Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
23.4.2008 | 11:22
Mikið vill meira
Nýir bloggvinir hafa bæst í hópinn, í framhaldi af því vil ég hvetja fólk til
a) fá fleiri í lið með okkur
b) endilega skrifa eða hafa afrit af skrifum á eigin bloggi á síðuna og þá bara um hvað sem er er tengist vísindum og fræðum.
mbk, ritstj.
21.4.2008 | 17:11
Hálfguðir eða brjálæðingar
Í lesbók laugardagsins, 19 apríl birtist pistill eftir Önnu Kristínu Jónsdóttur þáttagerðarmann, undir yfirskriftinni, "Brjálaðir vísindamenn eða hálfguðir í hvítum sloppum". Af miklu innsæi rakti hún sýn almennings á vísindamenn, sem sveiflast oft milli öfga. Vísindamenn eru stundum álitnir örlítið, eða mikið til, bilaðir og því oft kjörnir í hlutverk illmenna í bókmenntum og myndmiðlum. Hinn póllinn er að tylla vísindamönnum á stall guða, e.t.v. vegna þess að þess að þekking er vald eða vegna þess að guðirnir eru daprir í tjáskiptum. Allavega leggur Anna Kristín áherslu á að sérþekking vísindamanna getur virkað mjög fráhrindandi á leikmenn og einnig fréttamenn, sem er mjög bagalegt fyrir þjóðfélagið.
Það er vísindasamfélaginu í hag, og þjóðinni einnig, að þekkingu sé viðhaldið, að við öflum nýrrar þekkingar á mikilvægum vandamálum og lykil spurningum, og að kostir og takmarkanir vísindalegra aðferða séu sem flestum ljósar. Þá á þjóðin betri möguleika á að nýta sér vísindalega þekkingu til að taka mikilvægar ákvarðanir, t.d. um stofnfrumur, virkjanir og sjó eða landnýtingu. Vísindamenn hafa gott af því að stíga tvö skref aftur á bak og spyrja, hvers vegna rannsóknir þeirra skipta máli?
Pistill Önnu birtist hér, með góðfúslegu leyfi höfundar. Athugið, tilvitnanir í pistillinn tilgreini birtingu í Lesbók Morgunblaðsins, 19 apríl 2008.
"Fyrir nokkrum árum var haldin keppni á vegum Háskóla Íslands. Skorað var á börn að skila inn myndum af vísindamönnum. Flestar myndanna sýndu karla í hvítum sloppum á tilraunastofum. Gott ef þeir voru ekki flestir með hárið út í allar áttir ala Einstein og ótal svipmyndir brjálaða vísindamannsins í teiknimyndum og kvikmyndum. Það er umhugsunar vert að dæmigerður vísindamaður í heimi barnabókmennta og teiknimynda er einmitt sá í hvíta sloppnum. Hann hlær tryllingslegum hlátri áður en hann hellir saman grængolandi vökvum og úr verður vopn sem gæti tortímt heiminum öllum. Það er líka þannig í heimi aksjónkallanna. Fyrir nokkrum árum varð ég alveg þokkalega kunnug í heimi þeirra, um leið og ég keypti uppbyggjandi dót fyrri son minn. Höfuðóvinir aksjónmannanna góðu, aðal vondukallarnir voru þá þeir Doktor X og prófessor Gangrene eða prófessor Gröftur. Þeir kumpánar áttu fátt sameiginlegt- nema það, ef marka má nafngiftirnar, að báðir voru þeir langskólagengnir menn. Doktor X var og er alveg dæmigerður vöðvakall, hann skartaði miklum svörtum hanakambi og ygglibrún. Gröftur prófessor er frekar renglulegur - og það er vaxtarlag sem ekki sést alltof oft í heimi aksjónmanna, hvorki á góðum né vondum- en hann var einmitt tryllta týpan, með grænt hárið út í allar áttir. Ætli megi rekja rætur þessa minnis lengra en til Einsteins? Hárið á prófessor Greftri var að mig minnir eiginlega næstum því eins og á snákarnir sem hlykkjast út úr höfði Medúsu. Ætli hársrætur prófessorsins séu ekki bara háklassískar?
En hvað um fjölmiðla og vísindi. Vísindi og rannsóknir segja menn skipta alltaf meira og meira máli. Í næsta orði segja þeir, það skortir á að þeim sé miðlað til fólks. Sérstaklega finnst mörgum það eiga við um raunvísindi, sem séu orðin slíkar launhelgar að þau séu algerlega lokuð þeim sem ekki hafa klæðst hvíta rannsóknarstofusloppnum. Orðalag og orðfæri sé svo sérhæft og tæknilegt að það sé öllum hulið að átta sig á því um hvað málið snýst. Undir þetta myndu nú margir taka, sem hafa lesið litlar og grannar greinar sem oft birtast í Morgunblaðinu. Í greinunum segir frá doktorsnafnbótum íslenskra vísindamanna og lokaritgerðum þeirra. Nafn lokaritgerðarinnar fylgir og oft eru flestir lesendur litlu nær eftir að hafa lesið útdráttinn, hvað sem þar segir um hin mikilvægu oxavarnaensím, Cerúlóplasmín og súperoxíð dismútasa. En hvað þá með alþýðufræðsluna og það hlutverk fjölmiðla að koma upplýsingum til skila á mannamáli. Felst kannski í þeirri nálgun enn meiri aðskilnaður milli vísindanna og þekkingarinnar, sem þar er aflað og útþynntu útgáfunnar sem við ráðum flest við að tileinka okkur. Danskur blaðamaður, Gitte Meyer hefur lengi skrifað um vísindi og líka kennt blaðamennsku . Hún veltir því fyrir sér af hverju almenn umræða um vísindi sé mikilvæg. Jú segir hún, með vísindum er hægt að stjórna ýmsu í náttúrunni og skapa auð. Sú stjórn er samt ekki alger og við sjáum ekki alltaf fyrir hvað möguleikar felast í nýrri tækni og þekkingu. Meyer telur að mesta hindrunin í vegi upplýsandi umfjöllunar og umræðu um vísindi sé sú óttablandna virðing sem margir beri fyrir sérfræðinni og þeirri vissu að vísindaleg þekking sé almennri skynsemi æðri. Í leiðbeiningum hennar til blaðamanna sem ætla sér að fjalla um vísindi eða eru settir til þess felst að það sé full ástæða til að bera virðingu fyrir flóknum og erfiðum viðfangsefnum en það sé ekki ástæða til að óttast þau. Meyer bendir á að umfjöllun um erfðabreytt matvæli og stofnfrumurannsóknir snúist ekki bara um sérfræði heldur um pólitískar ákvarðanir. Engu að síður sé oft sagt að almenningur geti ekki tekið afstöðu til slíkra mála því hann kunni ekki nokkur skil á þeim. Því er Meyer ekki sammmála, hún tekur dæmi af klónun húsdýra. Þar sé full ástæða til að velta upp grundvallarspurningum; til hvers séu rannsóknirnar, við hverju megi búast og hverjar geti orðið hliðarverkanirnar af því að einrækta dýr. En um einmitt þær rannsóknir hefur hún eftir tveimur vísindamönnum að það sé nauðsynlegt að uppfræða fólk og það sé ekki hægt að ætlast til þess að almenningur taki afstöðu, grunnhyggin umfjöllun um einræktun manna hafi litað afstöðu fólks og gert það fyrirfram andsnúið einræktun húsdýra. Nákvæmlega með þessum orðum sé verið að upphefja vísindin meira en ástæða sé til og það að vísindamennir viti en almenningur sé vitlaus. Áherslan sé alltof þung á sérfræðin í stað grundvallarspurninga. Blaðamenn eigi að kunna að spyrja spurninga sem kvikni af almennri skynsemi og týnast ekki í sérfræðiflækjunum."
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 19:24
Look Who's Doping
But I strongly disagree with the unfortunate decision to forbid the use of any result, or solve any open problem posed by, the great Paul Erdös, on the grounds that he was "doping" by using stimulants like amphetamines. While I definitely do not recommend anyone to start taking prescription drugs, mathematics is not (yet) the tour-de-France, and if we start forbidding them, what's next? coffee?. It is no coincidence that Erdös quipped that a mathematician is a machine that turns coffee into theorems. Without coffee (and unfortunately other stimulants) we would not have progressed beyond Euclid. Coffee is so much part of our culture that it would take much more than one committee to disallow it at AMS meetings.
These were, of course, intended as two funny pranks. Now, however, Nature is spotlighting a study on the use of cognition-enhancing drugs by academics. (Alas, a subscription is needed to access the text.) The article in Nature reports on the results of a survey conducted by that journal on whether readers of Nature (scientists) would consider boosting their brain power with drugs. The article states that 1,400 people from 60 countries responded to the online poll.
Apparently "one in five respondents said they had used drugs for non-medical reasons to stimulate their focus, concentration or memory." Moreover, use of drugs did not differ greatly across age-groups. According to the article, "the numbers suggest a significant amount of drug-taking among academics." So, not only academics drink more than rest of population on average (or so I seem to recall reading somewhere recently), but they also enhance their performance by taking drugs :-) Will we soon have to sign declarations that our work was not done under the influence of performance-enhancing drugs as well as copyright release forms? Or will we have to have drug tests taken when we submit papers to conferences or journals? And will all authors of an article have to take such tests?
On a more serious note, as a parent, I was a little concerned when I read that
When asked whether healthy children under the age of 16 should be restricted from taking these drugs, unsurprisingly, most respondents (86%) said that they should. But one-third of respondents said they would feel pressure to give cognition-enhancing drugs to their children if other children at school were taking them. Morein-Zamir found this coercive factor very interesting. These numbers strongly suggest that even if policies restricted their use by kids, pressure would be high for parents, she says.
(The emphasis is mine.) Would you give drugs to your children to enhance their mental performance?
Sometimes I wonder what our answer would be if we were offered a Faustian pact promising that we would solve, say, two fundamental problems of our choice at the price of our "soul". What would your reaction to this "two-for-the-price-of-one" offer be? Has any science-in-fiction novel ever been written on this theme?
Addendum: After I wrote this post, Luca Trevisan pointed out to me the delightful short story "The devil and Simon Flagg," by Arthur Porges, in which a mathematician summons the devil and offers the following deal: if the devil can prove or disprove Fermat's last theorem within 24 hours, the devil will have the mathematician's soul; if he can't, the mathematician will have wealth and health (and keep his soul). I recommend it!
11.4.2008 | 09:19
Computer Science Giant Visits Reykjavík University
Prof. David Harel (The Weizmann Institute of Science, Israel) will visit the School of Computer Science at Reykjavík University on Friday, 25 April 2008. Apart from being a renowned science communicator, Prof. David Harel is, without doubt, one the great thinkers in modern science and has given fundamental contributions to a variety of topics ranging from theoretical computer science, and software and systems engineering to modelling and analysis of biological systems, and the synthesis and communication of smell. He has published more than 185 papers and nine books. In the field of software and systems engineering, Prof. David Harel is best known as the inventor of the language of statecharts, and co-inventor of live sequence charts and of the idea of reactive animation (2002). He was part of the team that designed the tools Statemate (1984-1987), Rhapsody (1997) and the Play-Engine (2003). His work is central to the behavioral aspects of the Unified Modelling Language (UML). Among his awards are the ACM Karlstrom Outstanding Educator Award (1992), the Stevens Award in Software Development Methods (1996), the Israel Prize in Computer Science (2004), the ACM SIGSOFT Outstanding Research Award (2006), the 2007 ACM Software System Award, and honorary degrees from the University of Rennes (2005), the Open University of Israel (2006) and the University of Milano-Bicocca. He is a Fellow of the ACM (1994) and of the IEEE (1995) and was elected member of the Academia Europaea (2006) and Fellow of the American Association for the Advancement of Science (2007).
Prof. David Harel has consistently devoted part of his time to educational and expository work: In 1984 he delivered a lecture series on Israeli radio, and in 1998 he hosted a series of programs on Israeli television. Some of his writing is intended for a general audience; see, for example, the best-selling books "Computers Ltd.: What They Really Can't Do" (2000) and "Algorithmics: The Spirit of Computing" (1987, 1992, 2004).
During his visit, Prof. Harel will deliver two talks.
- The first talk, entitled In Silico Biology, or On Comprehensive and Realistic Modeling (10:00-11:00 in room K5, Reykjavík University, Kringlan 1), shows how software and systems engineering can be applied beneficially to thelife sciences.
- The second talk, entitled Computers are Not Omnipotent (16:00-17:00 in room 101, Reykjavík University, Ofanleiti 2), will be a public talk for a general audience, which will address one of the most fundamental questions in modern science, " Is there anything that computers cannot do?"
The abstracts for the talks may be found here. I warmly encourage everyone to attend.
3.4.2008 | 09:28
Nemendur farið utan
Samstarf eins og HÍ og Caltech eru að taka upp, álíkt því sem HR er með (sjá eldri færslu hér), eru meiriháttar tækifæri fyrir íslenska nemendur. Það hefur reyndar löngum verið raunin, allavega í mínu fagi líffræðinni, að Íslenskir nemendur sem fara utan í framhaldsnám hafa staðið sig vel.
Grunnnám í raungreinum hefur reynst mörgum Íslendingum með útþrá lykill að víðri veröld.
Álíka mikilvægt er að nemendurnir sem hneygjast til rannsókna komist á bestu staðina. Caltech er mjög frjótt umhverfi sérstaklega í rannsóknum á sviði líffræði. Að endingu er það vísindalega umhverfið: þéttni hæfileikafólks, opið umhverfi, fyrirlestra raðir, aðgangur að fræðiritum og bókum sem skiptir mestu máli.
Aukalega, það er vissulega skemmtilegt að einn neminn sé að fara til manneskju sem hefur hlotið Nóbels verðlaunin. En það er annar flötur á málinu, þegar fólk fær Nóbelsverðlaun, er það yfirleitt komið yfir toppinn. Mæli því frekar með því nemendur stefni á að vinna með t.t.l. ungu fólki sem er að að eiga við spennandi grundvallarspurningar.
HÍ og Caltech í nánara samstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2008 | 17:01
Varkárir vísindamenn
Eðli vísinda er slíkt að ekkert er hægt að sanna, þekkingin verður til þegar okkur tekst að afsanna tilgátur, og hafna þar með einhverjum skýringum á fyrirbærum.
Viðfangsefni vísindanna eru margvísleg, uppruni stjarna, myndun jarðlaga, skiptingar fruma, atferli nagdýra, og eins og Stefán Hjörleifsson snéri sér að, skoðanir mannvera eins og þær birtast í flutningi frétta. Meginniðurstaða Stefáns er að fréttamenn hafa tilhneygingu til að taka undir vísindaleg tíðindi af vinnu Decode, sérstaklega jákvæðar niðurstöður, án þess að rýna dýpra í þær, eða kanna mótrök. Ritgerðin er því áfellisdómur á fréttamiðla aðallega, en hann bendir einnig á að vísindamenn beri einnig ábyrgð, og þurfi að koma gagnrýni á framfæri (Íslenskir vísindamenn gera það iðullega, en sjaldnast er á þá hlustað, ár eru virkjaðar, stíflur byggðar á sprungum, og Þingvallavatni er stefnt í hættu).
Önnur megin niðurstaða Stefáns er að fréttir af Íslenskri erfðagreiningu fóru að fjalla meir og meir um fyrirtækið, t.d. gengi hlutabréfa, og minna um vísindalegar niðurstöður. Að hluta sprettur þetta af þeirri ástæðu að ÍE stendur bæði á vísindalegum grunni og sem sprotafyrirtæki. Hin megin ástæðan er sú að fréttamenn skilja peninga betur en vísindi: margir peningar: góðir, engir: stór fyrirsögn.
Það sem virðist hafa komið við kaunin á forstjóra fyrirtækisins er að einhverjir starfsmenn hafi, undir nafnleynd í viðtölum, rætt efasemdir um að markmið fyrirtækisins náist. Það er að með því að finna gen þá sé hægt að búa til lyf og lækna fólk. Vissulega eru til dæmi um að skilgreining á genagalla hafi leitt til meðferðar, t.d. Einstaklingar sem geta ekki myndað Insulin geta keypt efnið, framleitt af Genentech með hjálp baktería. Genentech (www.gene.com) er dæmi um sprotafyrirtæki sem fann góða vöru, tók flugið og hefur byggt á henni gríðarlegt veldi. Það hafa ekki allir í Genentech trú á hverju einasta verkefni (ég veit það þar sem vinkona mín hefur unnið þar um 5 ára skeið), en þau leysa vandamálin samt og stuðla þannig að viðgangi fyrirtækisins. Gagnrýnið og snjallt fólk er grunnur allra góðra fyrirtækja, sérstaklega þeirra sem eru í rannsóknum. Til árréttingar, undirritaður vann um 9 mánaða skeið á ÍE og getur staðfest að starfsfólkið er flest afburða gáfum gætt, hinir yfir meðallagi snjallir, og hverju fyrirtæki til sóma.
Sóttu um leyfi til Vísindasiðanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Stjórnmálamenn með vit á menntamálum og vísindum
Áhugafólk um menntamál og vísindi
Greinar og skýrslur
Fyrirtæki og félagasamtök
Rannsóknarstofnanir
Vísindi, fræði og tækni
Stofnanir og Skólar
Aðstandendur
- Heiða María Sigurðardóttir
- Indriði H. Indriðason
- Arnar Pálsson
- Inga Dóra Sigfúsdóttir
- Anna Ingólfsdóttir
- Guðrún Valdimarsdóttir
- Þórarinn Guðjónsson
- Luca Aceto
- Einar Steingrímsson
- Eiríkur Steingrímsson
- Magnús Karl Magnússon
- Pétur Henry Petersen
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar