8.5.2007 | 10:37
Falleinkunn í menntamálum
Fréttablađiđ, 08. maí. 2007 06:00
Katrín Júlíusdóttir,Ágúst Ólafur Ágústsson
Samfylkingarfólk veit ađ hćgt er ađ gera mikiđ betur í menntamálum hér á landi. Sigurđur Kári Kristjánsson, ţingmađur Sjálfstćđisflokksins, virđist hins vegar vera á öđru máli í grein sinni í Fréttablađinu 3. maí sl. Ţar lýsir hann ţví hvernig allt sé í fínu standi í menntamálum á Íslandi og segir okkur vera ţar í fremstu röđ. Sigurđur Kári skammast heilmikiđ út í undirrituđ fyrir ađ styđjast í gagnrýni okkar viđ gögn frá OECD, sem ţó sérhćfir sig í ađ bera saman tölfrćđi á milli landa.
Styđjumst viđ nýjustu skýrslu OECD
Frammistađa íslenskra stjórnvalda er ađ sjálfsögđu mćld í samanburđi viđ önnur lönd. Vörn Sjálfstćđisflokksins virđist hins vegar felast í ađ vilja bera saman framlög mismunandi ára milli landa. Ţađ gengur auđvitađ ekki ađ bera saman framlögin til framhaldsskóla eins og ţau voru á Íslandi áriđ 2007 viđ framlög til framhaldsskóla í Svíţjóđ áriđ 2004.
Ţađ er lenska hjá Sjálfstćđisflokknum ađ véfengja ćtíđ óhagstćđan samanburđ, hvort sem hann kemur frá OECD, Landssambandi eldri borgara, ASÍ eđa öđrum ađilum.
Erum víst í 21. sćti
Í töflu B2.1c á bls. 207 í skýrslu OECD um opinber útgjöld til háskólastigsins sést ađ Ísland er ađ verja 1,2% af landsframleiđslu en međaltaliđ í OECD er 1,4%. Danir, Norđmenn og Finnar verja 1,8% og Svíar 1,5%. Ísland er í 21. sćti af 30 ţjóđum.Í sömu töflu má sjá hverju önnur ríki verja til framhaldsskóla en samkvćmt upplýsingaţjónustu Alţingis varđi Ísland 1,3% til ţeirra. Sá samanburđur sýnir ađ Ísland er í 16. sćti af 30 OECD-ţjóđum. Sigurđur Kári reynir ekki ađ hrekja ţennan samanburđ í grein sinni og minnist ekki á hann.
68% á aldursbilinu 25-34 ára hafa lokiđ framhaldsskólanámi en á hinum Norđurlöndunum er ţetta 86-96% skv. töflu A1 2a á bls. 38. Međaltaliđ í OECD er 77% og í ESB 78%. Viđ erum hér í 23. sćti af 30 ţjóđum.
31% á aldrinum 25-34 ára hafa lokiđ háskólanámi hér en á hinum Norđurlöndunum er ţetta hlutfall 35-42% skv. töflu A1.3a. á bls. 39. Hér er Ísland í 17. sćti af 30 ţjóđum. Sigurđur Kári rengir ekki ţessa tölu.
Sigurđi Kára tekst ţví ekki ađ hrekja samanburđinn. Honum er bara illa viđ samanburđinn sjálfan. Heimild sem hann vitnar sjálfur til í greininni styđur mál okkar enn frekar. Samkvćmt tölfrćđiskýrslu norrćnu Hagstofunnar (Nordic Statistical Yearbook 2006) sést ađ hlutfall fólks á aldrinum 15-74 sem hafđi lokiđ námi á háskólastigi áriđ 2005 var 18,9% á Íslandi en 24,7% í Noregi, 23,3% í Svíţjóđ, 22,2% í Danmörku og 26,5% í Finnlandi.
Niđurskurđur tilframhaldsskólanna áriđ 2007
Sigurđur Kári heldur ţví fram ađ á ţessu kjörtímabili hafi fjárframlögin aukist svo mikiđ ađ samanburđurinn sé úreldur. Lítum ţví ađeins betur á hvađ hefur gerst í ţróun útgjalda til framhaldsskólanna frá árinu 2004.Á vef Hagstofunnar kemur fram ađ 2004-2005 hafi framlög til framhaldsskóla lćkkađ um 123,7 milljónir og hlutur framhaldsskólans í landsframleiđslunni lćkkađ úr 1,41% í 1,33%. Á sama tíma fjölgađi skráđum nemendum á framhaldsskólastigi um 873.
Ţá nemur niđurskurđur til framhaldsskóla 2007, 650 milljónir króna. Ţađ virtist koma stjórnvöldum á óvart ađ ţeir einstaklingar sem fćddust í stórum árgöngum 1989 og 1990 skiluđu sér í menntaskóla. Fjármagn hefur ekki fylgt ţessari óvćntu" nemendafjölgun.
Loks hefur reiknilíkaninu sem nota á til ađ reikna út raunkostnađ á hvern nemanda í framhaldsskóla veriđ breytt ţannig ađ nú er ţađ notađ til ađ dreifa niđurskurđinum.
Sigurđur Kári getur ţví ekki haldiđ ţví fram ađ Sjálfstćđisflokkurinn hafi tekiđ sig saman í andlitinu á kjörtímabilinu nema síđur sé.
Jafnađarmenn hafa sýntvilja sinn í verki
En í samanburđi á heildarútgjöldum til menntamála komum viđ ţó ágćtlega út í skýrslu OECD. Sú stađa er hins vegar tilkomin vegna ţess ađ viđ erum nálćgt toppi ţegar kemur ađ útgjöldum til leik- og grunnskóla.Ţau skólastig eru hins vegar rekin af sveitarfélögum en ekki ríkisvaldinu. Ríkisvaldiđ rekur framhalds- og háskólana ţar sem viđ fáum hina alrćmdu falleinkunn. En ţađ hafa veriđ jafnađarmenn í Reykjavík, Hafnarfirđi og víđar sem hafa rekiđ flesta grunnskóla og leikskóla landsins undanfarinn áratug.
Ţađ er fjárfesting sveitarfélaga í grunnskólum og leikskólum sem togar Ísland upp ţegar litiđ er til heildarútgjalda til menntamála. Framlög ríkisvaldsins til framhalds- og háskólanna toga okkur hins vegar niđur.
Ísland er jafnframt hiđ eina af Norđurlöndunum sem ekki styrkir sína námsmenn heldur lánar ţeim eingöngu. Sjálfstćđisflokkurinn er búinn ađ stjórna menntamálaráđuneytinu í 16 ár. Árangurinn er falleinkun í menntamálum. Viđ ţessi orđ stöndum viđ. Varnarleikur Sjálfstćđisflokksins er tilraun til sjónarspils, eins og ofangreindar stađreyndir sýna glögglega.
Höfundar eru alţingismenn Samfylkingarinnar.
Tenglar
Stjórnmálamenn međ vit á menntamálum og vísindum
Áhugafólk um menntamál og vísindi
Greinar og skýrslur
Fyrirtćki og félagasamtök
Rannsóknarstofnanir
Vísindi, frćđi og tćkni
Stofnanir og Skólar
Ađstandendur
- Heiđa María Sigurđardóttir
- Indriđi H. Indriđason
- Arnar Pálsson
- Inga Dóra Sigfúsdóttir
- Anna Ingólfsdóttir
- Guđrún Valdimarsdóttir
- Ţórarinn Guđjónsson
- Luca Aceto
- Einar Steingrímsson
- Eiríkur Steingrímsson
- Magnús Karl Magnússon
- Pétur Henry Petersen
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.