2.4.2008 | 17:01
Varkárir vísindamenn
Eðli vísinda er slíkt að ekkert er hægt að sanna, þekkingin verður til þegar okkur tekst að afsanna tilgátur, og hafna þar með einhverjum skýringum á fyrirbærum.
Viðfangsefni vísindanna eru margvísleg, uppruni stjarna, myndun jarðlaga, skiptingar fruma, atferli nagdýra, og eins og Stefán Hjörleifsson snéri sér að, skoðanir mannvera eins og þær birtast í flutningi frétta. Meginniðurstaða Stefáns er að fréttamenn hafa tilhneygingu til að taka undir vísindaleg tíðindi af vinnu Decode, sérstaklega jákvæðar niðurstöður, án þess að rýna dýpra í þær, eða kanna mótrök. Ritgerðin er því áfellisdómur á fréttamiðla aðallega, en hann bendir einnig á að vísindamenn beri einnig ábyrgð, og þurfi að koma gagnrýni á framfæri (Íslenskir vísindamenn gera það iðullega, en sjaldnast er á þá hlustað, ár eru virkjaðar, stíflur byggðar á sprungum, og Þingvallavatni er stefnt í hættu).
Önnur megin niðurstaða Stefáns er að fréttir af Íslenskri erfðagreiningu fóru að fjalla meir og meir um fyrirtækið, t.d. gengi hlutabréfa, og minna um vísindalegar niðurstöður. Að hluta sprettur þetta af þeirri ástæðu að ÍE stendur bæði á vísindalegum grunni og sem sprotafyrirtæki. Hin megin ástæðan er sú að fréttamenn skilja peninga betur en vísindi: margir peningar: góðir, engir: stór fyrirsögn.
Það sem virðist hafa komið við kaunin á forstjóra fyrirtækisins er að einhverjir starfsmenn hafi, undir nafnleynd í viðtölum, rætt efasemdir um að markmið fyrirtækisins náist. Það er að með því að finna gen þá sé hægt að búa til lyf og lækna fólk. Vissulega eru til dæmi um að skilgreining á genagalla hafi leitt til meðferðar, t.d. Einstaklingar sem geta ekki myndað Insulin geta keypt efnið, framleitt af Genentech með hjálp baktería. Genentech (www.gene.com) er dæmi um sprotafyrirtæki sem fann góða vöru, tók flugið og hefur byggt á henni gríðarlegt veldi. Það hafa ekki allir í Genentech trú á hverju einasta verkefni (ég veit það þar sem vinkona mín hefur unnið þar um 5 ára skeið), en þau leysa vandamálin samt og stuðla þannig að viðgangi fyrirtækisins. Gagnrýnið og snjallt fólk er grunnur allra góðra fyrirtækja, sérstaklega þeirra sem eru í rannsóknum. Til árréttingar, undirritaður vann um 9 mánaða skeið á ÍE og getur staðfest að starfsfólkið er flest afburða gáfum gætt, hinir yfir meðallagi snjallir, og hverju fyrirtæki til sóma.
Sóttu um leyfi til Vísindasiðanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:28 | Facebook
Tenglar
Stjórnmálamenn með vit á menntamálum og vísindum
Áhugafólk um menntamál og vísindi
Greinar og skýrslur
Fyrirtæki og félagasamtök
Rannsóknarstofnanir
Vísindi, fræði og tækni
Stofnanir og Skólar
Aðstandendur
- Heiða María Sigurðardóttir
- Indriði H. Indriðason
- Arnar Pálsson
- Inga Dóra Sigfúsdóttir
- Anna Ingólfsdóttir
- Guðrún Valdimarsdóttir
- Þórarinn Guðjónsson
- Luca Aceto
- Einar Steingrímsson
- Eiríkur Steingrímsson
- Magnús Karl Magnússon
- Pétur Henry Petersen
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.