Áhugi fjölmiðla á vísindum er yfirborðskenndur

Eitthvað er til í þessu hjá Stefáni um gagnrýnisleysi fjölmiðlafólks en ég held að það séu nægir vísindalegir álitsgjafar, það sé enginn skortur á þeim. Vandinn liggur frekar í því að fjölmiðlafólk er ekki eða sjaldnast menntað í raunvísindum og lítill áhugi er fyrir vandaðri umræðu um vísindi, eðli þeirra og takmarkanir.  Hvert er hlutfall frétta af dægurstirnum, íþróttum og munaðarvörum á móti umræðu um vísindi og fræði? Talsvert hátt og stjórnast vissulega af því sem að fólk vill lesa. Snýst þetta kannski að einhverju leyti um ábyrgð fjölmiðla, þmt opinbera. Er ekki lag að endurvekja nýjustu tækni og vísindi!  Svipaðir þættir eru hjá flestum norrænu sjónvarpsstöðunum. Umræða um vísindi er heldur ekki eingöngu um vísindi, heldur líka um fjármögnun, uppbyggingu og aðra samhangandi þætti. Þetta eru þá pólitískar spurningar um vísindi.

ritstj. 


mbl.is Vilhallir ÍE í umfjöllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Tek undir þetta hjá ritsjóra.

Íslenskir miðlar virðast ekki hafa metnað til að fjalla um vísindaleg efni af alvöru. Þeim dugir að setja upp texta sem hljómar vísindalega með sannfærandi myndum. Oftast er kveikjan frétt í öðrum miðli, misjafnlega traustum, sem er snarað yfir á móðurmálið í hendingskasti án nokkurar innsýnar eða gagnrýni. Slíkar "fréttir" verða aldrei nákvæmar, fáum til gagns, og fréttamiðlinum til hneisu.

Varðandi efni ritgerðar Stefáns, þá er nægilegt framboð á velmenntuðu fólki til að ræða um erfðir, bæði fræðilega og í víðara samhengi. Líffræðingar og læknar vita að erfðafræðin getur bara fundið þætti sem hafa áhrif á sjúkdóma, en að slíkt skilar sér ekki beint í lyf eða meðferð. Þekktur er mýgrútur (lesist, nokkur þúsund) gena sem hafa áhrif á sjúkdóma í okkur, sjá t.d. OMIM, en fæst þeirra hafa leitt til lyfs.

Arnar Pálsson, 31.3.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband