Færsluflokkur: Bloggar
4.11.2010 | 13:56
Háskólarannsóknir á tímum kreppu (3) Gæði rannsókna
Eiríkur Steingrímsson & Magnús Karl Magnússon.
Höfundar eru prófessorar við læknadeild Háskóla Íslands.
Háskólarannsóknir á tímum kreppu
(3) Gæði rannsókna
Í fyrri greinum okkar ræddum við um mikilvægi vísindarannsókna fyrir efnahagslífið og þá staðreynd að innan við 15% af framlagi ríkisins fer í gegnum samkeppnissjóðina. Í hinum vestræna heimi er þetta hlutfall víðast mun hærra og er um 30-40% á hinum norðurlöndunum. Í Bandaríkjunum koma um 85% af rannsóknafé háskóla úr samkeppnissjóðum. Það er því ljóst að Ísland sker sig verulega úr hvað þetta varðar.
Samkeppnissjóðirnir tryggja gæðaeftirlit með rannsóknunum. Rannsóknaverkefni og virkni vísindamanna sem sækja um styrki eru metin reglulega og þegar dregur úr virkni eða hugmyndaauðgi, fá viðkomandi vísindamenn ekki styrki lengur. Hér á landi nær þetta eftirlit aðeins til þess hluta af framlagi ríksins sem fer gegnum samkeppnissjóði. Sumir íslensku samkeppnissjóðanna, t.d. Rannsóknasjóður, notast nú við erlenda matsaðila þannig að flestar, ef ekki allar, umsóknir fara í mat erlendra, óháðra vísindamanna. Þannig fæst óháð mat á gæðum íslenskra vísindaverkefna og vísindamanna. Sjóðurinn og þjóðin ættu því að vera nokkuð viss um að þessu fé er vel varið. Aðrir sjóðir notast við innlenda matsaðila og ættu, í ljósi jákvæðrar reynslu Rannís, að breyta þeirri stefnu sinni og taka upp erlent mat. Sumir hinna sjóðanna eru reyndar fremur pólitískir sjóðir og eiga lítið skylt við alvöru vísindasjóði. Sem dæmi um slíkan sjóð er AVS (Aukið verðmæti sjávarfangs) en nýskipaður stjórnarformaður hans er þingmaður og náinn samstarfsmaður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Mikill munur er einnig á árangurshlutfalli íslenskra vísindasjóða. Sem dæmi má nefna að í Rannsóknasjóði er þetta hlutfall að nálgast 10% en er 50% í AVS. Þetta þýðir að það er mun meiri samkeppni um fé úr Rannsóknasjóði en AVS.
Hvað með gæðaeftirlit með hinum 85-90 prósentunum af framlagi ríkisins til rannsókna? Staðreyndin er sú að með þeim er lítið sem ekkert ytra eftirlit og ekkert er spurt um gæði eða árangur. Þessu þarf að breyta. Víðast erlendis er strangt gæðaeftirlit með öllu fé sem veitt er til rannsókna til að hámarka nýtingu almannafjár. Við erum ekki að tala um hefðbundið bókhaldseftirlit heldur eftirlit með gæðum rannsóknanna. Í Bandaríkjunum og víða í Evrópu er þetta oftast gert á þann hátt að á 5 ára fresti þarf hver rannsóknastofa að útskýra fyrir sérstakri úttektarnefnd vísindamanna hvað stofan hefur gert á tímabilinu og hvað hún hyggst gera næstu 5 árin. Rannsóknastofan undirbýr vandlega skýrslu sem nefndin fær til yfirlestrar, nefndin mætir síðan á rannsóknastofuna þar sem verkefnin eru útskýrð með fyrirlestrum, farið er yfir árangurinn og hann metinn og skoðað hvort framtíðaráætlanirnar séu raunhæfar. Að lokum kemst úttektarnefndin að niðurstöðu sem settar eru fram í viðamikilli skýrslu. Í úttektarnefndinni eru yfirleitt leiðandi vísindamenn á viðkomandi sviði sem ekki hafa starfað með viðkomandi rannsóknastofu en þannig er tryggt að úttektin sé fagleg og óháð. Við höfum kynnst svona úttektum í störfum okkar erlendis. Þessi aðferð virkar afar vel. Hún er fagleg og leiðir til gagnrýninnar umræðu. Rannsóknastofum er hrósað fyrir það sem vel er gert en þær gagnrýndar fyrir það sem miður hefur farið. Niðurstöður slíkra úttekta eru síðan notaðar við ákvarðanatöku og stefnumótun.
Hér á landi er ekkert slíkt gæðaeftirlit með þeim fjölda stofnana sem stunda vísindarannsóknir. Hið opinbera, og þar með skattgreiðendur, vita því ekki hvort þessu fé er vel varið. Vísinda- og tækniráð hefur þó nýlega tekið málið til umfjöllunar og segir í núverandi stefnu ráðsins Sjálfstæð greiningarvinna á afrakstri rannsókna, þróunar og nýsköpunar verði styrkt hér á landi og unnin af óháðum aðilum. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur nýlega sett á fót Gæðaráð háskóla sem ætlað er að skoða gæðamál innan háskóla, þ.á.m. tengsl kennslu og rannsókna. Ráðið er skipað sex erlendum aðilum og ætti því að geta verið faglegt og óháð. Það vekur furðu að Gæðaráðið er einungis skipað einstaklingum úr hug-, félags- og menntavísindageiranum. Í því eru engir með reynslu af raunvísindum eða heilbrigðis- og lífvísindum, þeim greinum vísindanna sem sterkust eru á Íslandi. Það er áhyggjuefni enda mikill munur á vinnubrögðum í raun- heilbrigðis- og lífvísindum annars vegar og félags, -hug- og menntavísindum hins vegar. Gæðaráðið er því ólíklegt til að geta lagt mat á gæði rannsókna í raun- heilbrigðis- og lífvísindum. Þessu þarf að breyta til að slíkt úttekt verði trúverðug.
Við leggjum því til að i) hafið verði gæðaeftirlit með öllu rannsóknafé á Íslandi; ii) við þetta eftirlit verði notast við þær aðferðir sem gefist hafa best annars staðar (sbr hér að ofan); iii) niðurstöður slíkra úttekta verði notaðar við ákvarðanatökur; iv) í gæðanefndina verði skipaðir aðilar úr raun- heilbrigðis- og lífvísindageirunum.
Birtist í Fréttablaðinu haustið 2010.
Sett inn fyrir hönd höfunda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2009 | 17:12
Skilagrein rýnihóps um aðgerðir í háskóla- og vísindamálum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2009 | 17:10
Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs
Ármann Jakobsson hlýtur hvatningarverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2009 | 09:38
Better late than never?
Mæla með tveggja háskóla kerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2009 | 00:35
Rannis frustrations pt. 1
I just finished reviewing some applications for student funding for Rannis. Of course, as soon as I took on the task I was reminded why I had sworn not to do more reviews for Rannis: Reviews aren't anonymous. Now, personally, I don't really care too much about potentially upsetting people but, then again, I'm a few thousand kilometers away and I feel fairly safe that I won't run into any of them anytime soon. But in general I think this policy is little short of insane. It is simply unreasonable to expect people to give their honest assessment of their colleagues (i.e., you are asked to assess the research activity/output of the advisor as well) when, at best, it may result in some awkward moments at work and, at worst, have real implications when it comes to promotions etc. Of course, one would hope that everyone was able to rise above such things or chalk them down to academic differences but I think it is a very optimistic view to assume that is the case.
At any rate, for the second year in row, I made a note of this when turning in my reviews. If you agree that this policy is idiotic (or just not that good) I encourage you to do the same.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 17:35
...fallið verður frá framlögum í rannsókna- og tækjasjóði...
Kæru vísindamenn.
Ef þetta gengur eftir getum við pakkað saman og flutt til útlanda eða farið að þvo tyggjó af götum bæjarins í sjálfboðaliðastarfi (af nægu er að taka þar!).
Atvinnustefna á Íslandi gengur nefnilega út á malbik, steypu og möl.
Höfum við ekki lært nokkurn skapaðan hlut af bankahruninu, steypumusterin eru tálsýn.
Finnum leiðir til að beina kröftum þeirra sem missa vinnuna í frumkvöðlastarf, í sprotafyrirtækjum eða í samstarfi við rannsóknastofnanir og háskóla. Kostnaðurinn yrði aðallega í formi launa, en ekki í rekstri stórvirkra vinnuvéla, bora og kostnaði við stál og steinsteypu.Tekjuskattur og útsvar hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 17:32
...fallið verður frá framlögum í rannsókna- og tækjasjóði...
Kæru vísindamenn.
Ef þetta gengur eftir getum við pakkað saman og flutt til útlanda eða farið að þvo tyggjó af götum bæjarins í sjálfboðaliðastarfi (af nægu er að taka þar!).
Atvinnustefna á Íslandi gengur nefnilega út á malbik, steypu og möl.
Höfum við ekki lært nokkurn skapaðan hlut af bankahruninu, steypumusterin eru tálsýn.
Finnum leiðir til að beina kröftum þeirra sem missa vinnuna í frumkvöðlastarf, í sprotafyrirtækjum eða í samstarfi við rannsóknastofnanir og háskóla. Kostnaðurinn yrði aðallega í formi launa, en ekki í rekstri stórvirkra vinnuvéla, bora og kostnaði við stál og steinsteypu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 17:29
Leiðin út
Það er alltaf ánægjulegt að sjá ungt íslenskt vísindafólk standa sig vel. Páll Þórðarson lauk prófi frá HÍ en hefur síðan numið ytra og nú starfað ytra. Fólk sem leggur stund á raunvísindi við HÍ hafa lönguð staðið sig vel í framhaldsnámi ytra, komist í góðar stöður og lagt mikið af mörkunum í þekkingarleit okkar. Við leggjum áherslu á það við nemendur okkar í líffræði, að góðar einkunnir séu aðgöngumiði að útlöndum og öðru lífi. Það á sérstaklega vel við í núverandi efnahagsþreningum.
Það er góður kostur að leggja meiri áherslu á grundvallar vísindi í menntun þjóðarinnar, sem skila sér í talnalæsi, sköpunarkrafti, gagnrýni og sjálfstæðri hugusun.
Íslenskur efnafræðingur hlýtur hvatningarverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2008 | 16:13
Support for Basic Research from Private Foundations
Wouldn't it be good to have a similar foundation in Iceland supported by a consortium of Icelanders who made it big and want to support the scientific development of their country? This is daydreaming, I know....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2008 | 19:10
Rannis - Research Fund announcement
I just criticized Rannis in the comments of the previous post but Rannis should be given credit when it does things correctly. The announcement for applications to the Icelandic Research Funds contains this paragraph:
"Allar umsóknir og umsóknagögn skulu vera á ensku, svo að mögulegt sé að senda umsóknir í mat erlendis. Undanþágur eru veittar frá þessari meginreglu ef birtingar á viðkomandi fræðasviði einskorðast við íslenska útgáfu. Í þeim tilvikum skal umsækjandi fá leiðbeiningar hjá starfsmönnum Rannís. Allar umsóknir um öndvegisstyrki skulu vera á ensku, enda eru öndvegisverkefni ávallt metin af erlendum sérfræðingum."
To the best my knowledge this is the first time applications must be submitted in English and the first suggestion that Rannis is moving towards having foreign scholars review applications. I think this is a tremendously important step. Iceland has a small research community, which meant that applications were more often than not reviewed by non-specialists in the applicant's subfield. Then there was, of course, the problem of everyone knowing the other two people that might review their application - meaning that the anonymity of the referee was pretty much guaranteed not to exist. Great news!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Stjórnmálamenn með vit á menntamálum og vísindum
Áhugafólk um menntamál og vísindi
Greinar og skýrslur
Fyrirtæki og félagasamtök
Rannsóknarstofnanir
Vísindi, fræði og tækni
Stofnanir og Skólar
Aðstandendur
- Heiða María Sigurðardóttir
- Indriði H. Indriðason
- Arnar Pálsson
- Inga Dóra Sigfúsdóttir
- Anna Ingólfsdóttir
- Guðrún Valdimarsdóttir
- Þórarinn Guðjónsson
- Luca Aceto
- Einar Steingrímsson
- Eiríkur Steingrímsson
- Magnús Karl Magnússon
- Pétur Henry Petersen
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar