Kerfi sem ýtir undir framleiđslu en ekki fagmennsku

Eiríkur Bergmann leggur mikilvćg lóđ á skálar umrćđu um háskólamenntun í landinu í Fréttablađi dagsins (21 október 2009). Grein hans inniheldur gullkorn og högl.

En jafnvel ţótt slíku sé haldiđ fram í hátíđarrćđum hygg ég ađ flestir sem hafa starfađ viđ háskólakennslu á Íslandi lengur en áratug viti mćtavel ađ námskröfur hafa stöđugt minnkađ eftir ţví sem kló samkeppninnar hefur gripiđ ţéttar.

Ţetta á jafnt viđ í öllum skólunum, ríkisskólum sem öđrum, enda tilkomiđ af kerfislćgri skekkju og varđ međal annars til međ ţví reikningslíkani sem skiptir opinberu fé á milli háskóla landsins.

Kerfiđ bókstaflega hvetur skólana til ađ kenna í risastórum hópum og fjöldaframleiđa prófskírteini burt séđ frá gćđum menntunarinnar.

Ég kenndi verklega tíma í liffrćđinni milli 1994 og 1998, og kom síđan aftur til starfa áriđ 2007 eftir nám erlendis. Mér fannst námiđ vera frekar áţekkt ađ upplagi, en samt fékk ég ađ kynnast betur hliđ kennara og stjórnenda, sem ţurfa ađ reka sínar faglegu einingar í kerfi ţví sem Eiríkur rćđir. Fyrir bókhald háskólaeininga er höfuđáherslan á fjölda nemenda, sem ljúka prófi, ekki endilega gćđi kennslunar.

Kennararnir eru vitanlega međvitađir um ţetta, og streitast viđ skipulags breytingum og niđurskurđi á verklegri kennslu og fleiru í ţeim dúr. 

Grein Eiríks er vitanlega hluti af ţeim slag sem nú stendur yfir milli núverandi Háskóla á Ísland. Viđ höfum áđur séđ barátturćđur Svövu Grönfeld og Kristínar Ingólfsdóttur.

Veruleikinn sem blasir viđ er ađ viđ ţurfum ađ spara og ţađ er best ef viđ komum okkur saman um hvernig ţađ verđur gert, frekar en ađ stjórnsýslan taki einhverjar fáránlegar ákvarđanir!

Ég sting upp á ţví ađ stjórnsýsla Háskólanna verđi einfölduđ, bođleiđir, bókhald og utanumhald einfaldađ. Ţađ sparar pening, og gefur starfsfólki meiri tíma til rannsókna og kennslu. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af sjö og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband