4.12.2007 | 14:03
Náttúrufræðikennslu ábótavant
Ný könnun á vegum OECD bar saman menntakerfi þjóða. Þessi svokallaða PISA könnun beindist aðallega að náttúrufræðikennslu að þessu sinni. Niðurstaðan er sú að Ísland fellur niður listann og er nú fyrir neðan miðju.
Náttúrufræði og vísindakennslu er ábótavant hérlendis, bæði á neðri og efri skólastigum, og augljóst að margt þarf betur að fara. Laun og menntun kennara þarf augljóslega að bæta. Það er ekki endilega að það þurfi flókinn búnað eða kennslustofur fyrir lægri skólastig eða framhaldsskóla. Hina vísindalegu aðferð og gagnrýnin vinnubrögð má kenna með blaði og blýanti. Grunnatriðum raungreina er hægt að koma til leiðar með einföldum fyrirlestrum (reyndar hjálpar að hafa góðar kennslubækur), sem ætti að gera ungt fólk fært í flestann sjó.
Við þurfum ekki að miða menntunina að því að framleiða kjarneðlisfræðinga í breiðum bunum, en það er nauðsynlegt að klárir krakkar fái hvatningu og örvandi kennslu. En almennt viljum við líka að æska landsins skilji lögmál veraldarinnar (þyngdarlögmálið, þróunarlögmálið) og hagnýtar staðreyndir t.d. stærfræði (að minnsta kosti prósentureikning) eða lífeðlisfræði (blóðþrýsting, hormóna og æxlun). Slík grunnþekking auk gagnrýninnar hugsunar er efni í ágætis þjóðfélag.
Það var eftirtektarvert að í umfjöllun um könnunina (allavega í fréttablaðinu) kom fram gagnrýni á vinnubrögðin, en minna var gert úr niðurstöðunum. Ekki man ég eftir álíka rýni í þessa nýju könnun sem sagði að Ísland væri besti staður í heimi til að búa á. Erum við Íslendingar það sjálfhverfir að við þurfum að beita lélegum "stjórnmálamannabrellum" þegar staðreyndirnar eru ekki okkur að skapi.
PISA-könnun vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Tenglar
Stjórnmálamenn með vit á menntamálum og vísindum
Áhugafólk um menntamál og vísindi
Greinar og skýrslur
Fyrirtæki og félagasamtök
Rannsóknarstofnanir
Vísindi, fræði og tækni
Stofnanir og Skólar
Aðstandendur
- Heiða María Sigurðardóttir
- Indriði H. Indriðason
- Arnar Pálsson
- Inga Dóra Sigfúsdóttir
- Anna Ingólfsdóttir
- Guðrún Valdimarsdóttir
- Þórarinn Guðjónsson
- Luca Aceto
- Einar Steingrímsson
- Eiríkur Steingrímsson
- Magnús Karl Magnússon
- Pétur Henry Petersen
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.