15.10.2007 | 15:43
Sjálfsagt
Guðfinna hefur alls ekki útskýrt nægjanlega vel hvað lág að baki ákvörðun hennar. Nú fer væntananlega Mofi og aðrir spekúlantar á flug um lygalaupana Darwin og Dawkins , sem að var einmitt það sem að ályktunin var gegn, það er að aðskilja vísindi og trú í kennslu í Evrópu og því mikil mistök að samþykkja hana ekki. Guðfinna hefur líka sérstaka stöðu vegna fyrra starfs og gerðar eru miklar væntingar til hennar þegar að kemur að menntamálum.
Ég hef mikinn áhuga á því hvað Guðfinna hefur skrifað undir úr því að hún gat ekki skrifað undir þetta.
Harma afstöðu Guðfinnu Bjarnadóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Tenglar
Stjórnmálamenn með vit á menntamálum og vísindum
Áhugafólk um menntamál og vísindi
Greinar og skýrslur
Fyrirtæki og félagasamtök
Rannsóknarstofnanir
Vísindi, fræði og tækni
Stofnanir og Skólar
Aðstandendur
- Heiða María Sigurðardóttir
- Indriði H. Indriðason
- Arnar Pálsson
- Inga Dóra Sigfúsdóttir
- Anna Ingólfsdóttir
- Guðrún Valdimarsdóttir
- Þórarinn Guðjónsson
- Luca Aceto
- Einar Steingrímsson
- Eiríkur Steingrímsson
- Magnús Karl Magnússon
- Pétur Henry Petersen
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að til eru ráðamenn sem hafna frekari forræðishyggju. Einstaklingurinn verður að fá frelsi til að velja hvort er í þessu máli eða öðru. Þróunnarkenningin er kenning ekki staðreynd.
Elías Theódórsson, 15.10.2007 kl. 16:07
Hvað er þá hægt að segja um trúarrit og sköpun... það er ævintýr, no more no less
Hefur ekkert með frelsi að gera og þróunarkenning hefur haldið í gegnum árin og byggir á staðreyndum á meðan trúarrit byggja á engu nema ímyndun
DoctorE (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 16:12
Ég mun ekki eyða mínum tíma í karp, en vísa ET í yfirlýsingu líffræðistofnunar. Það er alvitað að þróun er vísindi og staðreyndir, sem að sköpunarsagan er ekki. Það er kannski kominn tími til að við vísindamenn förum að tala um þróunarlögmálið sbr. þyngdarlögmálið, því það er leikmönnum tamt að nota orðið kenningu á annan hátt en fræðimönnum. Það er ekki óeðlilegt, en óheppilegt.
Um forræðishyggju: Annaðhvort erum við í þessu ráði eða ekki. Ef að við erum á móti forræðishyggju og á móti starfsemi ráðsins, sem er alveg viðhorf, þá eigum við að segja okkur úr því.
ps: ég mun hiklaust eyða út ómálefnalegum færslum (Mofi ég er að tala um þig) . Það er ekki hægt að setja inn í allar alvarlegar umræður um lífvísindi og þróun, karp við fólk úr sértrúarsöfnuðum, sem tekur engum rökum og er að eigin áliti á guðs vegum.
Pétur Henry Petersen, 15.10.2007 kl. 16:35
Ég legg til að við segjum okkur úr forræðishyggjuráðinu og berjumst gegn sköpunarhugarórunum á öðrum grundvelli en með boðum og bönnum. Vil ég síður beita sömu taktík og hið trúsjúka fólk, og neyða það til að taka sönsum. Þetta er bara tímaspursmál, trúarruglið mun deyja út að lokum, þróunarlögmálið tryggir það.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 15.10.2007 kl. 18:58
Ég er ekki alveg að fylgja þér Páll, sýnist Elías vera á nokkurn veginn sömu bylgjulengd og þú í þessum efnum.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 21:19
Það er ótrúleg lenska hjá svo mörgum að argast út í þá sem eru ekki á sömu skoðn og þeir. Veit einhver allt? Erum við ekki alltaf að læra? Ég vil skora á ykkur og alla sem lesa þetta að virða frelsi hvers annars hvort það er til trúar, orða eða athafnar. Ég hef engan áhuga á að neyða fólk til að hafa sömu skoðun og ég. Frábært hjá Guðfinnu að standa við sína sannfæringu en vera ekki að velta sér upp úr hvað kjósendum muni líka. DoctorE athyglisverð skoðun hjá þér. Pétur Henry takk fyrir að vekja athygli á Mofa, ég leit á síðu hans og hann er greinilega mikill pælari þótt þú sért ekki á hans skoðun máttu alveg virða hans pælingar. Sigurður Karl, athyglisverður spádómur hjá þér. Páll, skóffín þýðir samkv. orðabók, þjóðsögulegt dýr, afkvæmi refs og kattar. Fífl, kjáni, stelputrippi, alvörulaus stelpa. Gæluorð um börn! Jón Gunnar, ég er einfaldlega ánægður með að til séu ráðamenn sem þora að fylgja sannfæringu sinn þrátt fyrir mögulega andstöðu.
Elías Theódórsson, 15.10.2007 kl. 21:53
Elías skrifar:
"Ég vil skora á ykkur og alla sem lesa þetta að virða frelsi hvers annars hvort það er til trúar, orða eða athafnar. Ég hef engan áhuga á að neyða fólk til að hafa sömu skoðun og ég."
Ég held að ég get samviskulaust og af heilum hug sagt að enginn sé að neyða einn eða annan til eins eða neins. Það er alveg kórrétt hjá þér Elías og virða ber frelsi annarra til að hafa hvaða skoðun sem er, hversu glórulaus sem hún er. Öllum er þó einnig frjálst að bera enga virðingu fyrir skoðununum sjálfum og óheft málfrelsi tryggir að hver sem er ósammála má gagnrýna skoðanirnar á opinberum vetfangi, með þeim talsmáta og orðavali sem hann eða hún kýs sér.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 15.10.2007 kl. 22:42
Ég eyði bulli sem hér er sett inn. Það telst ekki rök að taka málstað annara miskilja hann, skrumskæla og gagnrýna svo sinn eigin miskiling. Ef fólk vill vísa í texta, þá gerir það það, ekki setja inn hingað. Ég er ekki feiminn við að setja fólk á bannlista sem getur ekki uppfyllt lágmarkskilyrði um kurteisi og hefur ekki hæfileikann til að halda sig við umræðuefnið eða veldur því ekki.
ritjs.
Þekkingarsamfélagið, 15.10.2007 kl. 22:59
Pétur setur fram góða spurningu, hvaða alyktanir evrópu ráðsins studdi Guðfinna og hverjar ekki.
Að auki má spyrja hvers vegna hún kaus gegn tillögunni, en lét sér ekki nægja að sitja hjá, fyrst hún er efnislega sammála því að hugmyndir um sköpun séu ekki vísindaleg kenning.
Hún mætti einnig gera grein fyrir því, hvort að hún, fyrst hún er efnislega sammála, komi til með að kynna þetta vandamál fyrir alþingi og íslensku þjóðinni.
Guðfinna hefur gott orðspor í menntamálum, og ætti að leggja sín lóð á vogarskálarnar og hjálpa til við að halda Íslenskri menntun á háu stigi. Það væri þjóð okkar ekki til framdráttar að blanda trúarlegum kenningum inn í kennslu í vísindum. Skilaboð þess efnis, frá íslenskum yfirvöldum, verða að vera skýr.
Arnar Palsson (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.