Færsluflokkur: Bloggar
8.5.2007 | 16:52
Af háskólamálum - ritstjórnarpistill í Fréttablaði
"Augljóst var hins vegar að á þessu sviði gat það ekki verið eina markmiðið að reka meirihlutann af tíu minnstu háskólum heims. Metnaðarfull stefnumótun rektors Háskóla Íslands um að koma skólanum í fremstu röð háskóla og rannsóknarstofnana var því rökrétt framhaldsskref. "
Þorsteinn Pálsson
http://www.visir.is/article/20070508/SKODANIR04/105080104
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Readers of this blog might be interested in knowing that Rannis is collecting (transcripts of) the presentations from the event here. Enjoy.
Contributors to this blog will appreciate any comment you might have on the contents of the presentations.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 10:37
Falleinkunn í menntamálum
Katrín Júlíusdóttir,Ágúst Ólafur Ágústsson
Samfylkingarfólk veit að hægt er að gera mikið betur í menntamálum hér á landi. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, virðist hins vegar vera á öðru máli í grein sinni í Fréttablaðinu 3. maí sl. Þar lýsir hann því hvernig allt sé í fínu standi í menntamálum á Íslandi og segir okkur vera þar í fremstu röð. Sigurður Kári skammast heilmikið út í undirrituð fyrir að styðjast í gagnrýni okkar við gögn frá OECD, sem þó sérhæfir sig í að bera saman tölfræði á milli landa.
Styðjumst við nýjustu skýrslu OECD
Frammistaða íslenskra stjórnvalda er að sjálfsögðu mæld í samanburði við önnur lönd. Vörn Sjálfstæðisflokksins virðist hins vegar felast í að vilja bera saman framlög mismunandi ára milli landa. Það gengur auðvitað ekki að bera saman framlögin til framhaldsskóla eins og þau voru á Íslandi árið 2007 við framlög til framhaldsskóla í Svíþjóð árið 2004.
Það er lenska hjá Sjálfstæðisflokknum að véfengja ætíð óhagstæðan samanburð, hvort sem hann kemur frá OECD, Landssambandi eldri borgara, ASÍ eða öðrum aðilum.
Erum víst í 21. sæti
Í töflu B2.1c á bls. 207 í skýrslu OECD um opinber útgjöld til háskólastigsins sést að Ísland er að verja 1,2% af landsframleiðslu en meðaltalið í OECD er 1,4%. Danir, Norðmenn og Finnar verja 1,8% og Svíar 1,5%. Ísland er í 21. sæti af 30 þjóðum.Í sömu töflu má sjá hverju önnur ríki verja til framhaldsskóla en samkvæmt upplýsingaþjónustu Alþingis varði Ísland 1,3% til þeirra. Sá samanburður sýnir að Ísland er í 16. sæti af 30 OECD-þjóðum. Sigurður Kári reynir ekki að hrekja þennan samanburð í grein sinni og minnist ekki á hann.
68% á aldursbilinu 25-34 ára hafa lokið framhaldsskólanámi en á hinum Norðurlöndunum er þetta 86-96% skv. töflu A1 2a á bls. 38. Meðaltalið í OECD er 77% og í ESB 78%. Við erum hér í 23. sæti af 30 þjóðum.
31% á aldrinum 25-34 ára hafa lokið háskólanámi hér en á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall 35-42% skv. töflu A1.3a. á bls. 39. Hér er Ísland í 17. sæti af 30 þjóðum. Sigurður Kári rengir ekki þessa tölu.
Sigurði Kára tekst því ekki að hrekja samanburðinn. Honum er bara illa við samanburðinn sjálfan. Heimild sem hann vitnar sjálfur til í greininni styður mál okkar enn frekar. Samkvæmt tölfræðiskýrslu norrænu Hagstofunnar (Nordic Statistical Yearbook 2006) sést að hlutfall fólks á aldrinum 15-74 sem hafði lokið námi á háskólastigi árið 2005 var 18,9% á Íslandi en 24,7% í Noregi, 23,3% í Svíþjóð, 22,2% í Danmörku og 26,5% í Finnlandi.
Niðurskurður tilframhaldsskólanna árið 2007
Sigurður Kári heldur því fram að á þessu kjörtímabili hafi fjárframlögin aukist svo mikið að samanburðurinn sé úreldur. Lítum því aðeins betur á hvað hefur gerst í þróun útgjalda til framhaldsskólanna frá árinu 2004.Á vef Hagstofunnar kemur fram að 2004-2005 hafi framlög til framhaldsskóla lækkað um 123,7 milljónir og hlutur framhaldsskólans í landsframleiðslunni lækkað úr 1,41% í 1,33%. Á sama tíma fjölgaði skráðum nemendum á framhaldsskólastigi um 873.
Þá nemur niðurskurður til framhaldsskóla 2007, 650 milljónir króna. Það virtist koma stjórnvöldum á óvart að þeir einstaklingar sem fæddust í stórum árgöngum 1989 og 1990 skiluðu sér í menntaskóla. Fjármagn hefur ekki fylgt þessari óvæntu" nemendafjölgun.
Loks hefur reiknilíkaninu sem nota á til að reikna út raunkostnað á hvern nemanda í framhaldsskóla verið breytt þannig að nú er það notað til að dreifa niðurskurðinum.
Sigurður Kári getur því ekki haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið sig saman í andlitinu á kjörtímabilinu nema síður sé.
Jafnaðarmenn hafa sýntvilja sinn í verki
En í samanburði á heildarútgjöldum til menntamála komum við þó ágætlega út í skýrslu OECD. Sú staða er hins vegar tilkomin vegna þess að við erum nálægt toppi þegar kemur að útgjöldum til leik- og grunnskóla.Þau skólastig eru hins vegar rekin af sveitarfélögum en ekki ríkisvaldinu. Ríkisvaldið rekur framhalds- og háskólana þar sem við fáum hina alræmdu falleinkunn. En það hafa verið jafnaðarmenn í Reykjavík, Hafnarfirði og víðar sem hafa rekið flesta grunnskóla og leikskóla landsins undanfarinn áratug.
Það er fjárfesting sveitarfélaga í grunnskólum og leikskólum sem togar Ísland upp þegar litið er til heildarútgjalda til menntamála. Framlög ríkisvaldsins til framhalds- og háskólanna toga okkur hins vegar niður.
Ísland er jafnframt hið eina af Norðurlöndunum sem ekki styrkir sína námsmenn heldur lánar þeim eingöngu. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að stjórna menntamálaráðuneytinu í 16 ár. Árangurinn er falleinkun í menntamálum. Við þessi orð stöndum við. Varnarleikur Sjálfstæðisflokksins er tilraun til sjónarspils, eins og ofangreindar staðreyndir sýna glögglega.
Höfundar eru alþingismenn Samfylkingarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 11:50
Centres of Excellence vs. Rannsóknastofnanir
After my talk at the Rannis workshop on Ísland sem alþjóðlegur vinnumarkaður vísindanna - Staða Íslands í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl í rannsóknum, tækni og nýsköpun, one of the participants came to talk to me. I apologize for not remembering his name, but he introduced himself to me as an "old timer" who has worked at Rannis for many years in the past.
His tenet was that Iceland already funds "Centres of Excellence" in research, namely the so-called Rannsóknastofnanir, but that these have been chosen not via peer-reviewed evaluation, but in light of national interest. He also claimed, and I have no reason not to believe in what he said, that Iceland is leading in research in the areas covered by the Rannsóknastofnanir. He also said, however, that despite having a lot of publications and citations, the work of these Rannsóknastofnanir is relatively unknown abroad.
I have two comments. First, it might be OK for politicians to decide that certain institutions should have guaranteed funding because they cover areas of research of national interest. However, please do not call those "Centres of Excellence" and subject them to periodic evaluation by peers.
Second, if the work of these Rannsóknastofnanir is so good scientifically, why is it not more known in the international research community? (I am relying on what he said here.)
Discuss.
Bloggar | Breytt 8.5.2007 kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2007 | 20:00
Reykjavíkurakademían 10 ára
Clarence E. Glad |
Fréttablaðið, 05. maí. 2007
Reykjavíkur Akademían er samfélag sjálfstætt starfandi fræðimanna stofnað árið 1997.
Strax eftir stofnun Akademíunnar var hafist handa við að stilla saman strengi fræðimanna sem unnið höfðu hver í sínu horni og leita að hentugu húsnæði.
Í nóvember 1998 fluttu 14 fræðimenn í nýtt fræðasetur í JL-húsinu við Hringbraut. Akademían hefur vaxið og dafnað síðan.
Félagar eru um 400 og af þeim hafa nú um 80 vinnuaðstöðu í húsakynnum stofnunarinnar. Þessir fræðimenn vinna að eigin verkefnum og afla styrkja í krafti verðleika sinna og verkefnanna. Einnig taka þeir þátt í samstarfsverkefnum með íslenskum og erlendum fræðimönnum.
Frá því að Akademían flutti í JL-húsið hafa um 280 manns haft þar aðstöðu. Flestir eru menntaðir á sviði hug- og félagsvísinda. Í hópnum hafa einnig verið kvikmyndagerðarmenn, blaðamenn og þjóðþekktir rithöfundar.
Akademónar eru bæði langskólagengnir einstaklingar og aðrir sem eru að byrja að hasla sér völl á sínu sviði. Þessi sambúð ólíkra fræðasviða og aldurshópa hafa sett mark sitt á Akademíuna.
Þverfaglegur vettvangur
Í ljósi framannefndrar fjölbreytni er ReykjavíkurAkademíunni best lýst sem þverfaglegum vettvangi ólíkra fræða. Ólíkt hefðbundnu háskólasamfélagi þar sem hverri deild er markaður bás, hvetur uppbygging Akademíunnar til samstarfs fræðasviða. Samræða ólíkra fræðimanna felur í sér nýsköpun í aðferðum og verkefnum. Nú þegar hafa nokkur þverfagleg alþjóðleg rannsóknarverkefni akademóna náð góðum árangri.Auk þess að sinna rannsóknum tekur Akademían ásamt félögum hennar að sér verkefni fyrir ríki og sveitarfélög, stofnanir og einstaklinga. Akademían stendur einnig reglulega fyrir málþingum og vill stuðla að gagnrýninni samfélags- og menningarumræðu. Akademían á einnig gott samstarf við ýmis fræðasetur og háskólastofnanir.
Stefna Akademíunnar og útgáfustarfsemi
ReykjavíkurAkademían starfar óháð hagsmunaaðilum á sviði stjórnmála og viðskipta og aðhyllist ekki neina pólitíska hugmyndafræði. Til þeirra sem innan vébanda hennar starfa hverju sinni gerir hún kröfur um fræðileg vinnubrögð, fyllstu vandvirkni, nákvæmni og heiðarleika.RA tekur þátt í útgáfu þriggja fræðilegra ritraða. Í samstarfi við Omdúrman er gefin út ritröðin Atvik, handhæg og ögrandi röð smárita um hræringar í menningarlífinu. Íslensk menning er röð veigamikilla fræðirita sem Akademían stendur að ásamt Hinu íslenska bókmenntafélagi. Félagar í Akademíunni standa að útgáfu ritraðarinnar Sýnisbækur íslenskrar alþýðumenningar í samvinnu við Háskólaútgáfuna. Árlega birtast fjölmörg fræðirit eftir akademóna, hér á landi og erlendis.
Starfsemi innan Akademíunnar
Í húsakynnum Akademíunnar er að finna bókasafn Dagsbrúnar, sem rekið er í samstarfi við Eflingu - stéttarfélag. Starfandi félög innan RA eru m.a.: Hagþenkir, Kviksaga, heimildamyndamiðstöð, Vefritin Kistan, Hugsandi og Glíman, Miðstöð einsögurannsókna, Leikminjasafn Íslands, Markmál, NN fjölmiðlaþjónusta, Penna sf., Lestrarsetur Rannveigar Lund, Hoffmannsgallerí, Náttúruverndarsamtök Íslands, Jafnréttisstofa, Rannsóknarstofnun um mannlegt atferli, Mirra, miðstöð innflytjendarannsókna og Varp, miðlunardeild RA. Þá hefur Viðskiptaháskólinn á Bifröst einnig aðstöðu í húsinu.Nýverið hlaut rannsóknarhópur innan vébanda RA, Ísland og ímyndir norðursins, öndvegisstyrk Rannís. Á velheppnaðri alþjóðlegri ráðstefnu um efnið sagði annar aðalfyrirlesara ráðstefnunnar, Sherril Grace, prófessor við University of British Columbia og forseti Hugvísindadeildar The Royal Society of Canada: Í Kanada eru stofnanir af sama tagi (og RA) til innan raunvísinda, læknisfræði og hagfræði - þar eru þær nefndar hugveitur" - en ekki á sviði hugvísinda. Starfsemi ykkar er einstök og því er þeim mun meiri ástæða til að dást að hugrekki ykkar, frumkvæði og árangri."
Ég vil einnig leyfa mér að vitna í ummæli forseta Íslands, Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, er Bókasafn Dagsbrúnar flutti inn í húsakynni Akademíunnar: ReykjavíkurAkademían hefur reynst brýn viðbót við mennta- og rannsóknarstofnanir okkar Íslendinga, frjór og vakandi vettvangur fræða og menningarstarfs, samfélag sem rúmar allar kynslóðir og öll sjónarmið eins og sannri akademíu sæmir ..." Akademónum er bæði ljúft og skylt að reyna að standa undir þeim væntingum sem ofangreind ummæli gera til þeirra.
ReykjavíkurAkademían nýtur stuðnings menntamálaráðuneytisins og er jafnframt með þjónustusamning við Reykjavíkurborg. Stefnt er að útgáfu heimildamyndar og bókar um sögu Akademíunnar á hausti komanda.
ReykjavíkurAkademían heldur upp á 10 ára afmæli sitt 7. maí. Í tilefni afmælisins verður opið hús í JL-húsinu að Hringbraut 121, kl. 10-14. Allir eru velkomnir að kynna sér starfsemina innanhúss og spjalla við akademóna.
Ég vil nota tækifærið á þessum tímamótum og þakka öllum þeim fjölmörgu velunnurum Akademíunnar sem stutt hafa hana og hvatt á umliðnum árum. Sá velvilji hefur verið okkur drjúgt veganesti.
Höfundur er trúarbragðafræðingur og formaður ReykjavíkurAkademíunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 19:56
Stórkostleg sókn í menntamálum
Við sjáum þessa þróun á öllum skólastigum frá leikskóla upp í háskóla.
Í leikskólum landsins á sér stað gífurlega öflugt starf og hvergi er líklega gróskan meiri í skólastarfi en einmitt þar. Ég hef á undanförnum árum heimsótt fjölmarga leikskóla um landið allt og ávallt dáðst að því fjölbreytta og skemmtilega starfi sem þar fer fram. Litlu Íslendingarnir sem eru að taka sín fyrstu skref í skólakerfinu takast þar á við fjölþætt verkefni undir styrkri leiðsögn þar sem fræðslu og leik er tvinnað saman og gleðin er aldrei langt undan.
Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga hefur reynst einstakt heillaskref og grunnskólinn blómstrar sem aldrei fyrr. Við sjáum það um land allt hve mikinn metnað sveitarfélög leggja í skólastarfið og hve ríkar kröfur foreldrar gera til þessarar þjónustu. Öflugt kennaralið hefur átt ríkan þátt í þessum mikla árangri og tel ég rétt að huga að enn frekari eflingu og lengingu kennaramenntunar á öllum skólastigum. Þar með væri lagður grunnur að áframhaldandi stórsókn í menntamálum.
Nú er svo komið að nær allir sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla. Þetta mun reynast þjóðinni happadrjúgt á næstu áratugum. Nemum stendur til boða fjölbreytt flóra framhaldsskóla hvort sem litið er til bóknáms eða verknáms. Sömuleiðis hefur verið brugðist við kröfunni um nám í heimabyggð með stofnun og undirbúningi nýrra framhaldsskóla og ríkri áherslu á dreifnám og fjarnám.
Mesta byltingin hefur hins vegar orðið á háskólastigi. Fjöldi háskólanema hefur tvöfaldast á síðastliðnum áratug og valkostir háskólanema hafa aldrei verið fleiri og fjölbreyttari. Ef þróunin á árunum 1995-2007 er skoðuð kemur eftirfarandi í ljós.
l Nemendum í námi til 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 104%.
l Nemendum í viðbótarnámi eftir 1. háskólagráðu hefur fjölgað um 370%.
l Nemendum í námi til meistaragráðu hefur fjölgað um 1.037%.
l Nemendum í námi til doktorsgráðu hefur fjölgað um 1.837%.
Þetta hefur gerst án þess að þeim er sækja í háskólanám erlendis hafi fækkað. Þetta er hrein viðbót.
Við sjáum þetta endurspeglast í alþjóðlegum samanburði OECD-ríkjanna. Á Íslandi var brautskráningarhlutfall (fjöldi brautskráðra deilt með stærð fæðingarárgangs) á háskólastigi 50% árið 2004 en var 38,7% árið 2000. Þetta er hæsta hlutfall innan OECD en meðaltalið þar er 34,8%. Á undanförnum fimm árum höfum við einnig siglt fram úr Dönum, Norðmönnum og Svíum þegar kemur að hlutfalli þeirra sem stunda háskólanám.
Þetta hefði ekki getað gerst án þeirrar áherslu sem ríkisstjórnin hefur lagt á menntamál á kjörtímabilinu og endurspeglast í framlögum til menntamála. Framlög til háskóla og rannsókna hafa farið í um 10 milljörðum í tæpa 15 á ári og framlög til framhaldsskóla úr 10 milljörðum í um 16 milljarða á ári. Þetta eru gífurlegar fjárhæðir en jafnframt fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar fram í sækir.
Höfundur er menntamálaráðherra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 23:35
Þáttaka frjáls og opin
Það er vert að minna á að hver sem er, sem hefur áhuga á að setja hér inn texta eða tengingar áskoðanir sínar eða annara um háskólamál,vísindi og fræði með víðum formerkjum, er það frjálst. Það eina sem þarf að gera er að opna blogg síðu á mbl.is sem er mjög einfalt og senda ritstjóra tilkynningu um það. Einnig er tekið á móti texta hjá ritstjórn, jafnvel undir dulnefni, ef að það er eitthvað krassandi.
Pétur H. Petersen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 23:30
Háskólar sem hluti af byggðastefnu
http://www.bb.is/Pages/82?NewsID=100091
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2007 | 23:22
Vísindi og fræði á Keflavíkurflugvelli.
Stórhuga framtíðarsýn eða skýjaborgir byggðar á sandi. Vonum hið fyrrnefnda en framtíðin mun leiða það í ljós eins og svo margt annað. Allaveganna, ekki mjög spennandi campus.
Pétur
Vísinda- og fræðamiðstöð byggð upp á Keflavíkurflugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 23:14
Athyglisvert blogg um háskólamál
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Stjórnmálamenn með vit á menntamálum og vísindum
Áhugafólk um menntamál og vísindi
Greinar og skýrslur
Fyrirtæki og félagasamtök
Rannsóknarstofnanir
Vísindi, fræði og tækni
Stofnanir og Skólar
Aðstandendur
- Heiða María Sigurðardóttir
- Indriði H. Indriðason
- Arnar Pálsson
- Inga Dóra Sigfúsdóttir
- Anna Ingólfsdóttir
- Guðrún Valdimarsdóttir
- Þórarinn Guðjónsson
- Luca Aceto
- Einar Steingrímsson
- Eiríkur Steingrímsson
- Magnús Karl Magnússon
- Pétur Henry Petersen
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar