14.6.2007 | 13:43
Ályktun Stúdentaráđs Háskóla Íslands um skýrslu Ríkisendurskođunar
Stúdentaráđ Háskóla Íslands fagnar hversu vel Háskóli Íslands kemur út úr
skýrslunni kemur ekki á óvart.
Samkeppnisstađa skólanna er skökk, enda fá einkareknu háskólarnir jafnmikiđ
fé og ţeir opinberu frá ríkinu einsdćmi.
Jafnréttti til náms verđi ekki skert međ hertari inntökuskilyrđum eđa
inntökuprófum.
Ríkisstjórnin taki skýra afstöđu gegn upptöku skólagjalda í opinberum
háskólum og styđji viđ bakiđ á HÍ svo hann komist í hóp bestu háskóla í
heimi.
Skýrsla Ríkisendurskođunar, Kostnađur, skilvirkni og gćđi háskólakennslu, stađfestir
ýmislegt sem Stúdentaráđ Háskóla Íslands hefur bent á síđustu ár.
Í skýrslunni kemur ţađ sama fram og hefur margoft veriđ stađfest ađ Háskóli Íslands
er góđur og vel rekinn skóli. Svo skýr samanburđur á háskólum landsins hefur hins
vegar aldrei litiđ dagsins ljós og er skýrslan ţví afar athyglisverđ á margan hátt.
Háskóli Íslands kemur áberandi best út í úttektinni.
Í skýrslunni er bent á ađ fyrirkomulag háskólastigsins hér á landi eigi sér ekki
hliđstćđu í nágrannalöndunum en Stúdentaráđ hefur ítrekađ bent á ţá stađreynd. Hér
fá allir skólar ríkisframlag og skólagjöldin sem einkareknu háskólarnir innheimta
skerđa ekki framlagiđ en ţađ skekkir samkeppnisstöđu skólanna verulega. Einnig
kemur fram sú athyglisverđa stađreynd ađ tekjur Háskólans í Reykjavík koma ađ
stćrri hluta frá ríkinu heldur en tekjur Háskóla Íslands, eđa 76% á móti 66% áriđ
2005, ţrátt fyrir ađ skólagjöld í grunnámi hafi ţađ ár veriđ 220 ţúsund í HR.
Skýrsla Ríkisendurskođunar bendir á ýmsar leiđir til ţess ađ efla enn frekar
háskólamenntun í landinu og ein ţeirra er ađ herđa inntökuskilyrđi viđ ríkisháskólana
til ţess ađ draga úr brottfalli og auka skilvirkni. Stúdentaráđ Háskóla Íslands ítrekar
hversu mikilvćgt ţađ er ađ allir eigi kost á háskólamenntun og vill frekar ađ spornađ
verđi viđ brottfalli međ ađgerđum sem skerđa ekki jafnrétti til náms.
Í öllum ţeim greinum sem bornar voru saman, ţ.e. lögfrćđi, viđskiptafrćđi og
tölvunarfrćđi kemur Háskóli Íslands best út. Viđamestur er samanburđurinn á
viđskiptafrćđi og eflaust marktćkastur ţar sem allir samanburđaskólarnir hafa kennt
viđskiptafrćđi um nokkurt skeiđ. Viđskiptadeild HÍ kemur best út úr samanburđinum
í öllum ţáttum nema einum. Kannađur var kostnađur, akademísk stađa, skilvirkni,
viđhorf nemenda og afdrif brautskráđra stúdenta. Viđhorf nemenda var áberandi verst
í HÍ, en ţar var m.a. spurt um ţćtti eins og viđhorf til gćđa kennslu, ađbúnađar o.fl.
Ţetta eru skýr skilabođ um ađ bćta ţurfi ađbúnađ stúdenta viđ HÍ. Ţó má benda á ađ
útskrifađir nemendur frá HÍ eru međ hćstu launin og ţeim vegnar best í starfi ađ námi
loknu.
Í skýrslunni kemur einnig fram ađ útskrifađir karlmenn eru međ töluvert hćrri laun en
konur, og verđur sá launamunur ađ hluta til ekki útskýrđur. Stúdentaráđ Háskóla
Íslands hefur ítrekađ bent á ađ leiđrétta beri kynbundinn launamun í landinu sem fyrst
og hvetur enn til ţess.
Tenglar
Stjórnmálamenn međ vit á menntamálum og vísindum
Áhugafólk um menntamál og vísindi
Greinar og skýrslur
Fyrirtćki og félagasamtök
Rannsóknarstofnanir
Vísindi, frćđi og tćkni
Stofnanir og Skólar
Ađstandendur
- Heiđa María Sigurđardóttir
- Indriđi H. Indriđason
- Arnar Pálsson
- Inga Dóra Sigfúsdóttir
- Anna Ingólfsdóttir
- Guđrún Valdimarsdóttir
- Ţórarinn Guđjónsson
- Luca Aceto
- Einar Steingrímsson
- Eiríkur Steingrímsson
- Magnús Karl Magnússon
- Pétur Henry Petersen
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skil nú reyndar aldrei afhverju inntökuskilyrđi og próf teljast skerđing á jafnrétti til náms. Svona er ţetta á Norđurlöndunum ţar sem jafnrétti er mun stćrri stćrđ í ţjóđfélaginu en hér. Fjöldi nema á ađ fara eftir
a) tćkifćri viđkomandi skóla til ađ mennta fólk
b) fjölda nema sem ađ geta numiđ slíkt nám (fólk er misklárt, ég hef engann rétt á ţví ađ verđa BS í kjarneđlisfrćđi nifteinda) - til ţess er eđlilegt ađ hafa einhver inntökuskilyrđi eđa próf
c) Ţjóđhagslegum rökum (en í hófi), t.d. ćtti ađ auđvelda fólki ađ fara í hjúkrun og kennslu. Besta leiđin er ţó ađ hćkka laun starfstéttana hugsa ég. Hvort ađ eigi ađ hindra fólk í ađ fara í nám sem ţađ getur valiđ og húsnćđi er fyrir, en enga vinnu ađ fá, er góđ spurning ósvarađ hér, en nemendur eiga allaveganna ađ hafa ađgang ađ uppýsingum um hverjar séu líkur ţess ađ námiđ nýtist ţeim.
Pétur Henry Petersen, 14.6.2007 kl. 14:02
valiđ átti ađ vera valdiđ
Pétur Henry Petersen, 14.6.2007 kl. 14:03
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.