Hálfguðir eða brjálæðingar

Í lesbók laugardagsins, 19 apríl birtist pistill eftir Önnu Kristínu Jónsdóttur þáttagerðarmann, undir yfirskriftinni, "Brjálaðir vísindamenn eða hálfguðir í hvítum sloppum". Af miklu innsæi rakti hún sýn almennings á vísindamenn, sem sveiflast oft milli öfga. Vísindamenn eru stundum álitnir örlítið, eða mikið til, bilaðir og því oft kjörnir í hlutverk illmenna í bókmenntum og myndmiðlum. Hinn póllinn er að tylla vísindamönnum á stall guða, e.t.v. vegna þess að þess að þekking er vald eða vegna þess að guðirnir eru daprir í tjáskiptum. Allavega leggur Anna Kristín áherslu á að sérþekking vísindamanna getur virkað mjög fráhrindandi á leikmenn og einnig fréttamenn, sem er mjög bagalegt fyrir þjóðfélagið.

Það er vísindasamfélaginu í hag, og þjóðinni einnig, að þekkingu sé viðhaldið, að við öflum nýrrar þekkingar á mikilvægum vandamálum og lykil spurningum, og að kostir og takmarkanir vísindalegra aðferða séu sem flestum ljósar. Þá á þjóðin betri möguleika á að nýta sér vísindalega þekkingu til að taka mikilvægar ákvarðanir, t.d. um stofnfrumur, virkjanir og sjó eða landnýtingu. Vísindamenn hafa gott af því að stíga tvö skref aftur á bak og spyrja, hvers vegna rannsóknir þeirra skipta máli? 

Pistill Önnu birtist hér, með góðfúslegu leyfi höfundar. Athugið, tilvitnanir í pistillinn tilgreini birtingu í Lesbók Morgunblaðsins, 19 apríl 2008.

"Fyrir nokkrum árum var haldin keppni á vegum Háskóla Íslands. Skorað var á börn að skila inn myndum af vísindamönnum. Flestar myndanna sýndu karla í hvítum sloppum á tilraunastofum. Gott ef þeir voru ekki flestir með hárið út í allar áttir ala Einstein og ótal svipmyndir brjálaða vísindamannsins í teiknimyndum og kvikmyndum. Það er umhugsunar vert að dæmigerður vísindamaður í heimi barnabókmennta og teiknimynda er einmitt sá í hvíta sloppnum. Hann hlær tryllingslegum hlátri áður en hann hellir saman grængolandi vökvum og úr verður vopn sem gæti tortímt heiminum öllum. Það er líka þannig í heimi aksjónkallanna. Fyrir nokkrum árum varð ég alveg þokkalega kunnug í heimi þeirra, um leið og ég keypti uppbyggjandi dót fyrri son minn. Höfuðóvinir aksjónmannanna góðu, aðal vondukallarnir voru þá þeir Doktor X og prófessor Gangrene eða prófessor Gröftur. Þeir kumpánar áttu fátt sameiginlegt- nema það, ef marka má nafngiftirnar, að báðir voru  þeir langskólagengnir menn. Doktor X var og er alveg dæmigerður vöðvakall, hann skartaði miklum svörtum hanakambi og ygglibrún.  Gröftur prófessor er frekar renglulegur - og það er vaxtarlag sem ekki sést alltof oft í heimi aksjónmanna, hvorki á góðum né vondum-  en hann var einmitt tryllta týpan, með grænt hárið út í allar áttir. Ætli megi rekja rætur þessa minnis lengra en til Einsteins? Hárið á prófessor Greftri var að mig minnir eiginlega næstum því  eins og á snákarnir sem hlykkjast út úr höfði Medúsu. Ætli hársrætur prófessorsins séu ekki bara háklassískar?

En hvað um fjölmiðla og vísindi.  Vísindi og rannsóknir segja menn skipta alltaf meira og meira máli.  Í næsta orði segja þeir, það skortir á að þeim sé miðlað til fólks.  Sérstaklega finnst mörgum það eiga við um raunvísindi, sem séu orðin slíkar launhelgar að þau séu algerlega lokuð þeim sem ekki hafa klæðst hvíta rannsóknarstofusloppnum.  Orðalag og orðfæri sé svo sérhæft og tæknilegt að það sé öllum hulið að átta sig á því um hvað málið snýst. Undir þetta myndu nú margir taka, sem hafa lesið litlar og grannar greinar sem oft birtast í Morgunblaðinu.  Í greinunum segir frá doktorsnafnbótum íslenskra vísindamanna og lokaritgerðum þeirra. Nafn lokaritgerðarinnar fylgir og oft eru flestir lesendur litlu nær eftir að hafa lesið útdráttinn, hvað sem þar segir um hin mikilvægu oxavarnaensím, Cerúlóplasmín og súperoxíð dismútasa. En hvað þá með alþýðufræðsluna og það hlutverk fjölmiðla að koma upplýsingum til skila á mannamáli. Felst kannski í þeirri nálgun enn meiri aðskilnaður milli vísindanna og þekkingarinnar, sem þar er  aflað og útþynntu útgáfunnar sem við ráðum flest við að tileinka okkur.  Danskur blaðamaður, Gitte Meyer hefur lengi skrifað um vísindi og líka kennt blaðamennsku . Hún veltir því fyrir sér af hverju almenn umræða um vísindi sé mikilvæg. Jú segir hún, með vísindum er hægt að stjórna ýmsu í náttúrunni og skapa auð. Sú stjórn er samt ekki alger og við sjáum ekki alltaf fyrir hvað möguleikar felast í nýrri tækni og þekkingu.  Meyer telur að mesta hindrunin í vegi upplýsandi umfjöllunar og umræðu um vísindi sé sú óttablandna virðing sem margir beri fyrir sérfræðinni og þeirri vissu að vísindaleg þekking sé almennri skynsemi æðri.  Í leiðbeiningum hennar til blaðamanna sem ætla sér að fjalla um vísindi eða eru settir til þess felst að það sé full ástæða til að bera virðingu fyrir flóknum og erfiðum viðfangsefnum en það sé ekki ástæða til að óttast þau. Meyer bendir á að umfjöllun um erfðabreytt matvæli  og stofnfrumurannsóknir snúist ekki bara um sérfræði heldur um pólitískar ákvarðanir. Engu að síður sé oft sagt að almenningur geti ekki tekið afstöðu til slíkra mála því hann kunni ekki nokkur skil á þeim.  Því er Meyer ekki sammmála, hún tekur dæmi af klónun húsdýra. Þar sé full ástæða til að velta upp grundvallarspurningum; til hvers séu rannsóknirnar, við hverju megi búast og hverjar geti orðið hliðarverkanirnar af því að einrækta dýr.  En um einmitt þær rannsóknir hefur hún eftir tveimur vísindamönnum að það sé nauðsynlegt að uppfræða fólk og það sé ekki hægt að ætlast til þess að almenningur taki afstöðu, grunnhyggin umfjöllun um einræktun manna hafi litað afstöðu fólks og gert það fyrirfram andsnúið einræktun húsdýra. Nákvæmlega með þessum orðum sé verið að upphefja vísindin meira en ástæða sé til og það að vísindamennir viti en almenningur sé vitlaus. Áherslan sé alltof þung á sérfræðin í stað grundvallarspurninga. Blaðamenn eigi að kunna að spyrja spurninga sem kvikni af almennri skynsemi og týnast ekki í sérfræðiflækjunum."

 


Look Who's Doping

The inimitable Dr. Z wrote in his April 1, 2008, opinion:

But I strongly disagree with the unfortunate decision to forbid the use of any result, or solve any open problem posed by, the great Paul Erdös, on the grounds that he was "doping" by using stimulants like amphetamines. While I definitely do not recommend anyone to start taking prescription drugs, mathematics is not (yet) the tour-de-France, and if we start forbidding them, what's next? coffee?. It is no coincidence that Erdös quipped that a mathematician is a machine that turns coffee into theorems. Without coffee (and unfortunately other stimulants) we would not have progressed beyond Euclid. Coffee is so much part of our culture that it would take much more than one committee to disallow it at AMS meetings.
On the same day, a press release written by evolutionary biologist Jonathan Eisen of the University of California, Davis, declared that the US National Institutes of Health is to crack down on scientists 'brain doping' with performance-enhancing drugs such as Provigil and Ritalin.

These were, of course, intended as two funny pranks. Now, however, Nature is spotlighting a study on the use of cognition-enhancing drugs by academics. (Alas, a subscription is needed to access the text.) The article in Nature reports on the results of a survey conducted by that journal on whether readers of Nature (scientists) would consider “boosting their brain power” with drugs. The article states that 1,400 people from 60 countries responded to the online poll.

Apparently "one in five respondents said they had used drugs for non-medical reasons to stimulate their focus, concentration or memory." Moreover, use of drugs did not differ greatly across age-groups. According to the article, "the numbers suggest a significant amount of drug-taking among academics." So, not only academics drink more than rest of population on average (or so I seem to recall reading somewhere recently), but they also enhance their performance by taking drugs :-) Will we soon have to sign declarations that our work was not done under the influence of performance-enhancing drugs as well as copyright release forms? Or will we have to have drug tests taken when we submit papers to conferences or journals? And will all authors of an article have to take such tests?

On a more serious note, as a parent, I was a little concerned when I read that

When asked whether healthy children under the age of 16 should be restricted from taking these drugs, unsurprisingly, most respondents (86%) said that they should. But one-third of respondents said they would feel pressure to give cognition-enhancing drugs to their children if other children at school were taking them. Morein-Zamir found this coercive factor very interesting. “These numbers strongly suggest that even if policies restricted their use by kids, pressure would be high for parents,” she says.

(The emphasis is mine.) Would you give drugs to your children to enhance their mental performance?

Sometimes I wonder what our answer would be if we were offered a Faustian pact promising that we would solve, say, two fundamental problems of our choice at the price of our "soul". What would your reaction to this "two-for-the-price-of-one" offer be? Has any science-in-fiction novel ever been written on this theme?

Addendum: After I wrote this post, Luca Trevisan  pointed out to me the delightful short story "The devil and Simon Flagg," by Arthur Porges, in which a mathematician summons the devil and offers the following deal: if the devil can prove or disprove Fermat's last theorem within 24 hours, the devil will have the mathematician's soul; if he can't, the mathematician will have wealth and health (and keep his soul). I recommend it!


Computer Science Giant Visits Reykjavík University

Prof. David Harel (The Weizmann Institute of Science, Israel) will visit the School of Computer Science at Reykjavík University on Friday, 25 April 2008.  Apart from being a renowned science communicator, Prof. David Harel is, without doubt, one the great thinkers in modern science and has given fundamental contributions to a variety of topics ranging from theoretical computer science, and software and systems engineering to modelling and analysis of biological systems, and the synthesis and communication of smell. He has published more than 185 papers and nine books. In the field of software and systems engineering, Prof. David Harel is best known as the inventor of the language of statecharts, and co-inventor of live sequence charts and of the idea of reactive animation (2002). He was part of the team that designed the tools Statemate (1984-1987),  Rhapsody (1997) and the Play-Engine (2003). His work is central to the behavioral aspects of the Unified Modelling Language (UML). Among his awards are the ACM Karlstrom Outstanding Educator Award (1992), the Stevens Award in Software Development Methods (1996), the Israel Prize in Computer Science (2004), the ACM SIGSOFT Outstanding Research Award (2006), the 2007 ACM Software System Award, and honorary degrees from the University of Rennes (2005), the Open University of Israel (2006) and the University of Milano-Bicocca. He is a Fellow of the ACM (1994) and of the IEEE (1995) and was elected member of the Academia Europaea (2006) and Fellow of the American Association for the Advancement of Science (2007).

Prof. David Harel has consistently devoted part of his time to educational and expository work: In 1984 he delivered a lecture series on Israeli radio, and in 1998 he hosted a series of programs on Israeli television. Some of his writing is intended for a general audience; see, for example, the best-selling books "Computers Ltd.: What They Really Can't Do" (2000) and  "Algorithmics: The Spirit of Computing" (1987, 1992, 2004).

During his visit, Prof. Harel will deliver two talks.

  • The first talk, entitled In Silico Biology, or On Comprehensive and Realistic Modeling (10:00-11:00 in room K5, Reykjavík University, Kringlan 1), shows how software and systems engineering can be applied beneficially to thelife sciences.
  • The second talk, entitled Computers are Not Omnipotent (16:00-17:00 in room 101, Reykjavík University, Ofanleiti 2), will be a public talk for a general audience, which will address one of the most fundamental questions in modern science, " Is there anything that computers cannot do?"

 The abstracts for the talks may be found here. I warmly encourage everyone to attend.


Nemendur farið utan

Samstarf eins og HÍ og Caltech eru að taka upp, álíkt því sem HR er með (sjá eldri færslu hér), eru meiriháttar tækifæri fyrir íslenska nemendur. Það hefur reyndar löngum verið raunin, allavega í mínu fagi líffræðinni, að Íslenskir nemendur sem fara utan í framhaldsnám hafa staðið sig vel.

Grunnnám í raungreinum hefur reynst mörgum Íslendingum með útþrá lykill að víðri veröld. 

Álíka mikilvægt er að nemendurnir sem hneygjast til rannsókna komist á bestu staðina. Caltech er mjög frjótt umhverfi sérstaklega í rannsóknum á sviði líffræði. Að endingu er það vísindalega umhverfið: þéttni hæfileikafólks, opið umhverfi, fyrirlestra raðir, aðgangur að fræðiritum og bókum sem skiptir mestu máli. 

Aukalega, það er vissulega skemmtilegt að einn neminn sé að fara til manneskju sem hefur hlotið Nóbels verðlaunin. En það er annar flötur á málinu, þegar fólk fær Nóbelsverðlaun, er það yfirleitt komið yfir toppinn. Mæli því frekar með því nemendur stefni á að vinna með t.t.l. ungu fólki sem er að að eiga við spennandi grundvallarspurningar.


mbl.is HÍ og Caltech í nánara samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varkárir vísindamenn

Eðli vísinda er slíkt að ekkert er hægt að sanna, þekkingin verður til þegar okkur tekst að afsanna tilgátur, og hafna þar með einhverjum skýringum á fyrirbærum.

Viðfangsefni vísindanna eru margvísleg, uppruni stjarna, myndun jarðlaga, skiptingar fruma, atferli nagdýra, og eins og Stefán Hjörleifsson snéri sér að, skoðanir mannvera eins og þær birtast í flutningi frétta. Meginniðurstaða Stefáns er að fréttamenn hafa tilhneygingu til að taka undir vísindaleg tíðindi af vinnu Decode, sérstaklega jákvæðar niðurstöður, án þess að rýna dýpra í þær, eða kanna mótrök. Ritgerðin er því áfellisdómur á fréttamiðla aðallega, en hann bendir einnig á að vísindamenn beri einnig ábyrgð, og þurfi að koma gagnrýni á framfæri (Íslenskir vísindamenn gera það iðullega, en sjaldnast er á þá hlustað, ár eru virkjaðar, stíflur byggðar á sprungum, og Þingvallavatni er stefnt í hættu).

Önnur megin niðurstaða Stefáns er að fréttir af Íslenskri erfðagreiningu fóru að fjalla meir og meir um fyrirtækið, t.d. gengi hlutabréfa, og minna um vísindalegar niðurstöður. Að hluta sprettur þetta af þeirri ástæðu að ÍE stendur bæði á vísindalegum grunni og sem sprotafyrirtæki. Hin megin ástæðan er sú að fréttamenn skilja peninga betur en vísindi: margir peningar: góðir, engir: stór fyrirsögn.

Það sem virðist hafa komið við kaunin á forstjóra fyrirtækisins er að einhverjir starfsmenn hafi, undir nafnleynd í viðtölum, rætt efasemdir um að markmið fyrirtækisins náist. Það er að með því að finna gen þá sé hægt að búa til lyf og lækna fólk. Vissulega eru til dæmi um að skilgreining á genagalla hafi leitt til meðferðar, t.d. Einstaklingar sem geta ekki myndað Insulin geta keypt efnið, framleitt af Genentech með hjálp baktería. Genentech (www.gene.com) er dæmi um sprotafyrirtæki sem fann góða vöru, tók flugið og hefur byggt á henni gríðarlegt veldi. Það hafa ekki allir í Genentech trú á hverju einasta verkefni (ég veit það þar sem vinkona mín hefur unnið þar um 5 ára skeið), en þau leysa  vandamálin samt og stuðla þannig að viðgangi fyrirtækisins. Gagnrýnið og snjallt fólk er grunnur allra góðra fyrirtækja, sérstaklega þeirra sem eru í rannsóknum. Til árréttingar, undirritaður vann um 9 mánaða skeið á ÍE og getur staðfest að starfsfólkið er flest afburða gáfum gætt, hinir yfir meðallagi snjallir, og hverju fyrirtæki til sóma.


mbl.is Sóttu um leyfi til Vísindasiðanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugi fjölmiðla á vísindum er yfirborðskenndur

Eitthvað er til í þessu hjá Stefáni um gagnrýnisleysi fjölmiðlafólks en ég held að það séu nægir vísindalegir álitsgjafar, það sé enginn skortur á þeim. Vandinn liggur frekar í því að fjölmiðlafólk er ekki eða sjaldnast menntað í raunvísindum og lítill áhugi er fyrir vandaðri umræðu um vísindi, eðli þeirra og takmarkanir.  Hvert er hlutfall frétta af dægurstirnum, íþróttum og munaðarvörum á móti umræðu um vísindi og fræði? Talsvert hátt og stjórnast vissulega af því sem að fólk vill lesa. Snýst þetta kannski að einhverju leyti um ábyrgð fjölmiðla, þmt opinbera. Er ekki lag að endurvekja nýjustu tækni og vísindi!  Svipaðir þættir eru hjá flestum norrænu sjónvarpsstöðunum. Umræða um vísindi er heldur ekki eingöngu um vísindi, heldur líka um fjármögnun, uppbyggingu og aðra samhangandi þætti. Þetta eru þá pólitískar spurningar um vísindi.

ritstj. 


mbl.is Vilhallir ÍE í umfjöllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðið í 40 nýjar akademískar stöður - Svafa Grönfeldt

 

Birtist í Viðskiptablaðinu föstudaginn 28. mars 2008


Meistaranám í verkfræði samtímis í Reykjavík, Boston og Singapore

Í kjölfar samstarfs HR og MIT í Boston um uppbyggingu meistaranáms í verkfræði hefst nýr kafli í háskólastarfi hér á landi. Beitt verður nýstárlegum kennsluaðferðum þar sem sérfræðingar HR og MIT kenna samtímis í þremur heimsálfum. 500 manns starfa nú við HR frá 23 löndum. Nýbygging HR er að rísa í Vatnsmýrinni og er talin kosta á bilinu 10-11 milljarða króna. Svafa Grönfeldt, rektor skólans, segir að fjármögnun allra stærstu verkefna sé tryggð.

 

"Við byggjum skólann upp með það fyrir augum að hann verði alþjóðlegur. Til að það markmið náist þarf starfsfólk skólans að vera frá öllum heimshornum og nemendur sömuleiðis. Við einbeitum okkur að því að skapa aðstæður sem laða að sérfræðinga frá mörgum af bestu skólum heims og tryggjum þannig íslenskum fræðimönnum og nemendum fyrsta flokks fjölþjóðlegt vinnuumhverfi. Þannig undirbúum við Íslendinga best fyrir framtíðina. Með þessum hætti geta nemendur HR notið þess besta erlendis frá, stundað nám með fólki frá ólíkum menningarheimum og á sama tíma starfað undir leiðsögn framúrskarandi sérfræðinga og stjórnenda hér á landi. Við erum í raun að flytja heiminn heim."
 

Hlutverk HR er að auka samkeppnishæfni nemenda og reyndar þjóðfélagsins alls. Auk sérfræðiþekkingar er talið að alþjóðleg færi og samskiptaleikni muni verða þeir eiginleikar sem verða hvað eftirsóttastir á vinnumarkaði 21. aldar. Námsframboð HR og kennsluaðferðir miða að því markvisst að efla þessa þætti. Íslenska er og verður fyrsta tungumál skólans. HR er íslenskur skóli sem þjónar íslenskum háskólanemum fyrst og fremst. Hins vegar bjóðum við núna 137 námskeið á ensku og meistaranám skólans verður í fyllingu tímans allt í boði á ensku. Þetta gerum við til að auka aðgengi erlendra nemenda og kennara að skólanum. Á árunum 2010-11 munum við hefja markaðssetningu skólans erlendis með tilkomu aðstöðu á heimsmælikvarða í Vatnsmýrinni. Með öflugri uppbyggingu háskólanets HR opnast samhliða þessu tækifæri fyrir íslenska nemendur að taka hluta af námi sínu í HR erlendis. Þessi þjónusta skólans er í mikill sókn og á þessu ári er þreföldun á fjölda umsókna HR-inga um skiptinám við einhvern af samstarfsskólum okkar víða um heim," segir Svafa Grönfeldt.
 

Það er margt fram undan í starfsemi HR. Fyrsta steypan rann í mót nýbyggingar skólans í Vatnsmýrinni fyrir fáeinum vikum og segir Svafa áætlað að flutt verði í stóran hluta nýja húsnæðisins haustið 2009. Auk þess verður ráðið í 40 akademískar stöður við skólann á næstu misserum.  Nýbyggingin í Vatnsmýrinni er þannig hönnuð að stórt yfirbyggt torg verður í miðju hennar sem allar deildir skólans ganga út frá. Hönnunin miðar að því að deildirnar komi allar saman í miðrýminu og hugmyndin er sótt til ítalskrar hönnunar frá miðöldum sem stuðlar að flæði og samskiptum milli fólks, bæði kennara og nemenda og almennings sem vill heimsækja skólann. Hugmyndafræði byggingarinnar er ekki síst í samræmi við óskir atvinnulífsins sem leggur áherslu á sem breiðastan grunn í menntun nemenda. Vissulega gerum við miklar kröfur um sérfræðiþekkingu, en um leið vill skólinn að nemendur geti átt samskipti við nemendur og kennara annarra fræðigreina. Þannig er nú lífið einfaldlega þegar við hefjum dagleg störf og best að kynnast því einnig í námi."

 

Byggingin kostar 10-11 milljarða kr.

"HR einbeitir sér sérstaklega að sviðum sem tengjast viðskiptum og lögfræði, tækni og heilsu. Í stað þess að dreifa kröftunum einbeitum við okkur að þessum kjarnafræðasviðum. Við höfum þann metnað að vera ávallt fyrsti valkostur nemenda og starfsmanna á þessum sviðum. Hugmyndin er sú að verja þeim fjármunum sem við höfum til umráða til þess að dýpka og styrkja núverandi starfsemi skólans fremur en að fjölga mikið nemendum eða deildum. Sérstaða HR er einstaklingsmiðuð þjónusta við nemendur sem endurspeglast í takmörkuðum fjölda í kennslustundum og hagnýtum kennsluaðferðum skólans. Samkvæmt könnun Ríkisendurskoðunar meðal háskólanema 2007 voru gæði kennslu mest í Háskólanum í Reykjavík. Í þessari sömu úttekt kom fram að kennsla, aðstaða og aðgengi að kennurum var best í HR, en akademísk staða mest hjá HÍ. Akademísk staða byggir á fjölda rannsókna sem birtar eru í ritrýndum akademískum tímaritum. HR er aðeins tíu ára gamall skóli og það að hafa náð því að vera með mestu gæði í kennslu á þeim tíma finnst okkur vera talsvert afrek. Við erum fyrsti valkostur nemenda sem sækjast eftir góðri kennslu og virkum tengslum við atvinnulíf og erlenda háskóla.  Stökkbreyting hefur átt sér stað undanfarin misseri í rannsóknarvirkni við HR og við höfum markað okkur framtíðarsýn og aðgerðaáætlun um uppbyggingu framsækinna rannsókna við skólann. Mikil aukning er í birtingum rannsókna HR-inga úr öllum deildum og fékk skólinn m.a. nýlega styrk frá Evrópusambandinu upp á 120 milljónir kr. til rannsókna í lagadeild, sem er samstarfsverkefni fjögurra háskóla í Evrópu. Liður í uppbyggingu skólans er að við erum núna að ráða í 40 akademískar stöður til viðbótar við einvala lið skólans. Við sækjum hratt fram og teljum okkur jafnframt hafa fjármagnað okkur fyrir þann vöxt sem er fram undan," segir Svafa. Eignarhaldsfélagið Fasteign fjármagnar og sér um framkvæmdir við nýbyggingu HR og mun eiga bygginguna og leigja til baka til HR til næstu áratuga.  Auk þess hefur HR kauprétt á henni á 5 ára fresti," segir Svafa. Þróunarsjóður HR mun standa straum af uppbyggingu mannauðs og háskólanets skólans. 
 

Háskólabyggingin, sem nú er að rísa, verður fullbyggð alls liðlega 40.000 fermetrar að stærð. Það er áætlað að hún kosti á bilinu 10-11 milljarða króna. Það er ÍSTAK sem bauð lægst í uppsteypu og aðalverktöku húsbyggingarinnar, en fram undan eru fjölmörg útboð á einstaka verkþáttum. Verkefnið er afar metnarfullt. Svafa segir að hægt hefði verið að reisa ódýrari byggingu en að óskin hafi verið að húsnæðið væri sveigjanlegt, kennslu- og rannsóknaraðstaða yrði á heimsmælikvarða og að húsið yrði jafnframt kennileiti í Reykjavík sem félli vel að umhverfi sínu.  "En fyrst og fremst vildum við byggja háskóla eins og best gerist fyrir Íslendinga. Við hugsum þetta þannig að Íslendingar komi til náms í Vatnsmýrina, en njóti leiðsagnar innlendra og erlendra kennara frá Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Við höfum í þessu samhengi talað um að fá heiminn heim. Þetta er nokkuð algengt módel víða um heim til þess að bregðast við því sem kallast "brain drain", eða þekkingartap út úr landinu, og til að stuðla að "brain gain", eða þekkingarávinningi inn í landið. Síðustu árin hafa  jaðarríki eins og Íslandi ráðist í uppbyggingu fyrirmyndar háskólasvæða og laða vísindamenn hvaðanæva að. Áður var einungis að finna bandaríska og breska skóla á listum yfir topp háskóla heims. Nú eru meira en 30 lönd með skóla á slíkum listum. Við leggjum allt kapp á að fá Íslendinga heim sem hafa starfað í útlöndum og eru tilbúnir að koma heim eftir langa útiveru. En við leggjum líka áherslu á að fá til okkar einstaklinga sem skara fram úr á hverju sviði fyrir sig, jafnt útlendinga sem Íslendinga. Hjá HR eru núna 500 starfsmenn frá 23 löndum og við erum nú þegar búin að ráða í tólf af þeim 40 akademísku stöðum sem til stendur að ráða í á næstunni. Þetta er því að verða mjög öflugur pottur þar sem blandast saman fjölbreytt fræðasamfélag og menningarheimur."

 

Stuðningur atvinnulífsins

Svafa segir að rekstur skólans hafi gengið mjög vel. Með ráðdeild í rekstri og í góðærinu undanfarið hefur skólinn safnað eigin fé, m.a. með frjálsum framlögum frá fyrirtækjum og einstaklingum. HR er jafnframt með þjónustusamninga við ríkið sem tryggir honum ákveðin fjárframlög með hverjum nemanda. Þar fyrir utan innheimtir HR skólagjöld. Þau eru um 25% af tekjum skólans en 75% teknanna koma eftir öðrum leiðum. Um 50% teknanna eru vegna þjónustusamninga við ríkið og um 25% frá atvinnulífinu, Símenntun og eftir öðrum leiðum. Stjórnvöld sýndu mikla framsýni þegar skilyrði voru sköpuð fyrir ný rekstrarform á háskólastigi. Jafnræði er með einkareknu háskólunum og þeim ríkisreknu þegar kemur að þjónustusamningum við ríkið vegna kennslu en framlög ríkisins til rannsókna o.fl. eru hins vegar enn margföld til ríkisreknu háskólanna.  Árangurinn af samkeppni í kennslu á háskólastigi hefur skilað gríðarlegum árangri í auknum gæðum kennslu undanfarin ár og því er reiknað með að hljóti að styttast mjög í það að aðgengi að rannsóknarfé verði einnig jafnað. Þá ætti líka að sjálfsögðu að heimila skólagjöld í ríkisreknu háskólunum ef þeir þess óska. Skólagjöld við HR eru 127.000 krónur á önn. Svafa segir að það sé markmið skólans að halda skólagjöldum í hófi. Þau eigi ekki að koma í veg fyrir að fólk geti stundað nám við HR. Skólinn hefur m.a. frá upphafi boðið upp á styrki til nýnema og til þeirra nemenda sem ná frammúrskarandi árangri í námi. Hins vegar sé leitað markvisst eftir stuðningi atvinnulífsins og skynsemi höfð að leiðarljósi við rekstur skólans í þeim tilgangi að geta boðið upp á alþjóðlega menntun fyrir íslensk skólagjöld. "Fjölmörg fyrirtæki hafa stutt dyggilega við bakið á HR í gegnum tíðina, m.a. Glitnir, Landsbankinn, Kaupþing, Straumur, Síminn, Sjóvá og VÍS, Eimskip, Orkuveita Reykjavíkur, KPMG og Deloitte, auk verkfræðistofa og fjölmargra annarra fyrirtækja. Jafnfamt hefur stuðningur Reykjavíkurborar við skólann verið okkur ómetanlegur," segir Svafa. HR er að meirihluta í eigu sjálfseignarstofnunar Viðskiptaráðs Íslands og aðrir eigendur eru Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. Til að gera skólanum kleift að stíga næsta skref í uppbyggingu sinni og hrinda framtíðarsýn skólans í framkvæmd var á síðasta ári ákveðið að fjölga í hópi huthafa og styrkja skólann þannig enn frekar fjárhagslega og stjórnunarlega.
 

Athygli vakti þegar Róbert Wessmann lagði skólanum til einn milljarð króna á síðasta ári. Liðlega 800 milljónir af þeim fjármunum fóru í Þróunarsjóð skólans og er verið að nýta þá núna til uppbyggingar á tækni- og mannauði skólans. Afgangnum var varið til að styrkja eigið fé skólans með auknu hlutafé frá Bakhjörlum HR en í þeirra hópi eru nú þegar Glitnir, Eimskip og Salt Investments. Vonir standa til að fleiri bætist í hópinn á næstu árum. "Fjárhagslegir hagsmunir  eigenda skólans eru engir. Skólinn greiðir ekki arð til hluthafa og eigendur geta ekki gengið að eignum skólans, hvorki fjármunum, landrými né öðrum eigum. Ávinningur hluthafa er fyrst og fremst samfélagslegur. Algengt er að einstaklingar og fyrirtæki styrki listir og menningu og bakhjarlar HR töldu að þessum tilteknu fjármunum væri mjög vel varið til uppbyggingar alþjóðlegs háskóla hér á landi. Róbert og aðrir sem styrkt hafa skólann undanfarin ár hafa séð hvers virði öflug samkeppni á sviði háskólamenntunar er. Það er gríðarlega mikilvægt að hér séu fleiri en einn öflugur skóli og raunverulegir valkostir séu fyrir hendi, bæði fyrir nemendur og kennara. Þar sem rannsóknarfé til uppbyggingar á akademískum styrk okkar er takmarkað og við viljum halda skólagjöldum í lágmarki, en á sama tíma bjóða nemendum skólans upp á nám hér á landi sem er jafn gott og best gerist erlendis, þurfum við að fara nýjar leiðir. Við fáum til liðs við okkur leiðandi skóla á hverju fræðasviði. Sköpum spennandi fjölþjóðlegt vinnuumhverfi þar sem landfræðileg lega og sérstaða Íslands er nýtt til hins ítrasta. Þannig vinnum við þvert á landamæri og yfirstígum fjárhagslegar hindranir. Það er þó deginum ljósara að án stuðnings stjórnvalda með auknu frelsi háskólanna og án innspýtingar sem Þróunarsjóðurinn hefur verið frá bakhjörlum HR, hefðum við aldrei getað gert það sem við erum að gera núna," segir Svafa.

 

Hún segir að eins og staðan sé í efnahagsmálum sé þess vart að vænta að frjáls framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum til skólans verði jafnmikil og undanfarið ár. Mikill léttir sé að hafa náð að fjármagna stærstu verkefnin áður en ástandið á markaðnum breyttist til hins verra. "Við erum fjárhagslega vel sett næstu árin. Stærsta verkefnið núna hefur verið að fjármagna uppbyggingu á mannauðnum þannig að hann verði að sama skapi öflugur og húsakosturinn."
Húsið getur rúmað fullbyggt allt að 5.000 nemendur en núna eru 3.000 nemendur við skólann. Svafa segir að óskastaðan sé sú að um 4 þúsund nemendur séu við skólann. Eins og staðan er núna þarf skólinn að hafna allt að 60% umsækjenda í sumum deildum. "Aðsókn að HR er mikil og við veljum umsækjendur af kostgæfni. Við sækjumst eftir fólki sem sýnir frumkvæði og kraft. Við lítum m.a. til einkunna, skapandi hugsunar, félagsstarfa, íþrótta- og tónlistariðkunar sem og reynslu umækjenda. Við erum líka að leita að fólki sem hefur sýnt ákveðna frumkvöðlahegðun eða látið að sér kveða á öðrum vettvangi," segir Svafa.

 

Aðkoma erlendra háskóla

Nýjung í starfsemi háskóla á Íslandi er svokallað ráðgjafaráð sem starfar við hliðina á háskólaráði HR. Ráðgjafaráðið hefur það verkefni með höndum að vinna með rektor og stjórnendum skólans að því að styrkja akademíska stöðu skólans á næstu þremur árum og alþjóðavæða hann. Í ráðgjafaráði sitja prófessorar og stjórnendur frá MIT háskólanum í Boston, Northwestern University í Chicago, Columbia University í New York, Exeter University, sem var valinn besti háskólinn í Bretlandi í fyrra, IESE-háskólanum á Spáni, sem var útnefndur besti háskólinn á sviði stjórnunar- og framhaldsmenntunar á sviði viðskipta, og Strathclyde í Skotlandi. Ráðgjafaráðið gefur alla sína vinnu en samstarfið komst á laggirnar í gegnum tengslanet starfsmanna HR. Svafa segir að vinna ráðgjafaráðsins sé ómetanlegt framlag til eflingar skólans. "Ástæðan fyrir því að þessir aðilar vilja taka þátt í stefnumörkun skólans er sú að það er ekki á hverjum degi sem þeir fá tækifæri til að hanna skóla frá grunni. HR hefur stundað nýsköpun í kennslu og sérfræðingar MIT og Columbia koma hingað meðal annars til að gera tilraunir með nýjar aðferðir við kennslu. Við erum komin með fjármögnun til að byggja upp nýja tegund rannsóknarháskóla og skólinn er staðsettur mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna.  Ísland og HR hefur margt fram að færa til annarra háskóla. Við þurftum bara smá hugrekki til að láta á það reyna og smá útsjónarsemi við að skilgreina og fjármagna slíkt samstarf. Nýja ráðgjafaráðið er okkur dýrmætur reynslubrunnur sem mun hraða mjög akademískum þroska HR. Ráðgjafaráðið var hjá okkur fyrir tveimur vikum og hefur skilað af sér fyrstu tillögum. Nú er ég með langan aðgerðalista yfir það sem ráðið vill að við gerum á næstu þremur árum til þess að ná því markmiði okkar að verða með framsæknustu skólum í Evrópu. Við gerum okkur engar grillur um að HR verði Harvard eða Yale. Það keppa fáir við þá á næstu árum. Hins vegar hefur indverskum skólum, þar á meðal viðskiptaháskóla einum, tekist að komast í hóp bestu viðskiptaskóla heims á örfáum árum. Svo þetta er hægt. Þeir hafa staðið að uppbyggingu sinni á ákveðinn hátt og við erum að skoða og ætlum m.a. að nýta okkur þeirra aðferðir. Við keppum ekki að því að komast á lista yfir bestu háskóla heims á öllum sviðum heldur viljum við skapa okkar eigið rými og sérstöðu þannig að þeir sem hingað koma til náms og rannsóknarstarfa fái hér eitthvað sem þeir fá ekki svo aðveldlega annars staðar. Við ætlum að gera okkar besta til þess að færa heiminn heim og skapa nýjan vettvang fyrir innlenda og erlenda nemendur og fræðimenn í Reykjavík.

 

Nýr heimur þeirra bestu

Svafa segir að mikil gerjun sé nú á háskólamarkaði um allan heim. Rótgrónum menntastofnunum sé nú ögrað með tilkomu nýrra framsækina háskóla. Ýmsir gagnrýna nú hefðir við mat á akademískri stöðu háskóla og færa rök fyrir því að háskólar séu orðnir of fjarlægir atvinnulífi og því samfélagi sem þeir þjóna. Stjórnskipulag og akademísk framgangskerfi hamli framþróun þeirra, gæðum kennslu og endurnýjun innan stofnananna. Sem svar við þessari þróun hafa nýir skólar í eigu fyrirtækja, einstaklinga og stofnana sprottið upp víða um heim. Þessi þróun hefur að margra mati leitt til nýsköpunar í kennslu og gert skil skóla og atvinnulífs óskýrari. Þeir framsæknustu á meðal rótgróinna skóla nýta nú vörumerki sín til fjáröflunar. Þekking gengur kaupum og sölum. Háskólanet eru farin að myndast og tækninýjungar gera hindranir vegna landfræðilegrar legu skólanna að engu. Háskólinn í Reykjavík ætlar sér að nýta þessa þróun til fulls.

 

HR hefur tekið upp samstarf við starfsfólk frá MIT á fjölmörgum sviðum. Undanfarna mánuði hafa fulltrúar MIT verið hér á landi og fulltrúar HR hafa dvalið við MIT á meðan unnið hefur verið að hönnun nýs meistaranáms í verkfræði við HR. Námið hefst í september næstkomandi. Það skemmtilega við þetta nám er að hluti þess verður kenndur samtímis í Singapore, Boston og Reykjavík. Kennarar MIT munu annast kennsluna ásamt kennurum HR og tæknin verður notuð til að flytja fyrirlestrana á milli þriggja heimsálfa. Tveir skjáir og tvær myndavélar verða í kennslurýmum. Leggi nemandi í HR fram spurningu til kennara í Boston birtist mynd af honum á öðrum skjánum í Singapore og Boston og öfugt. Á hinum skjánum er ávallt mynd af kennaranum. VGK-hönnun hefur verið bakhjarl HR við fjármögnun undirbúnings samstarfsins við MIT og lagt mikið af mörkum til þess að koma samstarfinu við MIT á laggirnar.
 

"Þetta er í fyrsta sinn sem meistaranám fer fram með þessum hætti. MIT hefur verið að þróa þessa tækni og notar okkur núna að vissu leyti í tilraunaskyni. MIT er að flytja út sína þekkingu og við erum vissulega að kaupa af skólanum ákveðna þjónustu en um leið tökum við þátt í tilraun með tækni sem MIT ætlar að innleiða í sína starfsemi. Með þessu samstarfi við MIT hafi myndast náin tengsl milli stjórnenda og kennara á Íslandi og í Boston. Margar hugmyndir hafa fæðst í kjölfarið og þar á meðal fjarnámið. MIT sér marga möguleika á Íslandi, ekki síst á sviði jarðhitafræði og grænnar orku. Við höfum innleitt stóran hluta af tillögum MIT í sambandi við uppbyggingu á verkfræðináminu og nú er að hefjast annar fasi samstarfsins sem kennsla í meistaranámi. Þessi seinni hluti samningsins felur einnig í sér að kennarar okkar verða í þjálfun í Boston og þeirra kennarar koma hingað. En fyrst og fremst erum við að prófa þessa nýju tækni. Þeir hafa prófað þessa aðferð í Singapore og vilja núna bæta fyrsta Evrópulandinu við. Það réð miklu um að auðvelda þetta ferli að fjarlægðin milli Reykjavíkur og Boston er aðeins fjórir og hálfur tími og tungumálaerfiðleikum er ekki fyrir að fara. Nokkrir íslenskir kennarar við HR hafa líka útskrifast frá MIT, sem hjálpaði mjög til við að koma þessum sterku tengslum á milli skólanna," segir Svafa. Auk þess er í uppsiglingu fimm ára rannsóknarverkefni með þáttöku vísindamanna MIT, HR og hóps annarra íslenskra vísindamanna, m.a. á sviði endurnýtanlegra orkugjafa. Fyrst um sinn verður stefnt að því að bjóða upp á fjóra áfanga í meistaranámi í samstarfi við MIT. Að öðru leyti verður meistaranámið að stærstum hluta byggt upp á Íslandi með íslenskum og erlendum kennurum. 60 manna hópur nemenda frá MIT heimsótti HR yfir páskana og von er á öðrum 50 manna hópi frá Columbia-háskóla í júní.

 

En fleiri samstarfsverkefni á borð við þessi eru í undirbúningi. Von er á sérfræðingum frá London Business School í apríl til að gera úttekt á viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Þeir munu starfa með stjórnendum og kennurum deildarinnar við mótun framtíðarstefnu og skipulags framhaldsnáms við deildina. Fyrir hópnum fer fyrrverandi aðstoðarrektor London Business School. HR hefur nú aukið enn frekar samstarf sitt við Columbia-háskólann í New York og munu fyrstu HR-ingarnir sækja tíma í New Your í sumar á vegum kennslu- og lýðheilsudeildar HR. Sú deild mun einnig hleypa af stokkunum nýju stjórnendanámi fyrir heilbrigðsstarfsmenn í haust (MPHe) með þátttöku kennara frá HR, McGill-háskóla í Kanada og Columbia University. Síðast en ekki síst hefur tekist að koma á samstarfi við IESE, einn af leiðandi viðskiptaháskólum Evrópu, á sviði símenntunar fyrir stjórnendur. Það er svokallað AMP (Advanced Management Program) sem boðið verður upp á bæði hér heima og í Barcelona á Spáni. Líkt og í MBA-námi HR koma kennarar í þessu námi frá leiðandi viðskiptaháskólum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Við setjum markið hátt og gerum miklar kröfur til okkar sjálfra og nemenda okkar. Það er enginn vafi í mínum huga að framtíðin er HR," segir Svafa Grönfeldt rektor, brosandi.


Iceland Should Fund Centres of Excellence

In a previous post, I promised to elaborate on one of my favourite hobby horses, namely differentiation in the type of funding that is presently available here in Iceland. I have already discussed the Canada Research Chairs programme, and argued that Iceland could do with a similar measure for strategic brain gain. This post is devoted to the funding of centres of excellence, and the importance that these centres have for research in other countries.

So far, Icelandic research funding is essentially based on one measure: the funding of research projects of tiny to medium size. (The so-called excellence grants do not really provide enough money to finance a largish project.) There is, however, no funding I am aware of that allows a sustained research effort to build international visibility in a whole area of research over a 5-10 year time frame.  I am talking about funding a group of researchers who have an excellent track record in research, who work in related areas, and who joined forces to create a critical mass of research activity that is likely to attract international attention, outstanding PhD students and postdoctoral researchers, and top-class visitors from abroad. In other countries, this type of research effort is usually supported via the establishment of centres of excellence.

Rather than discussing this funding measure in the abstract, let me present a concrete example of a funding agency whose mission is to select and fund centres of excellence, namely the Danish National Research Foundation (DNRF). DNRF makes large-scale investment in basic research by establishing and funding centres of excellence. This programme started in 1991 and has committed itself to support Danish research by investing 3.8 billion DKK in the funding of such centres.  Each centre of excellence is funded for a period of 5-10 years at a rate of about 6 million DKK per year.

As you can easily imagine, the availablity of this type of funding makes it possible to create an outstanding environment for research. I was lucky enough to work in Aalborg at the heyday of BRICS, and I can tell you that it was highly enjoyable to be in an environment where one could hire postdocs and PhD students, fund long- or short-term visitors, organize thematic workshops and be able to support the speakers, and basically to be able to do whatever one's research called for without having to worry about every penny one spent---within reasonable limits of course Smile

I understand that the OECD suggested that Iceland establish centres of excellence. So, why is this not done?  Wouldn't it be appropriate to add this item high on our "to lobby for" agenda? What do you say?

 


The Importance of Being Mobile

A comment on a blog post reads:

....the musical chairs that us academics play in our careers serves to disseminate our knowledge.
I agree that mobility is important in the career of most academics. Indeed, most of us have studied and worked at several institutions.

I was reminded of this comment yesterday, when I was asked to fill in a EU questionnaire on the mobility of researchers. One of the multiple-choice questions on the form read: "How often should a researcher move at different stages in her/his career?" (I was asked to answer this question since I claimed that mobility is important in the career of a researcher.) For instance, how often should one move over a four-year period at the early stages of one's career? I assumed that this question was referring to the first four years after one's PhD, and my answer off the top of my head was 1-2 times. (What I really meant was twice, but I thought 3-5 times was too much; the rationale being that one should be mobile at that crucial time in one's career, but that being overly mobile might cause too much overhead---especially if this involves changing countries. Later I looked back at my movements in the period 1991-1994 and realized that I actually moved 5 times myself.)

What is your opinion? Is mobility important at all stages of one's career? And how often should a researcher be mobile during the first four years of one's career?

Advice for (Prospective) Graduate Students

A topic that is being increasingly covered in TCS blogs is that of giving advice to (prospective) graduate students and beginning researchers. (See, for instance, here, here or here.) This is a welcome development, and a very good way of using the medium for the benefit of an important component of our research community. (After all, young researchers are the future of research, aren't they?) In fact, I have no problem in admitting that I enjoy reading those blog posts or anything similar myself. I feel that I am still learning on the job every day, and that those pieces of advice remind me of things that I should keep in mind, but that I tend (consciously or unconsciously) to "forget". After all,

Advice is what we ask for when we already know the answer but wish we didn’t. (Erica Jong)

The latest few words of advice on research for graduate students I read have been penned down by Fan Chung. She addresses mostly combinatorialists, but what she says applies equally well to (theoretical computer) scientists at large. I like the fact that she stresses the collaborative nature of the research enterprise, and that she embraces one of my favourite hobby horses, viz. the Hardy-Littlewood rule: authors are alphabetically ordered and everyone gets an equal share of credit. She adds:

The one who has worked the most has learned the most and is therefore in the best position to write more papers on the topic.

(I had never thought in these terms myself, but yes that's true.) She also writes:

If you have any bad feeling about sharing the work or the credit, don't collaborate. In mathematics, it is quite okay to do your research independently. (Unlike other areas, you are not obliged to include the person who fund your research.) If the collaboration already has started, the Hardy-Littlewood rule says that it stays a joint work even if the contribution is not of the same proportion. You have a choice of not to collaborate the next time. (If you have many ideas, one paper doesn't matter. If you don't have many ideas, then it really doesn't matter.) You might miss the opportunity for collaboration which can enhance your research and enrich your life. Such opportunity is actually not so easy to cultivate but worth all the efforts involved.

I could not agree more. I will add Fan Chung's advice to the list of links I suggest to all my students and colleagues. Maybe you'd like to do so too.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband