Færsluflokkur: Bloggar

Náttúrufræðikennslu ábótavant

Ný könnun á vegum OECD bar saman menntakerfi þjóða. Þessi svokallaða PISA könnun beindist aðallega að náttúrufræðikennslu að þessu sinni. Niðurstaðan er sú að Ísland fellur niður listann og er nú fyrir neðan miðju.

Náttúrufræði og vísindakennslu er ábótavant hérlendis, bæði á neðri og efri skólastigum, og augljóst að margt þarf betur að fara. Laun og menntun kennara þarf augljóslega að bæta. Það er ekki endilega að það þurfi flókinn búnað eða kennslustofur fyrir lægri skólastig eða framhaldsskóla. Hina vísindalegu aðferð og gagnrýnin vinnubrögð má kenna með blaði og blýanti. Grunnatriðum raungreina er hægt að koma til leiðar með einföldum fyrirlestrum (reyndar hjálpar að hafa góðar kennslubækur), sem ætti að gera ungt fólk fært í flestann sjó.

Við þurfum ekki að miða menntunina að því að framleiða kjarneðlisfræðinga í breiðum bunum, en það er nauðsynlegt að klárir krakkar fái hvatningu og örvandi kennslu. En almennt viljum við líka að æska landsins skilji lögmál veraldarinnar (þyngdarlögmálið, þróunarlögmálið) og hagnýtar staðreyndir t.d. stærfræði (að minnsta kosti prósentureikning) eða lífeðlisfræði (blóðþrýsting, hormóna og æxlun). Slík grunnþekking auk gagnrýninnar hugsunar er efni í ágætis þjóðfélag.

Það var eftirtektarvert að í umfjöllun um könnunina (allavega í fréttablaðinu) kom fram gagnrýni á vinnubrögðin, en minna var gert úr niðurstöðunum. Ekki man ég eftir álíka rýni í þessa nýju könnun sem sagði að Ísland væri besti staður í heimi til að búa á. Erum við Íslendingar það sjálfhverfir að við þurfum að beita lélegum "stjórnmálamannabrellum" þegar staðreyndirnar eru ekki okkur að skapi.


mbl.is PISA-könnun vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær maður það sem maður borgar fyrir....?

Eða þarf að finna hver á að borga, eintaklingurinn eða þjóðfélagið (eða báðir)....

Stutt grein um skólagjöld 


Babysteps...

Grein Eiríks Bergmans um takmark HÍ.

Merkisviðburður

Þó að þetta sé sjálfsagt mál og hefði mátt gerast hraðar, þá er þetta allaveganna komið í gegn.... eh... í frumvarp allaveganna....Wink
mbl.is Stjórnvöld vilja heimila að nota stofnfrumur til rannsókna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem að Guðfinna gat ekki skrifað undir

lokaorð ályktunarinnar: 

The Parliamentary Assembly therefore urges the member states, and especially their education authorities:

19.1.       to defend and promote scientific knowledge;

19.2.       strengthen the teaching of the foundations of science, its history, its epistemology and its methods alongside the teaching of objective scientific knowledge;

19.3.       to make science more comprehensible, more attractive and closer to the realities of the contemporary world;

19.4.       to firmly oppose the teaching of creationism as a scientific discipline on an equal footing with the theory of evolution and in general resist presentation of creationist ideas in any discipline other than religion;

19.5.       to promote the teaching of evolution as a fundamental scientific theory in the school curriculum.

 

 


Sjálfsagt

Guðfinna hefur alls ekki útskýrt nægjanlega vel hvað lág að baki ákvörðun hennar. Nú fer væntananlega Mofi og aðrir spekúlantar á flug um lygalaupana Darwin og Dawkins , sem að var einmitt það sem að ályktunin var gegn, það er að aðskilja vísindi og trú í kennslu í Evrópu og því mikil mistök að samþykkja hana ekki. Guðfinna hefur líka sérstaka stöðu vegna fyrra starfs og gerðar eru miklar væntingar til hennar þegar að kemur að menntamálum.

Ég hef mikinn áhuga á því hvað Guðfinna hefur skrifað undir úr því að hún gat ekki skrifað undir þetta.


mbl.is Harma afstöðu Guðfinnu Bjarnadóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðfinna og creationismi

Í fyrradag var lítil frétt á RUV-vefnum (http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item172934/) um að Guðfinna Bjarnadóttir hefði neitað að skrifa undir ályktun Evrópuráðsins um creationisma. Samþykktina er að finna hér: http://assembly.coe.int/ASP/Doc/ATListing_E.asp. og umræðu um málið á þingi Evrópuráðsins hér http://assembly.coe.int/Main.asp?link=/Documents/Records/2007/E/0710041500E.htm.

Þetta finnst mér undarleg afstaða fyrrverandi háskólarektors.  Ég átta mig ekki á afstöðu hennar af því sem hún sagði á þingi ráðsins.  Tekur hún undir efasemdir um þróunarkenninguna?  Eða ekki?  Í framhaldinu má síðan spyrja hvort menntamálaráðherra og forsætisráðherra, sem jafnframt er formaður Vísinda- og tækniráðs, séu sammála afstöðu Guðfinnu?  Er þetta kannski afstaða ríkisstjórnar Íslands?

Eiríkur Steingrímsson


En ekki hvað?

Gaman væri að vita hvaða tölur er verið að vísa til og hve áreiðanlegar þær eru. Er líka nokkuð að marka þetta, auðvitað er startkostnaður menntakerfis svipaður en hlutfallslega miklu hærri hjá smáríki en hjá stærri þjóðum ?? 
mbl.is Útgjöld Íslendinga til menntamála langt umfram meðaltal OECD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland - aðlaðandi námsland?

Um grein Svövu eða í framhaldi:

Ég las þessa grein og hún er athyglisverð (í NW meina ég). Skv. henni má ætla að það sem að mest vinnur gegn því að hægt verði að fá marga erlenda nemendur til Íslands, sé tungumálið sem talað er utan skólans. Þannig sækja nemendur helst þangað sem að þeirra eigin tunga er töluð t.d. Kínverjar þangað sem að kínverska er töluð, eða þá þangað sem að það mál sem að kennsla fer fram á (yfirleitt alþjóðamálið enska) er líka töluð í umhverfinu (allur hinn enskumælandi heimur).  Er eitthvað að gera við því, kannski ekki en það undirstrikar að háskólarnir verða að leggja sig sérstaklega fram við að integrera erlenda nema. Skv. frétt í Mogganum fyrir um mánuði og sossum því sem að maður kannast við er þessu veittur lítil gaumur.  Ef að háskólar ætla að gera út á þennan markað, sem þeir hljóta að ætla, verður að hugsa út í þetta.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband