26.2.2007 | 22:05
Fjármögnun vísinda á Íslandi
Fyrir rúmu ári síðan sat ég tveggja daga hugarflugsþing Vísinda- og tækniráðs (V og T) í Reykholti þar sem hugað var að stefnu vísindamála næstu árin. Úr þessu varð til skjal sem lýsir þeim hugmyndum sem fram komu. Margar hugmyndir komu þar fram og sumar hreint út sagt einkennilegar. Hugmyndin sem fékk hæstu einkunnina var þó mjög skynsamleg en hún hét "Efling samkeppnissjóða vísinda, tækni og framhaldsnáms" og, eins og nafnið gefur til kynna fjallaði hún um eflingu samkeppnissjóðanna. Ekkert hefur þó verið gert með þessa hugmynd síðan nema Tækniþróunarsjóður hefur eflst eitthvað.
Enn veita sjóðir V og T einungis hlut-fjármögnun og krefjast alltaf mótframlags stofnunar. Þetta verður til þess að þeir sem afla styrkja verða byrði á sinni stofnun/fyrirtæki, ef þeir eru duglegir að afla styrkja. Með þessu er hlutunum snúið á hvolf því auðvitað eiga þeir sem afla styrkjanna að vera eftirsóttir starfsmenn, en ekki byrði. Mun skynsamlegra fyrirkomulag væri að sjóðir V og T styrki allt verkefnið og krefjist ekki mótframlags stofnunar. Auk þess ættu sjóðirnir að greiða framlag til stofnunar/fyrirtækisins til að verðlauna það fyrir framtakið og hvetja það þannig til frekari sóknar. Vísindamaður sem fær þannig styrk getur unnið sitt verkefni en auk þess fær stofnunin framlag sem hún getur notað að vild. Þannig verður til dýnamík sem hvetur stofnanir til að ráða fólk sem getur aflað styrkja og þannig eflt starfsemi þeirra.
Styrkveitingar eru alltaf háðar jafningjamati, þ.e. mati annarra vísindamanna og þannig er tryggt að á hverjum tíma fá aðeins bestu verkefnin styrki. Þetta er eina gæðamatið sem þarf - það tryggir þeim stofnunum framgang sem hafa gott vísindafólk innanborðs og öðrum ekki. Er það ekki eins og við viljum hafa það?
Eiríkur Steingrímsson
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Tenglar
Stjórnmálamenn með vit á menntamálum og vísindum
Áhugafólk um menntamál og vísindi
Greinar og skýrslur
Fyrirtæki og félagasamtök
Rannsóknarstofnanir
Vísindi, fræði og tækni
Stofnanir og Skólar
Aðstandendur
- Heiða María Sigurðardóttir
- Indriði H. Indriðason
- Arnar Pálsson
- Inga Dóra Sigfúsdóttir
- Anna Ingólfsdóttir
- Guðrún Valdimarsdóttir
- Þórarinn Guðjónsson
- Luca Aceto
- Einar Steingrímsson
- Eiríkur Steingrímsson
- Magnús Karl Magnússon
- Pétur Henry Petersen
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er góð hugmynd að láta hluta (5-15%) af hverjum styrk renna til viðkomandi stofnunar/deildar/skóla. Það myndi virka hvetjandi á bæði stofnanir og vísindamenn. Mikilvægt er samt að sjá til þess að stofnanir verji aurnum til þess að styrkja við rannsóknir, t.d. með því að setja í doktorsnemasjóði, ferðasjóði, til tækjakaupa, ráðningu aðstoðarmanna á tilraunastofu.
Kveðja Arnar Pálsson.
Arnar Pálsson, 28.2.2007 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.