16.6.2007 | 00:10
Grein Eiríks Bergmann Eiríkssonar um Háskóla
EBE bendir æ svo réttilega á, að það á að bera háskóla á landinu saman við erlenda háskóla!
"En alveg sama hvað menn spinna í fjölmiðlum þá er erfitt að breiða yfir þá einkunn Ríkisendurskoðunnar að háskólarnir á Íslandi standa sambærilegum erlendum háskólum nokkuð að baki. Fjárframlög til þeirra eru einfaldlega of lítil. Þetta þurfum við að laga."
Tenglar
Stjórnmálamenn með vit á menntamálum og vísindum
Áhugafólk um menntamál og vísindi
Greinar og skýrslur
Fyrirtæki og félagasamtök
Rannsóknarstofnanir
Vísindi, fræði og tækni
Stofnanir og Skólar
Aðstandendur
- Heiða María Sigurðardóttir
- Indriði H. Indriðason
- Arnar Pálsson
- Inga Dóra Sigfúsdóttir
- Anna Ingólfsdóttir
- Guðrún Valdimarsdóttir
- Þórarinn Guðjónsson
- Luca Aceto
- Einar Steingrímsson
- Eiríkur Steingrímsson
- Magnús Karl Magnússon
- Pétur Henry Petersen
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er auðvitað alveg rétt að eini skynsamlegi samanburðurinn á gæðum akademísks starfs er samanburður við erlenda háskóla og þá þarf það að vera alveg á hreinu að mælikvarðarnir sem notaðir eru séu alþjóðlega viðurkenndur og byggi í einu og öllu á jafningjamati. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að úttekt eins og Ríkisendurskoðun stendur fyrir er notuð af stjórnvöldum til að réttlæta dreifingu fjár til háskólanna og hefur líka áhrif á það hvert nemendur sækja. Það er því enn mjög mikilvægt að vandlega sé gerð grein fyrir forsendum og takmörkunum slíkrar úttektar, hvaða mælikvarðar eru notaðir og hvaða aðferðarfræði er beitt. T.d. þarf að úrskýra hvað átt er við með greinarígildi, en það er mælieiningin sem notuð er til að mæla rannsóknavirkni akademískra starfsmanna. Eru t.d. óritrýndar greinar taldar með og vega greinar birtar í íslenskum tímaritum jafn mikið og þær sem birtast í viðurkenndum alþjóðlegum tímaritum? Hvernig telja starfsmenn sem eingöngu eru ráðnir hluta ársins? Deildirnar á Íslandi eru svo litlar að ef einn lykilstarfsmaður flytur sig frá einni þeirra yfir í aðra, getur innbyrðis samanburður milli þeirra skekkst allverulega. Þetta er t.d. í þann veginn að gerast milli HÍ og HR í tölvunarfræði: Langöflugasti vísindamaður tölfunarfræðinnar við HÍ hefur störf við HR 1. ágúst. Með hann innanborðs fer tölvunarfræðin við HR langt framúr því sem hún er við HÍ. Hvað er þá eftir af svona könnun og öllum ályktunum sem af henni eru dregnar? Ekki neitt!
Úttekt eins og sú sem Ríkisendurskoðun framkvæmdi á sjálfsagt rétt á sér til að tryggja að rétt og vel sé farið með almanna fé. Það segir sig hins vegar sjálft að slík úttekt getur aldrei verið endanlegur mælikvarði hvorki á gæði kennslu né rannsókna stofnananna eða stöðu þeirra yfirleitt. Til þess þyrftu þeir, sem fyrir henni standa að hafa miklu betra innsæi í það sem dæmigert fer fram í háskólum. Til dæmis er það alvarlegur veikleiki deildar ef einn maður stendur fyrir stærstum hluta alþjóðlega viðurkenndra birtinga. Reyndur úttektaraðili mundi benda á þetta sem alvarlegan veikleika sem þyrfti að bregðast við hið bráðasta.
Eftir því sem ég best veit, stendur í augnablikinu yfir, úttekt á grunnámi í ýmsum fögum, sem kennd eru við háskóla landsisn. Þeir sem gera þetta mat eru allt erlendir sérfræðingar og ég er spennt að vita hver niðurstaðan verður úr henni. Veit einhver hvenær sú niðurstaða er væntanleg?
Anna Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.