhrif af minnkandi sókn Íslendinga í nám
erlendis sé stórlega vanmetin."
Pálmi ítrekar samt að hugsanlega sé hægt að fara hina leiðina, einsog
sumt meistaranámið býður nú þegar uppá og það er að þótt námið sé tekið
í íslenskum háskóla þá sé það stundað í erlendum háskóla að miklum
hluta, til dæmis með eins árs dvöl utan landsteinanna.

Svelt háskólasamfélag
Þótt umræðan hafi verið frekar einhliða um hversu jákvætt það sé að
framboðið á framhaldsnámi á háskólastigi hafi aukist gera flestir úr
háskólaheiminum sér grein fyrir þessari hættu og leggja áherslu á að sú
hefð að Íslendingar sæki nám erlendis rofni ekki. Atvinnulífið er
sérstaklega uggandi yfir þessu, þarsem árangursríkustu stjórnendurnir
þekkja það af eigin reynslu hversu mikilvægt nám þeirra erlendis hefur
reynst þeim. Í háskólaheiminum má segja að tvö sjónarmið takist á þarsem
annarsvegar er hin gamla hefð að senda okkar nemendur út til bestu skóla
útum allan heim.
Þórólfur Þórlindsson, prófessor, hefur einmitt gert athugun á því að
velflestir kennarar Háskóla Íslands hafa menntað sig í bestu skólum
beggja vegna Atlantsála, í því felst ótrúlegur styrkur. Hitt sjónarmiðið
er að það ber að leggja höfuð áherslu á að styrkja námið hér. Með því að
gera það, þá eflum við skólana, rannsóknarstarfið við skólana, fjölgum
þeim sem vinna að séríslenskum verkefnum sem þarf að leysa. Bæði
sjónarmiðin hafa góð og gild rök að baki sér og það þarf að finna gott
jafnvægi. Spurningin er hvar sett verður forgangsröðun á þessi mál. Það
væri afleitt ef það drægi úr námi Íslendinga erlendis en ekki má horfa
framhjá jákvæðum áhrifum þess að við náum að mennta mun fleira fólk
hérlendis í dag og sinna betur séríslenskum verkefnum sem væri erfiðara
að ná í meistaralínum erlendra háskóla.
Á þetta leggur Sigmundur Guðbjarnason áherslu, því þegar meistara- eða
doktorsverkefni er valið þarf að finna leiðbeinanda sem hefur bæði
þekkingu og áhuga á viðfangsefninu, erlendir prófessorar með fæturna í
öðrum menningarheimi eru síður líklegir til að hafa áhuga á séríslenskum
verkefnum, sem þó geta verið til mikils gagns á Íslandi.
Eiríkur Baldursson hjá menntamálaráðuneytinu fullyrðir að allir
skólarnir hafi það mjög hugfast að sú hefð megi ekki rofna að íslenskir
námsmenn fari utan til náms. En hann bendir á enn einn ávinninginn af
framboði á námi hérlendis að Ísland sé að verða áhugaverður kostur til
kennslu og til náms fyrir útlendinga, sumir þessara nema verði eftir og
sumir kennaranna hefji samstarf við íslensk fyrirtæki. "Við erum ekki
lengur aðeins þiggjendur í alþjóðlegu háskólastarfi heldur leggjum við
einnig eitthvað fram," segir Eiríkur.
Guðrún Backmann bendir á að við HÍ séu 700 erlendir nemar og þar af sé
aðeins helmingurinn skiptinemar. Hún bendir á að við séum í fremsta
flokki í heiminum á sumum sviðum einsog í jarðvísindum. Sem leiðir okkur
að gagnrýni sem kemur víða fram og það er að hugsanlega ætti HÍ ekki að
bjóða uppá doktorsnám í svona mörgum fögum heldur aðeins nokkrum, það er
á þeim sviðum sem við erum góð. Meira að segja bestu háskólar BNA
treysta sér ekki til að bjóða uppá doktorsnám á öllum sviðum. Hugmyndin
um að koma HÍ inná lista 100 bestu háskóla heimsins gæti verið nánast
hættuleg, enda mælingar inná þann lista kannski ekki heppilegar. Þar
hafa engilsaxneskir háskólar forskot, enda stór hluti mælinganna til
dæmis fólgin í því að telja hversu oft er vitnað í greinar prófessora
skólans, en prófessor í enskum fræðum eru líklegri til að vera vitnað
margfalt meira í en íslenskum fræðum en á þeim fræðum er mjög
takmarkaður áhugi utan landsteinanna.
Engu að síður er það mikilvægt að íslenskum fræðum og bókmenntum séu
gerð góð skil í háskólum landsins. Sömuleiðis skora grúskarar ekki hátt
á þessum listum sem gefa út góð rit á tíu ára fresti öfugt við þá
prófessora sem gefa árlega út rit þarsem lítið markvert kemur fram. Eða
einsog Hjálmar Ragnarsson rektor sagði eitt sinn um þennan lista bestu
háskóla sem hann hefur lítið álit á. "Þetta minnir mig á þegar farið er
að meta listgrein sem mér er kær, tónlistina, útfrá lista Eurovision".
En þótt flestir háskólamenn viðurkenni að stefna að því að komast á
þennan lista sé annaðhvort óraunhæft eða óæskilegt eru nær allir sammála
um að þetta hafi verið flott kynningarherferð hjá rektor HÍ, enda
íslenska háskólasamfélagið lengi verið svelt. Hungrið hafi aftur á móti
verið að hluta til sefjað að undanförnu af ríkisins hálfu.

Alþjóðavæðingin hefur þvert á móti aukist
Misjafnar upplýsingar koma frá HÍ um hversu mikið doktorsnám er þar í
boði, sumir segja nánast öllum fögum en Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ
segir að svo sé alls ekki.
"Við bjóðum aðeins uppá doktorsnám í þeim fögum sem við höfum burði til
að gera það". Samkvæmt Kristínu hvetja þau einnig sína nema til að fara
utan til náms. En hún segist ekki hafa áhyggjur af því að alþjóðleiki
náms Íslendinga minnki á næstu árum þótt hlutfall Íslendinga í námi
erlendis hafi hrunið með áðurnefndum hætti síðan 1988. "Við erum ekki að
tapa alþjóðleikanum með þessu aukna framboði á framhaldsnámi á
háskólastigi hérlendis, þvert á móti erum við að auka alþjóðleikann með
því. Það er vegna þess að framboðið er í talsvert miklu samstarfi við
erlenda háskóla."
Hún bendir á að frá og með næsta hausti bjóðist nemendum í Viðskipta- og
hagfræðideild HÍ og þarmeð einnig þeim sem eru í MBA náminu að taka nám
á meistarastigi í samstarfi við Harvard háskóla, námskeið í
samkeppnishæfni og nemendur koma til með að hafa sömu gögn og aðgang að
sömu vefgátt og að hafa að hluta til sömu kennara og aðrir Harvard
nemar. Alþjóðavæðingin á öllum háskólanum hafi stóraukist og muni bara
aukast enn meira á næstu árum.

Þarf að staldra við og endurskoða stefnuna?
Öllum ber saman um að gæði háskólanáms hafi stórbatnað við aukna
samkeppni og meira framboð af háskólanámi á grunn- og framhaldsstigi, en
óttinn við að missa eitthvað af þeirri samkeppnishæfni sem Íslendingar
hafa sýnt á alþjóðlegum markaði verður ekki sefaður við það. OECD
skýrslur vilja að hluta þakka árangur okkar efnahagskerfis með því að
við höfum sent svona mikið af námsmönnum okkar út til náms og hvetja í
nýlegri skýrslu til þess að við höldum því áfram. En gagnrýnendur
þessarar miklu uppbyggingu á framhaldsnámi á háskólastigi er svarað að
vissu marki með því að háskólarnir virðast leggja metnað sinn í að koma
með færustu háskólakennara í heimi hingað til lands og kenna íslenskum
nemum. Möguleiki er á að það takist svo náið samstarf milli HR og MIT að
hægt er að stunda nákvæmlega sama nám í HR og bandarískir nemendur
stunda við MIT. Það er að sjálfsögðu stórkostlegur árangur og allt í
einu stendur fjöldanum öllum af íslenskum námsmönnum kostur á námi sem
er eitt hið besta í heimi með bestu kennurum í heimi.
Sömuleiðis hefur HÍ hafið náið samstarf við fjölda virtra háskóla, þar á
meðal Harvard og Háskólinn á Bifröst er í sterku samstarfi við CBS í
Kaupmannahöfn. Kristín hefur ýmislegt til síns máls þegar hún segir að í
raun hefur alþjóðavæðing háskólanna á Íslandi aukist við aukið framboð
hérlendis. Auk þess sem háskólarnir hafa aukið samstarf sitt við
atvinnulífið og eflt rannsóknarstarfið sem fer að miklu leyti fram í
kennslu og í meistara- og doktorsnámi. En sumstaðar hefur verið of geyst
farið og boðið uppá meistara- og doktorsnám sem er engan veginn
sambærilegt við gæði þess náms sem hægt er að finna víðast hvar í
heiminum, en hugsanlega eru það byrjunarörðugleikar, vaxtaverkir sem
fylgja svo hraðri þróun. En það verður að hugsa til þess að það eru
takmarkaðir peningar í boði og það er líklegra skynsamlegra að nýta sem
mest af þeim í grunnnámið til að nemendurnir séu það vel undirbúnir að
þeir komist inní bestu háskóla í heimi. Einbeita sér síðan að aðeins
færri meistara- og doktorsgráðum og gera það vel.
Finnur Oddsson, lektor í Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, orðaði
þetta ágætlega: "Þróunin í háskólanámi á framhaldsstigi hefur verið mjög
jákvæð. En það þarf að velta fyrir sér hvenær hún hættir að vera jákvæð.
Þegar hún þróast út í það að vera letjandi fyrir fólk að fara utan til
náms þá erum við kannski komin á hættulega braut. Hvenær lendum við í
því að það fari of fáir utan? Er það ástand þegar komið? Það verður að
hafa vakandi augu fyrir þessari þróun," segir hann. Það er ljóst að
einhverjir telja það ástand þegar vera komið og ástæða til að staldra
við og skoða hvaða afleiðingar stefnan hefur.

How to Hone U.S. Grad Schools

http://sciencenow.sciencemag.org/cgi/content/full/2007/426/4

By Yudhijit Bhattacharjee
ScienceNOW Daily News
26 April 2007

Policy-makers, business leaders, and educators in the U.S. spend a lot of time these days talking about what the country needs to do in order to be more competitive in the global economy. Today, a new report from the Council of Graduate Schools (CGS) joined the chorus, calling for the revitalization of graduate education and better links between universities and industry.

The 36-page document, written by a committee of academics, policy experts, and industry representatives and released today at a meeting held at the U.S. Library of Congress, is intended to remind lawmakers of the role of graduate education in innovation at a time when Congressional efforts are focused on improving K-12 science and math education in the country. "America's huge economic success comes from innovation, which is fuelled by its research enterprise," says CGS President Debra Stewart. "And that in turn is driven by graduate education."

Although the U.S. still has the world's strongest graduate education system and attracts talented students from around the globe, the report warns of increasing competition from other nations that are boosting their investments in universities. "We need to do more to expand and replenish the academic pipeline, both by developing our domestic talent pool and by making it easier for the world's best and brightest to pursue their graduate education at American universities," Stewart says.

The report lobbies for a 10% increase in federal funding for graduate education programs, more scholarships for underrepresented minorities, and a more streamlined visa system. Furthermore, the report says, universities must overhaul their graduate programs by making them more interdisciplinary, for example, blending engineering with the health sciences. And businesses should increase their research collaborations with graduate schools.

"The business community needs to make sure that universities know the kind of skills that companies are looking for," says Irving Wladawsky-Berger, vice president of technical strategy and innovation at IBM and one of the report's authors. "Today's economy needs people who are good at applying technical skills to services--like designing a supply-chain system or a hospital management system," he says. "That requires more interdisciplinary training than before."

The report's recommendations are a roadmap that would help boost not just the nation's economic health but also its security, says chemist George Atkinson, who until two weeks ago served as the U.S. State Department's science and technology adviser.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband