5.5.2007 | 19:56
Stórkostleg sókn í menntamálum
Fréttablađiđ, 05. maí. 2007 05:30
Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir
Viđ sjáum ţessa ţróun á öllum skólastigum frá leikskóla upp í háskóla.
Í leikskólum landsins á sér stađ gífurlega öflugt starf og hvergi er líklega gróskan meiri í skólastarfi en einmitt ţar. Ég hef á undanförnum árum heimsótt fjölmarga leikskóla um landiđ allt og ávallt dáđst ađ ţví fjölbreytta og skemmtilega starfi sem ţar fer fram. Litlu Íslendingarnir sem eru ađ taka sín fyrstu skref í skólakerfinu takast ţar á viđ fjölţćtt verkefni undir styrkri leiđsögn ţar sem frćđslu og leik er tvinnađ saman og gleđin er aldrei langt undan.
Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga hefur reynst einstakt heillaskref og grunnskólinn blómstrar sem aldrei fyrr. Viđ sjáum ţađ um land allt hve mikinn metnađ sveitarfélög leggja í skólastarfiđ og hve ríkar kröfur foreldrar gera til ţessarar ţjónustu. Öflugt kennaraliđ hefur átt ríkan ţátt í ţessum mikla árangri og tel ég rétt ađ huga ađ enn frekari eflingu og lengingu kennaramenntunar á öllum skólastigum. Ţar međ vćri lagđur grunnur ađ áframhaldandi stórsókn í menntamálum.
Nú er svo komiđ ađ nćr allir sem ljúka grunnskóla hefja nám í framhaldsskóla. Ţetta mun reynast ţjóđinni happadrjúgt á nćstu áratugum. Nemum stendur til bođa fjölbreytt flóra framhaldsskóla hvort sem litiđ er til bóknáms eđa verknáms. Sömuleiđis hefur veriđ brugđist viđ kröfunni um nám í heimabyggđ međ stofnun og undirbúningi nýrra framhaldsskóla og ríkri áherslu á dreifnám og fjarnám.
Mesta byltingin hefur hins vegar orđiđ á háskólastigi. Fjöldi háskólanema hefur tvöfaldast á síđastliđnum áratug og valkostir háskólanema hafa aldrei veriđ fleiri og fjölbreyttari. Ef ţróunin á árunum 1995-2007 er skođuđ kemur eftirfarandi í ljós.
l Nemendum í námi til 1. háskólagráđu hefur fjölgađ um 104%.
l Nemendum í viđbótarnámi eftir 1. háskólagráđu hefur fjölgađ um 370%.
l Nemendum í námi til meistaragráđu hefur fjölgađ um 1.037%.
l Nemendum í námi til doktorsgráđu hefur fjölgađ um 1.837%.
Ţetta hefur gerst án ţess ađ ţeim er sćkja í háskólanám erlendis hafi fćkkađ. Ţetta er hrein viđbót.
Viđ sjáum ţetta endurspeglast í alţjóđlegum samanburđi OECD-ríkjanna. Á Íslandi var brautskráningarhlutfall (fjöldi brautskráđra deilt međ stćrđ fćđingarárgangs) á háskólastigi 50% áriđ 2004 en var 38,7% áriđ 2000. Ţetta er hćsta hlutfall innan OECD en međaltaliđ ţar er 34,8%. Á undanförnum fimm árum höfum viđ einnig siglt fram úr Dönum, Norđmönnum og Svíum ţegar kemur ađ hlutfalli ţeirra sem stunda háskólanám.
Ţetta hefđi ekki getađ gerst án ţeirrar áherslu sem ríkisstjórnin hefur lagt á menntamál á kjörtímabilinu og endurspeglast í framlögum til menntamála. Framlög til háskóla og rannsókna hafa fariđ í um 10 milljörđum í tćpa 15 á ári og framlög til framhaldsskóla úr 10 milljörđum í um 16 milljarđa á ári. Ţetta eru gífurlegar fjárhćđir en jafnframt fjárfesting sem mun skila sér margfalt ţegar fram í sćkir.
Höfundur er menntamálaráđherra
Tenglar
Stjórnmálamenn međ vit á menntamálum og vísindum
Áhugafólk um menntamál og vísindi
Greinar og skýrslur
Fyrirtćki og félagasamtök
Rannsóknarstofnanir
Vísindi, frćđi og tćkni
Stofnanir og Skólar
Ađstandendur
- Heiđa María Sigurđardóttir
- Indriđi H. Indriđason
- Arnar Pálsson
- Inga Dóra Sigfúsdóttir
- Anna Ingólfsdóttir
- Guđrún Valdimarsdóttir
- Ţórarinn Guđjónsson
- Luca Aceto
- Einar Steingrímsson
- Eiríkur Steingrímsson
- Magnús Karl Magnússon
- Pétur Henry Petersen
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24183
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.