2.9.2007 | 10:45
Kaflaskil í gćđamálum
Fréttablađiđ, 02. sep. 2007 Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráđherra
Fyrir helgi voru birtar tölur um ađ árleg útgjöld til menntamála hafa aukist um 15 milljarđa króna á síđustu níu árum, međ tilliti til verđlagsbreytinga. Ţađ jafngildir tćplega 70% aukningu. Í krónum taliđ hafa útgjöldin aukist mest á háskólastigi eđa um 9,2 milljarđa króna, sem jafngildir 95% aukningu. Ţau fara úr 9,6 milljörđum kr. áriđ 1998 í 18,8 milljarđa í ár.
Síđasta áratuginn hefur fjöldi háskólanema hér á landi meira en tvöfaldast. Einnig hefur námsframbođ á háskólastigi margfaldast, ekki síst framhaldsnám. Sumariđ 2006 voru ný rammalög um háskóla samţykkt frá Alţingi. Í ţeim lögum var brugđist viđ ţessari ţróun og áhersla lögđ á gćđi íslensks háskólastarfs.
Gćđamál verđa mikilvćgasta verkefni háskólakerfisins á nćstu árum. Forsenda framfara hér á landi á nćstu áratugum er ađ menntun og rannsóknir séu í hćsta gćđaflokki og standist fyllilega allan samanburđ.
Ný háskólalög leggja grunn ađ gćđakerfi sem međal annars felur í sér viđurkenningu menntamálaráđherra á háskólum, viđmiđ um ćđri menntun og prófgráđur og eftirlit međ gćđum kennslu og rannsókna.
Ég hef í ţessu ferli öllu lagt áherslu á ađ gera ţyrfti ítarlegri kröfur til íslenskra háskóla frá ţví sem áđur var. Ţví var ákveđiđ ađ allir háskólar, burtséđ frá rekstrarformi eđa stćrđ, ţyrftu ađ sćkja um viđurkenningu til stjórnvalda á ţeim frćđasviđum sem ţeir hygđust starfa á. Slík viđurkenning felur í sér ađ menntamálaráđuneyti vottar ađ viđkomandi háskóli uppfylli ţćr kröfur sem ráđuneytiđ gerir til hans á grundvelli laga um háskóla.
Í samvinnu háskóla og menntamálaráđuneytis hafa einnig veriđ ţróuđ viđmiđ um ćđri menntun og prófgráđur. Ţar eru skilgreind ţau atriđi sem nemendur skulu hafa tileinkađ sér ţegar prófgráđa er veitt. Ţau byggja á viđmiđum sem gefin voru út í tengslum viđ Bologna-ferliđ og gerir íslenskum háskólum kleift ađ laga sig enn frekar ađ sameiginlegu evrópsku háskólasvćđi.
Til ađ háskólar öđlist viđurkenningu ţurfa ţeir ađ hafa lagađ nám sitt ađ viđmiđunum og birta yfirlit yfir afrakstur ţess náms sem prófgráđur ţeirra veita. Viđurkenning háskóla tengir saman viđmiđ um ćđri menntun og prófgráđur og eftirlit međ gćđum kennslu á skilvirkan máta.
Tvíţćtt gćđaeftirlit
Eftirlit međ gćđum kennslu og rannsókna verđur tvíţćtt. Ytra eftirlit međ kennslu og rannsóknum skal beinast ađ ţví ađ ganga úr skugga um hvort forsendur viđurkenningar séu enn til stađar. Hins vegar verđur ţađ leiđbeinandi fyrir skólana um hvernig megi bćta kennslu og rannsóknir. Menntamálaráđuneyti hefur unniđ ađ skipulagi viđurkenningarferlisins. Rík áhersla er lögđ á ađ tryggja trúverđugleika ferlisins og á ađ uppfylla alţjóđlega gćđastađla. Viđurkenningar háskóla miđast viđ frćđasviđ og undirflokka ţeirra út frá Frascati- stađli OECD.Frćđasviđin eru náttúruvísindi, hugvísindi, verk- og tćknivísindi, heilsuvísindi, bú- og auđlindavísindi og félagsvísindi. Ţá verđa listir flokkađar sem sérstakt frćđasviđ. Í fyrstu lotu voru tekin fyrir frćđasviđin náttúruvísindi, hugvísindi og verk- og tćknivísindi ásamt listum. Skipađar voru sjö nefndir erlendra sérfrćđinga og leitast eftir ađ fá til verksins fćrustu einstaklinga sem völ er á.
Gerđar voru kröfur um ađ viđkomandi sérfrćđingar hefđu reynslu af viđurkenningum og gćđastarfi á háskólastigi ásamt viđtćkri reynslu af stjórnun háskólastofnana ásamt prófesorshćfi innan frćđasviđs. Vel gekk ađ fá reynda háskólamenn til ađ taka ađ sér ţetta verk en ţeir komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Ţýskalandi, Írlandi, Finnlandi, Svíţjóđ og Danmörku.
Frelsi til ţróunar
Afraksturinn liggur nú fyrir og öđlast háskólar fyrstu viđurkenningarnar á fyrrnefndum frćđasviđum viđ athöfn í Listasafni Íslands á morgun. Međ viđurkenningunni hljóta háskólarnir aukiđ frelsi til ađ ţróa og styrkja starfsemi sína á ţeim frćđasviđum og undirflokkum ţeirra sem viđurkenningin nćr til, međal annars frelsi til ađ móta nýjar námsleiđir á bakkalár- og meistarastigi.Ţá verđa jafnframt gerđar opinberar niđurstöđur sérfrćđinganefndanna og viđbrögđ háskólanna viđ ţeim. Í ţeim kemur fram athyglisverđ innsýn í starf íslensku háskólanna. Ţćr stađfesta hversu sterkt ţeir háskólar sem teknir voru til umfjöllunar standa sem kennsluog rannsóknastofnanir. Viđurkenning er hins vegar einungis fyrsta skrefiđ í ţví gćđastarfi sem framundan er.
Tenglar
Stjórnmálamenn međ vit á menntamálum og vísindum
Áhugafólk um menntamál og vísindi
Greinar og skýrslur
Fyrirtćki og félagasamtök
Rannsóknarstofnanir
Vísindi, frćđi og tćkni
Stofnanir og Skólar
Ađstandendur
- Heiđa María Sigurđardóttir
- Indriđi H. Indriđason
- Arnar Pálsson
- Inga Dóra Sigfúsdóttir
- Anna Ingólfsdóttir
- Guđrún Valdimarsdóttir
- Ţórarinn Guđjónsson
- Luca Aceto
- Einar Steingrímsson
- Eiríkur Steingrímsson
- Magnús Karl Magnússon
- Pétur Henry Petersen
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.