Ráđherra og efling vísinda

Uppruni:  Fréttablađiđ, 31. janúar 2007  (Ath:  ţar vantađi nafn eins höfunda)

Menntamálaráđherra skrifađi grein í Fréttablađiđ sl. föstudag ţar sem
hún virđist líta svo á ađ stuđningur viđ samkeppnissjóđi sem helstu
leiđ til fjármögnunar vísindarannsókna jafngildi andstöđu viđ ađ efla
Háskóla Íslands. Viđ undirrituđ, sem erum starfandi vísindamenn viđ
Háskólann í Reykjavík, erum ósammála ţessari röksemdafćrslu og viljum
hér koma á framfćri sjónarmiđum okkar í málinu.

Vísinda- og tćkniráđ - sem í sitja, auk annarra, ráđherrar menntamála,
iđnađar og fjármála, ásamt forsćtisráđherra - á ađ móta stefnu hins
opinbera í vísindamálum. Ráđiđ birti sl. vor stefnu fyrir tímabiliđ
2006-2009. Ţar er lögđ áhersla á mikilvćgi ţess ađ efla
samkeppnissjóđi, og m.a. sagt orđrétt:

„Vísinda- og tćkniráđ hvetur til ţess ađ [...] hćkkun beinna
fjárveitinga til rannsókna renni ađ stćrstum hluta til samkeppnissjóđa
og áćtlana sem úthluta fé á grundvelli umsókna og faglegs mats."

Undir ţetta tökum viđ heilshugar. Hins vegar gefur auga leiđ ađ
samningur menntamálaráđherra viđ Háskóla Íslands, um ţriggja milljarđa
króna aukin framlög á ári til rannsókna viđ skólann, fer ţvert gegn
ofangreindri stefnu Vísinda- og tćkniráđs, sem ráđherra átti ţátt í ađ
móta.

Viđ erum síđur en svo mótfallin ţví ađ rannsóknir viđ Háskóla Íslands
séu efldar. Ţađ er hins vegar ástćđa fyrir ţeirri áherslu sem Vísinda-
og tćkniráđ leggur á ađ auknar fjárveitingar til rannsókna fari ađ
stćrstum hluta gegnum samkeppnissjóđi. Hún er orđuđ svo í stefnu
ráđsins: „Samkeppnissjóđir eru eitt virkasta stýritćkiđ til ađ
vísinda- og ţróunarstarf beri árangur."

Skilvirkasta leiđin til ađ efla rannsóknir á Íslandi er ađ láta fé til
ţeirra renna gegnum samkeppnissjóđi. Ţađ tryggir ađ peningarnir fari í
bestu verkefnin, og til bestu vísindamannanna, hvar sem ţeir starfa.
Miđađ viđ styrk HÍ í rannsóknum í dag er ljóst ađ skólinn myndi, svo
lengi sem hann dregst ekki aftur úr í samkeppninni, fá 75-80% af ţví
fé sem sett yrđi í slíka sjóđi.

Sá munur yrđi ţó á, miđađ viđ ţá beinu fjárveitingu sem ráđherra samdi
um, ađ tryggt yrđi ađ bestu verkefnin og bestu vísindamennirnir innan
HÍ yrđu styrkt. Ţađ myndi efla HÍ á mun skilvirkari hátt en sá
samningur sem ráđherra gerđi. Ađ auki myndi sú leiđ efla uppbyggingu
allrar vísindastarfsemi á Íslandi, og ţannig verđa öllu
vísindasamfélaginu - og um leiđ öllu samfélaginu - til hagsbóta.

Anna Ingólfsdóttir, Björn Ţór Jónsson, Einar Steingrímsson, Luca
Aceto og Rögnvaldur J. Sćmundsson. Höfundar eru starfandi vísindamenn viđ HR.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband